Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FÓLKIÐ SEM HVERGI ER GETIÐ Í ÁRSSKÝRSLUM Full ástæða er til að ráðast í rann-sókn á framlagi eldri borgara tilsamfélagsins, en á miðvikudag var undirritaður samstarfssamningur þess efnis. En jafnframt er ástæða til að velta fyr- ir sér hverskonar vitnisburður það er um íslenskt samfélag að talin sé þörf á slíkri rannsókn. Er gjáin orðin svona breið á milli kyn- slóðanna í landinu? Rannsóknin verður framkvæmd af Rannsóknarstofu Kennaraháskóla Ís- lands fyrir Félag eldri borgara í Reykja- vík og er það Samband íslenskra spari- sjóða sem styrkir verkefnið. Þó að rannsóknin sé unnin fyrir hagsmunasam- tök er mikilvægt að lagt sé upp með trú- verðugar og hlutlægar forsendur, þannig að hún verði meira en útspil á borði stjórnmála og kjarabaráttu. En hvað er verið að rannsaka? Stundum mætti ráða af þjóðfélagsum- ræðunni að við eftirlaunaaldur legði fólk niður árar og gerðist farþegar á þjóðarf- leyinu. Ekki nóg með það, svo gæti virst sem eldri borgarar væru byrði á sam- félaginu um borð; hópur ósjálfbjarga og veikra einstaklinga, sem stöðugt gerir kröfur um meiri umönnun, þjónustu og fjárhagslega aðstoð. Það gleymist iðulega í umræðunni að stór hópur Íslendinga 67 ára og eldri er svo gæfusamur að búa við góða heilsu, góð kjör og taka þátt í hinu daglega lífi, eins og Bryndís Víglundsdóttir, sem sit- ur í undirbúningshópi Félags eldri borg- ara í Reykjavík, benti réttilega á þegar samstarfssamningurinn var kynntur. Að sjálfsögðu hafa eldri borgarar mik- ilvægu hlutverki að gegna og ekki verður það allt metið til fjár. Nú til dags er til dæmis algengt að báðir foreldrar vinni úti, séu oft undir gríðarlegu álagi og lítið megi út af bera. Þá er ómetanlegt ef hægt er að reiða sig á aðstoð ömmu og afa, sem geta hlaupið undir bagga og létt álagi á heimilinu. Það gerir jafnframt ungum foreldrum kleift að stefna hærra og leggja meiri metnað í störf sín, en þó er framlags afa og ömmu hvergi getið í ársskýrslum fyrirtækja. En það er ekki síður nauðsynlegt fyrir börnin að njóta þess að kynnast þeirri kynslóð sem hefur lifað tímana tvenna, rutt veginn fyrir þjóðina úr torfbæjum inn í tækniöldina og lagt grunninn að því velferðarþjóðfélagi sem við búum við. Þar komast börnin í tæri við vísdóm reynslunnar, auðugt tungutak og gjáin er brúuð á milli kynslóðanna. Af þessu má ekki draga þá ályktun að hlutverk eldri borgara felist fyrst og fremst í því að sinna barnabörnum. Sam- félag eldri borgara er engu síður fjöl- breytt en annarra kynslóða og framlag þeirra til þjóðfélagsins jafn margslungið. Fjölmargir eldri borgarar eru með fulla starfsorku. Sumir snúa sér að þjóðhags- legum hugðarefnum, sem enginn tími var fyrir með fullu starfi, og renna þannig fleiri stoðum undir sögu, menningu og at- hafnalíf þjóðarinnar. Sumir vinna áfram, geta ekki hugsað sér lífið án þess eftir langa starfsævi, eða þurfa jafnvel á því að halda, eins og yngri kynslóðir. Sumir taka sér hvíld eftir langa starfsævi og huga að innviðum fjölskyldunnar. En all- ir hafa eitthvað að gefa. Framhjá því verður ekki horft. Þess vegna er þörf fyrir rannsókn á framlagi eldri borgara til þjóðfélagsins, þó ekki væri nema fyrir umræðuna sem það skapar. FARSÍMINN SEM ÖRYGGISTÆKI Ég náði að krafla í símann; vel aðmerkja gamla góða NMT-kerfið því gemsinn var nú fokinn út í veður og vind auk þess sem eru einhver göt í net- inu á þessum slóðum og ég ætla að vona að menn starfræki langdræga kerfið þar til eitthvað annað kemur í staðinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, er hann lýsti því hvernig hann gat kallað á hjálp, stórslasaður eftir að bíll hans fór margar veltur í Bólstaðarhlíðarbrekkunni. Frásögn flokksformannsins vekur at- hygli á því gríðarlega mikilvæga örygg- istæki, sem farsíminn er orðinn. Stein- grímur J. er langt í frá sá eini, sem hefur bjargazt af því að hann gat látið vita af sér í farsíma. Um slíkt eru ótal dæmi frá seinni árum. Farsímar eru orðnir almenningseign; Íslendingar eiga u.þ.b. einn á mann. Farsímaþjónusta er drjúg tekjulind fyr- ir símafélögin. Engu að síður hefur upp- bygging dreifikerfisins staðnað á und- anförnum árum. Þótt símafyrirtækin hafi haft mjög vel upp úr GSM-þjónustu við þéttbýlið hafa stjórnvöld ekki séð sér fært að gera kröfur um að þau byggðu jafnframt upp GSM-þjónustu í dreifbýlinu. Þegar komið er út fyrir þéttbýli er GSM-netið því harla glopp- ótt. Nýlega hefur komið fram í fréttum að tuga kílómetra kaflar á hringveg- inum eru án GSM-sambands og til sveita og inni á hálendinu er ekki hægt að treysta á það. Það vill svo til að ein- mitt þar sem þörfin fyrir símann kann að vera mest, á fjallvegunum, eru stærstu götin. Við einkavæðingu Símans var ákveðið að nota tæpan milljarð króna af sölu- andvirðinu til að bæta GSM-þjónustu úti um land. Ætlunin er að ljúka GSM- væðingu á hringveginum, á helztu stofn- vegum og á fjölmennum ferðamanna- stöðum fyrir lok næsta árs. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ferðast nú um landið og kynnir þessi áform, ásamt áætlunum um háhraðanetvæð- ingu í sveitum. Langdræga NMT-kerfið hefur oft bjargað þeim, sem ýmist hafa ekki haft GSM-síma við höndina eða verið utan þjónustusvæðis GSM, eins og átti við um Steingrím J. Nú er það orðið úrelt, bæði kerfið sjálft og símarnir, og verður lagt niður í árslok 2008. Ætlunin er að bjóða tíðnisviðið út og að ný, langdræg þjónusta verði komin í gagnið fyrir lok næsta árs. Í frétt hér í blaðinu 3. janúar síðast- liðinn kom fram að eðlilegt væri talið, af hálfu Póst- og fjarskiptastofnunar, að miða við núverandi útbreiðslu NMT- kerfisins þegar gerðar yrðu kröfur um útbreiðslu nýs, langdrægs farsímakerf- is. Í NMT-kerfinu eru hins vegar enn gloppur, sem eftir er að fylla upp í, t.d. á Hornströndum og hér og þar á há- lendinu sunnan- og vestanverðu. Í landi, þar sem fjallaferðir og útivist skipa æ stærri sess, er eðlilegt að gera kröfu til þess að langdrægt farsímasamband sé um allt land, án undantekninga. Líklegt er að á markaðinn komi símar, sem hægt er að nota bæði fyrir núverandi GSM-kerfi og langdrægt, stafrænt kerfi. Þeir verða að sjálfsögðu frábær öryggistæki, en þau munu veita falskt öryggi ef ekki verður tryggt gott sam- band um allt land – jafnvel á jöklum, því að þangað leggja menn líka leið sína núorðið. S ýningin „Pure Iceland“ var opnuð í Vís- indasafninu í London í gærkvöldi. Sendiráð Ís- lands í Bretlandi átti frumkvæði að sýningunni. Á henni er gestum safnsins kynnt orkuframleiðsla á Íslandi og nátt- úra landsins. Geir H. Haarde, ut- anríkisráðherra, opnaði sýn- inguna og var Magnús Magnússon heiðursgestur. Fyrr um daginn skoðaði fjöldi blaðamanna sýn- inguna. Heather Mayfield, aðstoð- arforstöðumaður vísindasafnsins, er mjög ánægð með útkomuna og segist vera orðin ansi fróð um Ís- land. „Í hreinskilni sagt held ég að enskur almenningur viti ansi lítið um landið ykkar. Ég og mitt teymi hér á safninu vissum ekki mikið áður en við lögðum af stað í þetta verkefni. Okkur hefur líkað ákaflega vel að vinna með Íslend- ingum og hefur undirbúnings- ferlið verið einkar frjótt og skemmtilegt. Gestir safnsins eiga eftir að falla fyrir þessari sýn- ingu,“ segir Heather. Ljóðræn vísindasýning „Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, bauð okkur á töluvert minni sýn- ingu í París í hittifyrra og urðum við þá öll áhugasöm um landið, náttúru þess, fegurð og ímynd. Í framhaldi ákváðum við að búa til sýningu um Ísland. Við vildum gera hana mun stærri og einbeita okkur að Íslandi sem nútíma- samfélagi, og leggja ríka áherslu á metnað landsins til að verða fyrsta vetnissamfélag í heimi. Þar sem þetta safn er helgað vís- indum, erum við mjög áhugasöm um það,“ segir Heather. Sýningin er töluvert frábrugðin öðrum sýn- ingum safnsins að því leyti að ekki er mikið um muni til að skoða, og upplýsingar í formi texta eru ekki áberandi. „Pure Iceland“ er sett upp meira sem upplifun, þar sem reynt er að fanga anda Íslands með hljóði og myndum. „Vísindasafnið er mjög hávært safn. Hér er alltaf mikið um að vera og mikið af fólki. Við vildum reyna að skapa öðruvísi stemmningu á þessari sýningu. Áhersla var því lögð á að gera hana ljóðrænni og með rólegra yf- mikilvægt að finna sífellt u nýjum leiðum til að kynna indi,“ segir Heather. Leiklist og vísindi Víkingur Kristjánsson og Örn Garðarsson sem hafa saman í leikhópnum Vestu sjá um leikþátt sýningarin „Gísli Örn tók að mestu framkvæmdahliðina og ég stjórnina,“ segir Víkingur ar hafa staðið yfir síðan um mót. „Mitt hlutverk var að leikara til að segja gestum kyns hluti um Ísland á ske legan og fræðandi hátt. Va lifandi myndum frá Ísland inga sem leikararnir klæð sama tíma og þeir fræða g landið. Þeir tala til dæmis álfa, víkinga og mikið um og vísindi, eins og vetni og varma. Á ákveðnum tímap brjóta þeir þetta allt sama með stuttum skemmtilegu þáttum. Leikararnir syngj með ljóð, vísa í Íslendinga urnar og leika alls kyns st riði tengd Íslandi,“ segir V ingur. Ráðnir hafa verið ís og enskir leikarar í þetta v og verða fjórir á vakt á hv degi. irbragði í heild. Við vildum halda svipuðum anda og þeim sem við upplifðum þegar við sáum sýn- inguna í París.“ Mikið af grunnskólakrökkum Ár hvert heimsækja yfir þrjár milljónir manna vísindasafnið í London og yfir 2.000 grunnskóla- nemendur koma þangað á degi hverjum. Safnið leggur ríka áherslu á að hvetja ungt fólk til að setja spurningarmerki við hluti. „Þessi sýning á vonandi eftir að vekja krakka til umhugsunar. Við erum ekki að matreiða upplýs- ingar ofan í þá, heldur erum við að hvetja alla til að taka þátt. Það má í raun líkja þessu við listasýn- ingu. Mér þykir mjög ólíklegt að svipuð sýning hafi áður verið sett upp í vísindasafni. Við erum mjög vön því á listasöfnum að fara inn í fallegt og ljóðrænt umhverfi, en það er ekki venjan í tengslum við vísindi. Eitt af því sem við leggj- um hve mesta áherslu á hér er að það má nálgast vísindi á listrænan hátt. Það er mjög mikilvægt hvernig hlutir líta út, og hvernig upplýsingum er komið til skila. Í þessari sýningu notum við til dæmis leikara til að koma vissum upplýsingum á framfæri. Það er Búkolla baular í vísindasafninu í L Leikarar sýningarinnar voru fengnir til að syngja, fara með ljóð Eftir Jón Gunnar Ólafsson í London jongunnar.olafsson@gmail.com WORLD Social Forum, félagsleg heimsráðstefna, var formlega sett í Bamako, höfuðborg Malí, í gær. Mörg þúsund manns gengu fylktu liði í gegnum borgina og að fót- boltaleikvanginum þar sem athöfn- in fór fram. World Social Forum er haldið í janúar ár hvert sem mót- vægi við World Economic Forum í Davos í Sviss og er samræðuvett- vangur félagshreyfinga alls staðar að úr heiminum. Að þessu sinni er WSF haldið á þremur stöðum; í Venesúela og Pakistan auk Malí. Félagshreyfingarnar sem taka þátt í WSF hafa ólík markmið eins og sjá mátti í göngunni í gær. Þar voru verkalýðsfélög með kröfur um réttindi verkafólks, frelsishreyfing Vestur-Sahara, en landið er nú undir stjórn Marokkó, ólíkar kvennahreyfingar og baráttuhreyf- ingar gegn alþjóðavæðingu á for- sendum nýfrjálshyggju. Dagskráin hefst formlega í dag en félagshreyfingar sem taka þátt í WSF standa fyrir eigin fundum, málstofum og ráðstefnum auk þess sem sérfræðingar og áhugafólk alls staðar að úr heiminum taka þátt í pallborðsumræðum um mismun- andi málefni. Fjallað verður um stríðsrekstur, m.a. í tengslum við stríðið í Írak, afleiðingar síðasta fundar Alþjóða heimsvið- skiptastofnunarinnar í Hong Kong, alþjóðavæðingu í tengslum við fjöl- miðlun og innflytjendamál svo fátt eitt sé nefnt. Málefni kvenna eru einnig ofarlega á baugi. Eitt af fátækustu ríkjum heims Malí er eitt af fátækustu ríkjum heims og meirihluti íbúa er bænd- ur. Því var ekki að undra að fyrsta ræða WSF í Bamako skyldi vekja athygli á bágri stöðu bómull- arbænda í þriðja heiminum sem eiga erfitt með að selja afurðir sín- ar. „Við viljum ræða hvers vegna börnin okkar yfirgefa landið okkar. Hvers vegna kjósa þau frekar að deyja á landamærum Evrópu en að lifa í landinu sem þau fæddust í?“ spurði ræðukonan um leið og hún bauð mannfjöldann velkominn til þátttöku í WSF í Malí, 2006. Félagshreyfingar samhæf Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Ólík málefni eru til umræð takendur á úlföldum með d Trade Organisation en þar innar (World Trade Organ ilvægi sanngjarnra viðskip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.