Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ENGIN laxaseiði verða sett í sjó í Mjóafirði á vori komanda á vegum Sæsilfurs. Það þýðir að laxafram- leiðslu fyrirtækisins verður hætt árið 2008. Búið er að segja upp fjórum af 11 starfsmönnum fyrirtækisins. Í Mjóafirði búa innan við 40 manns. Í ár er ætlunin að slátra um 4.000 tonnum af laxi hjá Sæsilfri, en því sem eftir verður í sjó, innan við 500 tonnum, verður slátrað á næsta ári. Sæsilfur hefur sett meira en fjórar milljónir seiða í sjó frá árinu 2001 og slátrað tæplega 10 þúsund tonnum af laxi. Félagið hefur verið langstærsti framleiðandi á laxi hér á landi síðast- liðin þrjú ár. Í fyrra var slátrað yfir 3.600 tonnum af laxi hjá Sæsilfri. Sjó- eldið hefur allt farið fram í Mjóafirði. Sterkt gengi og dýrt rafmagn Að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá Samherja hf., en Sæsilf- ur er í meirihlutaeigu Síldarvinnsl- unnar hf. og Oddeyrar hf., dótturfélags Samherja, ræður sterkt gengi krónunnar mestu um þá ákvörðun að hætta laxeldinu. Gott verð hefur fengist fyrir laxinn í er- lendri mynt og markaðsaðstæður eru ágætar, en það megnar ekki að vega upp sterkt gengi krónunnar. Í fréttatilkynningunni segir einnig að mikil hækkun hafi orðið á raforku í kjölfar lagabreytinga. Hækkun á þessum eina rekstrarlið hjá fiskeld- issviði Samherja nemi nú þegar meira en 10 milljónum króna á ári og fyr- irsjáanlegt að hann muni hækka um 20 milljónir á ári til viðbótar innan tveggja ára og hafi þá tvöfaldast á ein- ungis þremur árum. Viðræður um raforkukaup hafa ekki skilað árangri til framtíðar og „er ljóst að jafn stór raforkukaupandi og fiskeldið er nýtur alls ekki sannmælis sem slíkur,“ segir m.a. í tilkynningunni. Þá hafa viðræð- ur um aðkomu Byggðastofnunar að fiskeldinu ekki borið neinn árangur. Oddeyri, dótturfélag Samherja, hefur gert tilraunir með eldi á sand- hverfu og lúðu, auk þess sem félagið er annar stærsti bleikjuframleiðandi á Íslandi. Mikill árangur hefur náðst í eldi þessara tegunda og er ætlunin að reyna að halda því áfram, að sögn Jóns Kjartans Jónssonar, fram- kvæmdastjóra fiskeldis Samherja. Raforkuverð til landstöðvanna skiptir öllu um framhaldið. Mikil vonbrigði Tveir starfsmenn Sæsilfurs í Mjóa- firði hætta um næstu mánaðamót og tveir í lok apríl n.k., að sögn Jóns Kjartans. „Þetta er okkur, sem að þessum málum komum, mikil von- brigði, bæði okkur hjá Sæsilfri og fólkinu í Mjóafirði,“ sagði Jón Kjart- an. Hann sagði að fyrirtækið hafi haft á að skipa góðu starfsfólki með mikla þekkingu. Seiðunum hefur verið klakið út og þau alin að miklu leyti í Grindavík, Ölfusi og Öxarfirði. Jón Kjartan sagði að reynt yrði að finna landstöðvunum annan farveg, t.d. við eldi á lúðu, sandhverfu og bleikju. Þær tegundir eru ekki aldar í sjókvíum hér við land heldur einungis í eldisstöðvum á landi. Sæsilfur hættir laxeldi árið 2008 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is STAÐAN í kjaramálum sveitarfé- laganna verður til umræðu á launa- málaráðstefnu sem fram fer í dag. Öll stærstu sveitarfélögin senda full- trúa sína þangað, samkvæmt upplýs- ingum frá Sambandi sveitarfélaga, en alls eiga um 150 fulltrúar rétt til setu á ráðstefnunni. Víst er að marg- ir bíða niðurstöðu hennar með nokk- urri eftirvæntingu, þar á meðal leik- skólakennarar, foreldrar leikskólabarna og þeir starfsmenn sveitarfélaganna sem lægstar tekjur hafa. Þeir forsvarsmenn sveitarfé- laga og aðrir sem Morgunblaðið ræddi við í gær kváðust vonast til þess að árangur næðist á ráðstefn- unni. Þeir bentu þó einnig á að staða mála væri flókin og að tíma gæti tek- ið að ná endanlegri lausn í málinu. Karl Björnsson, sem annast fram- kvæmdastjórn fyrir launanefnd sveitarfélaganna, segir að til ráð- stefnunnar hafi verið boðað vegna þeirrar stöðu sem upp sé komin í launamálum sveitarfélaganna. „Það er ýmislegt sem vakið hefur óskir um að sveitarfélögin bregðist við með einhverjum hætti,“ segir Karl. Á ráðstefnunni muni koma fram áherslur sveitarstjórnarmanna í þeim málum. „Launanefnd sveitarfélaga mun svo funda í framhaldi af því og vinna úr þeirri stefnu sem væntanlega kemur fram á þessari ráðstefnu.“ Karl segir að nefndin hyggist ekki leggja fram ákveðnar tillögur á launamálaráðstefnunni. „Við munum fyrst og fremst greina stöðuna og kynna ýmsar samanburðarupplýs- ingar og staðreyndir um launakjör. Svo verða ýmsir valkostir í stöðunni kynntir og þá fara fram umræður á grundvelli fyrirliggjandi upplýs- inga,“ segir Karl sem kveðst vonast til að línur skýrist. „En þetta eru það flókin viðfangsefni að það er ekki auðvelt að finna allsherjarlausnir.“ Læst og flókin staða Birgir Björn Sigurjónsson, skrif- stofustjóri starfsmannaskrifstofu Reykjavíkurborgar, kveðst vænta þess að á ráðstefnunni í dag ræði menn saman af hreinskilni og hafi til hliðsjónar þær leikreglur sem gilda á vinnumarkaði. Birgir átti sæti í sam- ráðshópi borgarstjóra um kjaramál leikskólakennara, en hópurinn komst ekki að sameiginlegri niður- stöðu fyrir launamálaráðstefnuna. Hann telur starfið þó hafa verið ár- angursríkt, enda hafi aðilar málsins skoðað það rækilega. Kannað hafi verið hvaða valkostir séu í stöðunni og eins hver mismunurinn í kjörum sé. Engin einföld lausn sé þó til á þeim málum sem lúta að leikskóla- kennurum. Bera saman bækur sínar Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist fyrst og fremst líta á ráðstefnuna sem tækifæri fyrir menn til að bera saman bækur sínar og átta sig á því hvaða leiðir séu fær- ar. „Ég á von á því að launanefndin leggi fram ákveðnar hugmyndir og tillögur og veit hún hefur verið að vinna að því. Það þarf svo að skoða þær tillögur þegar þær eru komnar upp á borðið,“ segir Lúðvík. „Við munum láta okkar skoðanir í ljós í umræðunni.“ Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, kveðst ekki sannfærður um að skýr niðurstaða fáist á ráð- stefnunni í dag. Hann hafi þó ákveðnar væntingar. „Þær eru að okkur takist að vinna úr þessum mál- um í sameiningu, að við höldum því ágæta samstarfi sem hefur verið meðal sveitarfélaganna í þessum málum,“ segir Halldór. Sveitarfélög á landsbyggðinni vilji ekki að starfs- fólk þeirra sé á öðrum launum en starfsfólk sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu. „Hins vegar er geta sveitarfélaga á landsbyggðinni til að bregðast við mun minni en þeirra sem eru á höfuðborgarsvæðinu.“ Halldór segir að mikilvægt sé að menn einbeiti sér að því að hækka lægstu launin og gæti að því að búa ekki til kerfi sem geri að verkum að allir aðrir hópar þurfi einnig að hækka. Slíkt geti leitt til verri nið- urstöðu fyrir þá lægst launuðu. Ætlast til að lausn finnist Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, vill ekki segja til um hvort Kópavogsbær muni koma með ákveðið útspil í launamálum á ráð- stefnunni. Hann kveðst vonast til þess að hún skili árangri og kveðst bjartsýnn á að árangur náist. Helstu verkefnin segir Gunnar þau að taka á launamálum hinna lægst launuðu og málum leikskólakennara. Ýmis samtök og starfsmannafélög hafa undanfarið sent frá sér yfirlýs- ingar þar sem þess er krafist að lausn verði fundin á kjaramálum starfsmanna sveitarfélaga. Í yfirlýs- ingu sem Börnin okkar, samtök for- eldrafélaga leikskóla í Reykjavík, sendu frá sér í gær, segir að staðan sem komin er upp á leikskólum í Reykjavík sé mikið áhyggjuefni. Mannekla hamli þeirri góðu starf- semi sem þar hafi verið. Hvetja sam- tökin borgina og önnur sveitarfélög til að finna lausn á vandanum. Miklar væntingar til launamálaráðstefnu sveitarfélaganna sem fram fer í dag Ýmsir val- kostir í stöð- unni kynntir Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Morgunblaðið/Ómar ÍSLENDINGAR hafa næstum fyllt upp í mengunarkvóta þjóðarinnar og er nú aðeins rúm fyrir eitt álver til viðbótar hér á landi ef heiðra á Kyoto-samkomulagið og þær meng- unarheimildir sem þjóðin hefur sam- kvæmt því. Helgi Hjörvar, þingmað- ur Samfylkingar, gerir þetta að umræðuefni á heimasíðu sinni, www.helgi.is. Segir hann ekki rúm fyrir frekari stækkun, nema sér- staklega verði keypt leyfi til auk- innar mengunar eða aukin heimild fengin til að menga meira. Á síðasta þingi spurðist Helgi fyr- ir um mengunarheimildir Íslendinga samkvæmt Kyoto-samkomulaginu, en það takmarkar heimildir þjóða til að menga andrúmsloftið. Íslend- ingum var sérstaklega heimilað að losa 1,6 milljónir tonna af koltvísýr- ingi í tengslum við stóriðju. Þannig bendir Helgi á að ef ákveð- ið verður að stækka álverið í Straumsvík muni Íslendingar hafa náð því marki sem Kyoto-bókunin setur þjóðinni á árunum 2008-2012. „Verði Kyoto samningurinn fram- lengdur og við fáum ekki heimild til að menga meira, er ekki hægt að reisa hér fleiri álver nema kaupa hingað sérstaklega leyfi til aukinnar mengunar,“ segir Helgi á heimasíðu sinni. „Um leið liggur fyrir að Norð- urál hefur óskir um álver í Helguvík og enn annað fyrirtæki skoðar möguleika á Norðurlandi.“ Lýsir eftir umræðu Helgi segir nú þá meginbreytingu hafa orðið að ræða þurfi hvaða stór- iðju og virkjanakosti þjóðin vilji og hver hraðinn eigi að vera í uppbygg- ingunni. „En ekki bara taka því sem að okkur er rétt einsog áður var.“ Helgi segir litla umfjöllun um þessa staðreynd í stjórnmálaum- hverfinu vera áhyggjuefni og lýsir eftir umræðu um mikilvægar póli- tískar spurningar. Hún hafi verið lít- il sem engin, þrátt fyrir að viðræður við álfyrirtækin séu á fullri ferð. Mengunar- kvóti Íslend- inga næstum á þrotum Aðeins rúm fyrir eitt álver til viðbótar BJÖRG Bjarnadóttir, formaður Fé- lags leikskólakennara, segist telja að leikskólakennarar bíði nið- urstöðu launamálaráðstefnu sveit- arfélaganna, áður en þeir ákveða næstu skref í sínum málum. Hún treystir sér ekki til að segja um hvort margar uppsagnir berist, reynist árangur ráðstefnunnar ekki viðunandi að mati kennara, en verði árangurinn dræmur kæmi henni ekki á óvart að til uppsagna kæmi. „Miðað við þær yfirlýsingar sem ég hef heyrt frá fólki, kæmi það mér ekki á óvart. Það byggi ég á samtölum mínum við kennara, en tíminn verður að leiða þetta í ljós,“ segir Björg. Leikskólakennarar sögðu í nokkrum mæli upp störfum milli jóla og nýárs, vegna óánægju með kjör. Spurð um hvort hún sé bjartsýn á afrakstur launa- málaráðstefnunnar svarar Björg að hún vonist til þess „að sveit- arstjórnarmenn átti sig á þessum vanda svo eitthvað verði gert“. Leikskólakennarar hafi und- anfarið sett sín sjónarmið fram með ýmsum hætti. Það hafi þeir gert í samráðshópi borgarstjóra, með því að skrifa greinar í blöð og eins hafi margir fulltrúar í stjórnum svæða- félaga út um land komið að máli við sveitarstjórnarmenn á sínu svæði. Bíða niður- stöðu launa- málaráð- stefnunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.