Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Aðalbjörn Jóns-son fæddist á Grundarstíg 17 í Reykjavík 25. nóv- ember 1919. Hann andaðist á heimili sínu Vesturgötu 36 í Keflavík mánudag- inn 9. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Ólafsson, f. á Geitabergi í Svína- dal 12. maí 1896, d. 1971 í Reykjavík, og Jónína Jónsdóttir, f. á Heggstöðum í Andakílshr. 14. apríl 1894, d. í Reykjavík árið 1920. Hún lést frá þremur ungum börnum þeirra hjóna, Valgarði Líndal, f. 14. nóv. 1916, Guðrúnu, f. 12. febr. 1918, og Aðalbirni, f. 25. nóv. 1919, þeim er hér er minnst. Foreldrar þeirra bjuggu í Katanesi á Hvalfjarðarströnd. Eftir lát konu sinnar kvæntist Jón seinni konu sinni, Ólöfu Jónsdótt- ur frá Bolholti á Rangárvöllum, f. 7. maí 1892. Þau eignuðust tvö börn, Ólaf, f. 10. júní 1922, og Jón- ínu Bryndísi, f. 29. maí 1923. Vorið 1921 var Aðalbjörn settur í fóstur að Bolholti á Rangárvöll- um hjá foreldrum Ólafar, Jónínu Gunnarsdóttur frá Kraga á Rang- árvöllum, f. 12. apríl 1868, og Jóni Ólafs- syni, f. á Voðmúla- stöðum í Austur- Landeyjum 8. mars 1858. Þau önduðust í Snjallsteinshöfða í Landsveit bæði sömu nóttina, 19. febrúar 1939. Lengst af bjuggu þau í Bolholti, en síðustu átta árin í Snjallsteinshöfða. Hinn 19. sept. 1953 kvæntist Aðal- björn Kristnýju Ingibjörgu Rós- inkarsdóttur, f. 26. febr. 1927, frá Snæfjöllum á Snæfjallaströnd. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: Jón, f. á Sámsstöðum í Fljóts- hlíð 20. apríl 1954, Haraldur, f. á Sámsstöðum 28. júní 1955, Jakob- ína, f. í Kópavogi 25. apríl 1958, og Rósinkar, f. í Kópavogi 14. apr- íl 1959. Aðalbjörn gekk í föður- stað börnum konu sinnar, þeim Ester Aðalbjörnsdóttur, f. á Ísa- firði 11. ágúst 1948, og Guðmundi Árna Sigurðssyni, f. í Hnífsdal 26. október 1949. Þau ólust upp sem börnin þeirra. Útför Aðalbjörns fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku afi, þú hringdir í mig fjórum dögum áður en þú kvaddir þennan heim. Í þessu símtali vissi ég innra með mér að þú værir að kveðja mig. Það var svo margt sem þú þurftir að segja mér. Ég sat og hlustaði á hvert orð sem þú sagðir en einhvern veg- inn stóðu orðin sem mig langaði að segja þér föst í hálsinum á mér. Elsku afi, mig langaði að segja svo margt og langar enn. Einn af þínum helstu eiginleikum var að sjá alltaf hið góða í lífinu til þess að yfirstíga hið neikvæða. Góðmennska þín hafði alltaf mikil áhrif á mig í hvert skipti sem ég hitti þig eða þegar þú varst svo elskulegur að slá á þráðinn til mín. Þú hikaðir aldrei við að hrósa mér fyrir það sem ég hafði tekið mér fyrir hendur hverju sinni og þú varst alltaf jafn stoltur af mér. Að fá að heyra og finna slíkt er ekki sjálfgefið í þessu lífi. Orð þín fylltu mig alltaf miklum krafti og verða þau alltaf geymd í huga mínum. Samskipti okkar voru einlæg og það var mér mikils virði að vita að ég gæti treyst þér. Mér er það alltaf minnisstætt þegar ég kom ein til þín og við löbb- uðum saman út að Garðskagavitan- um og ég sagði þér margt sem mér lá á hjarta. Það sem fór okkar á milli þá hefur og verður alltaf einungis okkar á milli. Þú komst inn á heimili mitt ásamt ömmu í fyrsta skipti um jólin. Mér og fjölskyldu minni fannst það notalegt að geta tekið á móti ykkur báðum og var heimsóknin ánægjuleg fyrir okk- ur öll. Í vikunni milli jóla og nýárs kom ég svo ásamt fjölskyldu minni til ykkar hjónakornanna og áttum við þar saman ánægjulega samveru- stund. Þessi samverustund var okk- ar síðasta hér á þessum stað og er ég þakklát fyrir það að hafa átt hana með þér. Það er alveg á hreinu að það voru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér og er ég ævinlega þakk- lát fyrir allar þær stundir sem við fengum að eyða saman. Og nú kveð ég þig með þeim fallegu orðum sem þú kvaddir mig með í okkar síðasta samtali þar sem þú varst svo þakk- látur fyrir að hafa komið inn á heim- ili mitt, okkar stundir verða ekki gleymdar heldur vel geymdar. Þín Hildur. Að fæðast og deyja er lífsins saga. En samt er það svo að maður hrekk- ur jafnan við þegar manni er tilkynnt lát góðs vinar. Þannig fórst mér er mér var borin fregnin að Aðalbjörn vinur minn væri dáinn. Þó vissi ég að árin voru orðin nokkuð mörg og heilsa hans léleg og hann reiðubúinn að hlýða kalli sínu. Sterk trúarvissa gaf honum þrek að þakka hvern dag og horfa óttalaus fram á veg. – Bless- unaróskir mínar fylgja þér, Alli minn, á nýjum vegum. En ég sakna þín. Nú hringir þú ekki lengur til mín. En ég á og geymi minningarnar um spjall okkar og þá miklu hlýju og vináttu sem þú umvafðir mig og mitt fólk og raunar alla, – þú varst mann- vinur – gafst okkur öllum bænir þín- ar. Þú barst aldrei á í lífinu og hefur trúlega ekki reist hallir sem þykja efni í fyrirsagnir. En trygglyndi þitt og vinátta og þakkarhugur var ein- stakur og allar fyrirbænirnar sem þú hefur gefið samferðamönnunum ein- lægar, þar varst þú stór. Minning- arnar sem ég á um þig, kæri vinur, eru mér bæði dýrmætar og lær- dómsríkar. Atvikin höguðu því svo að við vor- um vinnufélagar eitt sumar og unn- um tveir að heyskap. Þetta er dýrð- legt sumar í minningunni. Við þekktumst ekkert er samstarf okkar hófst. En ég fann fljótt að þar sem Alli fór, fór góður drengur og vinátta tókst með okkur, sem aldrei hefur rofnað síðan. Breytti engu þó að við höfum lengst af búið í sitthvorum landsfjórðungi. Vinátta mælist ekki í vegalengdum. Það sannaði Alli. Hann átti vafalaust marga kunn- ingja en fáa vini. Þeim sýndi þessi duli maður mikinn trúnað og ein- staka vináttu – fjarlægð skipti ekki máli, síminn leysti það. Nú verða símtöl okkar ekki fleiri – ég sakna þess. En svona er lífið – sá sem nýtur verður líka að sakna. Aðalbjörn var að eðlisfari dulur maður og það fór jafnan lítið fyrir honum í önn dag- anna. En í þröngum vinahópi var hann hrókur alls fagnaðar og átti til að fara á kostum þegar hann sagði frá og kryddaði frásögnina með röddum samferðamanna – lét þá tala. Alltaf var þetta græskulaust og meiddi engan. Og hvernig mátti það vera – slíkt var svo fjarri honum. Hafi ég þekkt Alla rétt vildi hann engan særa og vera alltaf heldur til góðs. Þar gerði hann miklar kröfur til sín en kunni að fyrirgefa okkur mistök. Fyrir nokkru bað Alli mig að minnast sín nokkrum orðum er lífi hans lyki. Þegar hann var á öðru ári og móðir hans fallin frá, var honum komið í fóstur í Bolholti á Rangár- völlum til hjónanna Jóns Ólafssonar og Jónínu Gunnarsdóttur. Eins og komið var leit hann á það sem mikið lífslán að hafa lent hjá þessum góðu hjónum sem reyndust honum eins og bestu foreldrar og börn þeirra eins og góð systkini og afkomendur þeirra hafa sýnt honum sömu tryggð og vináttu. Það var gæfa mín að tengjast þessu góða fólki sagði hann oft við mig. Hann bað mig að minn- ast sín við ævilok – ekki til að mæra sig – heldur til að kunngera þessu góða fólki þakklæti sitt og væntum- þykju, sem hann var aldrei maður til að sýna sem vert væri eins og hann orðaði það sjálfur. Þessa bón hans geri ég af einlægni – svo oft talaði hann um fólkið sitt og alltaf af sama hlýleika og virðingu. – Ég veit þið minnist hans í bænum ykkar þakklát fyrir allt, sem hann var ykkur. Hvað ungur nemur gamall temur. Aðalbjörn ólst upp í sveit í Bolholti á Rangárvöllum til 1931 og flutti þá með fósturforeldrum sínum að Snjallsteinshöfða í Landsveit. Sveit- in og sveitalífið var Alla alltaf hug- stætt – þar naut hann sín best – ung- ur lærði hann þar til verka og voru þau honum samofin. Hvergi naut hann sín betur meðal vina og að bjástra við dýrin. Hann var mikill dýravinur og hestarnir voru honum ekki síst kærir. Minnist ég stunda, er við fórum á fákum hans. Það voru glaðar stundir. Eins og gengur leit- aði hann atvinnu við sjávarsíðuna sem ungur maður. En sveitin togaði alltaf í hann – Alli var sannur sveita- maður í þess orðs bestu merkingu. Það leiddi því eins og af sjálfu sér að þegar Aðalbjörn og Kristný hófu bú- skap völdu þau sveitina er hann gerðist bústjóri hjá Klemensi Krist- jánssyni á Sámsstöðum í Fljótshlíð 1953, þá var vor í lofti. En enginn ræður sínum næturstað. Heilsa hans þoldi ekki vinnuálag bóndans og fjöl- skyldan flutti á mölina eins og sagt er. Alli unni fjölskyldu sinni og vildi leggja allt í sölurnar fyrir hana, vera þar sem hún gæti best bjargast. Fór fjölskyldan fyrst í Kópavog 1957, en flutti til Reykjavíkur 1960 og í Garð- inn 1962, þar sem heimilið stóð þar til fyrir fáum árum er þau fluttu til Keflavíkur. Í Garðinum leið Alla vel, þar var víðsýnt, staðurinn minnti hann á sveitina þar sem rætur hans stóðu. Alli stundaði almenna vinnu meðan aldur og heilsa leyfðu. Ég veit að hann hefur verið trúr í verki, því mottó hans í lífinu var að skulda eng- um neitt nema að elska hver annan. Hann vildi lifa eftir þessum orðum postulans. Góði vinur: Með þessum orðum hef ég komið ósk þinni á framfæri og það sem umfram er, er kveðjan mín. Ég og konan mín kveðjum þig með innilegu þakklæti fyrir alla vináttu og bænir sem þú hefur gefið okkur. Við vissum að heilsa þín var að bila og erum Guði þakklát að þú fékkst að sofna síðasta blundinn í rúminu þínu, – kveðja á hljóðlátan hátt eins og líf þitt var. Drottinn heyrði bæn þína. Kristný, börn og fjölskyldur; Innilegar samúðarkveðjur frá okkur hjónum. Við geymum öll minningar um góðan dreng. Gefum honum bænirn- ar okkar og segjum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín, Aðalbjörn Jónsson. Bjarni Guðjónsson. Nú þegar leiðir skiljast um stund, hugsa ég til þess að hafa ekki svarað bróður mínum betur nokkrum spurningum, sem hann hafði áhuga á. Hann hafði á orði hve hann væri ókunnur uppruna sínum og ætt- mennum, vegna fjarlægðar frá okk- ur, sinni eigin fjölskyldu. Ég vil gera tilraun til að bæta um betur. Afi okkar, Jón Hannesson, var frá Elínarhöfða á Akranesi af Klingen- bergsætt, sem er allútbreidd hér. Kona, Kristjana Jónsdóttir bónda í Efri-hrepp. Þau bjuggu í Árdal, síð- ar Heggstöðum. Jón deyr þar 18. des. 1893, þann vetur, 14. apríl, fæð- ist þeim dóttir, sem þriðja barn þeirra, barnið var skírt Jónína, dreg- ið af föðurnafninu, hún er móðir okk- ar. Tvö eldri börnin munu hafa fyrst flutt að Varmalæk, en vorið 1913, flytja þau til Kanada, að vori. Þar giftast þau íslensku fólki og setjast að í Manitobafylki o.v. Börn þeirra fóru sum til N-Vancover. Jón átti tvö börn en Ingibjörg sjö. Tvö þeirra hafa komið í heimsókn til okkar. Wil- freð V. Andreson er okkur allkunn- ugur og oft komið, síðast í fyrrasum- ar. Jónína móðir okkar var töluvert yngri. Henni var komið í fóstur til ungra hjóna úr Skorradal, þau hétu Jón Bjarnason og Guðlaug Gísla- dóttir, þau bjuggu góðu búi, á Ána- brekku á Mýrum. Það má segja að þetta móðurfólk okkar sé af borg- firsku bændafólki úr hinum fögru sveitabyggðum og gjöfula landi, ár og engi … Vorið 1909 kaupa þau fósturfor- eldrar móður okkar jörðina Þránd- arstaði í Brynjudal í Kjósarsýslu. Haustið 1915 ræður Jón Bjarnason sér vetrarmann, það var Jón Ólafs- son sem var sonur Ólafs Jónssonar, sem áður hafði búið í 12 ár í Kata- nesi, og 18 ár áður á Geitabergi í sama hrepp. Að Geitabergi flutti hann harðindavorið 1881, kom úr Hraununum, sunnan Hafnarfjarðar. Var leiguliði á Þorbjarnarstöðum, og reri til fiskjar úr Straumsvík. Þarna vann hann sér inn jarðarverðið fyrir Geitaberginu, kr. 3000, það var árið áður sem svo samdist, aðeins upp á heiðursmannasamkomulag, sem dugði, Ólaf vantaði aðeins upp á jarð- arverðið og hét því að afla þess fjár, koma svo með greiðsluna. Ólafur bjó í barnlausu hjónabandi, en skildi við konuna, þá kominn að Geitabergi. Þá kemur til hans ung myndarleg kona, sem Guðrún Rögn- valdsdóttir hét, 33 árum yngri. Þau eignuðust 4 börn, sem eru Jón Ólafs- son, faðir okkar, Guðfríður, maður Matthías, sjómaður á skútum og tog- urum í 50 ár, oftast kokkur. Guðný, maður Jón Snorri bakarameistari á Hf., og Björgvin vörubílstjóri á Akranesi. Ólafur á Geitabergi og Katanesi varð orðlagður dugnaðarmaður og bóndi góður, Guðrún konan hans lét sitt ekki eftir liggja, dugleg. Þrátt fyrir nokkurn aldursmun þá lést Guðrún 1911, afleiðing slyss. Ólafur dó 1912. Faðir Guðrúnar var Rögnvaldur Jónsson útvegsbóndi. Hann var giftur systrum. með fyrri konunni, Guðrúnu, átti hann 12 börn síðan 6 börn með Arnbjörgu, þau urðu 18, börnin. Rögnvaldur var sagður stór og hraustur, kappfullur og heppinn formaður. Maður sem reri hjá honum í mörg ár lét mikið vel af honum, prúður og ljúfur maður. Hann var móðurafi Jóns föður okkar. Út af Ragnheiði Rögnvalds eru Jóhannes í Bónus, Óli í Olís og margt áberandi dugnaðarmanna í þjóðfélaginu. Hinn 12. maí 1916 voru þau gefin saman Jón Ólafsson og Jónína Jóns- dóttir á Þrándarstöðum. Þar fæddist þeim frumburður, sá sem hér ritar. En 12. febr. á þorranum, frostavet- urinn mikla 1918, fæddist þeim dótt- irin Guðrún, sem lést sjötug, þá var farið á ís úr Brynjudal um freðinn Hvalfjörð til Reykjavíkur. Foreldrar okkar fluttu vorið 1918 úr sveitinni, fengu leigt á Grundarstíg 17. Þar fæddist þeim drengurinn Aðalbjörn, sem hér er kvaddur. Á þessu tíma- skeiði hófust virkjanir í Elliðaám. Þangað réðst hópur manna, faðir okkar var einn þeirra. Menn settu kostfélag á laggirnar og var faðir okkar kosinn til að verða koststjóri, en hann keypti sér verslun um þetta leyti sem Ásbyrgi hét. Ég gæti trúað að þarna hafi þeim foreldrum okkur hagnast það að þau kaupa gott íbúð- arhús á Brekkustíg 8. 17. des. 1920 kom stóra höggið, þá deyr móðir okkar snögglega. Um vorið þegar bóndinn í Bolholti kom til að sækja dóttur sína úr vistinni, segir hann, við skulum taka Aðalbjörn litla með og honum var ekki skilað aftur, veri þau blessuð fyrir. Ég kveð minn kæra bróður, með fullri hluttekn- ingu. Valgarður L. Jónsson. Ég heyri álengdar hófadyninn, ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um besta vininn og blítt er nafn hans á vörum mér. (Davíð Stefánsson.) Aðalbjörn Jónsson var einn þeirra, sem gott er að minnast sem samferðamanns á lífsleiðinni, vegna þeirra mannkosta sem honum voru áskapaðir. Það voru reyndar ekki kostir, sem metnir verða á mæli- stokk frægðar og frama eða vegnir á vogarskálum hinnar taumlausu græðgi, enda var hlutur Aðalbjörns ekki mikill fyrirferðar á þeim vett- vangi. Hans hlutur var hins vegar stór á þann mælikvarða, sem mælir heiðarleika, trygglyndi og trú- mennsku, ræktarsemi við sína nán- ustu og virðingu fyrir náttúrunni ásamt sköpunarverkinu öllu. Alli, eins og hann var daglega nefndur af sínum nánustu, missti móður sína í frumbernsku en naut þeirrar gæfu, að stjúpmóðir hans, Ólöf Jónsdóttir, kom honum í fóstur til foreldra sinna, sæmdarhjónanna Jónínu Gunnarsdóttur og Jóns Ólafssonar, sem þá bjuggu í Bolholti á Rangár- völlum. Þau fluttu síðar að land- námsjörðinni Snjallsteinshöfða í Landsveit og hjá þessum hjónum og börnum þeirra ólst Alli upp og naut þar ástar og umhyggju í ríkum mæli. Í uppvextinum vann hann að öllum hefðbundnum sveitastörfum eins og þau tíðkuðust allt fram að fyrri heimsstyrjöldinni og vandaði öll verk, sem honum var trúað fyrir. Sérstaka alúð lagði hann þó við hrossin, enda ágætur tamningamað- ur og tókst oft að gera gæðinga úr folum, sem aðrir höfðu ekki náð tök- um á. Alli stundaði ekki skólagöngu umfram það, sem í boði var almennt í farskólum til sveita á árunum í kringum 1930. Hann naut hins vegar þeirrar menntunar, sem hlýst af því að vera á mótunarárunum samvist- um við vandað og menningarlega sinnað fólk, sem með líferni sínu og framkomu við aðra var til fyrir- myndar. Slík menntun fæst ekki endilega með langri skólagöngu, enda sjálfsagt ekki á námskrám skólakerfis nútímans. Aðalbjörn Jónsson bar yfirbragð og framgöngu uppalenda sinna alla tíð með sér, og sannaðist þar hið fornkveðna: „fjórð- ungi bregður til fósturs.“ Ég naut þeirrar gæfu að vera í níu sumur „snúningastrákur“ hjá þessu ágæta fólki og met þá veru til jafns við langt skólanám. Á þessum sum- ar- og sólskinsdögum kynntist ég Alla, sem þá var að verða fulltíða maður og þótt leiðir hafi skilið, höf- um við fylgst hvor með öðrum í gegnum tíðina. Hann naut þeirrar gæfu að eign- ast góða eiginkonu, sem var honum samstiga í uppeldi barna þeirra, en Alli var einstaklega góður heimilis- faðir. Undirritaður varð þess einnig áskynja að Alli var vel metinn af vinnuveitendum sínum, enda skipti hann ekki oft um vinnustað. Það var gott að vera í návist Alla og ég minn- ist hans nú sem manns sem aldrei brást trausti annarra, manns, sem aldrei lét hnjóðsyrði falla um aðra menn, en færði frekar ávirðingar annarra til betri vegar, manns sem aldrei gerði neitt á hlut annarra. En sérstaklega minnist ég góðs drengs, sem átti rætur í íslenskri bænda- menningu og bar aðalsmerki þess til hinstu stundar. Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu barni, eins og léttu laufi, lyfti blær frá hjarni, eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (Matthías Jochumsson.) Það er bjart yfir minningunni um Aðalbjörn Jónsson. Ég votta Dídí og börnunum mína dýpstu samúð. Finnbogi Eyjólfsson. AÐALBJÖRN JÓNSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.