Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kópavogsbúar! Tryggjum Ármanni Kr. Ólafssyni, forseta
bæjarstjórnar Kópavogs örugga kosningu í anna› sæti›
til áframhaldandi forystu.
Kosningaskrifstofa Bæjarlind 4 - Símar: 586 9090 og 899 9490 - Opi› frá kl. 16.00
ÁRÆ‹I OG UMHYGGJA
ÁRMANN KR. ÓLAFSSON
X-D, prófkjör í Kópavogi laugardaginn 21. janúar
www.armannkr.is
FERÐ TIL PLÚTÓS HAFIN
Geimrannsóknastofnun Bandaríkj-
anna skaut í gærkvöldi á loft geim-
fari, sem á að rannsaka Plútó, einu
ókönnuðu reikistjörnu sólkerfisins.
Bin Laden hótar árásum
Osama bin Laden, leiðtogi al-
Qaeda, hótaði fleiri árásum á Banda-
ríkin í hljóðrituðu ávarpi sem arab-
íska sjónvarpið Al-Jazeera birti í
gær. Hann bauð þó einnig Banda-
ríkjamönnum vopnahlé með „sann-
gjörnum skilyrðum“. Talsmaður
Bandaríkjaforseta hafnaði vopna-
hléstilboðinu og sagði að ekki yrði
samið við hryðjuverkamenn.
Banaslys á Hnífsdalsvegi
Stúlka, rétt innan við tvítugt, lést í
umferðarslysi sem varð á Hnífsdals-
vegi síðdegis í gær. Að sögn lögregl-
unnar á Ísafirði var mikil hálka á veg-
inum. Bíll stúlkunnar mun hafa
runnið út af veginum og hafnað á
hvolfi í sjónum.
Hætt komin í grófu ráni
Lögreglan í Reykjavík hefur verið
beðin um að aðstoða lögregluyfirvöld
í Naíróbí, höfuðborg Kenýa, í
tengslum við rannsókn á alvarlegri
árás og ráni á heimili í borginni þar
sem tvítug íslensk stúlka á vegum
AUS var nýbyrjuð í 6 mánaða vist.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Forystugrein 38
Úr verinu 12 Viðhorf 40
Viðskipti 16 Bréf 42
Erlent 18/19 Minningar 44/57
Minn staður 20 Dagbók 62/64
Höfuðborgin 22 Staður og stund 63
Akureyri 22 Leikhús 66
Suðurnes 24 Bíó 70/73
Landið 24 Ljósvakamiðlar 74
Menning 30/31 Veður 75
Umræðan 32/43 Staksteinar 75
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir blaðið UT ráðstefna.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is
Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
GEIR H. Haarde, utanríkisráðherra
átti í gær fund með William Hague,
þingmanni og talsmanni breska
Íhaldsflokksins í utanríkismálum, á
skrifstofu þingmannsins í Lundúnum.
„Mér þótti þetta forvitnilegt og
skemmtilegt samtal við skugga-utan-
ríkisráðherra Bretlands,“ sagði Geir í
samtali við Morgunblaðið. „Við rædd-
um saman um tvíhliða samskipti Ís-
lands og Bretlands. Hague kom til Ís-
lands í einkaheimsókn fyrir nokkrum
árum og þekkir ágætlega til mála
heima. Hann er, líkt og aðrir sem ég
hef hitt hér, mjög
ánægður með það
hvað íslenskum
fyrirtækjum hef-
ur gengið vel að
hasla sér völl hér í
Bretlandi og fagn-
aði hann góðu
gengi íslenskra
fyrirtækja hér.“
Að sögn Geirs
ræddu þeir Hague um ýmis alþjóða-
mál sem uppi eru nú um stundir. „Við
fórum yfir stefnu Íhaldsflokksins
gagnvart ríkisstjórninni í þeim mál-
um. Mér þykir athyglisvert að það
virðist ekki vera mikill skoðana-
munur milli flokk-
anna, þ.e. Verka-
mannaflokksins
sem situr í ríkis-
stjórn og Íhalds-
flokksins, hvað
varðar þessi stóru
alþjóðamál, hvort
sem það er Íraks-
stríðið, staða mála
í Afganistan, Mið-
Austurlöndum eða Íran. Eina stóra
málið sem mér sýnist þeir Hague og
Jack Straw [utanríkisráðherra Bret-
lands sem Geir fundaði með sl. mið-
vikudag] vera ósammála um eru Evr-
ópumálin.“
Ennfremur fóru Geir og William
Hague almennt yfir stöðu Íhalds-
flokksins í breskum stjórnmálum og
ræddu framtíðarstefnu hans og
möguleika undir nýrri forystu. „Ég
tel ljóst að þar sé komin til forystu-
sveit mjög vaskra manna undir for-
ystu Davids Cameron og einkennist
flokkurinn af öflugri liðsheild sem
hyggur gott til glóðarinnar í næstu
þingkosningum,“ segir Geir og bendir
á að þó að Hague hafi verið felldur úr
forystu Íhaldsflokksins sem forsætis-
ráðherraefni hans þá sé hann fullur
sjálfstrausts og hyggi á mikla land-
vinninga í þeirri stöðu sem hann er
núna, fyrir hönd síns flokks.
William Hague fagnar góðu gengi
íslenskra fyrirtækja í Bretlandi
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Geir H. Haarde William Hague
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir
karlmanni um annað en sakarkostn-
að. Í héraðsdómi hafði maðurinn verið
dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að
beita fyrrverandi sambýliskonu sína
líkamlegu ofbeldi, hótun um líkamlegt
ofbeldi og ólögmætri nauðung til að fá
hana til að undirrita yfirlýsingu um að
hún drægi til baka kæru á hendur
honum fyrir nauðgun, sem hún hafði
borið um hjá lögreglu og fyrir dómi.
Maðurinn var og ákærður fyrir þjófn-
að og umferðarlagabrot ásamt lík-
amsárás gegn konunni. Hann játaði
þjófnaðar- og umferðarlagabrotin og
undi niðurstöðu héraðsdóms um sak-
fellingu fyrir líkamsárásina.
Hæstiréttur staðfesti þá niður-
stöðu héraðsdóms, að sannað væri að
maðurinn hefði beitt konuna ólög-
mætri nauðung og hótun um líkam-
legt ofbeldi, ef hún skrifaði ekki undir
yfirlýsinguna. Við ákvörðun refsingar
var talið að eldri brot mannsins gegn
konunni hefðu ítrekunaráhrif á lík-
amsárásina og sama átti við um auðg-
unarbrot, sem hann hafði verið
dæmdur fyrir á árunum 2000 og 2004,
gagnvart þjófnaðarbrotunum.
Auk fangelsisdómsins var maður-
inn sviptur ökuleyfi ævilangt og gert
að greiða konunni 300.000 krónur í
miskabætur. Einnig var hann dæmd-
ur til að greiða allan sakarkostnað
málsins, þar með talin málsvarnar-
laun og réttargæslulaun, í héraði og
fyrir Hæstarétti, samtals rúmlega
780 þúsund krónur.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Garðar Gíslason og Markús Sig-
urbjörnsson og Haraldur Henrysson
fyrrverandi hæstaréttardómari. Verj-
andi var Sveinn Andri Sveinsson hrl.
og sækjandi Kolbrún Sævarsdóttir
saksóknari hjá ríkissaksóknara.
Neyddi konu til að
draga kæru til baka
KAUPMENN í miðbænum sæta örlítið öðrum leik-
reglum þegar kemur að glímunni við veðurguðina en
starfsbræður þeirra í verslunarmiðstöðvunum. Á með-
an stóísk ró ríkir á veðrasviðinu í Smáralind og
Kringlu búa miðbæjarkaupmenn við mun bráðlyndari
veðurguði. Þannig getur umhverfi miðbæjarins sveifl-
ast milli sólarlandastemmningar og monsúnflóða,
ljúfrar haustgolu og gnauðandi Kára og hunds-
lappadrífu og blindbyljar. Fjölbreytnin þrífst utan-
dyra og geta kaupmenn lítið annað gert en að spila
með í lífsins lotteríi.
Þessi vel klæddi herramaður tók á fylgifiskum veð-
urfarsins með stakasta æðruleysi og fór snjómokst-
urinn vel úr hendi, enda ýmsu vanur.
Snjómokstur á sparifötunum
Morgunblaðið/Ásdís
ICELAND Express hyggst hefja
áætlunarflug milli Akureyrar og
Kaupmannahafnar 29. maí. Fljúga á
vikulega fram á haust og jafnvel
lengur.
Birgir Jónsson, framkvæmda-
stjóri félagsins, segir málið hafa ver-
ið nokkuð lengi í athugun og í ljósi
góðra undirtekta við nokkrum nýj-
um áfangastöðum félagsins í sumar
hafi verið ákveðið að bæta þessum
áfanga við. Um 30 þúsund manns búi
á þessu markaðssvæði og talið var
fýsilegt að bjóða nú þetta flug. Far-
gjald verður það sama og milli ann-
arra áfangastaða félagsins frá Ís-
landi, 7.995 krónur aðra leiðina.
Birgir segir ekki afráðið hvers kon-
ar vélar verði notaðar til flugsins.
Býður ferðir
milli Akureyrar
og Hafnar
LÖGREGLUMENN úr Kópavogi á
leið í útkall með forgangsljós vegna
skíðaslyss í Bláfjöllum lentu í
harkalegum árekstri við bíl á
gatnamótum Nýbýlavegar og Dal-
vegar og slösuðust lítilsháttar.
Áreksturinn varð með þeim hætti
að bíl var ekið í veg fyrir lög-
reglubílinn sem sveigði frá til að
forðast árekstur en lenti í staðinn á
öðrum bíl sem mun hafa kastast á
þann þriðja. Skíðaslysið mun hafa
verið minniháttar, auk annars
skíðaslyss þar sem einnig var óskað
eftir aðstoð lögreglu.
Lögreglumenn
slösuðust í
árekstri