Morgunblaðið - 20.01.2006, Side 37

Morgunblaðið - 20.01.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 37 UMRÆÐAN EITT stærsta verk- efni komandi ára er að bæta samgöngur á höf- uðborgarsvæðinu. Eins og staðan er í dag þá fjölgar íbúunum á þessu svæði og bílaflot- inn eykst stöðugt. Það kannast margir við vandamálið að umferð- in gangi hægt á ann- atímum á leið til eða frá vinnu eða þegar fólk á erindi í bæinn á ann- atíma. Það er ljóst að gera verður stórt átak í því að bæta samgöng- urnar og ýta af stað gerð flýtileiða. Þetta verkefni er þess eðlis að allar sveit- arstjórnir á svæðinu verða að sameinast um málið. Það er mjög mikilvægt að setja þetta verkefni ofarlega á forgangslistann. Gera þarf greiðfærar leiðir inn og út úr bæj- unum, þannig að fólk komist á sem skemmstum tíma leið- ar sinnar. Einnig þarf að tengja bæina saman þannig að fólk komist ferðar sinnar á fljótan og öruggan hátt. Það hefur verið góður skilningur á því í Kópavogi að gera verði ráð fyrir góðum umferðarmannvirkjum hér í bænum, en það verður þá að vera samstarfsvilji fyrir því hjá ná- grannabæjarfélögunum að setja þessi mál í forgang ef árangur á að nást. Það þarf að vinna enn betur í þessum málum og ýta þessu brýna máli í framkvæmd. Fyrir þessu vil ég beita mér. Samgöngur á höfuð- borgarsvæðinu Eftir Gunnstein Sigurðsson Gunnsteinn Sigurðsson ’… gera verður stórtátak í því að bæta sam- göngurnar og ýta af stað gerð flýtileiða. ‘ Höfundur er bæjarfulltrúi og sækist eftir 2. sæti á lista sjálfstæðismanna í Kópavogi. Prófkjör Kópavogur NÝLEGA var sagt frá því að Sí- menntun – Háskólinn á Akureyri mun í vetur bjóða upp á námskeið í kínverskum fræðum í samstarfi við HA og Háskóla Íslands, en síðan á árinu 2003 hefur HÍ einnig boðið upp á nám í japönsku og um japanska menningu og samfélag. Mér, sem íbúa af asískum upp- runa, búsettum hér- lendis, finnst nauðsyn- legt að flóra menningar og tækifæra til mennt- unar sé hér sem fjöl- breyttust. Mér þykir hins vegar sérstaklega vænt um þegar við bæt- ist námsefni frá álfunni sem ég er fæddur í og er mörgum Íslend- ingum framandi, Asíu. Fræðigreinin sem ber heitið ,,Jap- anskt mál og menning“ er 30 eininga nám, ætluð byrjendum og tekur eitt ár. Það hófst sem þriggja ára til- raunaverkefni HÍ í samvinnu við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og The Japan Foundation. Nemendur öðlast grunnþekkingu á japanskri tungu, sögu, menningu, viðskiptum, tækniframförum, teiknimyndahefð og fleira. Dr. Kaoru Umezawa sér- kennari sér um japönskuna, en hún hefur kennt hana undanfarin tíu ár í London og Yukiko Koshizuka verður henni til aðstoðar. Dr. Sverrir Jak- obsson sagnfræðingur kennir einnig í náminu. Að kennslunni um menning- ar- og samfélagssvið koma fjölmargir gestakennarar og fyrirlesarar í mis- munandi greinum. Námið við japönskuskorina hefur gefist mjög vel en að meðaltali hafa 25 nemendur lokið námi á hverju ári. Af þeim hafa 6–8 á hverju ári farið sem skiptinemar í háskóla til Japans og nokkrir hafa farið í framhaldsnám í jap- önsku eða öðrum náms- greinum. Árangur skorarinnar er að mínu mati frábær og það sem mestu skipt- ir er að námið hefur náð að blása á goðsagnir eins og ,,japanska er svo erfitt tungumál“ eða ,,japönsk menning er svo flókin og torskilin að það er erfitt fyrir Vestur- Evrópubúa að skilja hana“. Slíkar goðsagnir og hugmyndir hindra fólk í að kynnast nýjum menningar- heimum, frá því að læra um þá og reyna að skilja. En í gegnum námið í HÍ vita nú margir Íslendingar að sannleikurinn er þessi: ,,japanska er frekar auðvelt tungumál að skilja og tala!“ Hinn góði árangur sem náðst hefur er þó ekki síst kennurum skor- arinnar, með dr. Kaoru í broddi fylk- ingar og stuðningsaðilum námsins. Enn fremur vil ég hrósa starfsfólki Háskóla Íslands og ekki síst rektor, Kristínu Ingólfsdóttur, fyrir einlægan stuðning og vel unnin störf. Háskól- inn skapar tækifæri til fjölbreyttari alþjóðlegri samskipta og reynir sífellt að bæta þjónustu fyrir nemendur en HÍ styður m.a. móðurmálshópa inn- flytjenda, sem eru nú á tíu tungu- málum frá mismunandi löndum. Að lokum langar mig til þess að kynna örstutt japanska hátíðardag- inn. Hann verður haldinn hinn 21. jan- úar kl. 14.00–17.00 í aðalbyggingu HÍ. Þar munu nemendur í japönskuskor- inni standa að skemmtilegri og fróð- legri sýningu ásamt japönskum sjálf- boðaliðum. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á japanskri menningu eða eiga í viðskiptum við Japan til þess að mæta en líka þá sem ekkert þekkja til japanskrar menningar, einfaldlega til þess að fræðast, skynja og skemmta sér! Japanska fyrir alla í HÍ Toshiki Toma fjallar um nám í japanskri menningu ’Fræðigreinin sem berheitið ,,Japanskt mál og menning“ er 30 eininga nám, ætluð byrjendum og tekur eitt ár. ‘ Toshiki Toma Höfundur er stundakennari í HÍ og prestur innflytjenda. Ná›u flér í Lottómi›a á næsta sölusta› e›a á lotto.is – flú gætir unni› litlar 7 milljónir króna. fia› getur allt gerst. ENN E M M / S ÍA / N M 2 0 0 5 0 MILLJÓNIR VINNING Í FYRSTA lotto.is Prófkjör Sjálfstæðismanna fer fram laugardaginn 21. janúar að Hlíðarsmára 19. Reynsla og þekking í málefnum íbúa Kópavogs Kjósum Sigurrós í þriðja sæti í prófkjörinu 21. janúar og tryggjum sterkan lista Sjálfstæðismanna í kosningunum í vor. 3 . SÆTIÐ IGURRÓS ÍS Kosningaskrifstofa Sigurrósar Þorgrímsdóttur er opin að Löngubrekku 3, sími 554 3780, sigurros@kopavogur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.