Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 19
ERLENT
2.000
Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 - www.gardheimar.is - gardheimar@gardheimar.is
heimur skemmtilegra hluta og hugmynda
BLÓMVÖNDUR OG
Komdu á óvart á bóndadaginn með
blómvendi frá Garðheimum og ávísunum á
loforð um samveru og rómantík!
Bóndadagsblómvöndur með ást í verki
kr
Taipei. AFP. | Forseti Taívans hefur
skipað fyrrverandi starfsmanna-
stjóra sinn sem arftaka Franks
Hsieh forsætisráðherra, sem sagði
af sér á þriðjudag eftir tæpt ár í
embætti. Su
Tseng-chang er
fyrrverandi
mannréttinda-
lögmaður og einn
stofnenda Lýð-
ræðislega fram-
faraflokksins,
sem situr í rík-
isstjórn.
Við skipunina
sagði forseti
Taívans, Chen
Shui-bian, að
hann hefði mikla trú á visku og heil-
indum Su. Hann er vinsælastur leið-
toga Lýðræðislega framfaraflokks-
ins og er líklegt talið að forseta-
embættið kunni að bíða hans. Er þá
horft til ársins 2008 þegar kjör-
tímabili Chens lýkur.
Su Tseng-chang er 59 ára gamall
og er iðulega kallaður „eldhnött-
urinn“ sökum þess hve líflegur og
ákveðinn hann þykir í framgöngu
allri. Hann var í hópi stofnenda Lýð-
ræðislega framfaraflokksins fyrir
um 20 árum og kom þá í fyrsta skipti
fram andstaða við Kuomintang-
flokk þjóðernissinna, sem ráðið hafði
öllu í stjórnmálum Taívans frá klofn-
ingnum frá Kína árið 1949.
Frank Hsieh sagði af sér á þriðju-
dag en hann tók á sig sökina á af-
hroði flokksins í sveitarstjórn-
arkosningunum, sem fram fóru í
desember.
„Ég vil þakka forsetanum fyrir að
gefa mér þetta tækifæri og ég er
reiðubúinn að takast á við áskor-
anirnar,“ sagði Su Tseng-chang eftir
að hann var skipaður forsætisráð-
herra. „Ég vona að við getum öll
unnið saman að því að gera Taívan
betra.“
„Eldhnött-
urinn“ tekur
við á Taívan
Su Tseng-chang,
nýr forsætisráð-
herra Taívans.
Sydney. AFP. | Herinn í Indónesíu
beitti svelti og nauðgunum sem vopni
í þau 24 ár, sem hann fór með völdin
á Austur-Tímor. Áætlað er, að hann
hafi beint og óbeint drepið allt að
180.000 óbreytta borgara. Kemur
þetta fram í skýrslu, sem ástralska
dagblaðið The Australian hefur kom-
ist yfir.
Blaðið hefur undir höndum eintak
af skýrslunni, sem er 2.500 blaðsíður,
en hún var unnin af Sannleiks- og
sáttanefndinni á A-Tímor. Mun Xan-
ana Gusmao, forseti landsins, af-
henda hana Sameinuðu þjóðunum í
dag.
Í skýrslunni er því nákvæmlega
lýst hvernig indónesískir hermenn
notuðu napalm-sprengjur og efna-
vopn til að eitra matar- og vatns-
birgðir í innrás þeirra í A-Tímor 1975
en landið var áður portúgölsk ný-
lenda og íbúarnir flestir rómversk-
kaþólskir. Rætt er við næstum 8.000
manns, sem urðu vitni að framferði
hermannanna, og auk þess stuðst við
gögn frá indónesíska hernum og al-
þjóðlegar leyniþjónustuupplýsingar.
Grófu eða
brenndu fólk lifandi
Grimmdarverkin voru meðal ann-
ars þau að grafa eða brenna fólk lif-
andi og stundum voru eyru og jafn-
vel kynfæri skorin af og sýnd
fjölskyldu viðkomandi. Þá segir The
Australian, að þúsundum kvenna
hafi verið nauðgað og misþyrmt kyn-
ferðislega.
„Nauðganir, kynlífsþrælkun og of-
beldi voru þau vopn, sem notuð voru
til að valda skelfingu og vonleysi
meðal A-Tímora og draga úr and-
stöðu við hernámsliðið,“ segir nefnd-
in í skýrslunni. Eins og fyrr segir er
talið, að upp undir 180.000 manns
hafi látið lífið í stjórnartíð Indónesa
en það er um þriðjungur þjóðarinn-
ar. Flestir féllu raunar úr hungri og
sjúkdómum en Indónesar sveltu
fólkið vitandi vits og það jafngildir
útrýmingu og glæpi gegn mannkyni
að því er í skýrslunni segir.
Var hræddur við
að birta skýrsluna
Sannleiks- og sáttanefndin afhenti
ríkisstjórninni á A-Tímor skýrsluna
fyrir nokkrum mánuðum en Gusmao
forseti hefur haldið henni leyndri
hingað til af ótta við að vekja reiði
Indónesa. Nú hefur hann þó tekið af
skarið og ætlar að afhenda hana SÞ í
New York í dag. Indónesar lögðu
undir sig A-Tímor 1975 með þegj-
andi samþykki stórveldanna, þar á
meðal Ástralíu, en grimmdaræði
þeirra sneri loks almenningsálitinu í
heiminum gegn þeim. Fengu A-Tím-
orar að kjósa um sjálfstæði 1999,
sem þeir og völdu, en það leiddi til
blóðugra hefndaraðgerða vopnaðra
sveita, sem Indónesar studdu. Skár-
ust þá önnur ríki í leikinn undir for-
ystu Ástrala og komu á friði. Austur-
Tímor varð sjálfstætt ríki í maí 2002
en er eitt fátækasta ríkið í Asíu.
Beittu svelti og nauðgunum
sem vopni á Austur-Tímor
Áætlað er að Indó-
nesar hafi drepið
beint eða óbeint
þriðjung þjóðarinn-
ar á Austur-Tímor
Reuters
Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hughreystir fólk á
Austur-Tímor, sem misst hafði ættingja og vini í fjöldamorðum vopnaðra
sveita, sem stjórnvöld í Indónesíu studdu, í febrúarmánuði árið 2000.
Prag. AP. | Vaclav Havel, fyrrverandi forseti Tékk-
lands, kveðst vona að Hillary Clinton verði næsti
forseti Bandaríkjanna.
Tékkneska fréttastofan CTK hafði eftir Havel á
miðvikudag að hann hefði löngum verið þeirrar
hyggju, að mjög skorti á að „hið kvenlega“ fengi
notið sín á stjórnmálasviðinu. „Hillary er afar vel
gefin og hæf kona,“ sagði Havel í samtalinu. „Ólíkt
öðrum stjórnmálamönnum er hún skýr og skorin-
orð í málflutningi sínum. Hún er fær um að hlýða
með athygli á sjónarmið þeirra, sem hún er ekki
sammála, og áhugi hennar er ekki kominn til sök-
um kurteisi heldur er hann sannur,“ bætti hann við.
Í Bandaríkjunum magnast nú mjög vangaveltur
um að Hillary, eiginkona Bills Clintons, sem var
forseti Bandaríkjanna frá 1993 til 2001, hyggist
gefa kost á sér í forsetakosningunum haustið 2008.
Hillary Clinton er nú þingmaður fyrir New York-
ríki. Havel, sem er 69 ára að aldri, er ágætur vinur
Clinton-hjónanna. Hann varð forseti Tékkóslóv-
akíu við hrun kommúnismans árið 1989. Árið 1993
þegar Tékkóslóvakía klofnaði í Tékkland og Slóv-
akíu varð hann forseti Tékklands og hafði þann
starfa með höndum til ársins 2003.
Vaclav Havel styður Hillary Clinton