Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 1
Ile Longue-herstöðinni. AFP. | Jacques Chirac Frakk- landsforseti lýsti yfir því í gær að „hryðjuverka- ríki“, sem réðust gegn Frakklandi, ættu yfir höfði sér gagnárás þar sem kjarnorkuvopnum yrði beitt. Þetta er í fyrsta skipti sem Chirac greinir frá þessari varnarstefnu frönsku ríkisstjórnarinnar. „Leiðtogar hvers þess ríkis, sem beitir hryðju- verkum gegn okkur, og hvers þess, sem kann að íhuga, með einum eða öðrum hætti, að beita ger- eyðingarvopnum, verða að gera sér ljóst að með því væru þeir að kalla yfir sig hörð og viðeigandi viðbrögð af okkar hálfu,“ sagði forsetinn. „Þau viðbrögð gætu verið í krafti hefðbundinna vopna en þau gætu einnig verið annars eðlis,“ bætti hann við. Chirac upplýsti að Frakkar hefðu breytt sam- setningu kjarnorkuherafla síns til að geta brugðist „með sveigjanlegum hætti“ við sérhverri ógn. Það hefði verið gert með því að fækka kjarnaoddum í tilteknum kafbátaeldflaugum. „Fari ríki í tilteknum heimshluta gegn okkur eru valkostir okkar ekki þeir að hafast annaðhvort ekkert að eða að uppræta það [ríkið],“ sagði forset- inn. Chirac nefndi ekkert ríki á nafn. Hann lýsti og ekki heldur yfir því að til greina kæmi að beita ger- eyðingarvopnum gegn hópum hryðjuverkamanna. Hótar „hryðju- verkaríkjum“ kjarnorkuárás LÖGREGLAN í Reykjavík hefur verið beðin um að aðstoða lögregluyfirvöld í Naíróbí, höf- uðborg Kenýa, í tengslum við rannsókn á al- varlegri árás og ráni á heimili í borginni þar sem tvítug íslensk stúlka á vegum Alþjóðlegu ungmennaskiptanna (AUS) var nýbyrjuð í sex mánaða vist sem sjálfboðaliði. Árásin átti sér stað föstudaginn 13. janúar og áttu húsráðendur ásamt gestum sínum, alls 15 manns, sér einskis ills von þegar fimm ræn- ingjar með skotvopn réðust inn á heimilið og héldu fólkinu í gíslingu á meðan þeir lögðu heimilið í rúst og hurfu með öll þau verðmæti sem þeir komust yfir. Nokkrar stimpingar urðu á meðan ræningjarnir yfirbuguðu heim- ilisfólkið en að sögn Önnu Lúðvíksdóttur fram- kvæmdastjóra AUS slasaðist enginn alvarlega, að undanskildu því andlega áfalli sem fólkið fékk. Ræningjarnir hótuðu fólkinu og börðu suma, þar á meðal íslensku stúlkuna. Hún fékk að- hlynningu á sjúkrahúsi í Kenýa og síðan aftur á slysadeild Landspítalans við heimkomuna. Ennfremur hefur hún fengið sálfræðiaðstoð. Stúlkan var komin í flug til Íslands tveimur sól- arhringum eftir atburðinn. Komust í gegnum öryggishlið Húsið sem stúlkan bjó í var umkringt örygg- isgirðingu og starfaði þar einnig öryggisvörður við hliðið auk þess sem strangar reglur gilda um gestakomur. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir tókst ræningjunum að komast í gegnum hindr- anirnar og taka völdin af húsráðendum. At- lagan stóð yfir í tvær klukkustundir og lauk með því að ræningjarnir gengu út með skart- gripi og önnur verðmæti. Þótt þeir hafi verið vopnaðir var ekki hleypt af skoti í umsátrinu en öllu fólkinu var skipað að leggjast á gólfið á meðan heimilið var rænt. Vegabréfi stúlkunnar var þó ekki stolið í atlögunni og var strax hafist handa við að koma henni heim, að sögn Önnu. Anna harmar atburðinn og segir hann heyra til undantekninga að því er varðar sjálfboðaliða á vegum AUS. Lögð sé mikil áhersla á að þeir fari á örugg heimili og svæði en á hinn bóginn sé ekki hægt að útiloka áhættu samfara þess- um störfum. Hún segir stúlkuna bera sig vel þrátt fyrir áfallið og hafi hún brugðist rétt við í þeim aðstæðum sem upp komu. Að jafnaði eru 15–20 sjálfboðaliðar á vegum AUS víðs vegar um heiminn. Nokkrir voru í Naíróbí í haust og urðu ekki fyrir neinum skakkaföllum. Anna segir sjálfboðaliða á veg- um AUS undirbúna með skipulegum hætti fyr- ir erlenda dvöl og farið yfir hvað beri að varast í þeim löndum sem förinni er heitið til. Haldið tvo tíma í gíslingu vopnaðra ræningja Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Íslensk stúlka hætt komin í grófu ráni í Naíróbí í Kenýa STOFNAÐ 1913 19. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Velduþaðbesta Kræsingar í Kríunesi Mexíkóskur stíll og hollur matur í gistihúsi við Elliðavatn | Daglegt líf Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Réttur bílkaupenda  Fjölhæfari Grand Vitara  Sigurlykt hjá Toyota Íþróttir | Frakkar stöðvuðu sigur- göngu Íslendinga Edda Garðarsdóttir undir hnífinn Dubai. AFP, AP. | Osama bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al- Qaeda, hótaði fleiri árásum á Banda- ríkin í hljóðrituðu ávarpi sem arab- íska sjónvarpið Al-Jazeera birti í gær. Hann bauð Bandaríkjamönnum þó einnig vopnahlé með „sanngjörn- um skilyrðum“. Scott McClellan, talsmaður Bandaríkjaforseta, hafnaði vopna- hléstilboðinu. „Við semjum ekki við hryðjuverkamenn,“ sagði hann. Heimildarmaður í bandarísku leyniþjónustunni CIA sagði í gær- kvöldi að hljóð- upptakan væri ósvikin. „CIA hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé rödd bin Ladens.“ Þetta eru fyrstu skilaboðin frá bin Laden í rúmt ár. Talið er að hann hafi flutt ávarpið í desember. Bin Laden beindi orðum sínum til bandarísku þjóðarinnar og sagði að al-Qaeda væri að undirbúa árásir í Bandaríkjunum. Hann útlistaði ekki skilyrðin fyrir vopnahléi. „Við höfum ekkert á móti því að bjóða ykkur langtímavopnahlé sem byggist á sanngjörnum skilyrðum,“ sagði hann. „Við stöndum við þau vegna þess að við erum þjóð sem Guð hefur bannað að ljúga og svíkja. Báð- ir aðilar geta því notið öryggis og stöðugleika þegar þetta vopnahlé varir, þannig að við getum endur- reist Írak og Afganistan sem hafa verið lögð í rúst í stríðinu.“ Ljær máls á vopnahléi Osama bin Laden Washington. AFP. | Geimrann- sóknastofnun Bandaríkjanna, NASA, skaut í gærkvöldi á loft geimfari, New Horizons, sem á að rannsaka Plútó, einu ókönn- uðu reikistjörnu sólkerfisins. Geimfarið á einnig að kanna ís- hnetti í Kuipersbeltinu, dul- arfullu svæði handan Neptún- usar. Talið er að þar séu þúsundir hnatta sem ekki hafi náð að verða að reikistjörnum við myndun sólkerfisins. Geimfarinu var skotið á loft með eldflaug af gerð- inni Atlas 5 frá Canaveral-höfða í Flórída eftir tveggja daga töf vegna veðurs og tæknivandamála. Hraði geimfarsins á leiðinni að Júpíter verður nær 58.000 km/klst. og er þetta hraðfleygasta geimfar sem smíðað hefur verið. Vonast er til að hraðinn aukist í allt að 75.000 km/klst. þegar geimfarið not- ar þyngdarafl Júpíters líkt og teygjubyssu til að kasta sér áleiðis til Plútós. Við það styttist ferðin þangað um allt að fimm ár. Gert er ráð fyrir því að geimfarið verði komið að Plútó eftir um tíu ár. Geimfarið verður þá um 4,8 milljarða km frá jörðu. Plútó-fari skotið á loft Í DAG er bóndadagur, upphaf þorra og vet- urinn hálfnaður. Vafalaust eru flestir hús- bændur hættir að hoppa í kringum húsið á nærhaldinu. Sumir gera sér þó kannski von- ir um blóm frá frúnni og hafa þjóðlegan mat á borðum í kvöld. Atla Samúelssyni leizt vel á trogið, sem Hafþór Magni Sól- mundsson sýndi honum í kjötborði Nóatúns í gær. Morgunblaðið/Ásdís Þorramatur á bóndadegi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.