Réttur


Réttur - 01.10.1980, Page 64

Réttur - 01.10.1980, Page 64
HAUKUR MAR HARALDSSON: KÓKRISINN LAGÐUR AÐ VELLI Sennilega er langt síðan fjölþjóðlegur auðhringur hefur orðið að svínbeygja sig eins rækilega fyrir kröfum verkalýðshreyfingarinnar og milljarðahringurinn Coca Cola Com- pany varð nú að gera nýverið. Á sama hátt er sjálfsagt langt síðan alþjóðleg verkalýðs- hreyfing hefur unnið eins sætan sigur og þann sem knúði kókrisann til uppgjafar í svokölluðu „kókmáli“ i Guatemala. Þar kom greinilega í Ijós hvert afl verkalýðshreyf- ingin getur verið, beri hún gæfu til að standa saman, án tillits til landamæra. En það sem gerir sigurinn í kókmálinu ef til vill sætastan er sú staðreynd, að hann vannst á framleiðsluaðila drykkjarins í Guatemala, einu blóðugasta af mörgum blóðug- um löndum Suður-Ameríku. Hann vannst þrátt fyrir að saman tækju höndum gegn verkalýðum fasísk herforingjastjórn, bandarískur hægrimaður af öfgafyllstu gerð í forstjórasæti kókverksmiðjunnar og samviskulausir hluthafar og stjórnendur Coca Cola Company. 256

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.