Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 37 UMRÆÐAN EITT stærsta verk- efni komandi ára er að bæta samgöngur á höf- uðborgarsvæðinu. Eins og staðan er í dag þá fjölgar íbúunum á þessu svæði og bílaflot- inn eykst stöðugt. Það kannast margir við vandamálið að umferð- in gangi hægt á ann- atímum á leið til eða frá vinnu eða þegar fólk á erindi í bæinn á ann- atíma. Það er ljóst að gera verður stórt átak í því að bæta samgöng- urnar og ýta af stað gerð flýtileiða. Þetta verkefni er þess eðlis að allar sveit- arstjórnir á svæðinu verða að sameinast um málið. Það er mjög mikilvægt að setja þetta verkefni ofarlega á forgangslistann. Gera þarf greiðfærar leiðir inn og út úr bæj- unum, þannig að fólk komist á sem skemmstum tíma leið- ar sinnar. Einnig þarf að tengja bæina saman þannig að fólk komist ferðar sinnar á fljótan og öruggan hátt. Það hefur verið góður skilningur á því í Kópavogi að gera verði ráð fyrir góðum umferðarmannvirkjum hér í bænum, en það verður þá að vera samstarfsvilji fyrir því hjá ná- grannabæjarfélögunum að setja þessi mál í forgang ef árangur á að nást. Það þarf að vinna enn betur í þessum málum og ýta þessu brýna máli í framkvæmd. Fyrir þessu vil ég beita mér. Samgöngur á höfuð- borgarsvæðinu Eftir Gunnstein Sigurðsson Gunnsteinn Sigurðsson ’… gera verður stórtátak í því að bæta sam- göngurnar og ýta af stað gerð flýtileiða. ‘ Höfundur er bæjarfulltrúi og sækist eftir 2. sæti á lista sjálfstæðismanna í Kópavogi. Prófkjör Kópavogur NÝLEGA var sagt frá því að Sí- menntun – Háskólinn á Akureyri mun í vetur bjóða upp á námskeið í kínverskum fræðum í samstarfi við HA og Háskóla Íslands, en síðan á árinu 2003 hefur HÍ einnig boðið upp á nám í japönsku og um japanska menningu og samfélag. Mér, sem íbúa af asískum upp- runa, búsettum hér- lendis, finnst nauðsyn- legt að flóra menningar og tækifæra til mennt- unar sé hér sem fjöl- breyttust. Mér þykir hins vegar sérstaklega vænt um þegar við bæt- ist námsefni frá álfunni sem ég er fæddur í og er mörgum Íslend- ingum framandi, Asíu. Fræðigreinin sem ber heitið ,,Jap- anskt mál og menning“ er 30 eininga nám, ætluð byrjendum og tekur eitt ár. Það hófst sem þriggja ára til- raunaverkefni HÍ í samvinnu við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og The Japan Foundation. Nemendur öðlast grunnþekkingu á japanskri tungu, sögu, menningu, viðskiptum, tækniframförum, teiknimyndahefð og fleira. Dr. Kaoru Umezawa sér- kennari sér um japönskuna, en hún hefur kennt hana undanfarin tíu ár í London og Yukiko Koshizuka verður henni til aðstoðar. Dr. Sverrir Jak- obsson sagnfræðingur kennir einnig í náminu. Að kennslunni um menning- ar- og samfélagssvið koma fjölmargir gestakennarar og fyrirlesarar í mis- munandi greinum. Námið við japönskuskorina hefur gefist mjög vel en að meðaltali hafa 25 nemendur lokið námi á hverju ári. Af þeim hafa 6–8 á hverju ári farið sem skiptinemar í háskóla til Japans og nokkrir hafa farið í framhaldsnám í jap- önsku eða öðrum náms- greinum. Árangur skorarinnar er að mínu mati frábær og það sem mestu skipt- ir er að námið hefur náð að blása á goðsagnir eins og ,,japanska er svo erfitt tungumál“ eða ,,japönsk menning er svo flókin og torskilin að það er erfitt fyrir Vestur- Evrópubúa að skilja hana“. Slíkar goðsagnir og hugmyndir hindra fólk í að kynnast nýjum menningar- heimum, frá því að læra um þá og reyna að skilja. En í gegnum námið í HÍ vita nú margir Íslendingar að sannleikurinn er þessi: ,,japanska er frekar auðvelt tungumál að skilja og tala!“ Hinn góði árangur sem náðst hefur er þó ekki síst kennurum skor- arinnar, með dr. Kaoru í broddi fylk- ingar og stuðningsaðilum námsins. Enn fremur vil ég hrósa starfsfólki Háskóla Íslands og ekki síst rektor, Kristínu Ingólfsdóttur, fyrir einlægan stuðning og vel unnin störf. Háskól- inn skapar tækifæri til fjölbreyttari alþjóðlegri samskipta og reynir sífellt að bæta þjónustu fyrir nemendur en HÍ styður m.a. móðurmálshópa inn- flytjenda, sem eru nú á tíu tungu- málum frá mismunandi löndum. Að lokum langar mig til þess að kynna örstutt japanska hátíðardag- inn. Hann verður haldinn hinn 21. jan- úar kl. 14.00–17.00 í aðalbyggingu HÍ. Þar munu nemendur í japönskuskor- inni standa að skemmtilegri og fróð- legri sýningu ásamt japönskum sjálf- boðaliðum. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á japanskri menningu eða eiga í viðskiptum við Japan til þess að mæta en líka þá sem ekkert þekkja til japanskrar menningar, einfaldlega til þess að fræðast, skynja og skemmta sér! Japanska fyrir alla í HÍ Toshiki Toma fjallar um nám í japanskri menningu ’Fræðigreinin sem berheitið ,,Japanskt mál og menning“ er 30 eininga nám, ætluð byrjendum og tekur eitt ár. ‘ Toshiki Toma Höfundur er stundakennari í HÍ og prestur innflytjenda. Ná›u flér í Lottómi›a á næsta sölusta› e›a á lotto.is – flú gætir unni› litlar 7 milljónir króna. fia› getur allt gerst. ENN E M M / S ÍA / N M 2 0 0 5 0 MILLJÓNIR VINNING Í FYRSTA lotto.is Prófkjör Sjálfstæðismanna fer fram laugardaginn 21. janúar að Hlíðarsmára 19. Reynsla og þekking í málefnum íbúa Kópavogs Kjósum Sigurrós í þriðja sæti í prófkjörinu 21. janúar og tryggjum sterkan lista Sjálfstæðismanna í kosningunum í vor. 3 . SÆTIÐ IGURRÓS ÍS Kosningaskrifstofa Sigurrósar Þorgrímsdóttur er opin að Löngubrekku 3, sími 554 3780, sigurros@kopavogur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.