Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Arnvið Hansenbifreiðastjóri, eða Alli eins og hann var ætíð kall- aður, fæddist í Mjólkursamlaginu á Akureyri 4. desem- ber 1940. Hann lést að heimili sínu á Dalvík 6. janúar síð- astliðinn. Foreldar hans voru Inge Arn- við Hansen, hús- vörður í Mjólkur- samlaginu, f. 19.11.1907, d. 13.9.1958, og Tómasína Vigfús- dóttir Hansen, baðvörður í Sund- höll Akureyrar, f. 3.8.1915, d. 29.2.1984. Systkini Alla eru Ruth Hansen, listamaður á Akureyri, f. 28.2.1944, gift Jóni Dan Jóhanns- syni forstjóra, Hans Normann Hansen vélvirki, f. 22.3.1942, d. 16.9.1993 og Stefán Ívar Hansen, vélvirki, f. 12.7.1950, kvæntur Ragnheiði Lárusdóttur. Alli kvæntist Guðmundu Guð- mundsdóttur 1960 og eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: 1) Guð- rún, f. 1.7. 1960. Hún lét ættleiða sig. Hún á fjögur börn, þau eru a) Heimir Viðar Hermannsson, kvæntur Guðrúnu Fríði Ólafsdótt- ur, dóttir þeirra er Andrea Ösp, b) Eyjólfur, c) Jónbjörg Sesselja, sem á soninn Sindra Blæ og d) Hannes Bjarni. 2) Guðmundur Hansen, f. 10.8. 1961, kvæntur Stefaníu Hólm Stefánsdóttur, f. 18.3. 1968, þau eiga fjögur börn, þau eru Arnar Þór, Björn Ævar, María Rún og Stefán Arnvið. 3) Inga Arna, 27.8. 1966. Hún lét ætt- leiða sig. Hún á á fjögur börn. Alli og Guðmunda skildu. Alli kvæntist Hrafnhildi Þórs Ingvadóttur 1968 og eignuðust þau tvær dætur, þær eru: 4) Áslaug Kristín, f. 9.7. 1968, gift Hilm- ari Snorrasyni, börn þeirra eru a) Anna Sigríður, gift Sigur- birni Rúnari Björns- syni, börn þeirra Elma Rún og Björn Kári, og b) Guð- mundur Már. 5) Ing- er Rut, f. 12.4. 1975, sambýlismaður Vig- fús Morthens, börn þeirra eru Hrafnhildur Alice og Gunnar Örn. Stjúpdóttir Arnviðs er 5) Rósa Ágústa Rögnvaldsdótt- ir, gift Pétri Kristófer Péturssyni, þau eiga tvö börn, Halldór Örn og Önnu Rakel. Alli og Hrafnhildur skildu. Á barna- og unglingsárum sín- um var Alli í sveit að Hærings- stöðum í Svarfaðardal. Hann starfaði hjá Mjólkursamlaginu sem aðstoðarmaður og síðar sem bifreiðastjóri. Þá starfaði hann við akstur hjá Vöruflutningum Aðalgeirs Sigurðssonar á Húsa- vík. Hann starfaði um fjögurra ára skeið hjá Kokkums skipa- smíðastöðinni í Malmö. Hann vann um tíma á flutningaskipunum Eddu og Skaftafelli og einnig á togaranum Baldri frá Dalvík. Þá keyrði hann eldhúsbíl hjá Úlfari Jacobsen nokkur sumur. Árið 1979 flutti Alli til Dalvíkur og hóf störf sem bifreiðastjóri hjá Sölt- unarfélagi Dalvíkur. Starfaði hann þar uns hann varð að láta af störfum sökum heilsubrests. Útför Alla fer fram frá Dalvík- urkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Pabbi er dáinn, farinn og kemur aldrei aftur... þetta eru stór orð, miklu stærri en maður getur ímynd- að sér og þetta er svo sárt, svo hræðilega sárt. Allt í einu er ég föð- urlaus, ég, af hverju? Ég er bara alls ekki tilbúin til þess. Svo loka ég aug- unum og það dýrmætasta sem ég á streymir fram. Ójá, það streyma fram minningarnar og ég á nóg af þeim um hann pabba minn. Í Svíþjóð að kenna mér að hjóla, labbandi út um allar trissur með pabba sem var svo stórstígur og ég litla pabbastelpan hljóp við fót til að halda í við hann. Fór létt með það og náði sko þessu göngulagi. Klipping var nú lítið mál fyrir litla stelpu, fór bara á rakarastofuna með pabba, ekki einhverja kellingastofu sem kunnu ekkert til verka enda hefði þá pabbi ekki farið með mig. Naga neglur er eitthvað sem ég man ekki eftir hvenær byrjaði. Örugglega um leið og ég varð tennt, pabbi nefnilega nagaði sínar og þá varð ég að gera það líka. Það yf- irvannst ekki fyrr en seint og þá hjá okkur báðum. Það er ekki hægt að tala um pabba án þess að minnast á hláturinn hans. Hann byrjaði með bumbuhristing svo kom niðurbældur hlátur sem byrjaði ofan í maga. Svo varð þetta eins og gosbrunnur sem reis alltaf hærra og hærra þar til tárin fóru að streyma. Við bjuggum saman bara tvö í mörg ár og það er svo gott að hugsa tilbaka, rifja upp og leyfa tárunum að streyma. Á Dalvík við tvö og ég að breytast úr barni í ungling. Þá gekk oft mikið á en það var yndislegur tími. Á sumrin skrifuðumst við á á eldhúsborðinu því pabbi var að keyra ís út um allt fyrir togarana eða í löndun og það var sko ekki 9-5 starf. Þá lærði ég að vera sjálfbjarga og síðar meir dugleg til vinnu, annað tókstu ekki í mál. Á veturna vorum við svo mikið saman og þá fékk ég að heyra hvernig allt var í gamla daga. Sérstaklega voru þjóðvegir landsins ræddir því það er jú sál landsins fyr- ir atvinnubílstjórann. Hvernig þú hossaðist í bílnum fram og tilbaka eða þau skipti sem ég fékk að vera með, alltaf sofandi. Svo liðu árin. Ég flyt í burtu, sé þig ekki eins oft en heyri alltaf í þér mjög reglulega því við gátum talað um allt og ekkert í síma og það stundum ansi lengi. En þegar ég bjó hinu megin á hnettinum þá veiktistu, fékkst fyrir hjartað og ég komst ekki til þín. Ég varð svo hrædd, hrædd um að sjá þig ekki aftur, hrædd um að þú myndir ekki ná þér. Þetta var byrjunin að nýju hjá okkur báðum, allt breyttist og sambandið sem hafði slaknað kom á fullum krafti til- baka. Það er búið að vera svo gaman að koma norður og dytta að húsinu, mála og breyta, en við vorum ekki búin. Ætluðum að gera svo mikið á þessu ári en það er víst allt breytt núna. Þú varst barnakall og lifðir fyrir börnin og áttu börnin hans Guð- mundar bróður stóran part í þér, en Elma mín bræddi þig í sumar þegar hún flaug upp í fangið á þér og knús- aði þig. Þú varst sko langinn hennar og þið sáuð ekki sólina fyrir hvort öðru. Ég gaf þér mynd af Elmuknúsi en þú vildir stærri mynd enda mynd- irnar það sem þú vildir og það mikið af þeim. Hvað á ég að gera við allar þessar myndir, pabbi? Fyrir mánuði síðan varðstu 65 ára. Við komum og héldum afmælis- veislu, sá dagur mun ekki líða mér úr minni því það var svo gaman að sjá hvað þú varðst glaður. Það hvarflaði ekki að mér að þetta væri þinn síð- asti afmælisdagur. Nú ertu farinn, skilur mig eftir og mér líður eins og það sé gat á hjartanu mínu sem aldr- ei mun gróa. Ég sakna þín meir en orð fá lýst, því þú varst sko pabbinn minn. Áslaug. Það eru tíu ár síðan ég kynntist tengdaföður mínum Arnvið Hansen en ég held að þrátt fyrir stuttan tíma gæti ég auðveldlega fyllt heila opnu og gott betur í minningunni um hann. Það var ekki löngu eftir að við Áslaug, dóttir hans, fórum að vera saman að hann hringdi í mig og kynnti sig. Fyrsta símtalið fór fljótt út í umræðu um skip og aflabrögð en þá var hann að vinna sem bifreiða- stjóri hjá Söltunarfélaginu á Dalvík þar sem hann bjó. Þau efni áttu eftir að vera óþrjótandi umræðuefni okk- ar í gegnum árin. Líkamlegt slit Alla var að byrja að segja til sín á þessum tíma og ekki var langt í að hann varð að hætta vinnu vegna þessa. Það var honum mikið áfall að hafa ekki leng- ur heilsu í að mæta til vinnu á hverj- um morgni. Þótt hans ævistarf hafi nánast alla tíð verið atvinnubílstjóri þá brá hann þó út af því nokkrum sinnum. Um nokkurra ára skeið vann hann hjá Kokums skipasmíða- stöðinni í Malmö við smíði á risa- olíuskipum. Var gaman fyrir mig sem skipaáhugamann að ræða þessi mál við hann og þegar við hjónin fór- um fyrir ári um Malmö tók ég mynd- ir um allt svæðið þar sem skipa- smíðastöðin hafði verið. Þegar hann svo kom til okkar síðastliðið sumar til að fara með mér á sjóinn þá sátum við kvöldstund og skoðuðum mynd- irnar. Þar upplifði hann aftur minn- ingar frá þessum miklu skipasmíða- árum Svía sem hann tók um tíma þátt í og fékk ég að heyra fjöldann allan af sögum frá þessum tíma. Um tíma var Alli líka á sjó. Var hann á tveimur flutningaskipum, Eddu og Skaftafelli, og einnig á togaranum Baldri frá Dalvík í eigu Snorra Snorrasonar. Sagði hann oft frá þessum árum og þá sérstaklega þeg- ar hann var á Eddunni. Þá var siglt víða m.a. um allt Miðjarðarhaf og suður með Afríkuströndum allt til Conakry í Gíneu. Þar sem ég var al- inn upp í farmennskunni þá kann- aðist ég við marga af fyrrum skips- félögum Alla og því enn skemmtilegra að ræða málin. Ef eitthvað var fréttnæmt í kaupskipa- geiranum þá stóð ekki á því að sím- inn hringdi um kvöldið og málin rædd til hlítar. Sjómennskulíf heill- aði Alla og átti hann eftir að sigla því sem næst á hverju sumri með mér á skólaskipinu Sæbjörgu milli hafna innanlands. Þrátt fyrir vaxandi heilsuleysi lét hann sig ekki vanta í siglingu og má segja að hann hafi verið að hlaða rafhlöðurnar með þessum ferðum.. Fór hann stundum langan veg til að komast í veg fyrir skipið, m.a. kom hann með flutninga- bílum ef hann taldi sig ekki hafa þrek til að keyra á milli. Það var sama í hvaða höfn komið var í ef hann þekkti ekki einhvern þar fyrir þá náði hann strax sambandi við karla á líku reki til að fá fregnir af því sem var að gerast í plássinu. Ég veit að þrátt fyrir að hafa ekki getað gefið mér allan þann tíma sem ég nú vildi hafa gefið Alla þá áttum við góðar stundir saman og áhöfn minni og samstarfsfélögum þótti vænt um hann. Aðalsmerki Alla var lundar- farið og góðmennska hans. Hann var svo einstaklega léttur í lund þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar heilsuleysis en hláturinn og kátínan var alltaf til staðar. Það var ekki að ástæðulausu sem hann fékk viðurnefnið Kátur hjá fyrrum vinnuveitendum sínum. Skapið var einstakt og aldrei sá ég hann skipta skapi. Veit ég með vissu að svo hafi verið um fleiri. Atvinnu- bílstjórinn hafði líka unun af því að keyra. Volvóinn var hans tryggasti fararskjóti til margra ára og kom ekki önnur bílategund til greina sem einkabíll. Það var heldur ekki ferð- inni fyrir að fara þegar hann ók um vegi landsins enda sagði hann oft að þeir færu bara fetið saman. Síðustu árin fækkaði langferðum en akstur út í Kaupfélag og Olís á Dalvík urðu að daglegum ferðum þar sem hann sat löngum yfir kaffibolla og las blöðin. Þegar Áslaug ætlaði að kaupa handa honum kaffikönnu þvertók hann það með öllu þar sem hann fengi sinn kaffibolla á fyrr- nefndum stöðum og því yrði ekki breytt. Þeir sem þekktu Alla vissu hversu náin hann og Áslaug dóttir hans voru. Hún flutti alkomin til pabba síns á Dalvík 13 ára gömul og bjó hjá honum í fimm ár. Sá tími var þeim báðum mjög dýrmætur og tengdi þau gríðarsterkum böndum sem ég dáðist að. Eftir að landshlutar eða lönd fóru að skilja þau að var síminn óspart notaður. Símtöl þeirra stóðu yfirleitt mjög lengi yfir þar sem skýrslur voru fluttar á báða bóga. Á ferðalögum okkar hefur það alltaf verið fyrsta verk Áslaugar að skrifa póstkort til pabba síns og láta hann vita af ferðum okkar. Nú verða þau ekki fleiri. Alli gaf mikið af sér og henni gaf hann ómetanlega gjöf í uppeldinu sem var vinnusemi og trú- mennska. Nú er að leiðarlokum komið. Við áttum margt eftir að gera. Við vor- um búnir að velja parkettið á alla íbúðina og eldhúsið átti að stækka með því að saga burtu vegg. Þessar ráðagerðir verða nú aðeins minning- ar um hvernig við þrjú höfðum ráð- gert að íbúðin þín hefði litið út þegar þessu öllu hefði verið lokið. Um síðir verða aftur endurfundir en þangað til mun minning þín lifa áfram í hjarta okkar. Hvíl í friði, elsku vinur. Hilmar Snorrason. Elsku langafi og Alli, fréttirnar komu eins og þruma úr heiðskíru lofti, þessu áttum við alls ekki von á. Okkur þótti mjög leiðinlegt að geta ekki kvatt þig þegar við fluttum til Danmerkur, en vonuðumst nú eftir að fá að hitta þig þegar við kæmum næst í heimsókn. Elma litla talar mikið um þig og var voðalega ánægð með langafa sinn. En ættarmótið í sumar á stóran stað í hjartanu á henni þegar hún hitti þig og knúsaði þig í klessu. Uppáhaldsbænin hennar Elmu Rúnar sem hún fer með á hverju kvöldi, fylgir hérna með fyrir þig: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíldu í friði, þú verður alltaf í hjörtum okkar. Elmuknús frá Danmörku Anna, Sigurbjörn, Elma Rún og Björn Kári. Hann Alli minn er dáinn, þegar ég heyrði þessa frétt fór hugurinn að reika aftur í tímann. Við vorum jú bræður, en samband okkar var miklu líkara eins og við værum frændur. Öll sumur var hann í sveit á Hæringsstöðum í Svarfaðardal og átti hann þar sitt annað heimili. Og svo þegar ég kom til vits og ára var Alli að flytja að heiman. Hann byrj- aði mjög ungur að búa og gifti sig snögglega. Hann var jú alltaf 10 ár- um eldri en ég, og því sannkallaður stóri bróðir. Hann byrjaði ungur að vinna í mjólkursamlaginu og hafði þá mögu- leika á því að fara erlendis í nám, en hann þóttist ekki hafa tíma til þess og hafnaði því alfarið. Alli byrjaði að keyra útkeyrslubíl hjá samlaginu, en hugurinn stefndi á stóra bíla og hann tók meiraprófið um leið og hann hafði aldur til og fór þá að keyra stóra steypubíla. Ég heimsótti hann oft þá og var stoltur af honum, hann átti fjölskyldu og lítið einbýlishús. En þessi sæla hans entist allt of stutt, hann skildi við konuna, og fór þá að keyra flutningabíl á milli Siglu- fjarðar og Reykjavíkur. Skömmu seinna gifti hann sig í annað sinn og flutti til Reykjavíkur og þá fór hann að keyra flutningabíl frá Húsavík til Reykjavíkur. Þá kom hann oft við á Akureyri og gisti hjá móður okkar. Þar hitti ég hann oft, en svo hætti hann keyrslunni og byrjaði að vinna við smíðar í Reykja- vík. Þar smíðaði hann marga fallega hluti, t.d. massífa bogadregna úti- hurð sem hann var mjög stoltur af. Hann var nefnilega bráðlaginn í höndunum og meistarinn hans vildi endilega taka hann á samning þann- ig að hann fengi réttindi sem smiður. En það var ekki við það komandi, ef hann tók eitthvað svona í sig þá var honum ekki haggað. Alli flutti til Svíþjóðar og þar vann hann hjá Kocums í Malmö í nokkur ár. Ég heimsótti hann þangað ásamt móður okkar og það var mjög eft- irminnileg og skemmtileg ferð. En Alli flutti aftur til Reykjavíkur með fjölskyldu sína, en það entist stutt því að hann skildi við konuna fljót- lega eftir heimkomuna. Þá fór hann á sjóinn og gerðist sjómaður á flutn- ingaskipinu „Eddunni“ og sigldi með henni til Miðjarðarhafsins og suður til Afríkusrandar. Hann var hálft ár á sjó og ég man enn eftir því þegar hann kom, hann hafði hvorki látið skerða á sér hár né skegg og ég þekkti hann varla. Eftir að hann kom heim til Ak- ureyrar bjó hann hjá móður okkar smá tíma en var samt mjög eirðar- laus og vissi ekkert hvað hann vildi gera. Það var ekki fyrr en hann fór í heimsókn út á Dalvík til Gunnars Jónssonar þá kom hann alsæll heim, og sagðist ætla að flytja út á Dalvík. Ég man eftir því, að gamla konan vildi hafa hann lengur hjá sér fyrst hann var kominn heim aftur á annað borð. Hann var fljótur að róa hana nið- ur, og sagði þetta er allt í lagi, mamma mín, Gunni ætlar að hjálpa mér. Eftir þetta var ekki aftur snúið, hann eyddi síðustu árunum sínum úti á Dalvík. Enda togaði Svarfaðar- dalurinn alltaf mikið í Alla hann vildi hvergi annars staðar vera. Allar stundirnar í sumarbústaðnum með Gunnari og Emmu gáfu honum mjög mikið, það fann ég svo vel þegar ég talaði við hann. Eftir að hann missti vinnuna fór að halla undan fæti, en það var alveg sama hvenær maður spurði hvernig líður þér, Alli minn, þá var alltaf sama svarið, ég hef það ágætt það er ekkert að mér, og þar með var málið afgreitt og slegið á létta strengi með tilheyrandi hlátrasköllum. Þar sem ég veit að þú ert núna laus við þraut- irnar þínar, þá ætla ég nú að kveðja þig á léttu nótunum. Vertu blessaður kæri bróðir og njóttu þess að láta þér líða vel á nýja staðnum. Börnum þínum og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Stefán Ívar Hansen. ARNVIÐ HANSEN Lokað Skrifstofur Háskólans í Reykjavík, Ofanleiti 2 og Höfðabakka 9, verða lokaðar föstudaginn 20. janúar frá kl. 10.30-12.30 vegna jarðarfarar RÚNARS V. JENSSONAR. Háskólinn í Reykjavík. Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa okkar, JÓHANNS EYJÓLFSSONAR, Dalsbyggð 21, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki á deild B-7, Landspítala Fossvogi, fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Fríða Valdimarsdóttir, Eyjólfur Jóhannsson, Markús Jóhannsson, Guðný B. Kristjánsdóttir, Hanna Fríða Jóhannsdóttir, Hlöðver Þorsteinsson, Helga Jóhannsdóttir, Aðalsteinn Svavarsson, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.