Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 11
FRÉTTIR
Vorið klæðir þig vel
N ý j a r v ö r u r - V o r t í s k a n 2 0 0 6
Skemmtileg sýning!
ANDERS Hansen og Valgerður
Kr. Brynjólfsdóttir hafa fyrir
hönd Heklusetursins á Leirbakka
á Landi sent Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur menntamálaráð-
herra boð um að varðveita þar
safn Haraldar Sigurðssonar,
jarðfræðiprófessors í Bandaríkj-
unum, um eldgos og eldvirkni.
Haraldur hefur ákveðið að gefa
Íslendingum safn sitt og ákvað
ríkisstjórnin nýverið að kosta
flutning þess til landsins og
kanna í framhaldinu hvar og
hvernig því yrði best fyrir komið.
Framkvæmdir standa yfir við
Heklusetrið og er stefnt að því að
fyrri áfangi þess verði opnaður
með vorinu. „Í Heklusetrinu verð-
ur sett upp nútímaleg og fræð-
andi sýning um Heklu og sögu
hennar og áhrif á þjóðlíf okkar í
þúsund ár,“ segir Anders Hansen
í samtali við Morgunblaðið og tel-
ur hann að setrið sé vel til þess
fallið að hýsa áðurnefnt safn Har-
aldar Sigurðssonar, ekki síst
vegna nálægðar við þekktasta
eldfjall landsins. Hann segir að
byggt hafi verið sérstakt safna-
og sýningahús efst í Landsveit
þaðan sem mikið og fagurt útsýni
sé til Heklu. „Ætlunin er að í
safninu verði lögð sérstök áhersla
á áhrif Heklu á mannlíf í næsta
nágrenni fjallsins og verður saga
sveitanna rakin og barátta manna
við sandstorma og uppblástur,“
segir Anders ennfremur.
Í Heklusetrinu verður einnig
aðstaða fyrir funda- og ráð-
stefnuhald og efnt verður til
menningar- og listviðburða, t.d.
útnefndur Heklulistamaður ársins
og hefur sá fyrsti sem sýnir í
sumar þegar verið valinn. Þá seg-
ir Anders að lögð verði áhersla á
samstarf við vísindamenn til að
kynna megi nýjungar og rann-
sóknaniðurstöður og ráðgert er
að sinna megi bæði íslenskum og
erlendum nemendum. „Við ráð-
gerum einnig að hér verði upp-
lýsingamiðstöð fyrir ferðamenn
þar sem bæði verður hægt að
sækja leiðbeiningar og fá skipu-
lagðar ferðir um fjallið,“ segir
Anders að lokum og telur að
Heklusetrið muni veita 6–8
manns störf árið um kring auk
sumarstarfsfólks.
Séð frá Heklusafninu sem nú er í byggingu við Leirubakka til eldfjallsins í nágrenninu.
Heklusetur býðst til að hýsa eldfjallasafn
DOFRI Hermannsson hefur
ákveðið að bjóða sig fram í opnu
prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík
11.–12. febr-
úar næstkom-
andi. Hann
sækist eftir
stuðningi í
4.–6. sæti á
framboðslista
flokksins í
komandi
borgarstjórn-
arkosningum.
Dofri útskrifaðist sem leikari
frá Leiklistarskóla Íslands 1993
en leggur nú lokahönd á meist-
aranám í hagfræði við Við-
skiptaháskólann á Bifröst. Þar
hefur hann lagt áherslu á um-
hverfis- og auðlindahagfræði, ný-
sköpun og frumkvöðlafræði.
Hann starfar jafnframt sem sér-
fræðingur við Rannsóknamiðstöð
Viðskiptaháskólans á Bifröst.
Dofri hefur undanfarin ár setið
í stjórn Náttúruverndarsamtaka
Íslands en að hans mati hans er
knýjandi þörf á að umhverfismál
fái aukið vægi í stjórnsýslunni og
að málaflokkurinn fái þá aðferða-
fræði í hendur sem nauðsynleg
er til að hægt sé að taka réttar
ákvarðanir. Slíkt á ekki einungis
við um umhverfismál á hálendinu
heldur einnig og ekki síður í
borgarsamfélaginu.
Dofri leggur ríka áherslu á efl-
ingu skapandi atvinnulífs. Hann
telur brýnt fyrir Reykjavíkur-
borg að snúið verði við flótta há-
tæknifyrirtækjanna til útlanda
og að þeim verði búin bestu
mögulegu starfsskilyrði innan
borgarinnar. Lista- og menning-
arlíf er öflugt en gæti þó verið
mun öflugra væru listamönnum
búin betri skilyrði. Athuga þarf
hvað Reykjavíkurborg getur gert
til að styðja við og efla þau verð-
mæti sem felast í kvikmyndaiðn-
aði.
Dofri leggur auk þess áherslu
á mennta- og jafnréttismál. Brúa
þurfi bilið á milli fæðingarorlofs
og dagvistunar. Skapa þurfi
skólastjórnendum og kennurum
grunnskólans svigrúm til þróun-
ar. Það verði ekki gert án sam-
ráðs við samtök kennara og óvíst
að ein launanefnd fyrir hönd allra
sveitarfélaga sé sú leið sem best-
um árangri skili.
Dofri Hermannsson
Býður sig fram
í 4.–6. sæti
TRÚNAÐARMENN leikskólakenn-
ara í Kópavogi afhentu í fyrradag
Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra
Kópavogs, ályktun þar sem fagnað
er því frumkvæði Reykjavík-
urborgar að meta störf ófaglærðra
að verðleikum. Vonast er eftir að
önnur sveitarfélög, og þá sér-
staklega Kópavogsbær, feti í þau
fótspor en leikskólakennarar í
Kópavogi segjast ekki geta sætt sig
við ástandið eins og það hefur verið í
vetur, bæði hvað varðar álag og
launakjör.
Skorað er á bæjarstjórn Kópavogs
að umbuna leikskólakennurum fyrir
vel unnin störf en einnig er hún
hvött til að nýta tækifærið á launa-
málaráðstefnu sveitarfélaga og sjá
til þess að laun leikskólakennara
verði leiðrétt þannig að eftirsókn-
arvert verði að starfa á leikskólum.
Skora á bæjar-
stjórn að leysa
vanda leikskóla-
kennara
NEYTENDASAMTÖKIN hafa lýst
yfir undrun sinni og vonbrigðum
með að forsætisráðherra sjái ekki
ástæðu til að verða við ósk samtak-
anna um fulltrúa í nefnd til að fjalla
um helstu orsakaþætti á háu mat-
vælaverði á Íslandi, eins og segir í
yfirlýsingu samtakanna.
„Minnt er á að hátt matvælaverð
hér á landi er afar mikilvægt neyt-
endamál og því eðlilegt að Neyt-
endasamtökin eigi fulltrúa í nefnd-
inni,“ segir í yfirlýsingunni.
Einnig er bent á að það sé tvennt
ólíkt að taka þátt í mótunarstarfi
eða eiga aðild að samráði. Með hlið-
sjón af þessu hvetja Neytenda-
samtökin forsætisráðherra til að
endurskoða afstöðu sína og skipa
fulltrúa Neytendasamtakanna í
þessa nefnd.
Vilja sæti í nefnd
um matvælaverð
HAFDÍS Gísladóttir hefur verið ráð-
in framkvæmdastjóri Öryrkjabanda-
lags Íslands og tekur hún til starfa
fyrsta febrúar
n.k. Frá ráðningu
hennar var form-
lega gengið á
fundi fram-
kvæmdastjórnar
ÖBÍ í gær.
Hafdís er leik-
skólakennari að
mennt með sér-
kennsluréttindi
frá Háskólanum í
Osló. Hún er við það að ljúka meist-
aranámi í stjórnsýslufræðum við Há-
skóla Íslands. Hafdís var fram-
kvæmdastjóri Félags heyrnarlausra
frá 1997 til 2005. Á síðasta ári
gegndi hún stöðu framkvæmda-
stjóra Þjónustumiðstöðvar Reykja-
víkurborgar– miðborgar og Hlíða.
Hafdís var fulltrúi í aðalstjórn ÖBÍ
frá 1997 til 2003 og átti sæti í fram-
kvæmdastjórn Öryrkjabandalagsins
frá 1998 til ársins 2000.
Ráðin
framkvæmda-
stjóri ÖBÍ
Hafdís
Gísladóttir
Í NÓVEMBER síðastliðnum bárust
barnaverndarnefndum landsins 480
tilkynningar varðandi 461 barn.
65% tilkynninganna (313) komu frá
höfuðborgarsvæði en 35% frá
landsbyggðinni (167). Af þessum
480 tilkynningum bárust 25 til-
kynningar í gegnum Neyðarlínuna,
112. Ástæður tilkynninga skiptust
þannig að 34,2% voru vegna van-
rækslu, 14,8% vegna ofbeldis og
51% vegna áhættuhegðunar barna.
Flestar tilkynningar komu frá lög-
reglu og voru 48% allra tilkynn-
inga.
480 tilkynningar
til barnavernd-
arnefnda