Réttur


Réttur - 01.10.1980, Side 70

Réttur - 01.10.1980, Side 70
Bandaríkin Ronald Reagan var kosinn forseti Bandaríkjanan með 51% greiddra atkv. Carter fékk 41% og John Anderson 7%. Það er táknrænt fyrir ástandið í þessn voldugasta ríki heims, sem telur sig for- usturíki lýðræðisins, að það er aðeins helmingur þeirra, er kosningarétt hafa, sem kýs. Helmingur kjósendanna telur það ekki ómaksins vert að ganga að kjör- borðinu, þorri þeirra í meðvitund þess að það séu hvort sem er peningavaldið, sem öllu ráði um kosninguna, stóru flokkarn- ir tveir séu aðeins tæki mismunandi auð- mannahópa og hvaða forseti sem kosinn yrði væri hvort sem er aðeins leikbrúða peningavaldsins í landinu. Auðheyrt er á hinum gamla kúreka- kvikmyndaleikara, sem fyrst og fremst liefur í ræðum sínum skírskotað til hroka þeixra ríku, að hann ætlar sér með taum- lausum yfirgangi og frekju, ekki síst við Nato-ríki, að rétta hlut Bandaríkjaauð- valdsins við eftir öll þau áföll, sem það hefur hlotið í augum heims, við tapað níðingsstríð í Víetnam, Watergate- hneyksið allt saman o. fl. Vægðarlaus aukning herbúnaðar, ekki síst kjarnorkuhervæðingar, á að verða vopn hans til að fá hinar ýmsu þjóðir heims til að beygja sig fyrir ofurveldinu ameríska af ótta við miskunnarlausar og gersamlega óábyrgar aðgerðir þess. Hættan á stórstyrjöld, sem orðið gæti kjarnorku-tortíming stórs hluta mann- kyns, hefur því vaxið gífurlega við það að harðskeyttasta peningavald í Bandaríkj- unum hefur blekkt um fjórðung þeirra íbúa, er kosningarétt hafa til þess að kjósa þennan ævintýramann fyrir forseta. Er luirmulegt til þess að vita hvernig komið er fyrir þjóð Georgs Washingtons og Benjamíns Franklins, Jeffersons og Abrahams Lincolns - þjóð þeirri, er kaus Rossevelt til að stjórna sér bæði í heims- kreppu og heimsstríði - að hún skuli nú sokkin niður á þetta stig sakir alræðis hrokafulls peningavalds í landi sínu. Það mun nú reyna á stjórnmálaleið- toga Vestur-Evrópu, hvort þeir hafa dug og kjark til þess að standa upp í hárinu á þessum manni — eða hvort þeir láta einn lítilsigldan amerískan krtreka reka þjóð- ir þeirra sem naut til slátrunar. Jack Woddis látinn Nýlega er látinn Jack Woddis er var sá félagi, sem stjórn liafði á alþjóðadeild brezka kommúnistaflokksins. En sá flokk- ur hefur flestum flokkum betur rækt þá skyldu hvers góðs sósíalista að styðja hverja þá í öðrum löndum, sem berjast fyrir frelsi landsins, ef það er nýlenda, og frelsi alþýðu, ef um sjálfstætt ríki er að ræða. Hefur sá flokkur ætíð tekið mál- 262

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.