Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Þ
arf strangar siða-
reglur til þess að
beisla blaða- og
fréttamenn og koma
í veg fyrir að þeir
geri óskunda? Þessi spurning
vaknaði í kjölfar DV-málsins
svonefnda, sem mikið var rætt í
síðustu viku. Eins og flestir vita
má rekja það mál til sjálfsvígs
manns á Ísafirði eftir að blaðið
hafði birt á forsíðu sinni umfjöll-
un um meint kynferðisbrot hans.
Önnur spurning sem málið
vakti er sú hvort rétt gæti verið
að herða refsiákvæði hegning-
arlaga í því skyni að koma bönd-
um á umfjöllun fjölmiðla og aðra
umræðu á opinberum vettvangi.
Eins og kunnugt er tilkynnti
Sigurður Kári Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, í
liðinni viku, að hann hefði samið
drög að frumvarpi til breytinga
25. kafla almennra hegning-
arlaga og skaðabótalögum sem
fælu í sér aukna vernd á frið-
helgi einkalífs einstaklinga og
fjölskyldna þeirra gagnvart æru-
meiðandi ummælum eða aðdrótt-
unum, hvort sem þær kæmu frá
fjölmiðlamönnum eða öðrum í
opinberri umræðu. Í frétt Morg-
unblaðsins um frumvarpsdrög
þingmannsins kom fram að mál-
ið á Ísafirði væri alls ekki eina
ástæða þess að hann kynnti þau.
Umrætt mál hefði þó „kannski
verið dropinn sem fyllti mæl-
inn“.
Frumvarpsdrögin væru frekar
„afleiðing þeirrar þróunar sem
orðið hafi í fréttaflutningi og op-
inberri umræðu á Íslandi á sein-
ustu árum“. Samkvæmt þessum
ummælum Sigurðar Kára, eru
fjölmiðlar og umfjöllun þeirra
einn helsti hvatinn að því að
leggja fram breytingar á lög-
unum.
Við fyrstu sýn kann þessi leið
að virðast „þægileg lausn“ og
sýnast árangursrík til þess að
koma í veg fyrir að fjölmiðlar
fjalli með ónærgætnum hætti
um menn og málefni. En það
þarf að huga að fleiru. Til dæmis
því, hverju sé hugsanlega verið
að fórna með hertum viðurlögum
í þessa veru. Í viðtali Bjargar
Evu Erlendsdóttur við Herdísi
Þorgeirsdóttur, prófessor, í
Spegli Ríkisútvarpsins síðastlið-
inn föstudag, var þetta mál til
umræðu. Þar benti Herdís á að
þegar dagblöð væru að fletta of-
an af hlutum, færu þau oft ansi
langt og gripu til aðferða sem
kæmu af stað umróti eða kæmu
fólki í uppnám.
Herdís sagði líka að Mann-
réttindadómstóll Evrópu væri sá
dómstóll sem hefði hvað mest
túlkað hlutverk fjölmiðla út frá
lögum. Dómstóllinn hefði marg-
ítrekað að í blaðamennsku gætu
dómstólar og aðrir ekki sagt
fjölmiðlum nákvæmlega hvernig
þeir ættu að setja fram hlutina.
Spurð um hvort strangari
hegningar- og skaðabótalög
væru það sem íslensk blaða-
mennska þyrfti helst á að halda,
svaraði Herdís því til að hún
væri alls ekki viss um að frekari
lög sem heftu blaðamenn í um-
fjöllun, þyngri sektir og miska-
bætur, væru af hinu góða. Sagð-
ist Herdís heldur kjósa lög sem
kvæðu á um skyldur fjölmiðla
heldur en að refsilagaákvæði
yrðu þyngd. Mannréttinda-
dómstóll Evrópu hefði einmitt í
frægu dómsmáli gegn breska
ríkinu lagt áherslu á að þungar
sektir á hendur blaðamönnum á
grundvelli tjáningarfrelsis
gengju í raun og veru á svig við
tjáningarfrelsið. Í slíkum sektum
væru fólgin ákveðin fæling-
aráhrif, þau heftu blaðamenn,
þeir yrðu of mikið á varðbergi
og þyrðu fyrir vikið ekki að
ganga út á ystu nöf sem væri
stundum nauðsynlegt.
Gefum okkur að blaðamaður
búi yfir upplýsingum um auð-
ugan einstakling sem hann telur
varða almannaheill og að hann
hafi fyrir þessum upplýsingum
trausta heimildarmenn, sem þó
vilja ekki koma fram undir
nafni. Er líklegt að blaðamað-
urinn hætti við að birta upplýs-
ingar, sem kunna að hafa mikla
þýðingu, vitandi það að hann
þurfi hugsanlega að greiða
margra milljóna króna skaða-
bætur ef viðkomandi ein-
staklingur fer í mál vegna um-
fjöllunarinnar? Miðað við þau
laun sem almennir blaðamenn
hafa verður að teljast líklegt að
hann hugsi sig í það minnsta af-
ar vandlega um áður en hann
íhugar að birta upplýsingarnar.
Víkjum þá að siðareglum sem
blaðamenn setja sér. Þessar
reglur hafa ekki lagalegt gildi en
eru þrátt fyrir allt gagnlegar því
þær eru ákveðin viðmið fyrir
blaðamenn og þá sem fylgjast
með starfi fjölmiðla. Það er mik-
ilvægt að þessar reglur séu
ræddar með reglulegu millibili
og teknar til endurskoðunar.
Skiptar skoðanir eru svo um
hvort þessar reglur eigi að vera
fáar og einfaldar eða sem ít-
arlegastar.
En geta ítarlegar siðareglur
komið í veg fyrir að blaðamenn
fjalli með óvönduðum og jafnvel
meinfýsnum hætti um menn og
málefni? Svarið við þessu er ein-
falt – auðvitað geta þær ekki
komið í veg fyrir slíkt, ekki frek-
ar en ströng hegningarlöggjöf
kemur í veg fyrir glæpi. Það
sem mestu skiptir er nefnilega,
þegar allt kemur til alls, að hver
og einn blaða- og fréttamaður sé
vandur að virðingu sinni og hafi
tillitssemi í huga við störf sín.
Að sjálfsögðu eiga blaðamenn
ekki að hika við að hreyfa við
viðkvæmum málum og þeir eiga
að stunda aðgangsharða frétta-
mennsku. Það þurfa þeir hins
vegar að gera með þeim hætti
að þeir hafi sóma af.
Þarf beisli á
blaðamenn?
Er líklegt að blaðamaðurinn hætti við
að birta upplýsingar, sem kunna að
hafa mikla þýðingu, vitandi það að
hann þurfi hugsanlega að greiða
margra milljóna króna skaðabætur ef
viðkomandi einstaklingur fer í mál
vegna umfjöllunarinnar?
VIÐHORF
Elva Björk Sverrisdóttir
elva@mbl.is
STJÓRNMÁLAMENN verða að
hafa þrek til þess að segja hlutina
eins og þeir eru hvort sem það er
til vinsælda eða ekki.
Um áratuga skeið
hefur aðeins tvisvar
sinnum, 1991 og 1995,
tekist að hækka var-
anlega í beinum kjara-
samningum laun
þeirra sem lægst hafa
launin og það tókst að-
eins með mikilli sam-
stöðu samtaka launa-
fólks og
atvinnurekenda og
stjórnvalda. Kjara-
samningar
Reykjavíkurborgar
fyrir skömmu við
Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar
geta hleypt öllum
almennum kjara-
samningum í uppnám
og kolriðlað efna-
hagsstöðu og mik-
ilvægri baráttu við
verðbólguna, baráttu
sem aldrei má slaka á,
hvorki nætur né daga.
Stjórnendur Reykja-
víkurborgar gerðu
þetta með því að rjúfa
sig út úr launanefnd
Sambands íslenskra
sveitarfélaga og sýndu
þannig enn eina ferð-
ina að þeir hvorki vilja
né geta verið stóri bróðirinn í sam-
félagi bæjanna á Íslandi. Reykja-
víkurborg samdi nánast á sömu
nótum við alla launahópa innan
borgarinnar, jafnvel verkfræð-
inga, á svipuðum nótum og leik-
skólakennara, en það hefur aldrei
brugðist með þeirri aðferð að
launahækkun þeirra lægst laun-
uðu verður að engu fyrr en varir
því varnargarðar verðbólgunnar
ráða ekki við slíka hækkun yfir
línuna og þar með
fjúka væntingarnar
út í buskann og
fjandinn er laus.
Það fer ekkert á
milli mála að mínu
mati að lægstu launin
í landinu eru til
skammar fyrir Ís-
land, til skammar
fyrir atvinnurek-
endur og samtök
launþega, til skamm-
ar fyrir það dek-
urland sem Ísland er
hvað sem öllu líður.
Það er með ólík-
indum að forsvars-
menn R-listans heit-
ins taki þetta
óyfirvegaða stökk án
þess að tryggja var-
anlega kauphækkun
þeirra lægst laun-
uðu. Það er engin af-
sökun að bera við
kosningaskjálfta.
Þetta eru fúsk-
vinnubrögð. Það sýn-
ir einnig hvað þetta
er óyfirveguð
ákvörðun að fyrir
skömmu var lögð
fram fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar
sem gerði ráð fyrir
að hafa borð fyrir báru upp á einn
og hálfan milljarð króna, en þessir
skyndiákvörðunarsamningar eru
taldir kosta um þrjá milljarða
króna þannig að dæmið hefur
umsnúist hjá borginni í mínus einn
og hálfan milljarð, líklega vegna
hnjáskjálfta borgarstjórans og
fylgifiska.
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í
Kópavogi og alþingismaður, hefur
þrek til þess að segja hlutina eins
og þeir eru og elur ekki á fals-
vonum. Sama gerði til að mynda
Einar Oddur Kristjánsson alþing-
ismaður og fleiri góðir menn sem
eru þekktir fyrir að verja hag lág-
launafólks.
Auðvitað eiga menn ekki að
mögla gegn þeim sem minnst bera
úr býtum og misst hafa af eðlileg-
um tækifærum í peningaspilaborg
mannheima á Íslandi að minnsta
kosti.
Kjarasamningar eru einstaklega
viðkvæm mál og flókin vegna hins
endalausa samanburðar í launum á
Íslandi þar sem enginn vill sleppa
takinu af sínu.Við höfum ekki kom-
ist út úr þessu munstri ennþá og
þetta er sú staðreynd sem við bú-
um við.
Vonandi rætist úr, en við verðum
að hafa þrek til þess að segja sann-
leikann þótt óþægilegur sé og
stemma stigu við mistökunum og
vitleysunni.
Það er löngu tímabært að hækka
laun þeirra lægst launuðu á Íslandi
og það hefur Gunnar Birgisson
einnig sagt fullum fetum, en það er
grundvallaratriði að gera það á
varanlegan hátt og það næst ekki
fram nema með samstöðu allra að-
ila málsins.
Hitt er að rugga bátnum til
óyndis.
Grundvallaratriði að hækka
lægstu laun varanlega
Árni Johnsen skrifar um ný-
gerða kjarasamninga Reykja-
víkurborgar og brotthlaup frá
smærri bæjarfélögum landsins
’…lægstu laun-in í landinu eru
til skammar fyr-
ir Ísland, til
skammar fyrir
atvinnurek-
endur og sam-
tök launþega, til
skammar fyrir
það dekurland
sem Ísland
er…‘
Árni Johnsen
Höfundur er stjórnmálamaður,
blaða- og tónlistarmaður.
ÞEGAR sjálfstæðismenn í
Garðabæ efndu á laugardag til síns
fyrsta prófkjörs vegna
sveitarstjórnarkosn-
inga síðan 1978
var búist við góðri
þátttöku og nokkurri
endurnýjun. Hvort
tveggja gekk eftir. Á
kjörskrá voru flokks-
bundnir sjálfstæð-
ismenn í Garðabæ, alls
2.200 manns, sem
verður að teljast mik-
ill fjöldi í 9.200 manna
bæ. Kosningaþátttaka
var rúmlega 81% sem
er frábær árangur.
Forystumenn með reynslu
Erling Ásgeirsson, sem verið
hefur í bæjarstjórn í um tuttugu ár,
fékk afgerandi kosningu í fyrsta
sætið og verður óumdeildur fyr-
irliði bæjarstjórnarflokks sjálf-
stæðismanna í Garðabæ á næsta
kjörtímabili. Athygli vakti að Er-
ling lagði í aðdraganda prófkjörsins
mikla áherslu á að varðveita sér-
stöðu Garðabæjar með sinni
ósnortnu náttúru til lands og sjávar
og er augljóslega mikill stuðningur
meðal bæjarbúa við þá framtíð-
arsýn. Páll Hilmarsson, sem lýkur
senn fyrsta kjörtímabili sínu í bæj-
arstjórn, sóttist einnig eftir fyrsta
sætinu en hlaut örugga kosningu í
annað sætið og getur vel unað við
þá niðurstöðu.
Endurnýjun
Þau Stefán Konráðsson, Sturla
Þorsteinsson og Ragnhildur Inga
Guðbjartsdóttir, sem ekki hafa átt
sæti í bæjarstjórn, unnu öll sigur í
prófkjörinu og höfnuðu í þriðja,
fjórða og fimmta sæti. Ingibjörg
Hauksdóttir, fyrrverandi bæj-
arfulltrúi, hafnaði í
sjötta sæti sem er lak-
ari útkoma en ég hafði
vænst. Laufey Jó-
hannsdóttir, sem verið
hefur forseti bæj-
arstjórnar og formað-
ur skipulagsnefndar
Garðabæjar um langt
árabil, er eini fram-
bjóðandinn sem segja
má að hafi beðið af-
hroð í prófkjörinu en
hún hafnaði í sjöunda
sæti. Aðrir frambjóð-
endur eru minna
þekktir en flestir áðurnefndra og
mátti því fyrirfram gera ráð fyrir
að á brattann yrði að sækja hjá
þeim.
Kosið án tillits til kynferðis
Bent hefur verið á nokkuð slakt
gengi kvenna í prófkjörinu almennt
séð og má það í sjálfu sér til sanns
vegar færa. Ég er hins vegar ósam-
mála þeim sem hafa af þessum sök-
um hvatt fulltrúaráð sjálfstæð-
isfélaganna í Garðabæ til þess að
breyta framboðslistanum fyrir bæj-
arstjórnarkosningarnar í vor eða
jafnvel skorað á þá karla sem hlutu
efstu sætin að víkja úr sæti sínu
fyrir konu. Ég hygg að þorra hinna
tæplega 1.800 þátttakenda í próf-
kjörinu, manna og kvenna, sé farið
líkt og mér og hafi kosið þá ein-
staklinga sem í framboði voru er
þeir töldu hæfasta, án tillits til kyn-
ferðis. Við eigum að virða lýðræð-
islega niðurstöðu hins fjölmenna
prófkjörs.
Hæfileg blanda
Ég er enn fremur ósammála
þeirri staðhæfingu Jóns Guð-
mundssonar, formanns full-
trúaráðsins, að framboðslistinn sé
ekki „sölulegur“ í núverandi mynd.
Að mínu mati felur niðurstaða próf-
kjörsins þvert á móti í sér að í efstu
fimm sætum listans, sem mestu
máli skipta, er hæfileg „blanda
þeirra sem hafa reynslu og þekk-
ingu á bæjarmálum og nýs fólks
sem kemur með ferska vinda og
nýjar áherslur inn í starfið“ eins og
Laufey Jóhannsdóttir lagði rétti-
lega áherslu á í grein sinni í Mbl. á
prófkjörsdegi.
Fimmta sætið baráttusæti
Við sjálfstæðismenn í Garðabæ
getum verið stoltir af hinu fjöl-
menna prófkjöri okkar og lýðræð-
islegri niðurstöðu þess og eigum að
hafa metnað til þess að gera 5. sæti
listans, sem hin unga og efnilega
Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir
skipar, að baráttusæti í kosning-
unum í vor.
Virðum lýðræðislega
niðurstöðu
Tómas H. Heiðar fjallar
um niðurstöðu prófkjörs
í Garðabæ ’Við sjálfstæðismenn íGarðabæ getum verið
stoltir af hinu fjölmenna
prófkjöri okkar og lýð-
ræðislegri niðurstöðu
þess …‘
Tómas H. Heiðar
Höfundur er lögfræðingur
og býr í Garðabæ.