Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 20
Breiðdalsvík | Helga Hrönn
Melsteð grípur oft á tíðum í
suðuna á Bifreiðaverkstæði Sig-
ursteins á Breiðdalsvík. Hún á
og rekur verkstæðið ásamt
manni sínum Ingólfi Finnssyni
og líklega nóg að gera í bíla-
viðgerðunum eins og í öðrum
plássum.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Gripið í suðuna
Viðgerðir
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114.
Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds-
dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi-
@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
Fólk ársins | Mæðginin Guðmundur
Kristinn Jónsson tónlistarmaður, og Krist-
ín Kristjánsdóttir, kaupmaður í Kóda,
hafa, hvort á sínu sviði, unnið mikið og gott
starf á Suðurnesjum til framdráttar og
kynningar á síðustu árum. Víkurfréttir
hafa valið þau fólk ársins á Suðurnesjum
2005, að því er fram kemur á fréttavefnum
vf.is, og afhent þeim viðurkenningar af því
tilefni.
Guðmundur Kristinn er í forsvari
tveggja af vinsælustu hljómsveitum á Ís-
landi og er auk þess meðeigandi í Upp-
tökuheimili Geimsteins þar sem margt
ungt og efnilegt tónlistarfólk hefur tekið
sín fyrstu spor í gegnum árin. Kristín hef-
ur hins vegar rekið verslunina Kóda, í sam-
starfi við aðra, í 20 ár og hefur auk þess
verið einn af öflugustu talsmönnum versl-
unar- og þjónustuaðila á Suðurnesjum. Þá
er enn ógetið áralangs sjálfboðastarfs
hennar í þágu íþrótta og æskulýðsmála.
útum fyrir útdrátt og
keypt fleiri vinninga varð
hagnaður af happdrætt-
inu. Að höfðu samráði við
leikskólastjóra Krílakots
var ákveðið að Lions-
klúbburinn festi kaup á
DVD-spilara og ellefu
mynddiskum og færði
leikskólanum að gjöf. Sá
háttur er hafður á að
börnin fá „bíó“ u.þ.b. einu
Á aðfangadags-morgun um síð-ustu jól hélt
Lionsklúbbur Ólafsvíkur
leikfangahappdrætti í Fé-
lagsheimilinu Klifi. Happ-
drættið er fyrst og fremst
hugsað til að dreifa huga
barnanna fyrir jólin en
ekki fjáröflun. Stefnt hef-
ur verið að því að kaupa
vinninga fyrir alla inn-
komuna.
Jólin 2004 brugðust
áætlanir lionsmanna. Sala
varð talsvert meiri en
gert hafði verið ráð fyrir
svo hagnaður varð af
happdrættinu. Ákveðið
var að verja honum til að
kaupa bækurnar Íslensk-
ir fuglar og Íslensk spen-
dýr og gefa til Leikskól-
ans Krílakots.
Um síðustu jól jókst sal-
an enn og seldust 1153
miðar. Þrátt fyrir að fé-
lagar í klúbbnum hafi
hlaupið í búðir fimm mín-
sinni í mánuði og munu
myndirnar því endast
eitthvað fram eftir ári.
Aðalsteinn Snæbjörns-
son afhenti Árdísi Krist-
ínu Ingvarsdóttir gjaf-
irnar. Með þeim á
myndinni er Jónas Gestur
Jónasson, formaður
happdrættisnefndar, og
nokkur áhugasöm leik-
skólabörn.
Morgunblaðið/Alfons
Færðu Krílakoti gjafir
Helgi Kristjánsson íÓlafsvík sendirSteingrími J.
Sigfússyni góðar
kveðjur og bataóskir með
þessu „læknisvottorði“:
Rifin brotnuðu þykk og þunn
það er mikill bagi.
En ekkert hindrar muna og
munn,
því málbeinið er í lagi.
Arnþór Helgason sendi
vísu á leirinn, póstlista
hagyrðinga, með undir-
skriftinni „endurborinn
bjartsýnismaður“:
Aftur verður vor á Leir,
vænkast okkar hagur.
Strýkur vanga þýður þeyr
þegar lengist dagur.
Rúnar Kristjánsson yrkir
um markaðsdorgaraliðið:
Sjálfhverfunnar sultarlið
sífellt er á veiðum.
Óhæfuna alið við
eftir markaðsleiðum.
Fer í kringum efni og orð,
ákaft stundar pretti.
Fyrir aðra ber á borð
baneitraða rétti!
Sjálfhverft
sultarlið
pebl@mbl.is
Suðurnes | Kynnisferðir ehf. hafa keypt
60% hlutafjár í sérleyfis- og hópferðafyr-
irtækinu SBK hf. í Keflavík. Kynnisferðir
hafa því eignast félagið að fullu því fyrir
áttu þær 40% hlutafjár og verður rekst-
urinn sameinaður.
SBS hf. byggir á gömlum grunni, en það
var stofnað árið 1930, þegar áætlunarferðir
hófust milli Keflavíkur og Reykjavíkur.
Félagið annast rekstur strætisvagna á
Reykjanesi, sérleyfisferða milli Reykjavík-
ur og Keflavíkur, leigu á rútum fyrir hvers-
konar hópferðir og skólaakstur fyrir Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja.
Kynnisferðir ehf. voru stofnaðar árið
1968 og hafa sérhæft sig í rekstri dags-
ferða fyrir erlenda ferðamenn, sérleyfis-
akstri um Suðurland allt til Hafnar í
Hornafirði og í rekstri Flugrútunnar til
Keflavíkurflugvallar. Auk þess reka Kynn-
isferða ýmiskonar sérferðir og leigja út
rútur fyrir stóra og smáa hópa.
Í tilkynningu um sameininguna kemur
fram að með sameiningu þessara tveggja
félaga er þess vænst að sú góða þjónusta
sem SBK hf. hefur veitt Suðurnesjabúum
hingað til verði ekki lakari. SBK hf. mun
áfram annast akstur strætisvagna, skóla-
bíla og sérleyfisbifreiða milli Keflavíkur og
Reykjavíkur.
SBK samein-
ast Kynnis-
ferðum
Hveragerði | Bæjarstjórn Hveragerðis-
bæjar hefur úthlutað Rafmagnsveitum rík-
isins lóðinni Mánamörk 2 undir þá starf-
semi fyrirtækisins sem nú er á Selfossi.
Mikilvægt er að í bæjarfélaginu sé örugg
og góð nærþjónusta þar sem fyrirtækið á
og rekur dreifikerfi rafmagns í Hvera-
gerði, segir í frétt á vef Hveragerðisbæjar.
Áætlað er að við flutninginn komi 10 til 14
ný stöðugildi til Hveragerðis. Meirihluti
bæjarstjórnar bókaði á síðasta fundi sínum
að hann fagnaði því að Rarik hefði tekið þá
ákvörðun að flytja starfsemi sína í bæj-
arfélagið. Rarik óskaði jafnframt eftir
stækkun á lóðinni og er það mál til athug-
unar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæj-
arráði lýsti yfir ánægju sinni með að Rarik
skyldi standa við gefin loforð um flutning á
starfsemi til bæjarins en gagnrýndi að fyr-
irtækinu hefði verið úthlutað eftirsóttri lóð
án auglýsingar.
Rarik flytur
starfsemi til
Hveragerðis
♦♦♦
Trölli| Ferðafélagið Trölli hefur verið
formlega stofnað í Ólafsfirði.
Stefna félagsins er að vinna að upp-
byggingu ferðamála í Ólafsfirði ásamt al-
mennri ferðamennsku, segir í frétt á vefn-
um dagur.is. Félagið mun standa fyrir
gönguferðum og uppákomum sem vonast
er til að veki áhuga í Ólafsfirði og ná-
grenni. Félagið dregur nafn sitt af
Tröllaskaganafninu en svo nefnist fjalla-
klasinn utanvert milli Eyjafjarðar og
Skagafjarðar. Tröllaskaginn er samfelld
áskorun á göngufólk með öllum sínum
margbreytilegu gönguleiðum.
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Búið að safna 8 milljónum | Söfnun fyrir
nýjum röntgenmyndabúnaði fyrir Heilsu-
gæslustöðina á Höfn er komin í átta milljónir
króna en enn vantar rúmar þrjár milljónir.
Guðrún Júlía Jónsdóttir sagði við vefinn hor-
nafjordur.is að nú yrði farið að ganga frá
pöntun á tækjunum í þeirri von að fleiri leggi
málinu lið, því það væri allra hagur að geta
búið heilsugæslustöðina þeim tækjum sem
bæta öryggi íbúanna og eru oft og tíðum lífs-
nauðsynleg. Margir einstaklingar hafa lagt
þessu máli lið og t.d. gáfu hjón, sem ekki vilja
láta nafn síns getið, 5 milljónir, Skinney
Þinganes gaf 1,8 milljónir, Lionsklúbburinn
Kolgríma 200 þúsund og Hornafjarðardeild
Rauða krossins gaf 500 þúsund.
Nú er vonast til að bæjaryfirvöld, útgerðir
og fyrirtæki taki þátt í átakinu svo hægt
verði að kaupa búnaðinn sem fyrst.
Komum Kópavogi
í fremstu röð
sveitarfélaga
hvað varðar
lífsgæði íbúanna!
Kjósum
Lovísu Ólafsdóttur
í 5. sætið.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
í Kópavogi fer fram
21. janúar nk.
Kosið er í Hlíðasmára 19
á laugardaginn milli kl. 9–18