Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 53 MINNINGAR við erum engan veginn undir það bú- in. Það er margt sem ég hefði viljað segja Pétri frænda sem fór svo snöggt og óvænt frá okkur. Ég sé hann fyrir mér kátan og brosmildan og þegar hann brosti þá brosti hann með öllu andlitinu. Það var alltaf gleði og kraftur sem fylgdi honum Pétri mínum. Hann var mikill fjöl- skyldumaður, einstaklega laginn með börn sem löðuðust að honum. Umhyggja hans fyrir öðrum kom fram á margvíslegan hátt. Hann var alltaf svo hjálpsamur og fús til að að- stoða fólkið í kringum sig. Nú síð- ustu árin eftir að ég fór að búa fékk ég oftar en ekki boð um dekk undir bílinn, bollastell eða aðra hluti sem hann taldi gagnast ungri frænku sinni sem var að byrja að standa á eigin fótum. Allt frá því að ég var lítil stelpa hef ég litið á Pétur frænda sem hálfgerð- an afa minn. Hann átti sérstakan stað í mínu hjarta og sem barni fannst mér fátt betra en að heim- sækja Pétur frænda enda snerist hann í kringum mig og lék við mig. Jólaböll Álversins, vinnustaðar Pét- urs, eru meðal atvika sem eru mér einkar eftirminnileg og voru alltaf tilhlökkunarefni. Við klæddum okk- ur þá upp í okkar fínasta púss og héldum tvö af stað hönd í hönd. Þó að samverustundum okkar Péturs hafi fækkað eftir að ég varð eldri þá fannst mér fjarlægðin milli okkar aldrei vera mikil. Ég fann ávallt fyrir sérstökum tengslum við hann. Á nýliðnum jólum helltum við saman upp á espresso kaffi í nýju kaffivélinni hans og ég kenndi hon- um að búa til almennilega cappucc- ino froðu. Á þeirri stundu fann ég fyrir gömlu nálægðinni og fann svo sterkt hve stóran sess hann skipaði í lífi mínu. Í minningunni er þessi stund ómetanleg fyrir mig. Pétur skipti okkur fjölskylduna afar miklu máli. Frændfólkið býr flest fyrir norðan en hér í Reykjavík vorum við svo heppin að eiga Pétur að og hans fjölskyldu. Ég vil þakka honum fyrir þá umhyggju sem hann ávallt sýndi okkur litlu fjölskyldunni í Bólstaðarhlíð. Ég veit að Pétur frændi minn mun áfram fylgjast með mér í gegnum líf- ið og standa við hlið mér sem traust- ur klettur. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (M. Joch.) Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur sendi ég Guðríði, Hildi, Erlu, Pétri Geir og Ástrós og bið guð að vaka yfir þeim. Ég mun sakna þín sárt, elsku Pét- ur minn, en ég á margar góðar minn- ingar sem ylja mér um hjartarætur á þessari erfiðu kveðjustund. Þín litla trítla, Una Særún. Pétur frændi. Þú sem varst alltaf svo hress og kátur. Heilsaðir mér með mikilli gleði og bauðst velkomna á þinn hátt. Þú hafðir unun af því að hafa margt fólk í kringum þig og þá sérstaklega börn. Þú sagðir síðast núna fyrir jólin: „Ég get ekki hugsað mér jólin án barnabarnanna.“ Þau voru þér hjartfólgin og missir þeirra er mikill eins og þeirra mæðgna allra. Ég minnist áranna minna í Reykjavík. Þú og fjölskyldan voruð alltaf til staðar þegar á þurfti að halda; við að flytja og geyma búslóð- ina mína, leyfa mér að þvo, hjálpa mér með „Unoinn“ o.fl. Sérstaklega er eftirminnilegt spjall okkar um menn og málefni í eldhúskróknum í Holtsbúðinni og öll heimboðin. Höfðinglegar voru móttökurnar sem við fjölskyldan fengum í Bisk- upstungunum sumarið 2004. Þú hreinlega keyrðir úr fríi að norðan suður yfir Kjöl til að taka á móti okk- ur í sumarbústaðnum þínum. Okkur langaði til að sjá bústaðinn og líta á hestana þína. Stelpurnar muna vel eftir þessu enda lagðir þú á, svo þær gætu fengið að fara á hestbak. Síðasta samtal okkar áttum við fyrir rúmri viku við jarðarför Dags bróður þíns. Við ræddum um að næsta sumar yrðum við fjölskyldan að gera okkur ferð suður yfir Kjöl til að heimsækja ykkur í bústaðinn og fá að fara á hestbak. Þú sagðir: „Tékkaðu fyrst á því hvort ég er þar.“ Undarlegt, því nú ertu farinn og ég get aldrei tékkað á þér framar í sumarbústaðnum. Við munum koma þar við og hitta Gurrý og kannski afkomendur þína. Ykkar bræðra verður sárt saknað á ættarmótinu í sumar, því ykkar skarð er vandfyllt. Ég og fjölskylda mín sendum Guð- ríði, Hildi, Erlu, Pétri Geir og Ástrós okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þuríður Sólveig Árnadóttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast míns kæra vinar, Péturs Hermannssonar. Í fáfræði minni hélt ég að við hefðum allan heimsins tíma og margar stundir til að heils- ast og kveðjast. Nú get ég einungis, með fátæklegum orðum, kvatt í síð- asta sinn. Kynni mín og Péturs hóf- ust þegar ég var tíu ára gömul og eignaðist minn fyrsta hest. Hestur- inn var að sjálfsögðu frá Pétri og ég reikna með að fyrir tilstuðlan föður míns hafi Pétur tekið að sér að hugsa bæði um stelpuna og hestinn næstu árin. Samband okkar varð frá fyrsta degi gott og langvinnara en uppeldið á trippinu. Hann var ekki einungis lærifaðir minn í hestamennsku held- ur reyndist mér einnig sem faðir í öllu því sem stelpan og unglingurinn gekk í gegn um á þessum árum. Það var margt skrafað í hesthúsinu og mörg ráðin gefin á ýmsum sviðum lífsins. Sérstaklega er mér minnis- stætt hvað hann hvatti mig áfram til náms og hvað hann taldi menntun auka á tækifæri fólks í lífinu. Ég veit að dætur hans fengu sömu hvatn- ingu og tóku sama mark á henni og ég gerði. Pétur hafði áhuga á öllu í kringum sig. Hann lét mann alltaf finnast maður vera mikilvægur og hann hlustaði, mundi og spurði af áhuga réttu spurninganna. Með þessu sýndi hann sinn einlæga áhuga á fólkinu sínu og lífi þess. Þó samveru- stundunum fækkaði undanfarin ár þá mundi hann alltaf hvað okkur hefði farið á milli í síðasta samtali, tók upp þráðinn þar sem frá var horfið og skildi mig eftir með þá full- vissu að hann myndi alltaf fylgjast með mér, bera hag minn fyrir brjósti og vera ekki langt undan. Pétur átti alltaf góða reiðhesta. Hestar hans voru öllu jöfnu kraft- miklir klárhestar með mikla yfirferð. Ef yfirferðina vantaði, var ekkert í þá varið. Að fá að fara á bak hest- unum hans var mér alltaf upplifun. Víkingur og Sólfaxi eru mér minn- isstæðir og ég veit að Pétri þótti líka gaman að gleði minni yfir þeim. Pét- ur leiddi mig áfram í hestamennsk- unni og við áttum marga góða reið- túra og aðrar stundir saman. Upp í hugann kemur eitt atvik. Við Pétur að járna Hrímfaxa. Hesturinn var ljósgrár og komið vor. Veðrið var gott og við vorum utandyra. Þar sem ég held fótum sé ég allt í einu lús á hrossinu. Skipti engum togum – ég fleygði frá mér öllu og eftir lá Pétur undir hestinum með hófjárnið í hendinni. Hann stóð upp, hægur að vanda, og sagðist vera búinn að leggja meira í tamninguna á mér en svo að ég þyrfti að vera stökkva svona útundan mér, ég væri baldnari en folinn. Ekki var æsingnum fyrir að fara heldur hafði hann gaman af. Ég tók upp fótinn að nýju og ekki var minnst meira á lús en óskaplega var ég samt fegin þegar við vorum búin. Aldrei sá ég hann skipta skapi og sannur áhugi hans á mönnum og málefnum kom fram í alúð hans og væntumþykju. Við áttum góð sambúðarár saman í hesthúsinu og miðlaði hann til mín ekki aðeins reynslu í hestamennsku heldur hafði hann áhrif á mig sem lærifaðir lífsins sjálfs. Eins og gerist og gengur á uppeldisárunum koma tímar gleði og sorgar. Hann tók þátt í þeim með mér. Einhverju sinni þegar mér leið illa en þagði þunnu hljóði sagði hann við mig: ,,Hvíslaðu því öllu að Sindra.“ Þannig létti hann á mér með því að láta mig hvísla í eyrun á hestinum. Þá aðferð hef ég notað æ síðan. Þegar ég frétti lát míns kæra vinar varð ég ekki í rónni fyrr en ég hafði hvíslað í eyru míns gamla klárs öllu sem ég hefði vilja segja við Pétur og verður ekki sett í minningargrein. Þau orð hafa þó verið sögð upphátt og berast honum vonandi að endingu til eyrna. Mig langar til að kveðja hann með síðasta erindi ljóðsins Fákar eftir Einar Benediktsson en við lestur þess finnst mér Pétur ætíð vera hjá mér: – Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á brott undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er bezt. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. Ég bið góðan guð að vera með Gurrý, Hildi, Erlu, barnabörnunum og fjölskyldunni allri, vernda þau og styrkja á erfiðum stundum. Elsa Ingjaldsdóttir. Við ótímabært fráfall góðs vinar míns, Péturs Gauta, reikar hugurinn til þess tíma fyrir rúmum 30 árum er við kynntumst fyrst og vorum þá saman í hesthúsi í Kópavogi. Mér féll strax vel við þennan glaðlynda og skemmtilega Hörgdæling, sem setti beinskeyttar skoðanir sínar fram á þann hispurslausa hátt sem Norð- lendingum er lagið, og með okkur tókst vinátta sem varað hefur síðan. Pétur Gauti var ágætlega greind- ur og hafði frábæra frásagnargáfu og sagði mér margt frá bernsku- og uppvaxtarárum sínum í Myrkárdal og síðar í Lönguhlíð, en einnig frá Gautlöndum í Mývatnssveit, en það- an var móðir hans. Stundum stríddi ég Pétri á þingeyska loftinu sem ég sagði að í honum væri, en það hrein ekki á honum því hann var engu síð- ur stoltur af því en eyfirska blóðinu sem í æðum hans rann. Það var alltaf einhver heiðríkja yfir svip Péturs, þegar hann ræddi um Gautlönd og frændfólk sitt á þeim fallega bæ, og ég veit að hann ræktaði vel vináttuna við það góða fólk alla tíð. Flestar frá- sagnir Péturs voru af daglegum bú- störfum, smalamennsku um hin háu fjöll Hörgárdals eða hirðingu fjár á vetrum, en einnig sögur af skemmti- legum sveitungum og samferðafólki, allt sagt með því græskulausa glensi og glaðværð sem einkenndi hann. Oft hef ég velt fyrir mér þeim að- stæðum sem margt fátækt fólk á Ís- landi átti við að búa allt fram á tíma stríðsáranna síðari, þar sem eina hjólið á bænum var kannski í rokkn- um eða skilvindunni og öll vinna og afkoma byggðist á líkamlegu atgervi og útsjónarsemi fólksins. Og samt gaf þetta fólk sér tíma í stopulum tómstundum til að lesa góðar bækur og taka þátt í félagsstarfi sveitar sinnar og göfga þannig andann. Þannig finnst mér að fjölskylda Pét- urs Gauta muni hafa verið og unnið frábæran sigur í baráttunni við að komast úr fátækt til bjargálna og komið ókalið á hjarta úr því stríði. En það var hestamennskan sem sameinaði okkur Pétur frá fyrstu tíð og áttum við margar unaðsstundir saman á hestunum okkar, bæði hér á Reykjavíkursvæðinu og í styttri og lengri hestaferðum um landið. Hann var ágætur hestamaður og tamn- ingamaður, eignaðist marga góða hesta og fóðraði þá svo vel á vetrum að eftir því var tekið af vinum hans. Hann var frábær ferðafélagi, ávallt glaður og reifur með spaugsyrði á vör og ráð undir rifi hverju ef eitt- hvað bjátaði á, svo sem við járningar eða lagfæringar á reiðtygjum. Þegar við Andvaramenn héldum sýninguna Hestadagar í Garðabæ fékk ég Pét- ur til að hafa yfirumsjón með þeirri hlið sýningarinnar sem kölluð var Sögusýning og átti að sýna hina ýmsu notkun hestsins frá fornu fari. Hann leysti það starf frábærlega vel af hendi ásamt félögum sínum, vandi óvana bæjarhesta undir heyband, hrís og skreið og aðra fyrir hest- vagna, og leiddi lestina svo um sýn- ingarsvæðið með þeirri nærgætni og fumleysi að ekkert óhapp hlaust af. Pétur Gauti hafði þá fágætu eig- inleika að kunna að rækta vináttu. Á árunum sem við hjónin bjuggum úti á Álftanesi hafði hann fyrir sið að líta inn til okkar með reglubundnu milli- bili, oftast á sunnudagsmorgnum. Hann var árrisull maður og stundum kom fyrir að hann tók okkur fjöl- skylduna í bólinu. Þá vorum við ekki lengi að drífa okkur í sloppana og setja upp kaffi. Í framhaldinu var svo farið að taka út þjóðmálin. Við vorum langt því frá að vera sammála í pólitík og tókum marga fjöruga snerru um stjórnmál líðandi stund- ar, en vorum alltaf jafn góðir vinir fyrir því. Mest spjölluðum við þó um sameiginleg áhugamál okkar, hesta- mennsku, sveitabúskap og íslenska menningu, og þar var ekki komið að tómum kofunum hjá Pétri. Hann var hafsjór af fróðleik og kunni skil á mönnum og málefnum um allt land. Síðast leit ég inn í kaffi hjá mínum góða vini á jólaföstunni og þá barst tal okkar eins og svo oft áður að bernskuslóðum hans norður í Hörg- árdal. Bundum við þá fastmælum að fara saman norður við fyrsta tæki- færi, útvega okkur hesta og ríða fram í Myrkárdal og skoða tóftina af gamla bernskuheimili hans. Sú ferð verður ekki farin með Pétri, en ef til vill fæ ég einhvern ættingja hans til fylgdar á þær slóðir síðar. Að leiðarlokum þökkum við Guð- rún Pétri Gauta áralanga vináttu og tryggð og sendum Guðríði, dætrum þeirra, barnabörum og öðrum ást- vinum einlægar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa þau öll. Andreas Bergmann. Síðasta gamlárskvöldi var fagnað í Holtsbúð hjá Pétri og Guðríði. Að vanda var margt skrafað og hlegið. Pétur var þar kóngur í ríki sínu, hress með ákveðnar skoðanir á skaupinu. Þá hvarflaði ekki að okkur að skömmu síðar yrði hann kvaddur hinstu kveðju. En lífið er óútreikn- anlegt. Fyrir tólf árum tengdist ég fjölskyldu Guðríðar og kynntist Pétri. Edda kona mín og Ragnheiður tengdamóðir, hafa ætíð verið heima- gangar hjá þeim hjónum. Kynni okk- ar Péturs voru góð. Einkennandi var hvernig hann fyllti upp þau rými þar sem hann kom. Ekki var hann þó sérlega hávaxinn eða feitlaginn. Nei, rýmin fyllti hann af lífi og fjöri. Um tíma bjuggu tengdó og Hildur, dóttir Péturs, í sömu blokk. Þegar setið var inni í stofu hjá tengdó heyrðist oft hressilegur hlátur frá bílastæðinu jafnvel þó gluggar væru lokaðir. Mátti bóka að þar var Pétur kominn í heimsókn eða að rétta hjálparhönd. Það vita þeir sem til þekkja að smit- andi hláturinn hans heyrðist vel. Börnin drógust að Pétri eins og seg- ull enda beindi hann athygli sinni jafnan fyrst að þeim. Þegar við kom- um í sumarbústaðinn sagði Pétur oft við litlu strákana mína: „Nei, er ekki hann Marmundur kominn,“ og brosti góðlátlega. Þetta nafn afa míns not- aði hann stundum, ekki síst ef hann vildi gantast í tengdó með því að barnabörnin líktust henni lítið. Hvað sem til er í því munum við sakna þess að fá ekki oftar slíkar móttökur með tilheyrandi brosi. Líkja má fjölskyld- um við girðingu. Einstaklingarnir mynda staura og í góðum girðingum standa þeir þétt saman. Góðar girð- ingar standast áhlaup og hornstaur- arnir eru traustir. Mér finnst að hann Pétur hafi verið nokkurs konar hornstaur í okkar fjölskyldu. Hann hefur ávallt verið ómissandi í því sem gert hefur verið. Það er mikið áfall þegar slíkur hornstaur brotnar og girðingin stendur löskuð eftir. En minning um góðan dreng lifir. Guð- ríði, Hildi, Erlu og afabörnunum þeim Pétri Geir og Ástrós sendum við Edda og strákarnir innilegar samúðarkveðjur. Aðalsteinn Ingvason. Síðast þegar ég hitti Pétur var hann ekkert á förum. Sennilega kvaddi hann þó á hinn besta veg; á æskuslóðum fyrir norðan, innan um nánustu ættingja og vini. Þessi kviki og afskaplega hjartahlýi maður var einstaklega hjálpsamur og ráðagóð- ur, reyndar vildi hann fá að ráða hvernig hlutirnir voru gerðir og vissi iðulega miklu betur en þessi óharðn- aði unglingur hvernig gera átti hlut- ina. Síðast í sumar hafði hann sterk- ar hugmyndir hvernig breyta ætti og bæta húsið mitt og lýsti því með sín- um háa rómi. Já, Pétur hafði sterka rödd sem stundum vakti mig af vær- um blundi, ekki endilega að það væri meiningin, heldur var hann kannski bara að ræða um það við Guðríði hvort hann ætti ekki að hella upp á kaffi; þrennar lokaðar dyr höfðu ekkert að segja. Pétur var mikil félagsvera, enda skemmtilegur sjálfur. Hann hafði gaman af tónlist þótt þessi klassíska tónlist sem dætur hans báru borð væri kannski ekki alveg eftir hans höfði, músík með laglínu sem hægt var að syngja eftir var meira að hans skapi og honum fannst nú aulalegt að maður skyldi ekki getað glamrað undir lögunum hans Fúsa. Pétur var mikil tilfinningavera, en það leyndist ekki neinum sem sá hann innan um dætur sínar og barnabörn og einnig hestana sína, þó svo hann bæri til- finningar sínar ekki á borð dagsdag- lega. Péturs verður sárt saknað hvar- vetna og er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast honum þótt stutt væri og þó að við hittumst sjaldan á síðustu árum. Ég geri þó ekki ráð fyrir að hann láti okkur af- skiptalaus. Snorri Pétur Eggertsson. Góður vinur og félagi, Pétur Gauti Hermannsson, er fallinn frá. Allt of snemma, finnst okkur samferðafólki hans í hestamennskunni, en enginn ræður sínum örlögum. „Við sjáumst svo eftir viku þegar ég kem aftur suður,“ voru hans síðustu orð við mig þegar hann lagði af stað norður í land, til að fylgja bróður sínum til grafar. En hann fylgdi honum alla leið yfir móðuna miklu. Ég minnist samverunnar í Sörla- holti 3, hesthúsinu sem við deildum saman um nokkurra ára skeið. Við vorum að leggja drög að starfsemi hesthússins í vetur og skipuleggja að taka hrossin okkar á hús. Oft var gestkvæmt í kaffistofunni okkar og þar fóru fram langar umræður um hross og ferðalög, menn og málefni. Pétur var fróður og hafði frá mörgu að segja. Þar ríkti gleði og samhugur og var Pétur þar hrókur alls fagn- aðar enda lífsglaður mjög. Hann gerði oft grín að sjálfum sér og sér- staklega man ég þegar hann sagði okkur frá hrakförum sínum í sleppi- túr, þar sem hann endaði ofan í síki, varð holdvotur og þurfti að skipta um föt yst sem innst við þjóðveg nr.1. Og hann brosti og hló með öllu andlitinu og smitaði út frá sér svo að allir viðstaddir veltust um. Og ekki vantaði kímnina hjá honum þegar hann skírði hryssurnar sínar. „Ó helga nótt“ og „Í bljúgri bæn“. Pétur var mín stoð og stytta í hesthúsinu og ef eitthvað þurfti að lagfæra á heimili mínu. Hann var alltaf boðinn og búinn að veita aðstoð, taka að sér verkefni og ráðleggja. Ég minnist ferðar, sem við fórum nokkur saman ásamt Pétri og Guð- ríði ríðandi yfir Arnarvatnsheiði. Þá héldum við upp á 70 ára afmælið hans í sumarbústað efst í Borgar- firðinum áður en við lögðum á heið- ina. Þetta var ógleymanleg ferð í góðu veðri með góðum félögum og á góðum hrossum. Margt skondið gerðist eins og oft er í slíkum ferðum og við lifðum lengi á þessari ferð. Það verður tómlegt í hesthúsinu í vetur án hans. Þeir verða margir sem sakna hans þar enda var hann þekktur að góðmennsku og hjálp- semi. Kæri vinur, hafðu þökk fyrir sam- fylgdina. Ég vona að þín bíði góðir gæðingar fyrir handan. Guðríði, dætrum og barnabörnum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið Guð styrkja þau í sorginni. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Guðlaug.  Fleiri minningargreinar um Pétur Gauta Hermannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Gerður og Guðmundur Bergsson; Hulda G. Geirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.