Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 63 DAGBÓK eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 250-300 fm einbýlishúsi á einhverju framantaldra svæða. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í VESTURBORGINNI, SKERJAFIRÐI EÐA FOSSVOGI ÓSKAST Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistarhefur opnað nýtt og endurbætt vef-tímarit á ensku um íslenska myndlist.Tímaritið ber nafnið LIST – Icelandic Art News. „Því er ætlað að styðja við útrás íslenskra myndlistarmanna og miðla fréttum til allra þeirra sem fylgjast af áhuga með menningarlíf- inu á Íslandi. Þetta er sívaxandi hópur. Íslensk myndlist hefur verið í miklum uppgangi und- anfarin ár og fær stöðugt meiri athygli erlendis. Skemmst er til dæmis að minnast fjölmiðlaat- hyglinnar sem Gabríela Friðriksdóttir hlaut á Tvíæringnum í Feneyjum,“ segir Sigrún Sandra Ólafsdóttir, verkefnisstjóri tímaritsins. Á Listahátíð í Reykjavík sem haldin var síð- astliðið vor, var sérstök áhersla lögð á myndlist. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, sem á ensku nefnist Center for Icelandic Art, var stofnuð og hóf útgáfu veffréttarits. Ritið hefur verið gefið út mánaðarlega og verið sent út til um 6.000 áskrifenda um allan heim. Þar hafa verið fréttir á ensku af íslensku myndlistarlífi og sýningum íslenskra listamanna erlendis. Ein- stakir listamenn hafa einnig verið kynntir sér- staklega. „Ritið hefur hingað til tilheyrt vef Kynning- armiðstöðvarinnar en er núna komið á sjálf- stæðan vef, www.artnews.is. Það hefur farið frá því að vera fréttabréf yfir í að vera alvöru vef- tímarit. Það má segja að það sé í raun að vaxa úr grasi og fullorðnast!“ segir Sigrún. – Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir íslenska myndlistarmenn? „Í raun er ekkert tímarit gefið út um íslenska myndlist – hvað þá á erlendri tungu. Þetta er því ákaflega mikilvægt. Við vonumst til að þetta verði kröftug kynning fyrir íslenska myndlist á erlendum vettvangi. Vonandi verður þetta ein- hvers konar stökkpallur fyrir íslenska myndlist- armenn,“ segir Sigrún. Jón Proppé ritstýrir tímaritinu ásamt dr. Christian Schoen sem er forstöðumaður Kynn- ingarmiðstöðvarinnar. „Auk þeirra munu ýmsir aðrir skrifa í blaðið og við stefnum að því að LIST verði bæði öflugt kynningarrit fyrir ís- lenska myndlist og vettvangur líflegrar um- ræðu,“ segir Sigrún. Fagfólk kemur að tímaritinu en einnig verður um samstarf að ræða við listfræðiskor Háskóla Íslands. Síðastliðið haust hófst kennsla til BA- prófs í listfræði við skólann. Auk dreifingar á netinu er stefnt að því að prenta sérstaka út- gáfu af ritinu að minnsta kosti einu sinni á ári. Það verður gert í fyrsta skipti í apríl næstkom- andi. Myndlist | Endurbætt veftímarit á ensku um íslenska myndlist Stökkpallur fyrir íslenska myndlistarmenn  Sigrún Sandra Ólafs- dóttir er fædd í Reykja- vík árið 1974. Hún út- skrifaðist frá Háskóla Íslands með BA-gráðu í mannfræði, með við- skiptafræði sem auka- grein, árið 2000. Hún tók hluta af náminu við Háskólann í Kaliforníu, sem er í Berkeley. Síð- astliðið haust hóf Sig- rún Sandra nám í listfræði við Háskóla Ís- lands. Hún er verkefnisstjóri LIST – Icelandic Art News. Aftur erfið alslemma. Norður ♠954 ♥ÁG4 ♦ÁD954 ♣K4 Vestur Austur ♠KG3 ♠D872 ♥10532 ♥– ♦1082 ♦763 ♣976 ♣DG10832 Suður ♠Á106 ♥KD9876 ♦KG ♣Á5 Í þætti gærdagsins sáum við illmeld- anlega alslemmu úr Reykjavík- urmótinu. Hér er önnur, ekki alveg eins illskeytt, en náðist þó aðeins á fimm borðum af tuttugu. Ísak Örn Sigurðsson og Stefán Jóns- son komust í sjö hjörtu eftir nákvæmar „Icerelay“-rannsóknir: Vestur Norður Austur Suður – 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass 4 lauf Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 5 tíglar Pass 5 hjörtu Pass 6 lauf Pass 7 hjörtu Allir pass Stefán var í norður og fór vel af stað þegar hann valdi að uppmeta spilin um punkt og vekja á 15–17 punkta grandi. Allar sagnir Ísaks (nema sú síðasta, auðvitað) eru spurningar um skiptingu, styrk og staðsetningu háspila. Fyrst spyr Ísak um háliti með tveim- ur laufum og Stefán afneitar fjórlit þar. Ísak spyr svo nánar út í skiptinguna með tveimur spöðum og þremur tígl- um, og Stefán upplýsir fyrst um fimm- lit í tígli (með þremur laufum) og lýsir svo skiptingunni fullkomlega með þremur gröndum: 3-3-5-2. Þá leitar Ísak eftir fyrirstöðum, en fjögur lauf er spurning um „kontról“ (ás=2, kóngur=1). Stefán sýnir 5 kont- ról (hávöld) með fjórum hjörtum, og staðsetur háspilin svo nánar í næsta svari (fimm tíglar sýna fyrirstöðu í tígli og hjarta, en ekki í spaða). Enn spyr Ísak og nú um drottn- ingar. Og þegar Stefán kveðst eiga tíguldrottningu með sex laufum sér Ísak fram á 14 slagi, en verður að láta sér nægja að segja sjö hjörtu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. Rf3 Rf6 2. c4 c6 3. Rc3 d5 4. e3 g6 5. d4 Bg7 6. Bd3 0-0 7. 0-0 Ra6 8. cxd5 cxd5 9. Bxa6 bxa6 10. Re5 Dd6 11. Bd2 Hb8 12. a3 Hxb2 13. Ra4 Hb8 14. Bb4 De6 15. Hc1 He8 16. Hc6 Df5 17. Hc7 Hb7 18. Hxb7 Bxb7 19. Rc5 Bc8 20. Da4 Dg5 21. Rcd3 Bf5 22. Rf4 e6 23. Dc6 Bf8 24. Dc7 Bxb4 25. Dxf7+ Kh8 26. axb4 Be4 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Reg- gio Emilia á Ítalíu. Rússneski stór- meistarinn Denis Yevseev (2.554) hafði hvítt gegn Niccolo Ronchetti (2.402). 27. Dxe8+! og svartur gafst upp enda verður hann hróki undir eftir 27. … Rxe8 28. Rf7+ Kg7 29. Rxg5. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Fréttir á SMS Löng bið ÉG reyndi nýlega að panta tíma hjá lækni í gegnum síma hjá Heilsugæslunni á Seltjarnarnesi en þurfti að bíða mjög lengi eftir að ná í gegn. Var ég að velta því fyrir mér hvort eitthvað væri að símakerfinu þar, fyrst maður þarf að bíða svona lengi eftir svörun. R.S. Farðu aðra leið heim – segir lögreglan UMFERÐARÖNGÞVEITI í Hafnarfirði segir á mbl.is 17. jan. sl. Ég spyr: eru menn að átta sig á því núna fyrst að bílar hafa verið í stanslausri röð frá ljósunum við Kaplakrika að ljósunum við Vífils- staði í langan tíma? Þetta er ekki nýtt vandamál, þó að lögreglan í Hafnarfirði hafi ekki áttað sig á því fyrr. En lögreglan segir í sömu frétt: „Lögreglan vill beina því til ökumanna að fara aðrar leiðir til baka úr vinnu svo að sama umferð- arteppan myndist ekki aftur seinna í dag.“ Bíddu nú við, eigum við um margar leiðir að velja, hvar hafa þessir menn verið und- anfarið? Eftir að ljósunum við nýbygg- ingar Ikea sem Garðabær setti á land okkar Hafnfirðinga, og yf- irvöld okkar sögðu ok við, var breytt, hefur ekkert gengið þar í gegn. Vegagerðin og Garðabær hafa okkur að fíflum og við leyfum þeim það. En ætli ég velji nokkuð aðra leið heim þó að lögreglan vilji það. Ég á ekki kost á fljótlegri leið, það er alls staðar sama umferð- aröngþveitið, þökk sé vegagerðinni og umferðarljósagleði Garðbæinga. Bíleigandi. Útburðarmál í ólagi FRÁ upphafi hefur útburður Fréttablaðsins ekki verið í lagi og það eru margir sem fá blaðið með höppum og glöppum. Hjá mér hef- ur það ekki komið í nokkra daga. Ef hringt er til að kvarta svarar símsvari svo það hefur ekkert upp á sig. Ég hef aldrei vitað til þess að útburðarmálin væru í lagi. Þeir á Fréttablaðinu monta sig og birta súlurit um hvað Frétta- blaðið sé miklu meira lesið en Morgunblaðið. En hvernig geta þeir vitað það þegar blaðið kemur bara endrum og sinnum til les- enda? Bergur. Um daginn og veginn ÉG vil koma á framfæri fyrirspurn til ríkisútvarpsins um hvort mætti ekki endurvekja þáttinn Um dag- inn og veginn. Þetta var mjög vinsæll þáttur og sígildur sem hætt var að útvarpa. Oft voru þar heitar og miklar um- ræður. Óli Þór. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Brúðkaup | Gefin voru saman 10. sept. 2005 í Garðakirkju af sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni þau Arna Ingibergsdóttir og Eyþór Einar Sigurgeirsson. Heimili þeirra er í Garðabæ. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Ljósmyndastofa Erlings AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 TANGÓFÉLAGIÐ hélt sitt fyrsta tangóball að argentínskum hætti í Þjóðleikhúskjallaranum seinni hluta nóvember á síðasta ári. Að sögn Tómasar Albertssonar sem er í stjórn Tangófélagsins tókst það „svo vel – hátt í tvö hundruð manns mættu – að framhald var nánast sjálfgefið. „Við viljum meira!“ var sagt við okkur úr öll- um áttum“. Það verður því haldið annað tangóball á morgun, laugardag; „á hinum sama, frábæra stað í mið- borginni,“ eins og Tómas orðar það, þ.e.a.s. í Þjóðleikhúskjall- aranum. Tómar segir það vera markmið félagsins „að byggja upp tangó- menningu á Íslandi, og er þetta liður í þeirri stefnu okkar. Vin- sældir argentínsks tangós fara vaxandi um alla Evrópu og víðar. Ísland er að komast á kortið sem alvöru tangóland. Viðræður við forstöðumenn Leikhúskjallarans eru í gangi um að fá að bjóða fólki upp á mánaðarlegan „mi- longa“ þar. Okkur finnst að tangó, dansmenning og Þjóðleikhúskjall- arinn fari mjög vel saman.“ Þess má geta að orðið „milonga“ varð til á undan tangónum og var upp- haflega notað um einsöng. Tómas segir alla velkomna að kíkja inn og hvetur fólk til að taka með sér dansskóna. Tangó að argentínsk- um hætti á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.