Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 51
MINNINGAR
Rúnar V. Jensson, kerfisstjóri og
starfsmaður tölvu- og tæknisviðs
skólans. Rúnari kynntist ég sem ein-
staklega þægilegum samstarfsmanni
sem hafði góða nærveru og vann
verk sín af alúð.
Mörg flókin og aðkallandi verkefni
sem m.a. snertu tölvu- og tæknimál
biðu sumarsins 2005 þar sem Háskól-
inn í Reykjavík og Tækniháskóli Ís-
lands runnu saman í einn skóla, Há-
skólann í Reykjavík, hinn 1. júlí 2005.
Rúnar var lykilmaður í þeirri vinnu.
Hann vann óeigingjarnt starf dag
sem nótt við undirbúning og sam-
runa tölvukerfa og gagnagrunna, öll
þau flóknu störf vann hann með
ánægju og bros á vör þrátt fyrir
ómælt álag á stundum.
Vegna anna var lítið um sumarfrí
eða aðrar frístundir hjá Rúnari síð-
astliðið ár. Það var því langþráð frí
sem beið hans er hann hélt í hina ör-
lagaríku ferð til Kólumbíu skömmu
fyrir jól, en þar eyddi Rúnar jólahá-
tíðinni við iðkun á því sem átti hug
hans allan, svifflugi. En fríið lang-
þráða fékk snöggan endi á gamlárs-
dag þegar Rúnar lenti í alvarlegu
slysi og lést nær samstundis. Já,
slysin gera ekki boð á undan sér. Það
var því reiðarslag fyrir samstarfs-
menn Rúnars þegar fréttirnar af
slysinu bárust á fyrsta vinnudegi árs-
ins. Það er þó huggun að minningin í
hugum okkar er björt um ljúfan
dreng, Ég votta foreldrum Rúnars,
bræðrum og öðrum ættingjum og
vinum mína dýpstu samúð. Guð veri
með ykkur.
Stella K. Víðisdóttir.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Engan hefði órað fyrir því að vinur
okkar og JCI-félagi Rúnar V. Jens-
son myndi falla frá svo snemma.
Ungur, myndarlegur maður sem átti
alla framtíðina fyrir sér.
Rúnar gekk til liðs við JCI-hreyf-
inguna fyrir rúmum þremur árum og
tók strax að sér ábyrgðarhlutverk
sem hann sinnti af festu og sam-
viskusemi. Rúnar var úrræðagóður,
hugmyndaríkur og greiðvikinn með
eindæmum. Hann vann verk sín fyrir
hreyfinguna yfirvegað og var dugleg-
ur að mæta á viðburði og mannfagn-
aði og tók virkan þátt í því starfi sem
fram fer hjá hreyfingu eins og JCI.
Rúnar sótti ótal námskeið innan
JCI og var ávallt mikið í mun að bæta
sig og sækja sér þekkingu sem gæti
nýst honum í starfi og leik.
Undirritaðar fengu þann heiður að
sitja í stjórn JCI Garðabæjar Kópa-
vogs, eins aðildarfélags JCI Íslands,
árið 2004 þar sem Rúnar gegndi
stöðu gjaldkera. Sátum við margan
stjórnarfundinn þar sem oft var glatt
á hjalla jafnframt sem teknar voru
ákvarðanir um hin ýmsu mál innan
félagsins. Rúnar ákvað að taka sér frí
frá störfum innan JCI-hreyfingar-
innar á síðasta ári til að geta einbeitt
sér meira að aðaláhugamáli sínu,
svifdrekaflugi. Við samglöddumst
honum, vel kunnugt um hinn mikla
áhuga hans á svifdrekaflugi. En um
um það sport urðum við margs vísari
eftir sumarútilegu JCI 2004 þar sem
Rúnar mætti kampakátur með allan
svifdrekabúnaðinn sinn og virtist
óþreytandi í því að æfa „flugtak“ á
grasbletti á bakvið bensínstöðina á
Stykkishólmi. Við hin horfðum hug-
fangin á eljuna og óþrjótandi viljann
við að reyna að koma sér á loft í
blankalogni. Hann hafði þarna sýnt
okkur inn í þann heim sem átti hug
hans allan. Þannig var Rúnar, kurt-
eis og rólegur en samt ákafur og æv-
intýragjarn.
Rúnars er sárt saknað af félögum
JCI-hreyfingarinnar. Við áttum von
á honum aftur til starfa í hreyfing-
unni á nýju ári.
Fyrir hönd JCI-félaga viljum við
kveðja góðan dreng, félaga og vin og
þökkum fyrir samstarfið og vinátt-
una síðastliðin ár. Foreldrum, systk-
inum og öðrum aðstandendum send-
um við okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Jenný Jóakimsdóttir,
Helena Víðisdóttir,
Þórunn Sigurðardóttir.
✝ Jón VíkingurGuðmundsson
fæddist á Skeggja-
stöðum á Jökuldal í
Norður-Múlasýslu
29. maí 1924. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri að kvöldi 11.
janúar síðastliðins.
Foreldrar hans voru
Guðmundur Jóns-
son, þá bóndi á
Skeggjastöðum, síð-
ar á Mýrarlóni, Ak-
ureyri, f. 1. ágúst
1899, d. 2. maí 1979, og kona hans
Arnbjörg Sveinsdóttir frá Borgar-
firði eystri, f. 26. des. 1896, d. 20.
feb. 1929. Seinni kona Guðmundar
var Anna Jónsdóttir úr Skagafirði.
Albræður Víkings voru: 1) Sveinn
Már, framkvæmdastjóri og bæjar-
fulltrúi á Seyðisfirði, f. 25. nóv.
1922, d. 13. okt. 1995. 2) Vignir,
blaðamaður í Reykjavík, f. 6. okt.
1926, d. 3. okt. 1974. Stjúpbræður
Víkings, synir Önnu, eru Sverrir
fv. kaupmaður og Rafn (lést ungur
) Sigurjónssynir. Fóstursystir er
Svanhildur Sumarrós Leósdóttir,
húsmóðir Ytra-Krossanesi.
Fyrri kona Víkings var Halldóra
Hansen. Þau skildu. Þau eignuðust
tvö börn. Annað dó í frumbernsku.
Dóttir þeirra er Arnbjörg Anna, f.
2. jan. 1946. Fyrri maður var
Gunnar Örn Gunnarsson. Sonur
þeirra Bjarni. Seinni maður er
Gunnar H. Sigurðsson. Börn
þeirra eru Gréta og Sigurður.
Eftirlifandi kona Víkings er
Bergþóra Sigríður Sölvadóttir og
Þór, Tinnu og Báru. 7) Gunnar
Ingi verkamaður, f. 17. desember
1965. 8) Þórunn Hyrna nemi, f. 10.
janúar 1978. Langafabörn Víkings
eru sex.
Víkingur lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og
fluttist 1945 til Reykjavíkur þar
sem hann starfaði sem bifreiða-
stjóri í nokkur ár. Víkingur flutti
1948 að Grundarhóli á Hólsfjöllum
og bjó þar í 14 ár. Hann flutti með
fjölskylduna til Akureyrar 1962 og
áttu þau heimili á Kífsá fyrstu þrjú
árin. Síðan keypti hann jörðina
Grænhól 1964 og bjó þar með
blandaðan búskap í allmörg ár.
Uppúr 1975 dró hann að mestu úr
búskapnum og hóf vörubílaakstur.
1978 keypti hann sér vörubíl og
starfaði með hann í um 20 ár.
Víkingur var í stjórn Landssam-
bands vörubifreiðastjóra og for-
maður Vörubílstjórafélagsins Vals
á Akureyri í nokkur ár. Hann var
fréttaritari Morgunblaðsins um
áraraðir, bæði þegar hann bjó á
Hólsfjöllum og einnig eftir að hann
flutti til Akureyrar. Víkingur lét
sig bæjarmálin og landspólitíkina
varða og var um tíma virkur í
Sjálfstæðisflokknum og starfaði
talsvert fyrir hann. Hann var virk-
ur í félagsmálum og var í stjórn
Ungmennasambands Eyjafjarðar,
UMSE, um tíma, einnig Ung-
mennafélagsins Dagsbrúnar um
skeið og var stofnandi bridge-
deildar innan félagsins og var
hann ötull bridgespilari á meðan
heilsan leyfði. Víkingur var mikill
áhugamaður um íslenskt mál og
átti í reglulegum bréfaskriftum
við Gísla Jónsson menntaskóla-
kennara, sem þekktur var fyrir
pistla sína um íslenskt mál.
Útför Víkings fer fram frá Gler-
árkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
eiga þau saman átta
börn. Fyrir á hún dótt-
urina Laufeyju, f. 25.
desember 1950, með
Birni Hauki Magnús-
syni. Hún á fjögur
börn.
1) Guðmundur
bóndi í Garðshorni á
Þelamörk, f. 24. júní
1953, kvæntur Sóleyju
Jóhannsdóttur. Börn
þeirra eru Bergþóra,
Víkingur og Hanna
Björg. Fyrir á Sóley
soninn Hjalta Ómar. 2)
Vignir málarameistari, f. f. 20. júní
1954, kvæntur Hildi Stefánsdótt-
ur. Börn þeirra eru Maren Eik,
Stefanía Eir og Sölvi Rúnar. Fyrir
á Vignir dótturina Eddu Maríu
með Hauði Helgu Stefánsdóttur. 3)
Sölvi Rúnar öryrki, f. 25. ágúst
1955. 4) Elín Margrét ferðamála-
fræðingur f. 4. ágúst 1956, var gift
Hermanni Brynjarssyni. Dóttir
þeirra Guðlaug. 5) Jón starfsmað-
ur hjá Össuri, f. 9. maí 1962. Fyrri
kona Agnes Bryndís Jóhannes-
dóttir. Dóttir þeirra Ingibjörg
Hulda. Eiginkona Jóns er Erna
Valdís Sigurðardóttir. Dætur
þeirra eru Kristjana Marín, Berg-
þóra Björk og Ásthildur Helga.
Fyrir á Jón soninn Sölva Geir með
Helenu Ottesen. 6) Guðný Sigríður
kennari, f. 7. október 1963. Dóttir
hennar og Hilmis Valssonar er
Selma. Eiginmaður Sigríðar er
Pétur Valgeir Pálmason. Börn
þeirra eru Sunna Guðrún og Þor-
kell Máni. Fyrir á Pétur börnin:
Tómas Pálma, Bryndísi, Elmar
Nú er Víkingur frændi okkar all-
ur. Þessi þrautseigi og þolinmóði
maður sem alltaf var gaman að hitta
og spjalla við. Þeir bræður Víkingur
og faðir okkar voru að mörgu leyti
líkir og voru alla tíð nánir vinir. Það
átti líka við um Vigni bróður þeirra
á meðan hans naut við.Þegar faðir
okkar veiktist og sótti læknisaðstoð
til Akureyrar var hann ávallt vel-
kominn á Grænhól. Og oftar heim-
sótti hann Víking og Beggu og
dvaldi þá í lengri tíma. Ekki var það
talið eftir þó að margt væri í heimili.
Það er margs að minnast og margt
að þakka.
Alveg þótti það sjálfsagt að Björn
bróðir fengi að koma í sveitina til
þeirra hjóna á Grundarhól á Fjöll-
um. Björn hafði mjög gaman af að
vera í sveit hjá Víkingi og Beggu um
1960. Þá voru margir bæir í byggð á
Hólsfjöllum og þó langt væri á milli
bæja var samgangur mikill enda var
náungakærleikur og hjálpsemi rík-
ur þáttur í eðli íbúanna í þessari víð-
feðmu en fámennu sveit. Á vorin
fjölgaði stórlega í sveitinni þegar
kaupstaðarbörnin streymdu til sum-
ardvalar á Fjöllum, mörg á sumum
bæjunum. Þá var oft gaman.
Það var gott fyrir börn og ungviði
að vera í návist Víkings, Hann hafði
einstaklega góða nærveru. Ætíð ró-
legur og yfirvegaður og virtist ávallt
hafa tíma til að spjalla og uppfræða.
Vissi upp á hár hversu lausan taum
ungdómurinn þyldi. En eftir að Vík-
ingur tók í taumana varð engu um
þokað.
Víkingur var skemmtilegur mað-
ur og fróður um marga hluti. Hann
var líka góður sögumaður sem hafði
einstakt lag á að fá áheyrandann til
að lifa sig inní frásögnina. Eitt ein-
kenni Víkings sem sögumanns var
að hann sagði bara skemmtilegar
sögur af skemmtilegum atvikum.
Það sem miður fór í mannlífinu þótti
honum ekki frásagnarvert. Rætnar
sögur kunni hann ekki.
Víkingur var vel ritfær og ritaði
kjarngott og vandað mál. Hann var
fréttaritari Morgunblaðsins á Hóls-
fjöllum á meðan hann bjó þar. Einn-
ig ritaði hann fjölda blaðagreina um
þjóðfélagsmál og málefni líðandi
stundar í Morgunblaðið og Akur-
eyrablöðin. En þjóðfélagsmál og
mannlífið í heild var Víkingi ákaf-
lega hugleikið.Einnig skrifaði hann
töluvert hjá sér af minningarbrot-
um og mun þar kenna margra
skemmtilegra grasa.
Óbilandi bjartsýni og áræðni var
Víkingi í blóð borin, Hann var
óhræddur við að söðla um í lífinu.
Að láta af störfum sem strætóbíl-
stjóri í Reykjavík til að kaupa jörð á
Hólsfjöllum, í sveit þar sem hann
hafði aldrei komið, þótti honum ekk-
ert tiltökumál. Að bregða búi á
Hólsfjöllum eftir 14 ára búskap og
ganga frá jörðinni óseldri og flytja á
æskuslóðirnar í Eyjafirði til að
koma ört vaxandi barnahóp til
mennta taldi Víkingur eðlilega
framþróun lífsins. Að hætta búskap
eftir nær þrjá áratugi og gerast
sjálfstætt starfandi vörubílstjóri,
þegar atvikin æxluðust þannig, þótti
Víkingi skemmtileg áskorun, Oft
hafa þessar sviptingar sjálfsagt
reynt á manninn en með bjartsýn-
ina og eðlislæga glaðværð að vopni
gekk Víkingur á hólm við hverja
raun, dyggilega studdur af sinni
góðu konu. Úr hverri raun kom Vík-
ingur sem sigurvegari og gerði þá
gjarnan góðlátlegt grín að þeim erf-
iðleikum sem að baki voru. Ævin-
lega án beiskju.
Víkingur var að eðlisfari fé-
lagslyndur maður og kunni að lifa
eftir máltækinu „maður er manns
gaman“. Sjaldan var Víkingur svo
önnum kafinn að hann gæfi sér ekki
tíma til að ræða landsins gagn og
nauðsynjar við vini og kunningja.
Var hann þá jafnan rökfastur í mál-
flutningi sínum og setti oft fram
sjónarmið sem aðrir komu ekki
auga á og ekki lágu ljós fyrir. Við
nánari athugun reyndust sjónarmið
hans jafnan þarft innlegg í málið.
Beggu og börnunum sendum við
samúðarkveðjur. Minningin um
góðan og skemmtilegan mann mun
lengi lifa.
Björn, Arnbjörg, Árný og
Bóthildur Sveinsbörn.
Á Fjöllunum er enn talað um
hann sem Víking á Grundarhóli,
þótt hann og Begga hafi flutt burtu
og búið í Eyjafirði í yfir fjörutíu ár.
Síðan 1962 hefur enginn búið á jörð-
inni. Það hafa engir orðið til þess að
trufla myndina af þeim sem við
Fjöllungar tengjum við bæinn
Grundarhól. Ég ólst upp við að Vík-
ingur væri næsti nágranni og af því
að ég var eldri en elsti sonur þeirra
Beggu fékk hann mig oft lánaðan til
þess að leita að hestum. Hann átti
rússajeppa með blæjum. Það var
góð miðstöð í honum og notalegt að
spjalla við Víking þegar hann ók yf-
ir móa og mela að horfa eftir hesta-
stóðinu. Hann hafði einkar gott lag
á að ýta undir vangaveltur barna.
Ég vonaði stundum að við fyndum
ekki hestana og ég gæti bara skraf-
að áfram við Víking, mér fannst ég
vera svo fullorðinn þegar hann
nennti að hlusta á mig. Ég tók eftir
því að hann var ekki eins uppörv-
andi í samræðum við fullorðna fólk-
ið. Hann tók sér góðan tíma til að
íhuga málin, draga fram kost og löst
og vera hugsanlega alveg á önd-
verðum meiði við fólk í kringum sig.
Víkingur kom oft á símstöðina á
Grímsstöðum til þess að síma suður
eða á Kópasker. Þá heyrði maður
stundum þennan dagsfarsprúða
mann hækka róminn. Hann vílaði
ekki fyrir sér að skamma þingmenn
og bankastjóra og jafnvel kaup-
félagsstjórann, en það fannst manni
jaðra við hofmóð. Síðar, þegar ég
kynntist fólki sem var gagnrýnið á
þjóðfélagið og var flest til vinstri í
stjórnmálum, þá minntist ég Vík-
ings á Grundarhóli. Hann hafði ver-
ið gagnrýninn á ríkjandi viðhorf
Framsóknarsamfélagsins en gat þó
engan veginn kallast róttækur
vinstrimaður. Hann var sjálfstæður
maður og eini sjálfstæðismaðurinn á
Hólsfjöllum á þeim árum. Gagnrýn-
in íhygli og sjálfstæð hugsun ein-
kenndu framgöngu Víkings í öllu,
starfi jafnt sem þátttöku í fé-
lagsmálum.
Við sem ólumst upp á Fjöllunum
minnumst Víkings á Grundarhóli
með mikilli hlýju. Þau Begga og
hann voru góðir grannar. Ég sendi
Beggu og börnum þeirra samúðar-
kveðjur við fráfall Víkings.
Ævar Kjartansson.
Í dag er til moldar borinn félagi
okkar og vinur Víkingur Guðmunds-
son frá Grænhóli sem hiklaust má
telja föður bridsklúbbsins okkar.
Það var fyrir um það bil þrjátíu
árum að Víkingur, þá stjórnarmað-
ur í Ungmennafélaginu Dagsbrún,
tók að hóa saman fólki í Hlíðarbæ til
að spila brids, í fyrstu einungis á
tveimur borðum, en fljótt fjölgaði og
er klúbburinn nú einn sá stærsti á
landinu. Þetta má að stórum hluta
þakka Víkingi, því einlægur áhugi
hans á bridsíþróttinni var driffjöðr-
in í starfinu til að byrja með. Vík-
ingur lét sig mjög mörg málefni
varða og var eins og einn vinur hans
sagði sjálfmenntaður sérfræðingur
á mörgum sviðum en brids hafði
forgang hjá honum og hann vann fé-
laginu af heilindum. Ekki spillti það
fyrir að hann var vel máli farinn og
góður hagyrðingur og naut klúbb-
urinn þess við ýmis tækifæri.
Víkingur Guðmundsson var prúð-
menni í framgöngu og háttvís þann-
ig að ekki var auðséð fyrir
ókunnuga, þegar sest var við spila-
borðið að þar sæti áræðinn skæru-
liði sem tilbúinn var að taka áhætt-
una – og sveiflan lá í loftinu. Ekkert
vissi hann aumara en reyna ekki við
slemmuna. Þá var nú betra að fara
einn niður! ,,Við vinnum ekki ef við
segjum það sama á spilin og hinir,“
sagði hann stundum við makker
sinn.
Víkingur tók þátt í starfi Brids-
klúbbsins allt til vorsins 2005 en
þegar félagar mættu til leiks í haust
var hans saknað og þá skynjuðum
við að nú færi að halla degi og senn
kæmi að vistaskiptum.
Við vinir og spilafélagar Víkings
til margra ára kveðjum með trega
og þakklæti þennan frumkvöðul.
Við söknum vinar og félaga og
þökkum handleiðsluna og samfylgd-
ina.
Fari svo að gefið verði hinum
megin að þessu lífi loknu þá á Vík-
ingur Guðmundsson flestum betur
skilið að taka upp góða hönd.
Aðstandendum öllum sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Félagar í Bridsklúbbi
Hlíðarbæjar.
VÍKINGUR
GUÐMUNDSSON
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegs
sonar míns, bróður og mágs,
GUNNARS HARALDSSONAR,
Ægisgrund 19,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir til starfólks Kópavogshælis og
Ægisgrundar.
Haraldur Örn Sigurðsson,
Haukur Már Haraldsson, Erla Sigurbergsdóttir,
Þóra Haraldsdóttir,
Sigurður Haraldsson, Ewa Kurkowska,
Haraldur Örn Haraldsson.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningar-
greinar