Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á UNDANFÖRUM árum hefur verið mikil togstreita í alþjóða- samfélaginu. Stríðsrekstur og frið- arsamningar í nafni frelsis og frið- ar hafa komið af stað líflegri umræðu um merkingu hugtaksins lýðræði og mikilvægi lýðræðislegra stjórn- unarhátta. Hér á Ís- landi státum við okkur af því að eiga eitt elsta lýðræðislega kjörna þjóðþing í heimi. Við minnumst þess með stolti þegar forfeður okkar hittust á Þingvöllum en er nóg að lifa á fornri frægð? Viljum við ekki líka vera stolt af því að búa við lýðræðiskerfi sem stenst nú- tíma kröfur? Það eru til margar skilgreiningar á lýðræði en flestar fela þær í sér hugmyndina um að þeir kjörnu fulltrúar, sem stjórna í umboði fólksins, eigi að endurspegla sam- setningu þjóðarinnar. Landinu hef- ur verið skipt upp í kjördæmi svo þingmenn komi frá ólíkum lands- hlutum og tryggi þannig ólíka hagsmuni ólíkra svæða. En það eru fleiri þættir sem þarf að hafa í huga til þess að tryggja að kjörnir fulltrúar endurspegli þegnana. Nú fer að líða að sveitarstjórnarkosn- ingum og umræða um frambjóð- endur, málefni og framtíðina er of- arlega á baugi. Þetta er því kjörinn tími til að líta yfir farinn veg og skoða hvernig staða lýðræðis er á Íslandi í dag. Samkvæmt tölum Hagstofunnar deilast Íslendingar í tvo nán- ast jafnstóra hópa, 49,9% konur og 50,1% karlar. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar voru 28% kjör- inna fulltrúa konur en 72% karlar. En eftir síðustu kosningar voru 31% kjörinna fulltrúa konur og 69% karlar. Þetta er aukning sem nemur þrem prósent- um. Oft er talað um að jafnrétti sé náð þegar hlutföll kynjanna eru á milli 40% og 60% en til þess að ná því þurfa konur að auka hlut sinn í sveitarstjórnum um 9%. Þessi níu prósent sem upp á vantar til að kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum landsins uppfylli þær lýðræðislegu kröfur sem við gerum í nútíma samfélagi er ekki óraunhæft markmið og ég vona að við náum því í maí. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér og áunnin réttindi geta tapast sé þeirra ekki gætt. Í ár var haldið upp á að 90 ár eru síðan konur fengu kosningarétt og kjörgengi. Einnig var þess minnst að 30 ár eru liðin frá kvennafrídeg- inum. Þessi tvenn tímamót vöktu fólk til umhugsunar og umræðu. Höfum við virkilega unnið að jafn- rétti kynjanna á Íslandi í 90 ár? Er launamunur kynjanna enn til stað- ar, 30 árum eftir að bent var á þetta óréttlæti með aðgerðum sem vöktu heimsathygli? Enginn vill óréttlæti. Enginn ætlar sér að brjóta á öðrum en samt viðgengst misrétti. Það eina sem þarf er vilji til að breyta, líta í eigin barm og spyrja hvað get ég gert? Þessi níu prósent sem upp á vantar eru ekki óyfirstíganlegur þröskuldur. Slíkur árangur væri mikilvægt skref í átt að betra samfélagi. Ef við tökum höndum saman og ætlum okkur að ná jafnrétti eigum við möguleika á að ná því mark- miði. Nútíma lýðræði Hugrún R. Hjaltadóttir fjallar um lýðræði og jafnréttismál ’Það er mikilvægt aðgera sér grein fyrir því að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér og áunnin réttindi geta tapast sé þeirra ekki gætt.‘ Hugrún R. Hjaltadóttir Höfundur er sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. ÍSLENDINGUM er nauðsynlegt að hafa sjálfstætt og frambærilegt háskólasjúkrahús í landinu til að tryggja viðhald, þróun og gæði heil- brigðiskerfis sem landsmenn gera kröfu um og eiga rétt á samkvæmt lögum. Á háskóla- sjúkrahúsi er fléttað saman í daglegu starfi þjónustu við sjúklinga, kennslu heilbrigð- isstétta og vísinda- rannsóknum. Einfalt dæmi sýnir þetta glöggt: Kandídat kemur á vakt kl. 11 að kvöldi. Fyrr um kvöld- ið hafði komið inn sjúklingur með mæði og á lungnamynd sást fjöldi lítilla hnúta. Á morgunfundi 9 klst. síðar er kandídatinn búinn að skanna inn lungnamyndina, lesa sér til í nýjustu fræðigreinum og útbúa 10 mínútna fyrirlestur um allt það nýjasta í greiningu og meðferð í svona tilvikum. Þetta vinnulag verður til þess að nýjasta vitneskja er borin fram fyrir þá sem eru í námi auk þess sem aðrir læknar, s.s. sérfræðingar í öðrum sér- greinum, rifja þarna upp og eru fræddir um það nýjasta hverju sinni. Vinnubrögðin viðhalda og efla menntun starfsmanna, tryggja sjúklingum nýjustu meðferð og gera jafnframt kröfur til kennara um að fylgjast með og taka þátt í menntandi umræðu. Þau eru enn fremur undirstaða gæðaúttekta og rannsóknarvinnu þar sem ný þekk- ing verður til. Á annað þúsund nemendur Menntun heilbrigðisstétta bygg- ist annars vegar á kennslu í grunn- greinum og hins vegar starfsþjálfun í heilbrigðiskerfinu. LSH er helsta kennslustofnun hér á landi í heil- brigðisvísindagreinum og á hverju ári stunda um 1.100 nemendur nám á spítalanum til undirbúnings störf- um í heilbrigðiskerfinu. Spítalinn er nú á um tuttugu stöðum á höf- uðborgarsvæðinu og kennslan því dreifð. Það hindrar verulega þróun kennslunnar því mikilvægt er að samþætta fræðigreinar svo nem- endur fái heildræna mynd af gerð og starfsemi líkamans og áhrifum sjúkdóma á líkama og sál. Ný heildarstefna mótuð Mikilvægt er að ný heildarstefna verði mótuð um kennslu heilbrigð- isstétta þar sem lögð er áhersla á þverfag- legt samstarf við úr- lausn vandamála sjúk- linga. Við undirbúning að nýrri spítalabygg- ingu hefur verið unnið skipulega að þessu markmiði. Háskóli Ís- lands (HÍ) og LSH hafa ákveðið að færa saman kennslu þeirra heilbrigðisstétta sem eiga að vinna saman í framtíðinni og grunnkennslan verð- ur í nánari tengslum við LSH en verið hefur, þá stofnun sem annast mestan hluta starfsþjálfunarinnar. Jafnframt hefur verið ákveðið að framtíðaruppbygging Tilraunastofu Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum verði á sameiginlegri lóð LSH og HÍ. Þannig tengjast betur þeir starfsmenn sem fremst standa í rannsóknum í heilbrigðisvísindum á Íslandi, þ.e. starfsmenn LSH, starfsmenn heilbrigðisvísindadeilda HÍ og vísindamenn á Keldum. Fyr- irsjáanlegt er að náið samstarf þessara hópa verði mikil hvatning til aukinna vísindastarfa hér á landi. Íslensk heilbrigðisvísindi og rannsóknir í alþjóðlegu ljósi Heilbrigðisvísindi eru alþjóðleg og samanburður við erlendar stofn- anir því nærtækur. Íslenskir vís- indamenn á þessu sviði hafa verið mjög virkir og gæði verka þeirra ótvírætt mikil. Það sést til dæmis á því að þeir hafa verið fremstir með- al jafningja í birtingu vísindagreina í erlendum fræðiritum og í þær er mikið vitnað. Þessi árangur hefur náðst þótt aðstæður sé oft ófull- komnar. Vísindarannsóknir krefj- ast sífellt aukinnar samvinnu milli hópa starfsmanna og bættrar rann- sóknaraðstöðu. Við því þarf að bregðast. Tækniframfarir í heil- brigðisvísindum byggjast á árang- ursríkri rannsóknarvinnu. Leiðin frá rannsóknarstofunni að rúm- stokknum er greiðust í lifandi og fersku háskólaumhverfi. Háskóla- sjúkrahús eru sjúkrahús þar sem besta tækni er hagnýtt til þjónustu við sjúklinga. Landspítali – háskóla- sjúkrahús hefur náð að standa und- ir þessum merkjum og virk há- skólastarfsemi er undirstaða þess að hann geti enn sótt fram. Að hugsa nýja hugsun „Vísindi eru að sjá það sem aðrir hafa áður séð og hugsa nýja hugs- un“ er haft eftir Nóbelsverðlauna- hafanum Albert von Szent-Györgyi (1937). Þau byggingaráform sem nú eru uppi undirstrika skilning á mik- ilvægi náinnar samvinnu sérfræð- inga svo háskólasjúkrahús geti vax- ið, dafnað og gegnt sínu hlutverki. Sameiginleg uppbygging háskóla- starfsemi og sjúkrahússtarfsemi er nauðsynleg til að þekking og kunn- átta fámenns hóps sérfræðinga smáþjóðar nýtist sem best. Að hugsa nýja hugsun er kjarni há- skólastarfs og undirstaða þríþættr- ar starfsemi og þjónustu háskóla- spítala. Ánægjulegt er að nú gefst tækifæri til þess að skipuleggja þessa mikilvægu starfsemi í heild. Nauðsynlegt er að nýta það til hins ýtrasta og hafa í huga að vísindin efla alla dáð. Sameiningin eflir kennslu, vísindi og rannsóknir Kristján Erlendsson fjallar um málefnið: „Af hverju nýtt sjúkrahús?“ ’Þau byggingaráformsem nú eru uppi undir- strika skilning á mik- ilvægi náinnar sam- vinnu sérfræðinga svo háskólasjúkrahús geti vaxið, dafnað og gegnt sínu hlutverki.‘ Kristján Erlendsson Höfundur er læknir, varadeild- arforseti læknadeildar HÍ og fram- kvæmdastjóri kennslu, vísinda og þróunar á LSH. TVEIR samverk- andi þættir höfðu af- gerandi áhrif á nið- urstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Garða- bæ eða „ruðn- ingsáhrif“ sem topp- barátta þriggja karlmanna leiddi af sér annars vegar og hins vegar sú athygl- isverða staðreynd að karlmenn voru í minnihluta frambjóð- enda. Ruðningsáhrifin Reglur prófkjörsins voru í grundvall- aratriðum þannig að atkvæði í tiltekið sæti telja upp á við, ef svo má að orði komast, og hafa prófkjör innan Sjálfstæðisflokksins jafnan verið fram- kvæmd með þessum hætti. Fyrir vikið hlaut frambjóð- andi úr röðum kvenna, Laufey Jó- hannsdóttir, 7. sæti listans þótt hún hafi hlotið flest atkvæði allra í 2. sætið. Ástæðan er sú að sá sem hreppti 2. sætið var með mun fleiri atkvæði en Laufey í 1. sætið og „ruddi“ henni þar með niður, í Lauf- eyjar tilviki alveg niður í 7. sæti, sök- um atkvæðadreifingarinnar. Þetta er einnig ein af ástæðunum fyrir því að Ragnhildur I. Guðbjartsdóttir endar í 5. sætinu þótt hún sé með þriðja mesta atkvæðamagnið á bak við sig, svo að dæmi séu nefnd. Dreifingarmynstur atkvæða Ruðningsáhrifin skýra þó ekki lakan hluta kvenna nema að hluta. Þegar rýnt er í úrslit prófkjörsins kemur berlega í ljós mynstur sem minnir á fléttulista, þ.e. þau sem tóku þátt virðast hafa kosið jöfnun höndum konur og karla í fjögur efstu sæti. En þar sem konurnar voru nærri helmingi fleiri en karl- arnir dreifðust þau at- kvæði sem konur fengu í fjögur toppsætin á fleiri einstaklinga. Þetta er líklega helsta skýringin á velgengni karlanna í fjórum efstu sætum listans. Þetta segir okkur jafnframt að innan Sjálfstæð- isflokksins vill fólk al- mennt að hlutur kvenna og karla sé sem jafn- astur, enda er það jafn- an fosenda sig- urstranglegasta framboðslistans. Það tryggir þó ekki alltaf að prófkjör skili sig- urstranglegustu nið- urstöðunni. Patentlausn? Megintilgangur próf- kjöra er að stilla upp sterkasta framboðslist- anum hverju sinni. Bor- ið saman við uppstill- ingu eru þau að flestu leyti ef ekki öllu ákjósanlegri aðferð; prófkjör er lýðræðislegra, opnara og veitir hinni svokölluðu flokksforystu aðhald. Þessi aðferð er þó ekki galla- laus, með tilliti til m.a. kynjahlutfalls og kostnaðar. Það eru aðrar aðferðir reyndar ekki heldur, eins og t.d. stækkað kjördæmaþing, skoð- anakannanir, fléttulistar eða hvað svo sem hefur verið bryddað upp á í nafni aukins lýðræðis. Staðreyndin er sú, að það er engin patentlausn til að lýðræðinu, heldur aðeins misgóð- ar útfærslur. Á meðan prófkjör í þessari mynd eru enn skásta leiðin hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að styðjast við þau. Það fríar okkur hins vegar ekki frá því að leita lýð- ræðislegri og betri leiða, séu þær á annað borð til. Ruðningsáhrifin Helga Guðrún Jónasdóttir fjallar um prófkjör Sjálfstæðisflokksins Helga Guðrún Jónasdóttir ’Megintil-gangur próf- kjöra er að stilla upp sterkasta framboðslist- anum hverju sinni.‘ Höfundur er kynningarstjóri B&L og sjálfstæðiskona í Kópavogi. PRÓFKJÖR Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi er n.k. laugardag. Alls hafa fimmtán manns gefið kost á sér að þessu sinni, sjö konur og átta karlar, hvert öðru betra, en í þessari grein ætla ég ein- göngu að minna á konurnar og skora á aðrar konur í Kópa- vogi að veita þeim gott brautargengi í prófkjörinu. Látum ekki slysið í Garðabæ henda konur í Kópa- vogi. Það er reyndar umhugsunarvert hversu einkennilega raðaðist á lista þeirra Garðbæinga með fullri virðingu fyrir þeim körlum sem völdust í fjögur efstu sætin. Mikil stemmning hef- ur ríkt undanfarið í Sjálfstæð- isflokknum í garð kvenna og eru landsfundur flokksins og próf- kjörið í Reykjavík gott dæmi um það. Allir eru sammála um nauð- syn þess að konur skipi efstu sæti til jafns við karla, en hvað gerist í Garða- bæ? Hvar voru konur í Garðabæ og hvað voru kjósendur þar yf- irleitt að hugsa, hvað hugsuðu t.d. konurnar fimm hundruð sem ný- verið tóku þátt í leið- toganámskeiði á veg- um flokksins þar í bæ? Ég er nokkuð viss um að það snerist ekki um að setja kon- ur til hliðar eða hvað? Ég vona sannarlega að kjósendur í Kópa- vogi láti þetta ekki gerast þar. Sjö konur óska eftir atkvæði þínu í mis- munandi sæti, eflaust þekkið þið margar þeirra og vafalaust hafa ykkur borist glæsilegir kynningarbæklingar frá þeim. Í þessum hópi eru bæði mjög reyndar konur annars vegar og hins vegar nýliðar sem mikils má vænta af. Í þessum hópi kvenna eru konur með mikla og góða menntun og starfsreynslu sem mundi nýtast Kópavogsbæ vel. Ég vænti þess að konur láti ekki sitt eftir liggja og taki þátt í prófkjörinu. Kjósum þær í örugg sæti í bæjarstjórn Kópavogs. Konur í Kópavogi Hildigunnur Lóa Högnadóttir fjallar um prófkjör Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi Hildigunnur Lóa Högnadóttir ’Allir eru sam-mála um nauð- syn þess að kon- ur skipi efstu sæti til jafns við karla…‘ Höfundur er skrifstofustjóri og fyrrverandi formaður Eddu, Félags sjálfstæðiskvenna í Kópavogi. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.