Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 67 MENNING MÁLÞING á vegum Listasafns Reykjavík- ur verður haldið á Kjarvalsstöðum á morg- un, laugardag, kl. 11–14, þar sem fjallað verður um list Jóhann- esar S. Kjarvals, stöðu hans og áhrif á íslenska myndlist og menning- arsögu. Frummælendur eru þau Kristín Guðna- dóttir listfræðingur, Ei- ríkur Þorláksson listfræð- ingur, Einar Garibaldi Eiríksson myndlistar- maður og prófessor við Listaháskóla Íslands, Jón Karl Helgason bók- menntafræðingur og Erling Klingenberg myndlistarmaður. Málþingið verður tvískipt og fjallar fyrri hluti þess um listrænan feril Kjarvals og áhrif hans á samtíma sinn. Kristín Guðna- dóttir heldur erindi, en hún hefur unnið ít- arlegar rannsóknir á ferli Kjarvals og er ásamt Eiríki Þorlákssyni sýningarstjóri viðamikillar sýningar á verkum Kjarvals sem nú stendur á Kjarvalsstöðum. Þau eru einnig meðal höfunda nýútkominnar bókar um listamanninn. Á síðari hluta málþingsins verður sjónum beint að áhrifum Kjarvals í nútímanum og þeirri ímynd sem sköpuð hefur verið um listamanninn og minningu hans. Erindi Jóns Karls Helgasonar ber yfirskriftina „Maður með hatt“ og fjallar hann um listamanninn og þá táknmynd sem hann er í samtím- anum. Myndlistarmennirnir Einar Garibaldi og Erling Klingenberg hafa í verkum sínum báðir sótt í list Kjarvals og þá umgjörð sem sagan hefur búið honum. Stjórnandi mál- þingsins er Ólöf Kristín Sigurðardóttir. Skoðar andlitsmyndir Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur segist í samtali við Morgunblaðið ætla að skoða nokkrar andlitsmyndir af Kjarval og velta fyrir sér samhengi þeirra. „Ég mun ræða hvaða andlitsmynd það er sem við tengjum sterkast við Kjarval, og í hvaða samhengi hún hefur lent með tímanum.“ Jón Karl segist munu leggja áherslu á andlitsmynd sem birtist af Kjarval á forsíðu tekjublaðs Frjálsrar verslunar í fyrra, þar sem Kjarval birtist sem gamall maður með hatt – sú hin sama og prýðir tvöþúsund- krónaseðilinn. Hefur Kjarval ekki sérstaka stöðu í íslensku samfélagi að þessu leyti? „Jú, við erum auðvitað með hann í veskinu. Það segir sitt um stöðu hans,“ svarar Jón Karl. Hann hefur um nokkurt skeið skoðað stöðu Kjarvals og birtist meðal annars grein eftir hann í Lesbók Morgunblaðsins í fyrra, þar sem listamaðurinn var viðfangs- efni hans. „Vangaveltur mínar um hann hafa til dæmis snúið að því hvers virði menningin sé, hvaða andlit rati á pen- ingaseðla og hvers vegna,“ segir Jón Karl. „Ég spáði því meðal annars í Morgunblaðs- viðtali fyrir nokkrum árum að næst fengj- um við 10.000 króna seðil með Halldóri Laxness.“ Málþing | Fjallað um listsköpun, stöðu og áhrif Jóhannesar S. Kjarvals á Kjarvalsstöðum á morgun Morgunblaðið/Arnaldur Jóhannes S. Kjarval. Mosi og hraun. 1939. Með Kjarval í veskinu Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Kjarval í útfærslu Ólafs K. Magnússonar. ANNA Karin kafar í sálardjúp og yrkir um hugarástand. Í ljóðum sínum, tuttugu og tveim talsins, miðlar hún af reynslu sinni og íhugun. Sjálf er hún miðjan í því hversdagslega umhverfi sem kalla má ramma ljóðanna. Fyrsta per- sónufornafnið »ég« kemur fyrir sléttum fimmtíu sinnum í bókinni. Þar sem fleirtalan »við« er inni í myndinni er hið sama upp á ten- ingnum, einnig þar stendur hún sjálf fyrir annan pólinn. Að sönnu er Anna Karin ekki ein um að horfa þannig í eigin barm. Ljóð- listin hefur alltaf verið og verður alltaf dálítið sjálfhverf, einkum meðal ungra skálda sem eru að átta sig á sjálfum sér og tilver- unni. Anna Karin á sér happatöluna tuttugu og tveir. Í samnefndu ljóði upplýsir hún hvenær og hvernig trúin á þá tölu varð til. Þar af er svo til komið heiti bókarinnar. Skáldkonan leggur áherslu á að tilfinning sú, sem fram kemur í ljóði, skuli vera sem trúverðugust og sönnust. Í ljóðinu Hamlet og þeir tekur hún fyrir þann kæk gömlu skáldanna að láta hetjuna mæla sín spaklegustu orð á dauða- stundinni. Í ljóðunum Við rætur eldfjallsins, Söknuður, Sáttasemj- arinn, Hindberjalaut hugans og Óþægileg endurminning hverfur skáldkonan aftur til bernskuára. Sumt er sagt berum orðum, annað gefið í skyn, líkist þá mynd- brotum. Svo er að skilja að upp- rifjun og afturhvarf til liðna tím- ans veki blendnar tilfinningar með skáldkonunni. Ást og afbrýði er ívaf eða uppi- staða í ljóðunum Nóttin og ég, Má ég kynna …, Tangó, Í Mont- pellier og Þrá; ennfremur í Blús – ef rétt er skilið. Það má raunar telja eitt besta ljóðið í bókinni. Skáldkonan leikur víða með end- urtekningar og ferst það yfirhöf- uð allvel. Hugmyndirnar að baki ljóðunum eru flestar eða allar klárar en misvel úr þeim unnið. Skáldkonuna skortir hvergi mælsku og kemst sums staðar dá- vel að orði; dettur þá niður á haldkvæm lífssannindi. Eigi að síður hefði mátt styrkja flestöll ljóðin með útstrikunum. Það er nú einu sinni eðli málsins að því fleiri orð, sem maður notar, því takmarkaðra verður vægi hvers og eins. Dæmi um orðaflaum og flatneskju, tekið upp úr Nóttin og ég: »Því fer fjarri að um sorg- arsögu sé að ræða.« Svona nokk- uð er vandræðalegt í hvaða texta sem er, verst í ljóði. En hvað um það, flest vísa ljóðin inn á við, til eigin reynslu og persónulegra til- finninga. Ljóðin, sem kalla má að vísi út á við, tengjast ekki með sama hætti sjálfsmyndinni en dýpka hana óbeint. Í þeim lýsir skáldkonan skoðunum sínum á því sem hún hefur séð og heyrt af heiminum. Mest þeirra er Söngur flóttamannsins, vandamálakveð- skapur af því taginu sem var svo vel þekktur fyrr á árum en minna fer fyrir nú á dögum. Einnig má nefna prósaljóðið Heimboð í skóg- inum, þónokkuð sniðugt. Skáldkonan mun hafa alist upp erlendis. Sú getur verið orsök þess að málkennd hennar getur sýnst nokkuð framandleg. Taka má sem dæmi orðið »bókasafns- vörður« í ljóðinu Ást á bókasafni. Formlega starfsheitið er bóka- vörður. Annað heyrist vart í mæltu máli. Um bókasafnsvörð er aldrei talað – nema átt sé við ein- hvers konar öryggisvörð við bóka- safn sem varla getur átt við á landi hér. Í ljóðinu Tangó stend- ur: »hún lútir höfði« í staðinn fyr- ir: hún lýtur höfði. Í ljóðinu Sökn- uður kemur fyrir orðasambandið »lubbinn á Heimakletti«. Orðinu lubbi fylgja afdráttarlaust nei- kvæð hughrif, hvort heldur talað er um hárlubba á höfði eða fúl- menni. Hugsanlega mætti tala um lubba í þessu sambandi ef átt væri við hávaxinn gróður í órækt og óhirðu. Þannig verður gróð- urþekjunni á Heimakletti síst af öllu lýst. Vor, sumar og haust er kollurinn grænn. Og blasir við víðast hvar úr Vestmannaeyjabæ. Alltént bregður Heimaklettur stórum svip yfir umhverfið, hvaða orð sem annars mætti um hann hafa. Fuglinn sér um áburðargjöf- ina en ær og dilkar bíta grasið. Því er síst hætt við að það spretti úr sér og verði eins og hárlubbi á höfði. Að koma saman áhrifamiklu ljóði er meira en að segja það. Skáldkonan hefði að skaðlausu mátt beita sig harðari sjálfsaga. Hitt mætti segja að það, sem á vantar listatök á máli og stíl, bæti skáldkonan upp með einlægni sinni og jákvæðu viðhorfi til lífs- ins og umheimsins – ef slíkt má verða mælikvarði á gæði skáld- skapar. Kápumynd Ragnars Ingibergs- sonar í svörtum ramma er ein- hvern veginn þannig að maður tekur ósjálfrátt eftir henni. Sjálfsmynd BÆKUR Ljóð Höf. Anna Karin Júlíussen. Kápumynd og umbrot: Ragnar Ingibergsson. 57 bls. Útg. höf. 2005 22 LJÓÐ 2005 Erlendur Jónsson Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00r f í i i .i i : f t kl. : : lau ar a a kl. : :00 Fyrir enn lengra komna. 2.790.000,-* Glænýr Saab Beinskiptur SAAB 9-3 á 2.290.000 kr. er uppseldur eins og er. Erum að bæta á biðlistann. 9-3 línan frá SAAB hefur slegið í gegn á Íslandi. Við kynnum nú kröftugri meðlim fjölskyldunnar: SAAB 9-3 Turbo. Kraftmeiri, sjálfskiptur og á ótrúlega skynsamlegu verði. Prófaðu SAAB 9-3 Turbo í dag. * Skynsemin hefur aldrei verið skemmtilegri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.