Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Rúnar VincentJensson fæddist í Garðabæ 18. apríl 1973. Hann lést í Me- dellín í Kólumbíu 31. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Ásdís Óskars- dóttir kennari, f. 5.9. 1952, og Jens Alex- andersson (fæddur James Henry Pope), ljósmyndari, f. 13.12. 1946. Þau skildu árið 1997. Rúnar var elstur þriggja bræðra. Yngri bræður eru Einar Hjalti Jensson, f. 4.7. 1980, unnusta hans Hannah Hamer, og Egill Fjalar Jensson, f. 1.7. 1982. Rúnar var ókvæntur og barnlaus. Rúnar gekk í Kópavogsskóla og síðan Digranesskóla. Hann lauk stúdentsprófi af náttúrufræði- braut frá Menntaskólanum í Kópa- vogi vorið 1993. Hann lauk námi í netstjórnun frá Raf- iðnaðarskóla Íslands 1995. Frá þeim tíma vann hann við það hjá Margmiðlun uns hann hóf störf við Háskólann í Reykja- vík árið 1999. Hann vann sem yfirkerfis- stjóri á tölvu- og tæknisviði skólans til dauðadags. Rúnar var virkur í félagsmálum. Hann starfaði með Sri Chinmoy-samtök- unum frá 16 ára aldri, var félagi í Hjálparsveit skáta í Kópavogi, var um tíma gjaldkeri JC í Garðabæ og einnig gjaldkeri í Fisfélagi Reykjavíkur. Útför Rúnars fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Mér býr mikil sorg í hjarta að þurfa að kveðja svona góðan bróður og vin mun fyrr en mig nokkurn tíma óraði fyrir. Ef ég hefði tækifæri til að segja nokkur síðustu orð við þig væru þau eitthvað á þessa leið: Þú varst svo stór hluti af lífi mínu alveg frá því ég man eftir mér. Á lífsleið- inni hef ég aldrei kynnst neinum sem ég átti jafn margt sameiginlegt með. Þú kenndir mér svo margt og ég leit upp til þín alla tíð. Ég man hversu oft þú spilaðir og tefldir við mig eða spjallaðir við mig um allt milli himins og jarðar. Þú varst alltaf svo góður og örlátur við mig. Ég er Guði innilega þakk- látur fyrir að leyfa mér að eiga þig sem bróður öll þessi ár. Ég veit að ég á eftir að sakna allra þessara góðu stunda sem við áttum saman. En mér hlýnar um hjartaræturnar við til- hugsunina um þau loforð sem Guð hefur gefið fyrir framtíðina. Ég hlakka ólýsanlega til að hitta þig aft- ur í upprisunni þegar Guð hefur breytt jörðinni í paradís. (Jóhannes- arguðspjall 3:16; 5:21, 28, 29; 17:3; Lúkasarguðspjall 23:43; Sálmur 37:29; Opinberunarbókin 21:3, 4.) Ég hef svo margt að segja þér en það verður að bíða þangað til. Einar Hjalti. Elsku bróðir, hluti af hjarta mínu er farinn og hefur skilið eftir sig stórt skarð sem seint verður fyllt upp í. Mun ég örugglega þurfa megnið af ævi minni til þess, þótt aldrei muni það lagast að fullu. Með tímanum mun sorgin dvína en ekki hverfa; það eitt er ég ánægður með. Því þá mun ég aldrei gleyma þér heldur bera allt sem þú kenndir mér í brjósti, hvert sem ég fer. Hvað ég gæfi nú samt til að fá að heyra þig hlæja og segja nafn mitt einu sinni enn, spjalla við þig um ein- hverja bók sem við báðir værum bún- ir að lesa, fara eitthvert út að borða og sjá þig grandskoða matseðilinn þrisvar og panta síðan það sem þú hafðir verið að hugsa mest um allan tímann. Ég mun sakna þín, stóri bróðir. Egill. Með þakklæti og söknuð í huga minnist ég samstarfsmanns míns Rúnars Vincents Jenssonar sem lést hinn 31. desember sl. aðeins 32 ára að aldri. Rúnar var kerfisstjóri Háskól- ans í Reykjavík (HR) og hafði gegnt því starfi um árabil. Rúnar var afar farsæll starfsmað- ur, hann helgaði sig starfi sínu af mikilli alúð. Allir þeir sem þekktu Rúnar heilluðust af hógværð hans og þægilegu viðmóti. Hann var alltaf í viðbragðsstöðu, alltaf reiðubúinn að þjóna starfs- mönnum og stúdentum skólans. Hann vann störf sín hljóðlega og af einstakri þjónustulund. Einhvern veginn var Rúnar hluti af HR. Mér finnst hann sé enn á með- al okkar, handan við hornið, á leið til aðstoðar. Fuglinn flýgur hærra hærra, fangar vindinn, svífur. Ég vildi geta hugsað í hann líf, hrifið aftur, hingað. Far vel kæri vinur. Við í Háskólanum í Reykjavík munum minnast Rúnars um ókomin ár og þökkum samfylgdina. Guð blessi minningu Rúnars og gefi ást- vinum hans styrk og huggun. Guðfinna S. Bjarnadóttir. Tíminn stöðvaðist. Fréttin að Rún- ar, hjartans Rúnar okkar, var látinn, látinn í slysi í Kólumbíu. Hann var að fljúga á óhefðbundnum vængjum, vængjum sem við kunnum ekkert á en hann elskaði og kunni vel á. Rúnar var staddur í paradís svifflugsmanna rétt fyrir utan borgina Medellín þeg- ar slysið varð. Fyrir okkur, vini hans og samstarfsmenn, er þetta allt mjög óraunverulegt, við bíðum eftir að hann komi inn á fimmtu hæðina í Of- anleitinu, rólegur og yfirvegaður og segi okkur ferðasöguna af nýjasta ævintýrinu sínu. Leikur hans í frístundum og starf hans fyrir Háskólann í Reykjavík var hans líf. Þannig var Rúnar fyrir okk- ur, rólegur, yfirvegaður, góður vinur með ótrúlega þjónustulund. Hann hafði starfað með okkur í rétt rúm- lega sex ár og á þessum tíma unnið ótrúlega óeigingjart verk fyrir hönd okkar unga háskóla, hvort sem var fyrir skólann sjálfan, starfsmenn eða nemendur. Við erum ekki viss hvern- ig við eigum að halda áfram en ger- um það með minningu hans að leið- arljósi og tileinkum okkur alla þá eiginleika hans sem gerðu hann ómissandi í starfi skólans. Það hafa á þessum tíma síðan slys- ið varð margir nemendur komið til okkar og vottað skólanum samúð sína og heiðrað minningu Rúnars, það sýnir best hvernig hæglætismað- ur gat gefið öllum af sér. Kæru fjölskyldu Rúnars, móður hans Ásdísi sem fékk það erfiða hlut- verk að sækja son sinn frá Kólumbíu, föður hans og bræðrum, öllum öðrum ástvinum og vinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur með þá einlægu von að minningar um ein- stakan dreng dragi úr sárasta sökn- uðinum. Það er ljóst að minning Rún- ars lifir í hjörtum okkar allra, hún mun ýta á okkur öll að gera betur, því það lærðum við af honum. Fh. vina og samstarfsmanna í þjónustu- og rekstrardeild Háskól- ans í Reykjavík Kristín Hulda Sverrisdóttir. Þegar fréttist af því hörmulega slysi sem dró Rúnar Jensson til dauða sló okkur félagana harmur og hugurinn reikaði aftur til áranna sem við gengum saman í Digranesskóla. Rúnar var hluti af hópi sem var sam- an í bekk frá fyrstu stigum skóla- göngunnar og alla leið í Menntaskól- ann í Kópavogi. Hann var einstaklega hress og lífsglaður piltur, og virkur þátttakandi í ýmsum góð- látlegum strákapörum og meðal höf- unda eftirminnilegra sprellitakta sem einu nafni kölluðust „dossinn“. Áhugamálin voru margvísleg á þessum árum og þá ekki síst skák og var Rúnar þar framarlega í flokki. Átti hann hugmyndina að þeirri áætlun að fela sig inni í skólastofu- skáp meðan gangavörðurinn fór hjá. Hleypti hann svo bekknum inn í stofu þar sem barist var til síðasta manns á skákvellinum. Það er undarlegt til þess að hugsa að Rúnar mæti ekki þegar gamlir skólafélagar hittast næst, og hans verður sárt saknað þó leiðir hafi að mestu skilið þegar menntaskólanum lauk. En minning um góðan dreng lif- ir. Fjölskyldu Rúnars sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Boris, Eiríkur, Hlífar, Jóhann, Jón Agnar, Sigurbjörn, Sævar Már og Þórður. Í dag kveðjum við frábæran mann og vinnufélaga. Þú varst ávallt tilbúinn að aðstoða og gefa af þér. Við munum lengi sakna húmorsins, gleðinnar og brossins sem gladdi alla nærstadda. Þakka þér kæri vinur, fyrir að hafa gefið okkur tækifæri til að kynnast og læra af þér. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Við sendum fjölskyldu Rúnars okkar innilegustu samúðarkveðjur, Charlotta og Sólrún Dröfn. Kveðja frá samstarfsfólki Að heilsast og kveðjast er lífsins saga en okkur starfsmenn tölvu- og tæknisviðs Háskólans í Reykjavík (HR) grunaði ekki þegar við kvödd- um Rúnar þann 17. desember s.l. að það yrði í síðasta skipti. Rúnar var þá á leið í enn eina ævintýraferð sína og í þetta sinn lá leið hans til Kólumbíu til að stunda svifvængjaflug. Því mið- ur varð þetta hans hinsta ferð. Það má fullyrða að Rúnar hafi ver- ið lykilstarfsmaður í HR og óhætt er að segja að það sé stórt skarð fyrir skildi að hann er farinn og við mun- um öll sakna hans sárt. Rúnar var alltaf boðinn og búinn að aðstoða starfsmenn og nemendur og eru allir sammála um einstaka þjónustulund hans. Hann vann oft langt fram eftir, því hann vildi klára sín verkefni áður en hann færi heim. Okkur þótti öllum gott að starfa með Rúnari og var allt- af hægt að leita til hans, hvort sem það var á vinnutíma eða utan hans. Verkefnum sínum sinnti Rúnar af al- úð og gekk strax í að klára málin. Alltaf jafn léttur í skapi þó oft væri mikið um að vera og afgreiddi hann erindin ljúfmannlega. Við í HR áttum góðar samveru- stundir með Rúnari sem munu lifa í minningunni. Rúnar var góður félagi og mjög virkur í félagslífi starfs- manna og sat um tíma í stjórn starfs- mannafélags HR, Rjómanum. Rúnar hafði mörg áhugamál sem hann stundaði af miklum áhuga og metnaði. Má þar t.d. nefna skák, svif- flug/fisflug, sjósund, JC, o.m.fl. Hin síðari ár átti flugið hug hans allan og fór hann ófáar ferðirnar til útlanda til þess að stunda þá íþrótt. Það var virkilega gaman að tala við Rúnar um áhugamálin og ófá skiptin sem hann bauð okkur með. Rúnar var öt- ull talsmaður þessara áhugamála og þreyttist aldrei á að tala um þau. Oftar en ekki vorum við í huganum með honum þegar hann var að fljúga, því svo skemmtilegar voru þessar lýsingar hans. Við erum einstaklega heppin að hafa fengið tækifæri til að kynnast Rúnari og starfa með honum. Við vottum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Megi minning hans lifa um ókomna framtíð. Arnar, Ellert, Sigdór, Steinn, Þorgils og Þóra. Það kom sem reiðarslag yfir okkur félaga og vinafólk í Sri Chinmoy mið- stöðinni að frétta að vinur okkar til margra ára, Rúnar Jensson, væri fallinn frá. Þau eru orðin 16 árin síð- an Rúnar kom fyrst í hópinn til okkar og það er ljóst að við brotthvarf hans verður hópurinn ekki sá sami og áð- ur. Rúnar var ávallt hrókur alls fagn- aðar þegar við vorum saman í ferða- lögum, hvort heldur sem var í helg- arútilegum eða þegar hlaupið var með Friðarkyndilinn í miðnætursól. Hann var einstaklega kátur, ljúf- lyndur og skemmtilegur félagi, en bak við barnslega ásjónu leyndist ævintýramaður og ofurhugi. Hann var ávallt óhræddur við að takast á við nýjar áskoranir, hann var þraut- seigur og mikill keppnismaður í sér. Við minnumst þess þegar Rúnar hljóp maraþon í fyrsta sinn, þraut sem margir reyndari hlauparar veigra sér við; hann kláraði það að sjálfsögðu með glæsibrag og var létt yfir honum að því loknu. Og þegar við þreyttum Viðeyjarsund kom aldrei annað til greina en að taka þátt og að sjálfsögðu var það bara klárað þrátt fyrir takmarkaðan undirbúning. Það sama gilti um fjallgöngurnar okkar þar sem hann sló aldrei af sér og fór iðulega fremstur í flokki. Eftir að hann kynntist svifdrekaflugi fyrir nokkrum árum heillaði það hann, þar fann hann eflaust það frelsi og upp- hafningu sem við leitum að. Sá sem ann Guði býr yfir tveimur máttugum vængjum til að fljúga á. (Sri Chinmoy.) Þess er líka að minnast að Rúnar var ávallt tilbúinn að leggja sitt af mörkum þegar mikið stóð til, og því var gott að leita til hans í því marg- víslega starfi sem alltaf fellur til í samtökum okkar. Framlag hans var ávallt óeigingjarnt og var unnið í anda góðra hugsjóna, því hann var hugsjónamaður með gott hjartalag, hafði mikla trú á því góða í mann- inum og að hægt væri að bæta heim- inn, og þá ekki síst með því að bæta sjálfan sig. Þar dró Rúnar heldur ekki af sér. Andleg iðkun, að rækta sambandið við Guð var honum afar mikilvægt og þó hann væri ekki að bera það á torg var það ljóst okkur félögum hans þegar við komum sam- an til bæna- og hugleiðsluiðkana. Það var í raun grunnurinn sem hann vildi byggja á í orði og athöfn. Brotthvarf Rúnars ber allt of fljótt að, allt of skjótt. En það er huggun harmi gegn, að ef þetta var vilji al- mættisins, þá hefðu kringumstæður líklega ekki getað orðið öllu betri þar sem hann stundaði uppáhalds tóm- stundaiðju sína í ævintýralegu um- hverfi. Nú taka við Rúnari nýir heimar sem bjóða upp á ný ævintýri og fer hann þar eflaust fremstur í flokki of- urhuga. Við sem eftir lifum hefðum óskað þess að fá að njóta áfram sam- vista við þennan glaðværa dreng um ókomin ár, en hver veit nema við hitt- umst síðar á öðru tilverustigi. Rétt eins og blómin sem sofa á kyrrlátri kvöldstund mun mjallhvítt hjarta mitt halla höfði að hinni sí-vaxandi Dögun. (Sri Chinmoy.) Minningin um góðan félaga og traustan vin mun eftir sem áður ávallt skipa stóran sess í hjörtum okkar félaga hans og vina. Við viljum votta móður Rúnars, Ásdísi, okkar dýpstu samúð auk bræðra hans og fjölskyldu og biðjum Guð um að styrkja þau í sorg sinni. Vinir Rúnars og félagar í Sri Chinmoy miðstöðinni. Í dag kveðjum við Rúnar. Rúnar gekk í Fisfélag Reykjavík- ur fyrir nokkrum árum og tók hann þátt í öllum uppákomum og verkefn- um sem sneru að félaginu. Það var mikill kraftur í honum, á sínu fyrsta ári var hann kosinn efnilegasti byrj- andinn, og síðastliðið ár var hann gjaldkeri félagsins. Fyrst lærði Rúnar á svifdreka á námskeiði hjá félaginu. Árið eftir fór Rúnar á svifvængjanámskeið, þar eftir fór hann á vélfisnámskeið og var byrjaður á verklegri kennslu og bú- inn að festa kaup á véldreka. Rúnar var einn áhugasamasti flug- maðurinn sem komið hefur í félagið síðustu árin. Það eru orð að sönnu að skarð hafi verið höggvið í hjarta fé- lagsins og það skarð verður seint brúað þar sem hann kom alltaf já- kvæður til leiks. Jákvæðni og strákslegt lundar- farið er eitthvað sem honum tókst að smita út frá sér. Hann óx og þreifst vel meðal okkar í flugheiminum, þar sem hann varð hluti af okkur og við á sama hátt hluti af honum. Það hriktir í stoðum félagsins alls að þurfa að kveðja hann svona í blóma lífsins, en það er eins og almættið hafi haft önn- ur plön fyrir hann Rúnar okkar. Við samfylgdarfólk Rúnars komum til með að minnast og læra að jákvæðni, drengskapur og opið hugarfar er eitthvað sem gerir alla að betri manneskjum. Við, sem vorum svo lánsöm að verða samferðamenn Rúnars, minn- umst hans sem prúðmennis sem gott og gaman var að umgangast. Nú þegar við kveðjum Rúnar með söknuði sendum við foreldrum, bræðrum, fjölskyldu, vinum og sam- starfsfólki innilegustu kveðjur. Við munum ávallt halda minningu Rúnars í heiðri. Fh. Fisfélags Reykjavíkur Þórir Örn Garðarsson. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Ungur maður er fallinn frá í blóma lífsins. Lífið er hverfult og slysin gera ekki boð á undan sér. Við trúum því að Drottinn hafa kallað Rúnar, þennan góða dreng, til æðri starfa. Hann ákvað að halda á vit ævintýr- anna í jólafríinu ásamt nokkrum vin- um. Þeir fóru saman til Kólumbíu í Suður-Ameríku, þaulvanir svif- vængjamenn. Engan grunaði að það yrði hans hinsta ferð. Elskuleg vin- kona okkar og fjölskyldan öll hefur mikið misst. Hann kom til mömmu sinnar kvöldið fyrir brottför og nutu þau samvistanna vel. Nú eru það all- ar góðu minningarnar sem sefa sorg- ina og ylja þegar fram líða stundir. Rúnar var hægur, yfirvegaður ungur maður. Hann hafði menntað sig í tölvunarfræðum og var deildarstjóri í tölvudeild Háskólans í Reykjavík. Rúnar var afar vel látinn í starfi, bæði samviskusamur og úrræðagóð- ur. Hann var móður sinni elskulegur sonur, traustur og ljúfur. Guð gefi Ásdísi, Jens, Einari, Agli og allri fjöl- skyldunni styrk í þeirra mikla missi og styðji þau á áframhaldandi lífs- göngu. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgrímsson.) Valdís Þorkelsdóttir, Anna Finnsdóttir, Kristín Líndal. Þegar ég hóf störf hjá Háskólan- um í Reykjavík vorið 2005 mætti ég mörgu góðu fólki, einn þeirra var RÚNAR V. JENSSON Við viljum með nokkrum orðum kveðja hann Rúnar, leigjandann okkar til tæpra 6 ára. Ljúfari og þægilegri maður var vandfundinn og mun hans verða sárt saknað. Við sendum ættingjum hans og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Barði, Hólmfríður og synir, Laufbrekku 9. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 19. tölublað (20.01.2006)
https://timarit.is/issue/284074

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

19. tölublað (20.01.2006)

Aðgerðir: