Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Góður próteingjafi fyrir unga sem aldna. Wheat grass ÚTSALA - ÚTSALA Kápur, jakkar, bolir, pils, peysur, kjólar og samkvæmisfatnaður Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Opið virka daga 10-18, laugardaga kl. 10-16. Seltjarnarnes | Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti samhljóða á fundi sínum á miðviku- dag tillögu meirihlutans um enn frekari lækk- un álagningarstuðuls fasteignagjalda. Með samþykktinni er tryggt að fasteigna Við samþykkt fjárhagsáætlunar í desember sl. var ákveðið að lækka álagningarstuðulinn í 0,30% og miðaðist sú breyting við áætlaða breytingu á fasteignamati. Samkvæmt Fasteignamati Ríkisins hækkar verðmæti sérbýlis á Seltjarnarnesi um 35% og fjölbýlis um 30% milli ára. Samþykkt bæjar- stjórnar frá því í gær gerir ráð fyrir að álagn- ingarstuðull fasteignaskatts verði 0,24% af fasteignamati fasteigna. Fasteignagjöld lækka HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI BÆJARRÁÐ Akureyrar gerði á fundi sínum í gær tillögu um að á árinu 2006 verði eftirtalin gjöld lögð á fasteignir á Akureyri: Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,26% af fasteignamati húsa og lóða,en hann var á liðnu ári 0,35%, þannig að um er að ræða um 25% lækkun á álagningahlutfalli. Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþrótta- húsa og bókasafna verði 0,44% af fasteignamati og lóðarréttindum. Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis verði 1,55% af fasteignamati húsa og lóða. Lóðarleiga verði 0,5% af fast- eignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði. Lóðarleiga verði 2,8% af fasteigna- mati lóða vegna atvinnuhúsnæðis. Vatnsgjald verði 0,13% af fasteigna- mati íbúðarhúsa og lóða, en það var áður 0,16% og vatnsgjald lækkar einnig, verður samkvæmt tillögunni, 0,16% af fasteignamati annarra húsa og lóða en íbúðarhúsnæðis. Holræsagjald verði 0,17% af fast- eignamati húsa og lóða, en það var 0,20%. Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2006 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gerð er tillaga um að bæjarstjórn veiti bæjarráði heimild til fullnaðar- afgreiðslu á tillögum um afslætti á fasteignaskatti til elli- og örorkulíf- eyrisþega. Bæjarráð vísaði tillögun- um til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fasteigna- skattur lækkar félagsins Þórs um hugmyndir um umfangsmikla uppbyggingu íþróttamannvirkja á félagssvæði Þórs við Skarðshlíð. Hugmynd- irnar voru kynntar í fyrradag en þær gera ráð fyrir að byggð verði upp aðstaða fyrir iðkun frjálsra íþrótta á svæðinu sem og verulega bætt aðstaða til knattspyrnuiðk- unar. Þá kom fram á fundi þar sem hugmyndir voru kynntar að fjárfestar væru tilbúnir að kaupa landrými og fasteignir á svæðinu, m.a. félagsheimilið Hamar og fjöl- notahúsið Bogann og standa að auki straum af þeim fram- kvæmdum sem tillögur gera ráð fyrir. Kristján Þór segir að íþrótta- félagið hafi unnið tillögurnar á eig- in forsendum og varpað fram hug- myndum um skipulag varðandi iðkun frjálsra íþrótta og knatt- spyrnu. „Hugmyndir um fjár- mögnun og annað hafa ekki verið ræddar við bæinn, staðan núna er sú að forsvarsmenn félagsins munu væntanlega óska eftir form- legum fundi við okkur til að fara yfir málið,“ sagði Kristján Þór. Fjárfestar eru sem fyrr segir tilbúnir að kaupa landrými og fast- eignir á svæðinu. „Boginn er ekki til sölu,“ sagði bæjarstjóri. „Við höfum heldur ekki verið að selja land, þvert á móti höfum við verið í því að kaupa upp lóðir, en það er KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri, segir að engar formlegar viðræður hafi farið fram á milli bæjaryfirvalda og Íþrótta- lítið hægt að segja um þessar hug- myndir nú, ég veit ekki neitt um fjárhagsgrunninn í þessu dæmi.“ Kristján Þór segir það liggja fyrir að Akureyrarbær hafi aðgang að góðum lánskjörum á fjár- málamarkaði, „og mér er til efs að einstakir fjárfestar geti boðið skattgreiðendum á Akureyri betri kjör á á fjármagni en hinum sam- eiginlega sjóði bæjarbúa bjóðast,“ segir bæjarstjóri. Hann gerir ráð fyrir að á næstu vikum muni mál skýrast, „bæj- arbúar þurfa að vita út á hvað þessar hugmyndir ganga.“ Bæjarstjóri um hugmyndir Þórsara um uppbyggingu á félagssvæðinu Boginn er ekki til sölu Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is  $ +  . $ %0 /  + 1/             Reykjavík | Tæp 70% Reykvíkinga nýttu sér útivistarsvæðin í Heiðmörk og Elliðaárdal á síð- ustu tólf mánuðum, en nokkuð færri nýta sér útivistarsvæðið við Rauðavatn. Þá er samband milli menntunar og tekna og tíðni útivistar, en eftir því sem menntun er meiri og tekjur hærri er líklegra að fólk nýti sér útivistarsvæðin oftar. Þetta kemur fram í könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Reykjavíkurborg á þjónustu Um- hverfissviðs Reykjavíkurborgar. Könnunin var framkvæmd í gegnum síma 3.–17. nóvember sl. en úrtakið var alls 1.400 manns. Í könnuninni var einnig kannaður tilgangur ferða í Heiðmörk, sem kom rétt á eftir Elliðaár- dalnum í vinsældum sem útivistarsvæði. Lang- flestir kváðust nota svæðið til göngu eða hlaupa, eða 66,3%, þá sögðust 22% stunda útivist með fjölskyldu og vinum, 18% fóru í bíltúra, 11,5% stunduðu náttúruskoðun og 13% gerðu ýmislegt annað, t.d. tíndu sveppi, stunduðu útreiðar, hjól- uðu eða viðruðu hunda sína. Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavík- urborgar, segir Umhverfissvið hafa haft áhuga á að fá tölur um hversu margir sæktu útivist- arsvæði borgarinnar. „Við vitum að margir fara í Heiðmörk en við höfðum áhuga á því að fá það í tölum og fá það staðfest að það eru mjög margir sem fara þangað og jafnvel oft á ári,“ segir Þór- ólfur. „Vitanlega eru það miklu fleiri sem koma í Heiðmörk en kemur fram í könnuninni, því að Heiðmörk er örugglega sótt af öllu höfuðborg- arsvæðinu.“ Tækifæri við Rauðavatn Þórólfur segir könnunina styðja við stefnu- mótun í útivistarmálum. „Við þurfum að sinna þessu fólki,“ segir Þórólfur. „Það þarf að vera aðstaða, það þarf að leggja stíga og merkja sem fylgir því að þjónusta allt þetta fólk sem er að koma í Heiðmörk og önnur útivistarsvæði. Við sjáum líka tækifæri við Rauðavatn, sem skar sig úr, þar sem það er mest fólk úr nálægum hverf- um sem sækir þangað. Það svæði gæti tekið við mun fleiri gestum.“ Þórólfur kveðst ekki undrast vinsældir Ell- iðaárdalsins, enda sé hann miðsvæðis og liggi að mörgum hverfum og leið fólks liggi gjarnan gegnum hann. „Maður hefði kannski átt von á því að það væri ekki úr öllum hverfum, en það virðist samt sem það sé fólk úr flestum hverfum að koma í Elliðaárdalinn. Hann er líka mjög þekkt svæði og þarna eru útivistarmöguleikar, veiði, sundlaug hestamennska og söfn. Það er því ýmislegt þar sem höfðar til margra hópa.“ Í könnuninni var ennfremur spurt um ferða- máta skólabarna, en þar kom fram að um 75% reykvískra skólabarna fóru fótgangandi í skól- ann á síðasta ári. Áberandi flest börn voru keyrð í skólann í Árbæ og Grafarholti, Háaleiti og Laugardal, eða í kringum 30%, en fæst börn voru keyrð í skólann í Breiðholti, um 10%. Þá voru börn í Miðborgar- og Hlíðahverfi og Breið- holti duglegust að ganga í skólann, en 85% barna í Miðborg og Hlíðum gengu í skólann, en 82% barna í Breiðholti gengu í skólann. Fæst börn gengu í skólann í Árbæ og Grafarholti, eða um 63%. Könnun Gallup á viðhorfum til þjónustu Umhverfissviðs Elliðaárdalur og Heiðmörk afar vel sótt Morgunblaðið/Þorkell Skundað á stígnum Langflestir gestir Heiðmerkur nota hana til gönguferða og skokks. Mik- ilvægt er að hafa aðstöðu til slíkra tómstunda í lagi á útivistarsvæðum. FORVAL hjá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningar fer fram laugardaginn 28. janúar milli klukkan 10 og 18, í húsnæði VG á Akureyri, Hafnarstræti 98. Kynningarfundur frambjóðenda verður nú á laugardag, 21. janúar, klukkan 14. Þar fara frambjóðend- ur stuttlega yfir áherslumál sín, kynna sig og svara spurningum gesta. Kosið verður um sex efstu sætin á framboðslista VG á Akureyri fyrir næstu sveitarstjórnarkosn- ingar og gefa níu einstaklingar kost á sér, fimm karlar og fjórar konur. Þau sem gefa kost á sér eru Baldvin H. Sigurðsson, Valgerður H. Bjarnadóttir, Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir, Wolfgang Frosti Sahr, Jón Erlendsson, Baldvin Esra Einarsson, Kristín Sigfús- dóttir, Jóhannes Árnason og Lilja Guðmundsdóttir. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram dagana 16.–20. janúar og 23.–27. janúar milli klukkan 14 og 18 í húsnæði VG. Frambjóðendur kynna áherslur sínar Miðbær | Myndlistarsýning á myndverkum nemenda Safamýrarskóla á árunum 1994-2005 verður opnuð sunnudaginn 22. janúar nk. kl. 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Safamýrarskóli er sér- skóli á grunnskólastigi fyrir nemendur með al- varlega fjölfötlun. Verkin á sýningunni eru að öllu leyti verk nemenda en myndmenntakennari sér til þess að þau fái vandaðan og fjölbreyttan efnivið að vinna með og góða hvatningu. Markmið í mynd- menntakennslunni eru m.a. að skapa, tjá sig, upplifa, horfa, snerta, hlusta, vera virkur, auka úthald, einbeita sér, samhæfa huga og hönd, efla fín- og grófhreyfingar, vinna með áhöld og njóta. Sýningin stendur til 5. febrúar og verður opin kl. 8–19. Myndlist er málið ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.