Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 61
FRÉTTIR
Nú bjóðum við til
janúarveislu á Kanarí á
frábærum kjörum. Við
bjóðum stökktu tilboð á
ótrúlegu verði. Bókaðu
strax og tryggðu þér
sæti og fjórum dögum
fyrir brottför færðu að
vita hvar þú gistir.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Kanarí
24. eða 31. janúar
frá kr. 29.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Síðustu sætin
Verð kr. 29.990
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára,
í íbúð í viku, stökktu tilboð 24. og 31. janúar.
Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk
fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann.
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó
í viku, stökktu tilboð 24. og 31. janúar.
Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk
fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann.
HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG Ís-
lands kynnir íslenska þjóðbúninga;
karlmannabúninginn og faldbúning-
inn frá um 1800, laugardaginn 21.
janúar kl. 11–13, í húsnæði félagsins
á Laufásvegi 2.
Verður kynning á búningum, sýn-
ing á vinnubrögðum þeim tengdum,
veittar upplýsingar um hvernig skal
klæðast búningunum og upplýsingar
um námskeið. Allir eru velkomnir og
ókeypis aðgangur.
Kynna íslenska þjóð-
búninga á morgun
SÓLARKAFFI Ísfirðingafélagsins
verður haldið í Broadway á Hótel
Íslandi föstudaginn 27. janúar nk.
og fer forsala aðgöngumiða fram á
Broadway á morgun, laugardaginn
21. janúar, kl. 14–16.
Veislustjóri verður Ólafur Helgi
Kjartansson, fyrrverandi sýslu-
maður á Ísafirði og núverandi
sýslumaður í Árnessýslu. Ýmis
skemmtiatriði verða, m.a. koma
fram Bjarni Ara söngvari og Helgi
Björnsson, söngvari og leikari.
Ræðumaður verður Elín Alma
Arthúrsdóttir. Þá leikur Reynir
Guðmundsson með hljómsveitinni
Saga Class fyrir dansi fram eftir
nóttu.
Sólarkaffi
Ísfirðingafélagsins
KVENFÉLAGIÐ Baugur í Gríms-
ey gaf á dögunum Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri rakatæki sem
notað er við öndunarvél á gjörgæslu-
deild sjúkrahússins. Með rakatæk-
inu nýtist öndunarvélin bæði börn-
um og fullorðnum. Frá þessu var
sagt í Morgunblaðinu í gær, en mis-
skilnings gætti varðandi tækið.
LEIÐRÉTT
Nýtist börnum
og fullorðnum
Á FUNDI Félags leiðsögumanna
(FL), sem haldinn var á Grand hóteli
18. janúar sl., var ákveðið að skora á
Ástu Óla Halldórsdóttur, formann
FL, að segja af sér á aðalfundi fundi
félagsins – sem fram fer í næsta
mánuði.
Í ályktun sem samþykkt var á
fundinum, með 27 atkvæðum gegn
11, segir að starf FL hafi einkennst
af athafnaleysi og lakri þjónustu við
félagsmenn undanfarna mánuði.
„Skrifstofan er ekki sá bakhjarl fé-
lagsmanna sem gera verður kröfu
um, bæði gagnvart viðsemjendum
félagsins og um miðlun upplýsinga
til atvinnurekenda um starfandi fé-
lagsmenn sem vantar vinnu,“ segir í
ályktun fundarins.
Ennfremur segir að viðhorf for-
mannsins gagnvart viðsemjendum
og félagsmönnum einkennist af
pukri, neikvæðni og litlum sam-
starfsvilja á vettvangi hagsmuna-
mála félagsmanna. Formaður FL sé
kosinn til tveggja ára og eigi Ásta
Óla enn ár eftir í formannssæti.
Skora á for-
manninn að
segja af sér
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn