Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF Í JANÚAR
HJÓNIN Sveinn Ingólfsson og
Helga Jóhannesdóttir fóru árið 2000
til Bandaríkjanna. Það væri kannski
ekki í frásögur færandi nema vegna
þess að þau skiptu á húsnæði við
bandarísk hjón í tvær vikur. Tveimur
árum áður hafði Sveinn skráð þau
hjónin í húsaskipti hjá HomeLink-
samtökunum. Þau fóru þó ekki það
árið en árið 2000 athuguðu þau hvort
hjón, sem höfðu svarað þeim tveimur
árum áður, væru ennþá til í skiptin.
„Þetta voru eldri hjón sem voru æst í
að koma til Íslands. Þau voru að
skipta í tuttugustu og fimmta sinn
þegar þau komu hingað,“ segir
Sveinn. „Þessi hjón bjuggu í New
Hampshire yfir sumartímann en í
Flórída á veturna og við máttum ráða
hvort húsnæðið við vildum og við
völdum sumarhúsið,“ bætir Sveinn
við.
Ástæða þess að Helga og Sveinn
fóru út í þessi húsaskipti var að það
var kona með umboð fyrir húsa-
skiptasamtökin hér á landi. „Við
fréttum af þessu, ég hafði samband
við hana og skráði okkur. Nafnið okk-
ar birtist þá í riti sem var gefið út
með öllum skráningunum og á fyrstu
tveimur mánuðunum fékk ég 44
skeyti frá fólki sem var að spyrjast
fyrir um húsaskipti á Íslandi,“ segir
Sveinn.
Skráð í gegnum netið
Núna hefur norskt útibú tekið við
umboðinu fyrir Ísland. Skráningin
fer fram í gegnum netið og þar er
hægt að skoða myndir af þeim heim-
ilum sem í boði er að skipta við um
heim allan. Hver skráning gildir í eitt
ár og borga þarf lítilsháttar skrásetn-
ingargjald. Sveinn og Helga skráðu
sig aftur síðasta haust fyrir komandi
sumar og eru búin að fá ótal svör.
„Hjón sem búa í Flórens sendu okkur
beiðni um húsaskipti um daginn og
við erum að hugsa um að þiggja þau
skipti næsta sumar,“ segir Sveinn og
bætir við að það séu mjög margir að
spyrja núna um húsaskipti fyrir árið
2007.
Sveinn og Helga eiga sjálf fallega
íbúð í fjölbýlishúsi miðsvæðis í
Reykjavík, þau segja ekki skipta máli
hvernig húsnæði sé verið að skipta á.
Þótt bandarísku hjónin hafi látið þau
fá glæsilegt sumarhús var þeim alveg
sama þótt þau fengju blokkaríbúð á
Íslandi í staðinn. „Þessi hjón voru
ekki svo mikið í íbúðinni okkar, þau
ferðuðust mikið um landið og sváfu
bara hérna nokkrar nætur. Við skipt-
umst líka á bílum,“ segir Helga og
bætir við: „Skiptin gengu vel. Fólk
sem fer í svona húsaskipti hittist
vanalega ekki en það var fyrir hálf-
gerða tilviljun sem við rákumst á
þessi hjón á flugvellinum í Boston og
það var virkilega gaman.“
Hagsmunir eru tryggingin
Spurð hvernig það legðist í þau að
skipta svona á húsnæði við ókunnuga
segir Sveinn að það hafi lagst vel í
sig en Helga hafi haft meiri
áhyggjur. „Þetta kostar nátt-
úrulega svolitla fyrirhöfn,
maður lokar alla mjög
persónulega hluti
inni í skáp og
þrífur senni-
lega betur en
vanalega og
svo þarf að
skila láns-
íbúðinni
hreinni og
fínni að lok-
inni dvöl,“
segir Helga. „Þeir sem hafa farið oft í
þessi húsaskipti bjóða fram meðmæli.
Það er engin trygging fyrir skipt-
unum utan að báðir hafa hagsmuna
að gæta, en óánægja kemur víst mjög
sjaldan upp. Ef fólk umgengst skipti-
eignina ekki nógu vel er það útilokað
frá því að skipta aftur,“ segir Helga.
Húsaskiptin stóðu í tvær vikur en
Sveinn segir fólk vera að leita að
skiptum allt frá einni helgi upp í mán-
uð. Þau voru ekki ein á ferð því systir
Sveins og mágur ferðuðust með þeim.
„Við vorum allar næturnar í húsinu
en fórum svo í dagsferðir þar í kring,
húsið stóð inni í skógi við afskaplega
fallegt vatn og þarna var gott að
vera,“ segir Helga.
„Við mælum með húsaskiptum.
Það eru margir sem sækjast eftir að
koma hingað til lands og vilja oft búa
á heimili frekar en á hóteli. Þannig
kynnist fólkið þjóðinni betur og svo
auðvitað er þetta miklu ódýrara en að
búa á hóteli í margar nætur,“ segja
Sveinn og Helga að lokum.
FERÐALÖG | Fólk skiptir á húsnæði þegar það fer í sumarfrí til útlanda
Margir vilja koma til
Íslands og skipta á íbúð
Nánari upplýsingar um húsa-
skiptasamtökin HomeLink má
finna á vefslóðinni: www.bolig-
bytte.no/Island
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
SAFAR
HEILI tónlistarfólks meðhöndlar
orð og tónlist á sama hátt, að því er
nýsjálensk rannsókn leiðir í ljós. Á
vefnum forskning.no er greint frá
því að flestir noti vinstra heilahvelið
til að túlka orð og hið hægra til að
túlka tónlist. En tónlistarmenn virð-
ast blanda þessu meira saman, að
sögn Lucy Patston, doktorsnema við
Auckland-háskólann. Fyrri rann-
sóknir benda til þess að tónlist-
armenn vinni úr tónlist með vinstra
heilahveli en aðrir með því hægra.
Vinstra heilahvel er notað til að
vinna úr tungumáli og orðum og vís-
indamaðurinn vildi komast að því
hvort tónlistarmenn túlkuðu tónlist-
ina eins og tungumál. 36 tónlist-
armenn og 36 manneskjur sem ekki
voru sérstaklega músíkalskar voru
rannsökuð. Þau áttu að leysa tvö
sjónræn verkefni og tvö tungumála-
verkefni, í fyrsta lagi án tónlistar í
bakgrunni, með píanótónlist og með
lélega leikinni píanótónlist þar sem
rangar nótur voru slegnar. Þeir sem
ekki voru músíkalskir leystu verk-
efnin jafn vel af hendi með og án
tónlistar. Tónlistarmennirnir leystu
verkefnin best án tónlistar. En þeg-
ar tónlist var í bakgrunni gekk tón-
listarmönnunum verr að leysa verk-
efnin en þeim ómúsíkölsku.
Niðurstöður leiða í ljós að tónlist-
armenn heyra tónlist sem tungumál
og eiga í vandræðum með að vinna
úr hvoru tveggja á sama tíma.
Morgunblaðið/Golli
Heyra tónlist
sem tungumál
RANNSÓKN
ENDALAUS orka er heitið á
nýrri bókþar sem gefnar eru yfir
200 uppskriftir að ávaxta- og
grænmetissöfum.
Safapressun felst í að kreista safa
úr ávexti eða grænmeti og skilja
trefjar og hrat eftir í safapressunni. Í
bókinni segir að næstum alla ávexti
og grænmeti megi nota til safagerðar
þótt safinn úr sumu grænmeti svo sem
spergilkáli og blómkáli, sé heldur beisk-
ur á bragðið og smakkist betur þegar
búið er að blanda einhverju sætu saman
við t.d. gulróta- eða eplasafa.
Þar stendur enn fremur að þótt safinn
sé góð viðbót við mataræðið þá skorti trefj-
ar, fitu og prótein í þá sem einnig er nauð-
synlegt að fá til að viðhalda orku og góðri
heilsu. Þeytingar eru aðeins öðruvísi en safar
úr safapressu. Þá má gera í blandara og þeir
eru oft saðsamari þar sem þeir innihalda oft
mjólkurvörur.
Í bókinni eru ráðleggingar um tól og tæki til
safagerðar og ýmsan fróðleik er að finna um
bætiefni og hollustu grænmetis og ávaxta. Bókina
þýddi Nanna Rögnvaldsdóttir en höfundur henn-
ar er Judith Millidge. Bókaútgáfan Salka gefur
bókina út.
Ofurstilkar
Sellerí er auðugt af kalíum og tómatar af
flavonoíð.
3 sellerístilkar
hálf gúrka
3 tómatar
Skerið eplin í bita, setjið í
safapressuna ásamt engi-
fernum og pressið safann úr
þeim. Skerið enda af kívíald-
inum og afhýðið þau. Takið
frá eina sneið til að skreyta
með. Pressið safann úr þeim og
blandið honum saman við epla-engifersaf-
ann í háu glasi. Skreytið með kívísneið.
Ferskju-, banana- og
ananasþeytingur
2 ferskjur
1 banani
hálfur ananas
75 ml (3/4 dl) jógúrt
(fyrir 2)
Skerið hýðið af ananasinum og skerið ald-
inkjötið í bita. Takið steina úr ferskjum og skerið
í fjórðunga. Afhýðið banana og skerið í bita. Setj-
ið alla ávexti í blandarann og látið ganga í 30 sek-
úndur eða uns blandan er slétt. (e.t.v. þarf að
bæta örlitlu vatni við.) Bætið jógúrt við og látið
blandarann ganga þar til þeytingurinn er sléttur.
Skerið toppinn af tveimur sellerístönglum og
skerðu þá í bita. Skerðu gúrkuna og tómatana í
bita. Pressaðu safann úr sellerístönglunum
tveimur, síðan úr tómötunum og loks úr gúr-
kunni. Helltu safanum í glas og hrærðu rösklega í
með sellerístönglinum sem skilinn var eftir.
Vöðvabólgubót
Ef fólk þjáist af vöðvabólgu getur engiferinn
hjálpað með því að bæta blóðrásina og hið saman
er að segja um natríumið í kívíaldininu.
2 kívíaldin
2 cm bútur af engifer, afhýddur og saxaður
2 epli
Vöðvabólgubót
og ofurstilkar
Á þennan hátt
kynnist fólk
þjóðinni betur
og svo er þetta
auðvitað miklu
ódýrara en að
búa á hóteli í
margar nætur.