Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 35
UMRÆÐAN
KÓPAVOGUR er bær í örum
vexti og á skömmum tíma hefur ris-
ið upp eitt stærsta bæjarfélag
landsins. Krafturinn leynir sér ekki
og hvert sem litið er sést uppbygg-
ing og framkvæmdir til stækkunar
og fegrunar bæjarins. Þjónusta
bæjarins við íbúa sína hefur á síð-
ustu árum stóraukist og er nú með
því besta sem býðst. Þar má m.a.
nefna öflugt íþróttastarf með
íþróttamannvirkjum í fremstu röð.
Það hefur líka verið gott framboð á
menningu sem og annarri afþrey-
ingu í gegnum lista og bókasöfn og
aðrar menningarmiðstöðvar.
Í Kópavogi starfa tíu grunnskólar
og á þessu kjörtímabili hefur verið
unnið að auknu sjálfstæði skólanna
með samningi bæjaryfirvalda og
skólastjórnenda sem hefur fært
ákvörðunarvald í meiri mæli til
skólanna sjálfra. Það mun skila sér í
sveigjanlegra skólastarfi og í
rekstri þeirra.
Leikskólarnir eru nú sextán og
fjórir af þeim einkareknir. Nú geta
öll börn sem hafa náð tveggja ára
aldri fengið pláss á leikskólunum,
sem verður að teljast gott í ljósi
mikillar fjölgunar íbúa á skömmum
tíma. Mótuð hefur verið sameig-
inleg stefna í innra starfi þeirra en
huga má að því að auka sjálfstæði
þeirra líkt og gert hefur verið við
grunnskólana.
Í málefnum aldraðra er mik-
ilvægt að fjölga valkostum í hús-
næðismálum með það að leiðarljósi
að öldruðum verði gert kleift að búa
sem lengst í eigin húsnæði. Annar
kosturinn er sá að styðja fólk til að
halda því húsnæði sem það þegar
hefur og hinn kosturinn er sá að
bjóða til kaups sérbýli á einni hæð
með eða án þjónustu. Kópavogur á
að taka forystu í þessum málaflokki
m.a. með því að
sameina heimaþjón-
ustu og heima-
hjúkrun og fjölga
búsetukostum.
Breytt kerfi al-
menningsvagna hef-
ur ekki farið
framhjá íbúum
Kópavogs en því
miður hefur notkun
almenningsvagna
farið minnkandi
undanfarin ár.
Ástæðan er að
börn, unglingar og eldri borgarar
geta ekki nýtt sér kerfið, þar sem
þörfum þeirra til ferða
innanbæjar hefur ekki
verið nægilega sinnt. Það
er því mjög brýnt að
fjölga ferðum innanbæjar
í tengslum við skóla,
íþróttamannvirki og ann-
að félagsstarf sem getur
nýst bæði ungum sem
öldnum.
Á árum áður var Kópa-
vogur aðhlátursefni þegar
komið var að umræðunni
um gatnakerfi og umferð.
Nú er tíðin önnur og bær-
inn hefur byggst hratt upp með
skipulag nútímaumferðar að leið-
arljósi. Nú er staða umferðarmála í
raun mun betri en í grannsveit-
arfélögunum sem búa við umferð-
arteppur og biðraðir. Þetta bitnar
að sjálfsögðu á okkur Kópavogsbú-
um og við þurfum að leysa þetta
vandamál í samvinnu við önnur
sveitarfélög. Til dæmis mætti leggja
ofanbyggðarvegi eða stórhringleiðir
eins og tíðkast í öðrum stórborgum.
Það hefur á undanförnum árum
reynst býsna gott að vera Kópa-
vogsbúi. Flestir geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi varðandi útivist
og aðrar tómstundir, auk þess sem
bærinn hefur stutt vel við þá sem
þurfa á stuðningi hans að halda.
Með því að velja kraftmikið fólk
sem myndar öfluga forystusveit í
bænum er unnt að halda þessu
starfi enn frekar áfram og skila íbú-
um Kópavogs þeim árangri sem
þeir eiga skilinn.
Kópavogur þjónar íbúum sínum
Eftir Margréti Björnsdóttur
’Krafturinn leynir sérekki og hvert sem litið
er sést uppbygging og
framkvæmdir til stækk-
unar og fegrunar bæj-
arins. ‘
Margrét Björnsdóttir Höfundur er varabæjarfulltrúi,
formaður umhverfisráðs
og gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Prófkjör Kópavogur
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Nr. 1 í Ameríku
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa - Gulli betri
Acidophilus
FRÁ
Fyrir meltingu og maga
Sterkur acidophilus 20%
vi›bót
arafsl
áttur
af allri út
söluvöru
. Reikna
st af við
kassann.
990 kr.
1.990 kr.
2.990 kr.
4.990 kr.
6.990 kr.
S M Á R A L I N D
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
3
10
23
0
1/
20
06
bláa bomban
495 kr.
995 kr.
1.495 kr.
2.495 kr.
3.495 kr.
-50%
-50%
-50%
-50%
-50%
-20%
-20%
-20%
-20%
-20%
396 kr.
796 kr.
1.196 kr.
1.996 kr.
2.796 kr.
Upprunalegt verð: 50% afsláttur af allri útsöluvöru: 20% viðbótarafsláttur á Bláu bombunni