Réttur


Réttur - 01.10.1980, Síða 63

Réttur - 01.10.1980, Síða 63
En hérna eru varðar, sem hdum rómi tala um hrakför þína, Sordavala. Þessi hái granítvarði með hamri og sigð, sem er hertákn nýja landsins, segir réttar en öll blaðaskeyti um rauðra drengja tryggð við riki verkamannsins, sem bestu synir Finnlands vildu byggja úr rúst og dauða eins og börn hins nýja Rússlands á rétti hins þjéiða og snauða. Þeir sofa, þeir sofa meðal svartra grenifjala, synir þínir, Sordavala! Það tókst að þessu sinni að tefja þína för. Hér reis trúboðsstöð og kirkja, sem á að miðla sáluhjálp og grœða gömul ör og gljúpa hugi að yrkja til auðmýktar og hlýðni við auðvaldið og trúna og ameríska handleiðslu í landinu þínu rúna. Og vittu að það var armur hinna amerísku dala, sem sló þig, Sordavala! En verkamannaríkið, það er veruleilti þó. Það vakir og það hlustar, á bak við þetta vatn, sem nú býzt í kvöldsins ró nokkrum bœjarleiðum austar. Og þaðan kemur höndin, sem mun hefna hinna dauðu og hefja hina föllnu og líkna hinum snauðu. Þá rennur ykkar dagur! Hinir rauðu hanar gala! Þá rístu á fœtur, Sordavala! 255

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.