Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 59 MINNINGAR Atvinnuauglýsingar Óskum eftir áhugasömu starfsfólki í eftirfarandi störf. Sölumaður, sala og þjónusta við viðskiptavini. Við leitum að sölumanni sem er jákvæður, drífandi og getur unnið sjálfstætt, þekking á bílum eða brennandi áhugi á öllu sem við kemur bílum er skilyrði. Afgreiðsla, almenn afgreiðslu- lager- og útkeyrslustörf. Einnig leitum við að starfsmanni í afgreiðslu, lager og útkeyrslu sem er áhugasamur, jákvæður og með ríka þjónustulund. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 22 ára aldri, eru reyklausir og geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um störfin veitir Þór í síma 587 6644. Málningarvörur ehf / Gísli Jónsson ehf er verslun sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu til bílaréttinga, bílamálunar og bónstöðva. Fyrirtækið er nýlega flutt í nýtt, stórt og rúmgott húsnæði að Kletthálsi 13. MÁLNINGARVÖRUR • GÍSLI JÓNSSON Kletthálsi 13 • 110 Reykjavík • Sími: 587 6644. www.malningarvorur.is Umsóknum má skila á netfangið malningarvorur@malningarvorur.is eða senda til: Kennarar Vegna forfalla vantar strax kennara í líffræði við skólann Um er að ræða kennslu í NAT 103 og LIF 103, 100% starf. Ráðið verður í stöðuna strax. Laun skv. kjarasamningi ríkisins og KÍ. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Upplýsingar veitir aðstoðarskólameistari í sím- um 570 5610 og 896 1808. Aðstoðarskólameistari. Hörkuduglegur starfskraftur Nýútskrifaður viðskiptafræðingur getur tekið að sér afleysingar eða ýmis verkefni út maí. Getur hafið störf strax. Upplýsingar í síma 863 5025. Barnagæsla óskast Barngóður og áreiðanlegur einstaklingur óskast til að gæta tveggja frænka, (13 og 18 mánaða) í 6-8 tíma á dag og sinna léttum hús- verkum. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Maríu í síma 897 0971 eða Grétu 699 6706. Raðauglýsingar 569 1100 Húsnæði í boði Einbýlishús í Mývatnssveit Til sölu eru tvö einbýlishús í Reykjahlíð/Mý- vatnssveit. Hvort húsið er rúmlega 85 m2 að stærð. Einstakt tækifæri fyrir einstaklinga og/ eða félagasamtök. Allar upplýsingar, teikning- ar og myndir gefur Ólafur H., netfang olih@oson.is, gsm 893 0015. Landeigendur Reykjahlíðar ehf. Til sölu Sauðárkróksbakarí til sölu Fyrirtæki í góðum rekstri. Upplýsingar í síma 892 5838 og 453 5838. Félagslíf Í kvöld kl. 20.30 heldur Páll J. Einarsson erindi: „Boðorð Krists og eðli hins illa“ í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjá Erlu Stefáns- dóttur sem fjallar um tímann. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Á sunnudögum kl. 10 er hug- leiðing með leiðbeiningum. Starfsemi félagsins er öllum opin. http:/gudspekifelagid.is I.O.O.F. 1  1861208  E.I.* I.O.O.F. 12  1861208½  E.I. Raðauglýsingar sími 569 1100 Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Þessi orð passa vel við Jónu. Það var mikið áfall þegar þær fréttir bárust að morgni 11. jan. að Jóna hefði ekki vaknað af svefni næturinnar. Samt vorum við líka þakklát fyrir að hún fékk að fara svona, því Jóna hefði aldrei unað því að vera lengi veik. Jóna lifði með stæl og dó með stæl. Hún var kát og skemmtileg, alltaf tilbúin með glens og grín. Ég kynntist Jónu fyrir 26 árum og var mér strax tekið vel og það hefur ekkert breyst. Í 17 ár höfum við búið við hliðina á henni og betri nágranna er ekki hægt að hugsa sér. Hún var mér sem besta móðir og börnunum mínum var hún sem amma. Oft þegar ég þurfti að létta á hjarta mínu þá fór ég til Jónu og fékk að gráta við öxlina á henni því hún skildi allt og var góður hlust- andi. Marga morgna hef ég komið og drukkið með henni morgunkaffi og átt gott spjall saman. Enginn gerði betri lummur en Jóna. Hún hringdi oft og sagði okkur að koma í lummukaffi og þá var ekki hætt fyrr en maður stóð á blístri. Í nóvember datt hún á hálku og handleggsbrotnaði við að ná í póst- inn. Ég fór með hana til Húsavíkur til að láta gera að brotinu og þá gerði hún að gamni sínu við lækn- inn, sagðist hafa vantað athygli. Ekki datt mér í hug í desember þegar ég fór með hana aftur út af brotinu að það væri okkar síðasta samverustund. Hún var hrókur alls fagnaðar og öllum þótti vænt um hana. Ég mun ylja mér við minningar um Jónu í framtíðinni. Kveð ég elsku Jónu mína með söknuði og þakklæti fyr- ir að hafa fengið að kynnast og eiga með henni þessar dýrmætu stundir. Hvíl hún í friði. Elsku systkin, makar, börn og barnabörn, við í Bergholti vottum ykkur dýpstu samúð. Megi góður Guð gefa ykkur styrk, missir ykkar er mikill. Hrafnhildur Geirsdóttir. Bernskuminningarnar stafa bjarma sínum skærar eftir því sem árin líða. Lítil atvik og viðmót fullorðna fólksins gagnvart börnunum greypast í vitundina og með eigin hækkandi aldri verður æ ljósar hve dýrmætt var að eiga góða að í æsku. Við krakkarnir í Stuðlum áttum Jónu í Vogum að, eins og svo ótal margir aðrir. Hvert með sínum hætti og þó allir eins, því alltaf var fullt af börnum, hennar börnum, sumarbörnum og öllum börnunum á bæjunum í kring. Nú finnst okk- ur eins og við höfum alltaf verið að leika okkur og veðrið hafi alltaf verið gott. Stundum vorum við skömmuð fyrir að vera ekki að raka eða að gera eitthvað annað til gagns, en ekki af Jónu. Jóna var alltaf svo skemmtileg. Hún var fyndin á eigin kostnað og fékk aðra til að hlæja með sér og sá alltaf spaugilegu hliðarnar. Hún var meira að segja reglulega stríðin og átti til að plata bæði okkur krakk- ana og jafnvel fullorðið fólk! Fyrir það dáðumst við enn meira að henni. Og kleinurnar hennar; meira að segja mamma bjó ekki til svona góðar kleinur!. Ég átti því láni að fagna að alast upp í sama húsi og Jóna, Stefán og þeirra börn ásamt afa og ömmu, mömmu og pabba og þremur systkinum mínum, fram til 8 ára aldurs þegar við fluttum í okkar hús. Ég man aldrei eftir plássleysi, en vel man ég þegar mér leiddist, því þá fór ég oftar en ekki að eld- húsdyrum Jónu og bað hana að segja mér Stubbasögu. Aldrei tók hún mér öðruvísi en vel, söguna varð hún að segja jafnorðrétt og síðast, og alltaf var pláss við eld- húsborðið og kleina og mjólk á næsta leiti. Systkini mín muna kleinurnar og hjartahlýjuna, en ég sat ein að Stubbasögu og lét ekki aðra komast í þessa sérstöðu og sæluvist. Þegar fullorðinsárin tóku við var Jóna sami höfðinginn heim að sækja og húmorinn á sínum stað. Það var hægt að lenda í dýrlegum fagnaði undir miðnættið ásamt Jónsa og Dísu og öllum þeirra vin- um og síðar fjölskyldum og alltaf var nóg að spjalla og gantast, nóg að bíta og brenna og nóttin enda- laus. Jóna var auðvitað einstaklega vinamörg og allir vinir barnanna þeirra Stefáns og vinir nágranna- barnanna voru jafn hjartanlega velkomnir til þeirra. Þegar búseta okkar systkinanna var orðin á öðr- um stöðum og í öðrum löndum var alltaf fyrsta verk þegar komið var heim í Stuðla, að fara út í Voga. Fyrr var maður eiginlega ekki al- veg kominn heim. Síðasta sumar var sem oftar mannmargt í Vogum um Verslun- armannahelgi. Þá hittist þar stór hluti krakkaskarans sem einu sinni var og eftir mikið mas og hlátur á veröndinni færðum við okkur upp á stofu til Jónu og héldum áfram endurminningunum um okkar bernskusælu. Jóna var að sjálf- sögðu með og taldi sig heyra ým- islegt sem öðruvísi hafði verið frá sagt þegar syndirnar voru hálfját- aðar á sínum tíma. Eftir lát Stefáns dvaldi Jóna mikið hjá Jóni og Ólu á Langholts- veginum. Það var heimili við henn- ar hæfi, gestrisið og gestkvæmt og þar hafa allir getað notið þess sama anda sem einkenndi heimili Jónu í Vogum. Þar sofnaði hún inn í himininn daginn fyrir sextíu ára brúðkaupsafmæli þeirra Stefáns. Jóna, sem aldrei vildi láta hafa fyr- ir sér, heldur veitti öðrum ómælt, kvaddi hljóðlega. Við sem þekktum hana höfum misst mikið, og mest hennar yndislega fjölskylda. Við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni og gleðja ykkur með öllum þeim góðu minningum sem hún gaf okkur. Margrét og öll systkinin í Stuðlum. Heimurinn er fátækari eftir að hin góðhjartaða og skemmtilega kona, Jóna Jakobína, sem var svo fastur punktur í tilverunni, er fallin frá. Daginn eftir lát hennar voru 60 ár liðin frá brúðkaupsdegi þessara yndislegu hjóna. Jóna og Stefán saman á ný og demantsveisla á himnum, dásamlegt. Meðan við fjölskyldan bjuggum í Mývatnssveit höfðum við það fyrir sið að fara í Voga til Jónu og Stef- áns eftir vinnu á mánudögum. Það mátti ekkert koma í veg fyrir þess- ar heimsóknir, þar var svo gott að komast í hlýjan faðm og heyra skemmtilegar sögur. Stefán sem oft sat inni í rúmi með prjónana sína kom fram í eldhús og þar var Jóna búin að taka til kaffi og kök- ur. Síðan skar hún niður rófur úr garðinum handa börnunum. Þetta voru yndislegar stundir, minningar sem nú er gott að ylja sér við. Við fjölskyldan í Pálmholti erum þakklát fyrir allar góðu stundirnar með Jónu og biðjum þess að ljós Guðs lýsi henni. Við biðjum Guð að styrkja elskuleg börn hennar og fjölskyldur þeirra. Þóra Fríður (Lillý).  Fleiri minningargreinar um Jónu Jakobínu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sólveig Ólöf Jónsdóttir; Kristín og Sig. Haukur; Lilja; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.