Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HÓPUR manna ákveður að
stofna fjölmiðil sem á að sinna
skrifum um alþjóðapólitík. Ráðnir
eru blaðamenn til að sinna þessu
verkefni. Nú gerist það að blaða-
mennirnir fá áhuga á
innlendum stjórn-
málum og verður sá
áhugi þess smám
saman valdandi að
blaðið, sem upp-
haflega var stofnað til
að segja frá atburð-
um, stefnum og
straumum á al-
þjóðvettvangi, sinnir
nær einvörðungu
skrifum um innlend
málefni. Það segir sig
sjálft að eigendur
blaðsins væru í fullum
rétti að segja ritstjórninni upp
störfum bætti hún ekki ráð sitt og
starfaði samkvæmt þeim línum
sem lagðar voru af eigendum
blaðsins. Auðvitað mætti taka
mörg dæmi sem væru enn augljós-
ari um hve fráleitt það væri að
gera eigendur fjölmiðils að engu.
Þegar hins vegar kemur að því
að virða frelsi ritstjórnar til að
sinna sínum störfum án áreitis frá
eigendum er allt annað uppi á ten-
ingnum. Í alvöru fjölmiðli reynir
eigandinn ekki að stýra ritstjórn-
inni og á ekki og má ekki gera
það.
Eignarréttur veitir ekki
rétt til afskipta af ritstjórn
Þetta er kjarninn í nýlegum rit-
stjórnarpistli Guðmundar Magn-
ússonar í Fréttablaðinu og er ég
honum mjög sammála. Guðmundur
vill að línurnar séu skýrar: „Eig-
endur fjölmiðla ættu jafnan að
setja yfirmönnum á ritstjórnum er-
indisbréf þar sem skýrt væri kveð-
ið á um hvers konar fjölmiðil þeir
ættu að reka og hvaða meginstefnu
hann ætti að fylgja. Þeir ættu hins
vegar ekki að hafa afskipti af rit-
stjórnum miðlanna og vinnubrögð-
um þeirra meðan þær halda sig
innan þeirra marka sem erind-
isbréfin mæla fyrir um. Þannig
verður sjálfstæði ritstjórna, sem
allir eru sammála um að sé mik-
ilvægt og eftirsóknarvert, best
tryggt.“
Nú má spinna þessa hugsun
áfram í ýmsar áttir. Það má til
dæmis spyrja hvað sé réttlæt-
anlegt að gerist við eigendaskipti á
fjölmiðli. Með nýjum eigendum
koma hugsanlega ný viðhorf og þá
væntanlega ný erind-
isbréf, eða hvað? Hvað
ef það hefði gerst sem
okkur er sagt að hafi
verið á næsta leiti, að
Björgólfsfeðgar
keyptu DV til að
leggja blaðið niður og
þar með fjölmiðil sem
var þeim óþægur ljár í
þúfu? Ekki er þetta
þægileg tilhugsun en
hana þarf að ræða. Og
hver er réttur eigand-
ans til að gagnrýna
ritstjórn sem hann
telur ekki sinna því hlutverki sem
hún var ráðin til að sinna?
Þessar spurningar eru ekki auð-
veldar viðfangs. Nálgun Guð-
mundar Magnússonar er hins veg-
ar rétt. Hún býður ekki upp á
vélræn svör. Margt hlýtur að
verða matskennt og kallar á góða
dómgreind. Hér skiptir opin um-
ræða sköpum! Þar reynir á starfs-
menn og eigendur. Starfsmenn
þurfa að standa sína faglegu og
lýðræðislegu vakt og eigendur að
gæta að því að misnota ekki eign-
arhald sitt. Þetta getur verið erfitt
að tryggja.
Ekki hægt að reka fólk í kyrr-
þey á Ríkisútvarpi – ennþá
Þess vegna er víða – í mörgum
Evrópuríkjum – litið til rík-
isútvarps sem kjölfestu í þessum
heimi fjölmiðlunar. Þar er þjóðin
eigandinn. Hún eða fulltrúar henn-
ar setja lagarammann – „erind-
isbréfið“ – og síðan er reynt að
tryggja eftirlit og aðhald. Það er
meðal annars gert með því að
tryggja að stofnunin sé opin og allt
sem þar gerist öllum ljóst. Þegar
fréttastjóri er rekinn er það op-
inbert mál, ekki felumál eins og
gerst hefur á öðrum fjölmiðlum,
nýlegt dæmi af Stöð tvö kemur
upp í hugann.
Slíkt hefði vart getað gerst á
Ríkisútvarpinu einfaldlega vegna
þess að það heyrir undir upplýs-
ingalög og stjórnsýslulög, en báðir
þessir lagabálkar opna stofnunina
gagnvart almenningi, svo og að-
gangur í gegnum útvarpsráð. Einn
alvarlegur veikleiki er á núverandi
stjórnsýslu RÚV. Eftirlitsaðilinn
gagnvart RÚV er pólitískt kjörið
útvarpsráð sem endurspeglar
meirihlutann á Alþingi og þar með
ríkjandi stjórnarmeirihluta hverju
sinni. Í lagafrumvarpi, sem ég er
fyrsti flutningsmaður að er lagt til
að útvarpsráð verði skipað fulltrú-
um allra flokka á Alþingi – end-
urspegli þannig viðhorf fremur en
völd – auk fulltrúa frá öðrum að-
ilum, samtökum listamanna, neyt-
enda og sveitarfélaga.
Lokað kerfi og pólitísk
tök á RÚV
En hvað skyldi ríkisstjórnin hafa
á takteinum hvað RÚV áhrærir?
Hún ætlar að breyta skipulags-
forminu á þá lund að stofnunin
verði tekin undan upplýsingalögum
og stjórnsýslulögum til að auðvelda
að reka og ráða samkvæmt duttl-
ungum stjórnenda hverju sinni og
gera þeim kleift að pukrast með
málefni stofnunarinnar. Í ofanálag
geirneglir stjórnarfrumvarpið póli-
tískt meirihlutavald yfir stofn-
uninni – endurspeglun á stjórn-
armeirihlutann hverju sinni! Það
er ekki að undra að þeim fjölgi
sem leggjast gegn frumvarpi
menntamálaráðherra um hluta-
félagavæðingu RÚV. Þeir sem
leggjast gegn því er sama fólkið og
hefur lesið frumvarpið og jafn-
framt kynnt sér aðra valkosti sem
bjóðast til að bæta rekstrarskilyrði
Ríkisútvarpsins. Það segir sína
sögu.
Eignarhald, ritstjórnar-
stefna og Ríkisútvarpið
Ögmundur Jónasson
fjallar um RÚV ’Í ofanálag geirneglirstjórnarfrumvarpið
pólitískt meirihlutavald
yfir stofnuninni – end-
urspeglun á stjórn-
armeirihlutann hverju
sinni! ‘
Ögmundur Jónasson
Höfundur er alþingismaður
og formaður BSRB.
Á UNDANFÖRNUM árum hafa
orðið miklar breytingar fjar-
skiptum og afþreyingu í heim-
inum.Við Íslendingar erum þar
engir eftirbátar annarra þjóða.
Með opnu aðgengi að upplýsinga-
og afþreyingalindum gefst ein-
staklingum kostur á
að auka við þekkingu
sína, svala forvitni og
njóta þeirrar afþrey-
ingar sem hver og
einn óskar.
Í árslok 2004 gerði
Orkuveita Reykjavík-
ur samning við Akra-
nesbæ og Seltjarn-
arnesbæ um að leggja
svokallað opið ljósleið-
aranet í bæjarfélög-
unum. Sambærilegur
samningur var gerður
við Reykjavíkurborg
og Hveragerðisbæ á síðasta ári.
Framkvæmdir samkvæmt þessum
samningum eru hafnar og verður
tengingum á Akranesi og Seltjarn-
arnesi lokið á þessu ári.
Opið ljósleiðaranet er, eins og
nafnið bendir til,opið þeim ein-
staklingum sem kjósa að nýta það
og það sem einnig er mikils vert,-
opið þeim þjónustuaðilum sem vilja
bjóða þjónustu sína um netið. Það
net sem Orkuveitan er að leggja,
býður upp á flutning á mynd, síma
og gögnum og gagnvirka eiginleika
sem m.a. gera mögulega þjónustu
eins og mynd eftir pöntun (Video
on Demand), leiki og öryggisgæslu
svo eitthvað sé nefnt.
Nýnæmi þessa nets er að Orku-
veitan leggur ekki til það efni og
þjónustu sem erí boði , en einbeitir
sér að uppbyggingu
og rekstri netsins.
Þannig er komist hjá
því að þjónustuaðilar
lendi í samkeppni við
eiganda netsins. Lyk-
ilinn að hagkvæmni
þessa fyrirkomulags
er að fleiri þjón-
ustuaðilar geta nýtt
sér netið en ella.
Það er því neytand-
inn sem er dagskrár-
stjórinn og velur þá
þjónustu og afþrey-
ingu sem hann óskar á
hverjum tíma. Í dag býðst um eitt
þúsund heimilum að nýta þá þjón-
ustu sem er í boði. Hive, Hringiðan
og Skýrr bjóða nú þegar háhraða
internet-þjónustu, tveir aðilar
munu bjóða símaþjónustu yfir net-
ið í febrúarmánuði og þegar eru
hafnar tilraunaútsendingar á
myndefni á vegum Samfélagsins og
FastTV. Gert er ráð fyrir að á
næstu vikum verði boðið upp á
þjónustu dótturfyrirtækja Dags-
brúnar, Og Vodafone og 365 Ljós-
vakamiðla og fleira er í farvatninu
sem kynnt verður fljótlega.
Þau sveitarfélög sem riðu á vaðið
með að innleiða opið net hjá sér,
eru í samvinnu um að byggja upp
upplýsingaveitur, svipaðar því sem
þekkt er á internetinu, sem nýtir
sjónvarpsviðmótið og þá eiginleika
sem gagnvirkt sjónvarp býður
uppá. Opna netið hefur vakið
áhuga erlendra aðila sem hafa
heimsótt okkur og aðrir hafa óskað
eftir fyrirlesurum frá Orkuveitunni
og sveitarfélögunum til heimsókna
til sín. Það má því líta á Opið net
Orkuveitunnar sem enn eina vist-
væna virkjun fyrirtækisins, í þetta
skiptið er það hugurinn sem er
orkugjafinn.
Opið ljósleiðaranet fyrir alla
Jónatan S. Svavarsson
fjallar um ljósleiðaranet
Orkuveitu Reykjavíkur ’Það má því líta á Opiðnet Orkuveitunnar sem
enn eina vistvæna virkj-
un fyrirtækisins, í þetta
skiptið er það hugurinn
sem er orkugjafinn.‘
Jónatan S. Svavarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
gagnaveitu OR.
SEINT á síðasta ári birtist ít-
arleg fréttaskýring í sjónvarpi þar
sem fjallað var um
fíkniefnavanda ungs
fólks á Íslandi. Var
þar m.a. sýnt fram á
að auðvelt sé að ná
sér í fíkniefni og
hvernig meðhöndla
eigi efni fyrir inn-
töku. Nýjar rann-
sóknir sýna að fram-
setning sem þessi
getur aukið líkurnar
á að sumt fólk íhugi
það að prófa fíkni-
efni. Undirritaður
var nýlega viðstaddur
birtingu rann-
sóknaniðurstaðna við
háskóla í Bandaríkj-
unum um þetta efni
og taldi í framhaldi
mikilvægt að koma
þessum upplýsingum
áleiðis.
Gömul gildi segja
að ef talað er um
fíkniefni á neikvæðan
hátt eigi það að leiða
til þess að notkun
fíkniefna minnki. En
ný þekking sýnir fram á að svo er
ekki. Mannshugurinn er sjálfstæð-
ari en svo að hann hlýði og með-
taki skilaboð eins og þau eru lögð
fyrir hann. Með forvarnarskilaboð-
um er þannig ekki hægt að segja
mannshuganum hvernig hann eigi
að hugsa heldur einungis um hvað
hann eigi að hugsa. Á meðan aug-
lýsing eða fréttaskýring segir að
fíkniefni séu slæm er alls ekki
hægt að gera ráð fyrir því að
áhorfendur fari að hugsa að fíkni-
efni séu slæm; aðeins er hægt að
gera ráð fyrir því að áhorfendur
fari að hugsa um fíkniefni.
Bandaríska ríkisstjórnin hefur
veitt árlega tæpum 15 milljörðum
ISK í forvarnarauglýsingar gegn
fíkniefnum. Þegar áhrif þessara
auglýsinga eru greind með nýjum
aðferðum (m.a. byggt á vinnu pró-
fessoranna Gerald Zaltman og
Antonio Damasio) eru niðurstöð-
urnar sláandi því í ljós kemur að
margar af þeim forvarnarauglýs-
ingum sem notaðar hafa verið í
Bandaríkjum vekja upp hugsanir
sem auka frekar líkurnar á því að
fíkniefni séu prófuð. Þetta á eink-
um við þegar auglýsingar og um-
gjörð þeirra hefur eitthvert þess-
ara einkenna:
Ef auglýsing er sýnd á tíma
þegar eitthvað spennandi eða
vinsælt er í sjónvarpi. Ástæðan
er m.a. sú að þegar áhorfendur
bíða með eftirvæntingu eftir
einhverju spennandi efni má
segja að hugurinn sé í „spenn-
andi“ ástandi og meðtaki því
skilaboð á „spennandi“ máta
óháð beinu efnisinnihaldi.
Ef bein fíkniefni eða áhöld til
þeirra eru gerð sýnileg. Ef
sprautur, efni eða áhöld eru
sýnd þá getur það leitt til þess
að líkur aukist á því að fíkniefni
séu prófuð. Gagnvart forvarn-
arauglýsingum gegn hraðakstri
þá er að sama skapi var-
hugavert að sýna hraðskreiðan
bíl, láta kraftlegt vélarhljóð
heyrast eða sýna ökumann
njóta þess að aka hratt vegna
þess að þá tengir mannshug-
urinn mikinn ökuhraða við vel-
líðan.
Ef umgjörð skilaboða er nú-
tímaleg eða samkvæmt nýjustu
tísku. Ef myndhluti og hljóð-
hluti forvarnarauglýsingar er
unnin samkvæmt nýjustu að-
ferðum þannig að þeir þættir
vekja eftirtekt fyrir nútímalega
vinnslu er hætt við því að teng-
ingar skapist í huganum sem
geta leitt til þver-
öfugra áhrifa.
Ef fólk sem neytt
hefur fíkniefna er
sýnt á jákvæðan
máta. Algengt er að
fá þekkta ein-
staklinga sem sigr-
ast hafa á fíkni-
efnanotkun til
forvarnarstarfa.
Spurningamerki
þarf að setja um
þátttöku slíks fólks
í forvörnum og
hvernig það kemur
skilaboðunum á
framfæri því sýnt
hefur verið fram á
að notkun fíkniefna
aukist ef áhorf-
endur tengja þátt-
takendurnar við já-
kvæða eiginleika
eins og hreysti, vin-
sældir eða vel-
gengni. Gagnvart
forvarnarauglýs-
ingum gegn hrað-
akstri þá er að
sama skapi varhugavert að
sýna ungt fólk með eft-
irsóknaverða ímynd aka hratt,
jafnvel þó að hraðaksturinn
endi válega.
Ef skilaboð í auglýsingu eru
áleitin, ýtin eins og t.d. þegar
hvatt er með beinum og
ákveðnum hætti til að nota ekki
fíkniefni. Flestir kannast við þá
neikvæðu tilfinningu sem
myndast þegar einhver reynir
að segja okkur hvað eigi og eigi
ekki að gera. Sérstaklega er
það ungt fólk sem á það til að
hegða sér þveröfugt við slíkar
leiðbeiningar. Miklu áhrifa-
ríkara er að tengja fíkniefni á
myndrænan hátt við eitthvað
neikvætt og leyfa þannig
mannshuganum að mynda sjálf-
stæða tengingu í rétta átt sem
verður svo ráðandi um það hvað
fólk hugsar um.
Þeir sem fjalla um fíkniefni bera
mikla ábyrgð því það er auðvelt að
ýta undir notkun fíkniefna jafnvel
þó að það sé gagnstætt ætlan. Töl-
ur í dag benda á að ungt fólk telji
alls ekki eins hættulegt að prófa
fíkniefni eins og jafnaldrar þeirra
töldu fyrir 10 árum. Einnig hefur
fleira ungt fólk prófað slík efni en
áður og því eru augljósar vísbend-
ingar um að eitthvað frjálst afl í
samfélaginu ýti undir það að fólk
prófi fíkniefni. Dæmi um slíka
falda hvatningu er nýlegur frétta-
flutningur af fyrirsætunni Kate
Moss; það er hamrað á því að hún
hafi notað fíkniefni en á sama tíma
er ímynd hennar sett í búning sem
ungar stúlkur ágirnast; hún kölluð
„ofurfyrirsæta“ og „ein fegursta
kona heims“ í sömu andrá. Við það
myndast tengingar í hugum les-
enda á milli fíkniefnanotkunar
annars vegar og velgengni og
aðdáunar hins vegar sem auka lík-
urnar á því að fíkniefni verði próf-
uð. Því er það afar brýnt að sem
flestir fjölmiðlar áttuðu sig á þess-
um leyndu áhrifum og hættu alfar-
ið að flytja fréttir sem þessar sem
kveikja ómeðvitað jákvæðar teng-
ingar í hugum sumra gagnvart
fíkniefnum.
Forvarnir
gegn fíkniefnum
geta haft
þveröfug áhrif
Hallgrímur Óskarsson skrifar
um rannsóknir á forvörnum og
framsetningu forvarnarefnis
Hallgrímur Óskarsson
’Mannshug-urinn er sjálf-
stæðari en svo
að hann hlýði og
meðtaki skila-
boð eins og þau
eru lögð fyrir
hann. ‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
rannsóknar- og ráðgjafafyrir-
tækisins Fortuna.