Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES AUSTURLAND Neskaupstaður | Það er engu lík- ara en að fjallið ofan við Nes- kaupstað logi á þessari mynd þar sem sólin sleikir efri hluta fjalls- ins. Með hverjum degi hækkar sólin á lofti og brátt nær hún að skríða yfir hæstu tinda og strá geislum sínum inn í híbýli allra bæjarbúa. Um þessar mundir er sólarpönnukökuilm farið að leggja um yzta hluta Norðfjarðar og á hverjum degi bætast ný heimili í hóp þeirra sem „séð hafa sólina.“ Sólin hverfur sjónum bæjarbúa í endaðan nóvember og það er því fagnaðarefni þegar hún lætur sjá sig á nýjan leik. Ystu húsin sjá sólina í kringum 9. janúar, en innstu húsin ekki fyrr en í byrjun febrúar. Síðast sést sú gula í Skuggahlíð innst í dalnum, en þar bragða menn ekki sólarpönnukök- ur fyrr en í marsmánuði. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Sólarpönnukökuilmur læðist um bæinn Egilsstaðir | Í Þekkingarsetri á Egilsstöðum er gert ráð fyrir upp- byggingu öflugs þekkingarstarfs og samþættingu rannsóknastarfs, háskólamenntunar og nýsköpunar. Setrið verður stofnað formlega í vetrarlok, en unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins síðan árið 2001. Ellefu aðilar eru nú þegar í samstarfi um Þekkingarsetrið og er starfsemi hafin. Næstu skref í starfseminni eru m.a. stofnun vís- indakaffis. „Vísindakaffið verður sterkt með góðu eftirbragði, haldið fyrsta þriðjudag í hverjum mán- uði, hið fyrsta 7. febrúar og ríður þar Skógrækt ríkisins á vaðið,“ segir Guðmundur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Héraðs- og Austur- landsskóga, en hann hefur meðal annarra unnið að undirbúningi Þekkingarsetursins. „Hugmyndin er að þarna muni sérfræðingar koma saman og einhver stofnun eða samstarfsaðili leiða það verk- efni. Við ætlum einnig að leiða fólk saman á sérfræðinga- stefnumótum. Sú hugmynd kemur úr grasrótinni, frá okkar vís- indafólki úti á örkinni og til stend- ur að leiða fólk saman dagpart eða lengur þar sem kynntar verða rannsóknir sem eru í gangi, farið í gegnum það starf sem menn eru að gera og rætt um frekari rann- sóknir og leiðir. Einnig er búið að leggja drög að fyrsta námskeiðinu, sem verður um umsóknagerð varðandi rann- sóknarverkefni,“ segir Guð- mundur. Þeir aðilar sem nú þegar eiga aðild að Þekkingarsetrinu eru Fljótsdalshérað, Fræðslunet Aust- urlands, Þróunarfélag Austur- lands, Héraðsskógar, Austurlands- skógar, Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins, Háskóli Ís- lands, Umhverfisstofnun, Nátt- úrustofa Austurlands, Forn- leifavernd ríkisins og Búnaðarsamband Austurlands. Guðmundur segir jafnframt að á tímabilinu fram að formlegri stofnun setursins eigi að fara í skipulags- og húsnæðismál og ljúka viðskiptaáætlun fyrir starf- semina á næstu þremur mán- uðum. Að auki á að kynna setrið í at- vinnulífinu og opinbera geiranum og fá inn fleiri samstarfsaðila. Þekkingarsetur á Egilsstöðum komið á skrið Sterkt vísindakaffi með góðu eftirbragði Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sameinast um þekkingarsetur 11 aðilar eru byrjunaraðilar í samstarf- inu. Setrið verður formlega stofnað í vor en starfsemi er þegar hafin. BLÁA LÓNIÐ hf. vinnur að undirbúningi út- rásar á erlenda markaði. Stefnt er að því að hefja sölu á húðvörum fyrirtækisins í sér- vöruverslunum í Bretlandi síðar á þessu ári og jafnvel að opna eigin verslun í London. Í fram- haldinu er stefnt að útflutningi til Norður- landanna og Þýskalands og síðar á fjarlægari markaði eins og Bandaríkin og Japan. „Við teljum að mikil verðmæti felist í Blue Lagoon-vörumerkinu. Það er orðið ansi vel þekkt,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf. Til þess að kanna það ná- kvæmlega hversu þekkt vörumerkið er fékk fyrirtækið markaðsrannsóknafyrirtæki til að gera kannanir í Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Fólk á aldrinum 16 til 75 ára sem notar netið var spurt að því hvort það þekkti Bláa Lónið. Niðurstaðan kom jafnvel starfsfólki fyrirtækisins á óvart, fólki sem tek- ið hefur á móti einni og hálfri milljón gesta frá öllum hlutum heimsins á undanförnum árum. Um þriðjungur könnunarhópsins í Bretlandi og Þýskalandi þekkti til Bláa Lónsins, nánar tiltekið 34% Bretanna og 32% Þjóðverjanna. Og 9% þeirra Bandaríkjamanna sem spurðir voru könnuðust við þetta heiti. „Þetta eru ótrúlegar niðurstöður og áhuga- verðar fyrir okkur,“ segir Grímur. Hann segir að flestir sem þekktu til Bláa Lónsins hafi frétt af því í gegnum sjónvarp eða útvarp en margir einnig komið sjálfir í heilsulindina eða heyrt af Bláa Lóninu hjá fólki sem þangað hefði farið. Því teldi markaðsrannsóknafólkið gæði svar- anna mikil. Nú er unnið að sambærilegri könn- un á Norðurlöndunum og segir Grímur að mið- að við niðurstöðuna í Bretlandi og Þýskalandi kæmi það ekki á óvart þótt helmingur fólks í könnunarhópnum þar þekki til Bláa Lónsins. Hvetur okkur áfram „Þessar fréttir hafa hleypt meiri kjarki í okkur til að halda áfram að vinna að því að nýta þau óefnislegu verðmæti sem felast í Blue Lagoon-vörumerkinu. Þær hvetja okkur til að fara sjálfir dýpra inn í markaðinn með vörur okkar, fremur en að fara styttri leiðina með því að semja við aðila um bæði dreifingu og mark- aðssetningu,“ segir Grímur. Stefnan hefur nú verið sett á það að fara á erlenda markaði með húðvörurnar sem framleiddar eru undir Blue Lagoon-vörumerkinu. Unnið er að gerð viðskiptaáætlunar fyrir út- rásina. Grímur segir að markaðssetning á er- lendum markaði sé dýr, kosti hundruð milljóna króna. Því þurfi að fá áhættufé inn í fyrirtækið til að það geti tekist á við þetta mikla verkefni með myndarlegum hætti. Unnið er að und- irbúningi þess. Hugmyndin er að byrja í Bretlandi. „Við ætlum að fara með vörur okkar inn í góðar sér- verslanir og jafnvel að opna eigin verslun í London,“ segir Grímur. Vonast hann til að fyrsti áfanginn í þessu starfi verði kominn í höfn á haustmánuðum. Samhliða verður unnið á mörkuðum á Norðurlöndunum og í Þýska- landi. Þá hafa áhugaverðar fyrirspurnir borist frá fjarlægari mörkuðum, eins og Bandaríkj- unum og Japan, en Grímur segir að fyrirtækið muni einbeita sér að nærmörkuðum í upphafi en gott sé að vita til þess að áhugi sé einnig að aukast á þessum stóru mörkuðum. Heimavinnan unnin Grímur telur að Bláa Lónið hf. sé ágætlega búið undir útrásarverkefni um þessar mundir. Starfsfólkið hafi unnið heimavinnuna sína. Fyrst nefnir hann að gerðar hafi verið skipulagsbreytingar á fyrirtækinu sem gera það að verkum að forstjórinn hafi getað snúið sér meira að útrásar- og þróunarverkefnum. Stjórnun daglegs rekstrar í heilsulindinni er í höndun Önnu Gunnhildar Sverrisdóttur fram- kvæmdastjóra. Unnið hefur verið að rannsóknum á lífríki baðlónsins. Grímur segir að sterkar vísbend- ingar séu um að unnt verði að nýta virk efni úr Bláa lóninu í húðvörur. Það skapi möguleika á endurbótum á núverandi vörum og þróun nýrra vörulína. Þá sé ekki útilokað að þessi vinna gæti á seinni stigum leitt til hreinnar lyfjaþróunar. Unnið hefur verið á endurbótum á aðstöðu til hráefnavinnslu í Svartsengi og samið við danskt framleiðslufyrirtæki um að annast framleiðslu á Blue Lagoon-húðvörum. Þetta hefur skapað svigrúm til að auka framleiðsl- una þegar nýir markaðir kalla eftir því. Síðast en ekki síst má nefna það að fram- kvæmdir eru hafnar við mikla stækku á Bláa Lóninu – heilsulindinni og stækkun baðlónsins sjálfs. Heilsulindin mun tvöfaldast að stærð og baðlónið um nærri 50%. Grímur segir að bún- ings- og baðaðstaðan verði stækkuð sem og verslunin ásamt skrifstofum og annarri að- stöðu fyrir starfsfólk. Þá verði byggður nýr 250 manna veislu- og veitingasalur. Jafnframt verður allt eldra húsnæði heilsulindarinnar endurnýjað. Jarðvinna vegna húsbygginganna er langt komin og áætlað er að taka stækkað húsnæði í notkun vorið 2007. „Með þessum framkvæmdum erum við að lyfta starfseminni á ennþá hærra stig og styrkja þá ímynd sem Bláa Lónið hefur sem einstök upplifun fyrir gesti,“ segir Grímur Sæ- mundsen. Bláa Lónið hyggst nýta sér verðmætin í Blue Lagoon-vörumerkinu til útrásar á erlenda markaði Morgunblaðið/Ásdís Útrás Grímur Sæmundsen forstjóri vinnur að útrás og þróun hjá Bláa Lóninu. Húðvörur í verslan- ir í Bretlandi í haust Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Í fréttatilkynningu frá hér- aðsnefnd Múlaprófastsdæmis segir að við messu í Eiða- kirkju nk. sunnudag, 22. jan- úar, mun biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson prédika og setja sr. Jóhönnu Ingibjörgu Sigmarsdóttur inn í embætti prófasts Múlapró- fastsdæmis. Messan hefst kl. 14. og þangað eru allir velkomnir. Kirkjugestum er boðið í kaffi eftir messu í Kirkjumiðstöð- inni við Eiðavatn. Prófastur sett- ur í embætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.