Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÝTT landslag í íslensku sam-
félagi er smám saman að taka á sig
mynd. Samvinnu-
félögin hafa nú hvert
af öðru horfið af sjón-
arsviðinu og safnast til
feðra sinna. Meðan
bændasamfélagið
hafði enn vægi og
samgöngur voru af-
leitar var þeim plant-
að niður í hvern fjörð
til að reka af-
urðastöðvar fyrir
framleiðslu bænda og
sjá þeim í staðinn fyrir
rúgmjöli, kandís og
hveiti. Þetta var um-
hverfið sem mörg sveitarfélög á
landsbyggðinni bjuggu við síðari
hluta 20. aldar.
Á Norðurlandi gafst elsta kaup-
félagið fyrst upp, Kaupfélag Þing-
eyinga á Húsavík, þá KEA og svo
Kaupfélag Húnvetninga á Blöndu-
ósi. Enn eru starfandi kaupfélög á
Hvammstanga og Sauðárkróki,
sem starfa á svipuðum nótum og
fyrir hálfri öld. Togaraútgerð og
fiskvinnsla hefur þó á síðustu árum
verið það tekjustreymi sem nærir
Kaupfélag Skagfirðinga fjárhags-
lega, en minna má á að skagfirskir
bændur fengu því framgengt á að-
alfundi upp úr miðri síðustu öld að
Kaupfélagið hætti að taka við fiski
af smábátasjómönnum á Sauð-
árkróki vegna þeirrar áhættu að
það gæti sett Kaupfélagið á haus-
inn.
Af því tilefni orti Hannes Pét-
ursson:
Á Eyrinni framan við Frissa Júl fiskhúsið
mikla rís.
Af allskonar vélum yfirfullt sem iðn
aðarparadís,
það má ekki flekka fiskur neinn, sem fyrr
hefur legið í ís
því breyta á salnum í bæna-
hús þar sem bændurnir
þakka
SÍS.
Kaupfélagið bar á
þeim tíma gæfu til að
hafa gáfaðan stjórn-
arformann, Gísla
Magnússon í Eyhild-
arholti, sem ekki vildi
liggja undir þessu
ámæli skáldsins og
stuttu síðar var frysti-
húsið opnað aftur og
hefur ekki verið lokað síðan.
Um nokkurra missera skeið hef-
ur Kaupfélagið, með ýmsu móti,
lagt sig fram um að komast til
áhrifa í orkumálum Skagfirðinga
og nánast talið það jaðra við
skemmdarverk hjá sveitarstjórn-
armönnum í Skagafirði, þar sem
Framsókn er í minnihluta, að leyfa
ekki Kaupfélaginu að hafa forustu í
raforkumálum í héraðinu. Þetta
kom fram í Feyki, nú fréttabréfi
Kaupfélagsins. Allt tengist þetta
plottinu við að koma álveri í Skaga-
fjörð. Það var hins vegar mörgum
Skagfirðingum heima og heiman
mikið fagnaðarefni hve afgerandi
andstaða var gegn álveri í héraðinu
eins og fram kom í skoðanakönnun.
Ætli Akureyringar hefðu ekki
orðið undrandi ef Kaupfélag Ey-
firðinga hefði allt í einu viljað fara
að gera sig gildandi á raforkumark-
aði norðanlands, kaupa Lax-
árvirkjun og yfirtaka Kröfluvirkj-
un? Það hefði sannarlega verið
stílbrot við hefðbundin verkefni
sem Kaupfélagið var með á sinni
könnu, rekstur afurðastöðva fyrir
landbúnaðinn og verslun.
Litla stúlkan á Lómatjörn ætlaði
að narra Skagfirðinga til samvinnu
svo orkan úr jökulánum þar yrði
nýtt fyrir álver í Eyjafirði. En Ey-
firðingar sjálfir voru ekki heldur
hrifnir af álveri svo nú er Val-
gerður í vanda, og áður en farið
verður í stórvirkjarnir í Skagafirði
kann svo að fara að hún verði orðin
sendiherra í einhverju ríki mjög,
mjög langt í burtu eins og lagt var
til á Alþingi ekki alls fyrir löngu.
Ég ætla rétt að vona að Skagfirð-
ingar séu ekki svo heillum horfnir
að þeir komi ekki auga á þá mögu-
leika sem fyrir hendi eru til að gera
Skagafjörð einan og sér að hag-
sældarsvæði og héraðið og bláa dali
þess umgjörð um blómstrandi
mannlíf.
Umbreytingatími
og komandi ár
Hreinn Sigurðsson
fjallar um samvinnufélög ’Ég ætla rétt að vonaað Skagfirðingar séu
ekki svo heillum horfnir
að þeir komi ekki auga á
þá möguleika sem fyrir
hendi eru til að gera
Skagafjörð einan og sér
að hagsældarsvæði … ‘
Hreinn Sigurðsson
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri
og áhugamaður um þjóðfélags- og
atvinnumál.
Í ÁGÆTRI ádrepu í Lesbók
Morgunblaðsins hvetur Sigurður
Gylfi Magnússon höfunda fræði-
bóka til að bregðast við þeim
vanda sem blasir við um þessar
mundir, þar sem bækur almenns
efnis fá mun minni umfjöllun og
kynningu í fjölmiðlum
en verk af öðrum
toga, s.s. skáldsögur.
Ég er Sigurði Gylfa
sammála um þetta og
ég er einnig sammála
um að Hagþenkir fé-
lag höfunda fræðirita
og kennslugagna
verði að bregðast við
þessari öfugþróun.
Í því sambandi vil
ég vekja athygli á
framtaki systurfélags
okkar í Noregi, Norsk
faglitterær forfatter-
og oversetterforening (NFF). Þau
samtök hafa lagt fram yfirlýsingu
um nýja bókmenntapólitík á 21.
öld og krafist viðbragða frá stjórn-
málaflokkum, hagsmunaaðilum og
öðrum sem málið varða.
Samtökin leggja áherslu á fjög-
ur meginatriði. Í fyrsta lagi að
stefna stjórnvalda til bókmennta
verði að vera á menningarlegum
grunni, en ekki að stjórnast af
markaðsöflunum. Bókaútgáfa er
annars eðlis en atvinnurekstur
sem ekki stuðlar að því að efla
menningu þjóðarinnar. Skrif á ís-
lensku helgast af öðrum for-
sendum, en þeim að öðlast há-
marksgróða fyrir sem minnstan
kostnað.
Í öðru lagi eiga höfundar fag-
bóka að njóta sömu styrkja og
réttinda og höfundar skáldverka.
Mikill misbrestur á því er í Noregi
líkt og á Íslandi, en hér á landi má
t.d. bera saman launasjóð rithöf-
unda annars vegar og hins vegar
launasjóð fræðirithöfunda. Annar
sjóðurinn styrkir nánast eingöngu
fagurbókmenntahöfunda um 40
ársverk, en hinn sem ætlaður er
fræði- og kennslubókahöfundum
veitir styrki sem samsvara þremur
og hálfu ársverki. Vilja norsku rit-
höfundasamtökin auka styrki til
fagbóka um rúmlega 400 milljónir
til þess að styðja við bakið á ritun
fagbóka og hafa fengið þokkalegan
stuðning meðal
stjórnmálamanna við
þá kröfu. Sýnir það
hversu breitt bil er á
milli grannlandanna
Noregs og Íslands í
þessu tilliti.
Í þriðja lagi telur
NFF að bókmennta-
stefna hljóti að snúast
um verndun tung-
unnar. Bækur af öllu
tagi verði að vera til á
norsku. Sá vandi er
ennþá brýnni á Ís-
landi, þar sem afar
sjaldgæft er að undirstöðuritum sé
snúið á íslensku og þá oft ekki fyrr
en eftir marga áratugi. Núna hef
ég t.d. í höndunum ágæta bók sem
Bókmenntafræðistofnun Háskóla
Íslands hefur nýlega gefið út, en í
henni er að finna úrval úr ritum
franska fræðimannsins Michels
Foucaults frá árunum 1966-1976.
Þótt ekki beri að lasta þarft fram-
tak, sem styrkt var bæði af Þýð-
ingarsjóði og Evrópusambandinu,
má spyrja sig hvers vegna þetta
rit hefur ekki komið út á íslensku
fyrr en nú. Þýðingar eru ekkert
síðri hluti af fræðilegri orðræðu á
íslensku en frumsaminn texti og
bagalegt að þurfa að bíða marga
áratugi eftir þeim.
Í fjórða lagi á bókmenntapólitík
að snúast um að verja lýðræðið.
Norskir fagbókahöfundar telja að
útgáfa bóka sem miðla skoðunum,
íhugunum og þekkingu séu ein af
forsendum lýðræðisins. Því er
mikilvægt að bækur af því tagi nái
til sem flestra og að bóksalar séu
styrktir í viðleitni til að bjóða upp
á breitt úrval af bókum. Í fagbók-
um er rúm fyrir orðræðu, sem eðli
málsins vegna þrífst illa á vett-
vangi dagblaða eða annarra fjöl-
miðla. Fagbækur stuðla að aukinni
djúphygli, markvissari og ná-
kvæmari umræðu, vandaðri notk-
un hugtaka og betri samfélags-
greiningu. Án slíkra bóka væri fátt
undir yfirborði dægurmálaumræð-
unnar.
Við Íslendingar megum ekki
verða eftirbátar annarra þjóða
þegar kemur að því að rækta lýð-
ræðið, innlenda orðræðu og menn-
ingu. Við ættum að gefa gaum að
þeirri umræðu sem nú á sér stað í
Noregi og huga að því hvað við
getum gert í eigin ranni.
Bókmenntastefna 21. aldar
Sverrir Jakobsson fjallar um
ræktun lýðræðis, innlenda
orðræðu og menningu ’Við Íslendingar meg-um ekki verða eftirbátar
annarra þjóða þegar
kemur að því að rækta
lýðræðið, innlenda orð-
ræðu og menningu.‘
Sverrir Jakobsson
Höfundur er formaður
Hagþenkis, félags höfunda fræðirita
og kennslugagna.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
HVAÐ er orðið af guðsótta ráða-
manna þessarar þjóðar? Er tal okkar
um guð, Biblíuna og kenningu Jesú
Krists léttvægt
hjal og tilgátur?
Eru þetta hlutir
eða hugtök sem
við tökum ekki
lengur alvarlega
og né skoðum í
samræmi við við-
urkenndan skiln-
ing kristinnar trú-
ar? Notum við
þessa hluti til að rökstyðja og þjóna
eigin hagsmunum og skirrumst þá
ekki við að flasa merkingu textanna í
Biblíunni? Eru menn farnir að hafa á
sér yfirskin guðhræðslunnar en af-
neita krafti hennar eins og var á tím-
um Páls postula? (2. Tím.3:5.)
Eru þeir, sem lengst ganga í því að
vilja veita samlífi samkynhneigðra
viðurkenningu og lögvernd, að þjóna
eigin skinni eða sinna nánustu og eru
þeir í þeim tilgangi reiðubúnir til að
„ganga lengra“ en ritað er? Erum við
farin að gefa viðteknum hugtökum
eins og „umburðarlyndi“ og „for-
dómar“ nýja og miklu víðtækari
merkingu en viðgengist hefur?
Leggjum við þessi orð Jesú Kristi í
munn til rökstuðnings okkar eigin
frjálslyndis og okkur til þjónkunar
gegn því sem sannara reynist?
Halda menn virkilega að Jesús hafi
verið kennimaður sem sýndi allri
mannlegri hegðun umburðarlyndi,
samþykki og velþóknun? Vita menn
ekki að Jesús talaði skýrt gegn hvers
konar lauslæti og siðferðilegum öfug-
uggahætti og gekk lengra í að for-
dæma slíkt en nokkur samtímamaður
hans? (Sbr. orð hans í Fjallræðunni.)
Verðum við ekki að krefjast þess að
þeir, sem vilja sveigja viðteknar sið-
ferðisviðmiðanir frá því sem verið hef-
ur til sinna eigin viðhorfa, vandi rök-
stuðning sinn og slái ekki ryki í augu
almennings með illa ígrunduðum eða
jafnvel fölskum rökum?
Að lokum við ég hvetja biskup þjóð-
kirkjunnar, sem ég veit að ástundar
vandaða guðfræði, til að láta ekki
undan siðleysi nútímans en leiða þjóð-
kirkjuna styrkri hendi eftir kenningu
og fyrirmynd Drottins Jesú. Hina
yngri menn í hans hópi vil ég vara við
að fara illa með trúararfinn hvað þessi
mál varðar. Það er skylda hverrar
kynslóðar kennimanna að skila trúnni
heilli til næstu kynslóðar, annars er
vá fyrir dyrum.
FRIÐRIK SCHRAM,
prestur Íslensku Kristskirkjunnar.
Nokkrar spurningar
varðandi samkyn-
hneigðarumræðuna
Frá Friðriki Schram:
Friðrik Schram
ÞÓTT R-listinn sálugi hafi unnið
mörg óhæfuverk á meðan hann
var við völd er að koma smátt og
smátt í ljós hvert stefnir ef honum
eða fylgifiskum hans hlotnast að
ná meirihluta í borgarstjórn í
kosningunum á vori komandi. Ný-
lega kom út skýrsla eftir tvo virta
fuglafræðinga sem sannar okkur
að ein af vitleysum R-listans sál-
uga hefur gengið af fuglalífinu við
Tjörnina dauðu, þar sést nú varla
nema vargfugl sem gæðir sér á
þeim fáu ungum sem koma í heim-
inn, enginn ungi hefur lifað sum-
arið af. Allt að, og frárennsli er
stíflað við Tjörnina. Lækurinn
sem rann undan Öskjuhlíðinni og
myndaði votlendi, tjarnir og kjör-
lendi fugla (hina einu sönnu
Vatnsmýri) er týndur. Í læknum
voru alls konar lækjalontur,
brunnklukkur og lirfur sem voru
fyrsta fæða unganna. Það hefur
verið gengið meir og meir á land-
svæði það er fuglarnir urpu á.
Sjórinn sem flæddi eftir gamla
læknum undir Lækjargötunni og
fólk tók eftir þegar flóð og fjara
var er líka farinn, hann bar með
sér svif, marflær og margskonar
lífríki sem er kjörið æti fyrir litla
unga.
En nú er hún Snorrabúð stekk-
ur, krían sem hefur sennilega orp-
ið um aldir við Tjörnina kom ekki
einum einasta unga upp við Tjörn-
ina í sumar sem leið. Nú sést varla
þarna nema vargfugl, nokkrar
endur og grágæsir. Þær eru víðar
skemmdar, náttúruperlurnar, en á
hálendinu.
Skyldi nokkur þjóð í veröldinni
hafa getað státað sig af öðrum
eins náttúruperlum og við? Við
gátum státað okkur af varpi
margra fugla inni í miðri stórborg,
tvær laxveiðiár hafa runnið í gegn-
um borgina, þetta allt auk einstaks
útsýnis til fegurstu fjalla.
Ég er svolítið kunnugur í Upp-
sölum í Svíaríki, þar eru tjarnir og
ein á sem rennur í gegnum borg-
ina, en ekki nokkurn unga hefur
maður séð, hvað þá lax í ánni.
Það eru ekki eingöngu okkar
kynslóðir sem hafa haft gaman af
að fara með börn sín að gefa ung-
um við tjörnina, ég hefi séð mynd-
ir síðan fyrir aldamót 1900 af
glöðu fólki sem dundað hefur sér
með börnin við Tjörnina, að gefa
ungum af fátækt sinni. Nú vantar
ekki aurana, heldur viskuna, og
henni virðist þetta fólk alveg vera
snautt af.
Ekki ætla ég að ráðleggja R-
listasamkrullinu með hvernig laga
má þetta, það gera sjálfstæð-
ismennirnir og -konurnar sem taka
við völdum í borginni í vor.
KARL JÓHANN ORMSSON,
Starengi 26, Reykjavík.
Einn mesti skandall
R-listans heitins
Frá Karli Jóhanni Ormssyni:
Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel
að það liggi ekki nægilega ljóst
fyrir hvernig eða hvort hinn ev-
angelísk-lútherski vígsluskilning-
ur fari í bága við það að gefa sam-
an fólk af sama kyni …“
Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til
vígslubiskups Skálholtsstiftis,
biskups Íslands, kirkjuráðs og
kirkjuþings.
Jakob Björnsson skrifar um ál-
vinnslu á Íslandi .
Prófkjörsgreinar á mbl.is
www.mbl.is/profkjor
Helga Guðrún Jónasdóttir hvet-
ur fólk til að kjósa konur í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópa-
vogi.
Hildigunnur Lóa Högnadóttir
hvetur Kópavogsbúa til að kjósa
konur í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Kópavogi.
Margrét Björnsdóttir mælir með
Gunnari I. Birgissyni í 1. sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi.
Ólafur Örn Haraldsson mælir
með Gesti Kr. Gestssyni í 2. sæti í
prófkjöri Framsóknarflokksins í
Reykjavík.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar