Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 10
Skúli Eggert Þórðarson, for- maður Félags forstöðumanna rík- isstofnana, segir að í 75. gr. stjórn- arskrárinnar komi fram að í lögum skuli kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu. Hann segir að í þessu felist að ef embætt- ismenn búi við skert samnings- frelsi um sín kjör, þá verði það frávik að byggja á málefnalegum og öruggum hætti. Það sé gert með Kjaradómi. En með frumvarp ríkisstjórnarinnar sé verið að grípa inn í það frávik. Inntur eftir því hvort félagið hyggist láta á þetta reyna fyrir dómi, verði frum- varpið samþykkt, segir hann of snemmt að segja til um það. 10 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EIGN erlendra fjárfesta er lítil í skráðum félögum á markaði hér- lendis, sagði Jafet Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, á morgunfundi Sparisjóðs vélstjóra (SPV) í gær. Sagði hann erlenda fjár- festa eiga nokkuð í KB banka og Bakkavör og smávegis í Nýherja en mest væri eign þeirra í Össuri þar sem eignarhlutur erlendra aðila næmi um 40%. Þar af ætti einn aðili, William Demant, um 37% hlut, en það fyrirtæki er skráð í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Sagði Jafet að ekki væri útilokað að þetta fyrirtæki færi í yfirtöku á Össuri. Í máli Jafets kom einnig fram að hlutabréfamarkaðurinn hérlendis hefði verið óvenju fjörugur að und- anförnu. Spáir Jafet góðu ári á hluta- bréfamarkaði og að hækkunin muni nema 25–30% á árinu. Þá segist Jafet telja að vextir muni hækka fram á vor en fara síðan lækk- andi á ný. Áfallalaus sigling Gunnar Árnason, sérfræðingur efnahagsmála hjá SPV, sagði í erindi sínu að útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum hefði styrkt gengi krónunnar og tafið fyrir því að vaxandi viðskiptahalli þrýsti genginu niður. Sagði hann það áhyggjuefni hvað líftími skuldabréf- anna væri stuttur, að gjalddaga hárra fjárhæða bæri upp á skömmu tímabili og að dreifing útgáfunnar milli útgef- enda væri lítil. Þessi atriði kynnu að auka á gengissveiflur krónunnar í ná- inni framtíð. Gunnar spáir 25 punkta hækkun stýrivaxta á næsta vaxtaákvörð- unardegi Seðlabankans til þess að stemma stigu við verðbólgu. Gangi það eftir verði stýrivextir bankans 10,75%. Sagði hann líklegt að gengi krónunnar gæfi eftir hægt og sígandi á seinni hluta árs og að gengi krón- unnar muni vera um 15% lægra í lok árs heldur en það er núna. Segir hann að ekki sé spurning um hvort gengi krónunnar gefi eftir heldur hvenær. Gunnar segir að ljóst sé að snúnir tímar séu framundan í efnahags- málum á Íslandi og mikilvægt sé að ná að sigla áfallalaust í gegn þegar þensluskeiðið taki enda. Í máli Árna M. Mathiesen, fjár- málaráðherra, kom fram að hátt gengi krónunnar hefði bitnað á af- komu fyrirtækja í útflutningi eða í samkeppni við innflutning en hluti af ákvörðun fyrirtækja við að færa starfsemi sína til útlanda fælist einnig í því að vera nær birgjum og við- skiptavinum. Sagði hann að vonandi gengju spár um gengislækkun krón- unnar eftir en miðað við þenslu á fast- eignamarkaði gæti orðið einhver bið eftir því að stýrivextir lækkuðu. Að sögn Árna er von á áframhaldandi uppgangi í atvinnulífinu næstu ár þó eitthvað hægi á. Hlutabréfamarkaður og gengismál rædd á morgunfundi Sparisjóðs vélstjóra í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmennt var á morgunverðarfundi Sparisjóðs vélstjóra þar sem hátt gengi krónunnar bar oft á góma. Yfirtaka Dana á Össuri ekki útilokuð Norðlingaölduveita Heimild ráð- herra verði felld á brott FORYSTUMENN stjórnarandstöðuflokkanna hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um að felld verði á brott heimild iðnaðarráðherra til að leyfa gerð Norðlingaölduveitu í samræmi við skilyrði er fram koma í úrskurði setts umhverf- isráðherra hinn 30. janúar 2003. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frum- varpsins. Meðflutningsmenn eru Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna og Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins. „Flutningsmenn telja að í ljósi verndargildis svæðisins og gagna sem fram eru komin á síðustu missirum sé rétt að hætta við öll áform um orkuframkvæmdir á Þjórsárvera- svæðinu,“ segir m.a. í greinargerð frumvarps- ins. ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Að loknum atkvæða- greiðslum um einstök þingmál fer fram önnur umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Kjaradóm og kjaranefnd. þröngs hóps starfsmanna hins op- inbera séu fryst með þessum hætti,“ segir í ályktun stjórnarinn- ar. Óeðlilegt misræmi Stjórnin vekur, í þessu sam- bandi, athygli á því að laun op- inberra starfsmanna muni hækka á bilinu 2,4% til 3,8% í maí nk., vegna svokallaðra stofnanasamn- inga. „Ef frumvarpið verður að lögum óbreytt mun óhjákvæmilega skapast óeðlilegt misræmi á milli launa forstöðumanna og annarra starfsmanna stofnana.“ STJÓRN Félags forstöðumanna ríkisstofnana leggst gegn því að frumvarp ríkisstjórnarinnar um Kjaradóm og kjaranefnd verði samþykkt óbreytt. „Verði frum- varpið að lögum skapast réttaró- vissa svo og mörg lagaleg álita- mál,“ segir stjórnin í ályktun sem send hefur verið efnahags- og við- skiptanefnd þingsins. Í félaginu eru 169 starfandi forstöðumenn og 37 fyrrverandi forstöðumenn. Laun þeirra heyra undir kjara- nefnd. Stjórnin gagnrýnir aðra máls- grein fyrstu greinar frumvarpsins en þar segir að úrskurðir Kjara- dóms og kjaranefndar skuli frá og með gildistöku laganna og út árið 2006 taka mið af samningsbundn- um hækkunum kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði. Stjórnin segir að með þessu sé Kjaradómi og kjaranefnd beinlínis bannað að taka tillit til launa- hækkana einstakra hópa eða til þess launaskriðs sem kynni að verða. „Er þetta varhugavert og álitamál að fáist staðist að laun Leggst gegn frumvarpi um Kjaradóm og kjaranefnd Félag forstöðumanna ríkisstofnana SAUTJÁN þingmenn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks eru meðflutningsmenn Sigurðar Kára Kristjánssonar, Sjálfstæðisflokki, á frumvarpi um breytingu á almenn- um hegningarlögum og skaðabóta- lögum. Í greinargerð frumvarpsins segir að markmið frumvarpsins séu einkum tvenns konar. Annars vegar að auka friðhelgi einkalífs einstak- linga og fjölskyldna þeirra umfram það sem núgildandi löggjöf gerir ráð fyrir. Og hins vegar að auka veru- lega skaðabótarétt þeirra sem verða fyrir aðför gegn æru sinni eða per- sónu. „Er frumvarpinu því einkum ætlað að bæta réttarstöðu þolenda ærumeiðinga og aðdróttana,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Í 234 gr. almennra hegningarlaga segir að hver, sem meiðir æru ann- ars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem beri slíkt út, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Sigurður Kári og með- flutningsmenn hans leggja til að eft- irfarandi setningu verði bætt við eft- ir orðinu: athöfnum: „[…] eða veldur honum eða fjölskyldu hans óþarfa sársauka eða vanvirðu“. Þeir leggja til að sambærilegum setningum verði sömuleiðis bætt við 233 gr. og 235 gr. almennra hegningarlaga. Þá leggja þeir til að eftirfarandi málsgrein bætist við 26. gr. skaða- bótalaga. „Við ákvörðun um fjárhæð bóta vegna meingerðar gegn æru eða persónu annars manns eða fjöl- skyldu hans skal lagt til grundvallar að bótafjárhæð hafi verulega fjár- hagslega þýðingu fyrir þann sem dæmdur er til greiðslu þeirra. Nú er meingerð gegn æru eða persónu annars manns eða fjölskyldu hans sett fram í ágóðaskyni og skal það að jafnaði verða bótafjárhæð til hækk- unar. Við ákvörðun bótafjárhæðar skal einnig litið til þess hversu hinn bótaskyldi hefur lagt sig fram um að koma meingerð sinni á framfæri, sem og til þess hvort hann hefur lagt sig fram um að bæta fyrir brot sitt.“ Sautján stjórnar- þingmenn flytja frumvarpið með Sigurði Kára VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra upplýsti á Alþingi í gær að innan ráðuneytisins væri verið að vinna að smíði laga- frumvarps sem hefði það að markmiði að styrkja eftirlits- heimildir Fjármálaeftirlitsins. Valgerður sagði í upphafi um- ræðunnar um þetta mál að vinn- an væri langt komin og að sér- fræðingar ráðuneytisins hefðu tjáð sér að líkur væru á því að hægt yrði að leggja fram frum- varpið á vorþingi. Fram kom í máli þingmanna stjórnarandstöðunnar að þeir hefðu áhyggjur af veikri stöðu Fjármálaeftirlitsins. Þeir töldu fyrrgreind ummæli ráðherra ekki nægilega skýr og vildu að hún tæki af öll tvímæli um það hvort frumvarpið kæmi fram á vorþingi eða ekki. Ekki væri eftir neinu að bíða. Undir lok umræð- unnar þakkaði Valgerður stjórn- arandstæðingum stuðninginn við Fjármálaeftirlitið og sagði að þess yrði ekki langt að bíða að frumvarpið liti dagsins ljós. Lagasetning talin brýn Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Hún vitnaði m.a. í bréf Fjármálaeft- irlitsins til viðskiptaráðherra frá því í nóvember sl. Þar hefði kom- ið fram að FME teldi lagasetn- ingu brýna svo það gæti beitt þrýstingi til að fá fram svör frá einstaklingum sem væru til rann- sóknar hjá eftirlitinu. FME hefði sent bréfið til ráðherra í kjölfar úrskurðar kærunefndar, sem starfar skv. lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Í úrskurðinum hefði nefndin kom- ist að þeirri niðurstöðu að FME hefði ekki heimild í lögum til að beita einstaklinga dagsektum, ef þeir neituðu að veita því umbeðn- ar upplýsingar. Úrskurðurinn féll eftir að FME lagði dagsektir á fjóra stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Jóhanna sagði að FME hefði þar með takmörkuð úrræði til að rækja skyldur sínar. Ráðherra tók fram, eins og áð- ur sagði, að innan ráðuneytisins væri hafin vinna við smíði frum- varps, sem hefði það að mark- miði að styrkja eftirlitsheimildir FME. „Við þá vinnu hefur m.a. verið farið yfir úrskurði kæru- nefndar, ekki aðeins þann sem varð tilefni bréfs Fjármálaeftir- litsins, til þess að komast að því hvar kærunefndin teldi að eftir- litsheimildir FME væru ekki nægilega skýrar.“ Ráðherra sagði að ákvæði um dagsektir og stjórnvaldssektir væru til skoð- unar, í þessu sambandi, ásamt öðrum þeim úrræðum sem FME teldi sig þurfa að hafa. Frumvarp í smíðum sem styrkja á eftirlitsheimildir FME Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.