Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 55
MINNINGAR
Magnússon, prófessor við stærð-
fræðiskor raunvísindadeildar Há-
skóla Íslands.
Kjartan kom fyrst til starfa við
Raunvísindastofnun árið 1980. Dokt-
orsverkefni Kjartans var á sviði
stærðfræðilegrar stýrifræði, en á
seinni árum sérhæfði hann sig í líf-
stærðfræði og notaði hana við stofn-
stærðamat á dýrategundum – hvöl-
um, fiski og fuglum. Nýlega birti
Kjartan grein um notkun stærð-
fræðilíkana til að lýsa sveiflum í ís-
lenska rjúpnastofninum. Kjartan
hafði mikinn áhuga á líffræði og var
ástríðufullur fuglaskoðari. Með
rannsóknum sínum á sviði lífstærð-
fræði sameinaðist áhugi hans á
tveimur greinum raunvísinda,
stærðfræði og líffræði.
Þrátt fyrir erfið veikindi undan-
farin ár lagði Kjartan hart að sér til
að rækja skyldur sínar við stúdenta.
Hann var vinsæll kennari, enda lagði
hann mikla áherslu á undirbúning
kennslu og gerð vandaðs kennslu-
efnis. Hann var ekki síður mikilvirk-
ur fræðimaður og átti samstarf við
fjölmarga vísindamenn, innan lands
og utan. Kjartan vann að smíðum
vísindagreina í tengslum við rann-
sóknir sínar fram á síðasta dag.
Í Háskóla Íslands fer fram um
þessar mundir víðtæk stefnumótun-
arvinna, þar sem við leitumst við að
skilgreina hvernig skólinn geti best
þjónað hagmunum íslensku þjóðar-
innar á 21. öld og hvað við þurfum að
gera til að ná afburðaárangri. Það er
til marks um elju, metnað og tryggð
Kjartans við Háskóla Íslands, að
hann lagði á sig að taka þátt í starfs-
degi raunvísindadeildar vegna
stefnumótunarvinnunnar hinn 4.
janúar síðastliðinn, þar sem unnið
var að mótun metnaðarfullrar fram-
tíðarsýnar fyrir fræðigreinar sem
voru honum svo kærar.
Fyrir hönd Háskóla Íslands þakka
ég Kjartani fyrir farsælt starf í þágu
skólans og mikilsvert framlag á sviði
kennslu og rannsókna í stærðfræði.
Ég votta Maríu eiginkonu Kjartans
og fjölskyldunni allri innilega samúð.
Kristín Ingólfsdóttir.
Raunvísindadeild Háskólans og
stofnanir hennar hafa undanfarna
þrjá áratugi gengið í gegnum mikið
vaxtarskeið. Á þessum tíma hefur
deildin notið þess að eiga einvalalið
duglegra vísindamanna sem unnu að
uppbyggingu kennslu og rannsókna
af eljusemi og ósérhlífni langt um-
fram það sem skyldan bauð. Einn
þessara manna var Kjartan G.
Magnússon, sem nú hefur lotið í
lægra haldi eftir hetjulega baráttu
við erfiðan sjúkdóm en hann átti
drjúgan þátt í eflingu rannsókna á
sviði stærðfræða við Háskólann.
Kjartan nam hagnýtta stærðfræði
og valdi sér að viðfangsefni stærð-
fræðilegar úrlausnir vandamála í líf-
fræði, einkum stofnstærðarlíkön
fiska. Hann var ötull við að birta nið-
urstöður rannsókna sinna og liggur
mikið eftir hann af vísindagreinum
og rannsóknaskýrslum. Síðasta rit-
verk hans birtist í vefútgáfu Tíma-
rits um raunvísindi og stærðfræði á
gamlársdag. Þar tengdust saman
stærðfræðin og annað áhugamál
hans, fuglafræði, en á því sviði hafði
hann víðtæka þekkingu. Viðfangs-
efnið er stærðfræðileg greining á
sveiflum í íslenska rjúpnastofninum.
Kjartan sýndi mikið hugrekki og
æðruleysi í veikindum sínum. Sem
dæmi um það er að hinn 4. þessa
mánaðar var haldinn starfsdagur
raunvísindadeildar, hápunktur í
stefnumótunarstarfi sem fram fer
um þessar mundir. Þrátt fyrir veik-
indi kom Kjartan til þessa fundar
glaður í bragði og tók þátt í um-
ræðum um framtíðaráform deildar-
innar.
Persónuleg kynni mín af Kjartani
urðu reyndar fyrst á vettvangi félags
fyrrverandi íslenskra stúdenta við
háskólana í St. Andrews og Dundee í
Skotlandi. Þessi hópur hefur haldið
saman meira en þrjátíu ár og hittist
árlega í lok janúar til að rifja upp
gömul kynni og halda upp á afmæl-
isdag skoska þjóðskáldsins Robert
Burns að skoskum hætti. Kjartan
var fastagestur á þessum samkom-
um og ávallt hrókur fagnaðar. Hans
verður saknað á þeim vettvangi.
Fyrir hönd raunvísindadeildar
þakka ég Kjartani góð og farsæl
störf fyrir Háskóla Íslands og votta
Maríu konu hans, Ernu dóttur
þeirra og öðrum aðstandendum
dýpstu samúð.
Hörður Filippusson,
forseti raunvísindadeildar.
Kveðja frá stærðfræðiskor
Háskóla Íslands
Í dag kveðjum við kollega okkar
Kjartan G. Magnússon sem andaðist
13. janúar langt um aldur fram eftir
fimm ára baráttu við krabbamein.
Kjartan kom til starfa við Raun-
vísindastofnun Háskólans 1980, en
varð kennari við stærðfræðiskor árið
1990, fyrst dósent og síðan prófess-
or. Kjartan var sérfræðingur okkar í
lífstærðfræði og jafnframt lykilmað-
ur í uppbyggingu kennslu og rann-
sókna í hagnýttri stærðfræði við Há-
skóla Íslands.
Hann stundaði meðal annars
rannsóknir á stærðfræðilegum lík-
önum fyrir dýrastofna sem hagnýtt
hafa verið við stofnstærðamat.
Verkefnaval Kjartans í stærð-
fræði endurspeglaði innilegan áhuga
hans á líffræði. Hann var ástríðufull-
ur áhugamaður um fuglarannsóknir
og fuglaskoðun og hann tengdi það
áhugaefni gjarnan stærðfræðinni
með því að skrifa vísindagreinar um
þau efni einnig.
Kjartan var góður kennari og vin-
sæll, bæði meðal nemenda og sam-
kennara sinna. Hann lagði sig fram
um að koma efninu vel til skila og
hvetja nemendur sína til dáða.
Kjartan var myndarlegur á velli og á
margan hátt áberandi, en enginn há-
vaðamaður.
Það bjó í honum mikill styrkur og
metnaður sem fræðigrein hans og
skóli hafa notið góðs af. Þessi innri
styrkur kom glögglega í ljós eftir að
hann veiktist, en hann hélt áfram
vinnu sinni við rannsóknir og
kennslu eftir því sem kraftar leyfðu
og hugsaði stöðugt um velferð nem-
endanna. Við samverkamenn hans í
skorinni finnum fyrir sárum söknuði
við fráfall hans.
Við vottum Maríu, Ernu, Georg,
Magnúsi og Helgu okkar dýpstu
samúð.
F.h. stærðfræðiskorar,
Robert Magnus.
Í dag verður samverkamaður
minn og vinur Kjartan G. Magnús-
son stærðfræðingur jarðsettur. Við
kynntumst upp úr 1980 þegar hann
var nýkominn til starfa við Raunvís-
indastofnun Háskólans og vann að
doktorsverkefni sínu við háskólann í
Warwick í Englandi og ég var í dokt-
orsnámi við Lundarháskóla í Sví-
þjóð, en samstarf og vinátta hófst
með okkur eftir að ég kom til starfa
við Raunvísindastofnun 1986. Rann-
sóknasvið okkar í stærðfræðinni
voru þá og hafa alltaf verið ólík, en
skarast engu að síður og það hefur
gefið mörg tækifæri til samræðu
okkar á milli. Samstarf okkar hefur
einkum snúist um kennslu í stærð-
fræði við verkfræði- og raunvísinda-
deildir, en einnig um stjórnun og
skipulag kennslunnar. Við Kjartan
höfum kennt sömu viðfangsefnin í
nokkrum námskeiðum og það hefur
orðið kveikjan að mörgum samræð-
um okkar á milli sem ég hef haft mik-
ið gagn af.
Kjartan hvatti mig áfram við að
skrifa námsefni til kennslu við HÍ og
notaði það efni eftir föngum. Hann
las yfir fyrir mig og gagnrýndi efnið
meðan það var í smíðum og nýtti sér
hluta af því. Fyrir þetta er ég honum
ákaflega þakklátur. Samstarf okkar
leiddi einhverra hluta vegna til þess
að samstarfsfólk okkar fór að rugla
okkur saman. Við þurftum á tímabili
að hlusta á endalaus mismæli þar
sem ég var kallaður Kjartan og hann
Ragnar. Ég skildi aldrei hvernig
þetta rugl kom til, en ef það stafaði af
því að fólki þótti við líkir í útliti, þá er
mér heiður að því, vegna þess að
Kjartan var fríður maður, sterklega
byggður og glæsilegur á velli.
Vinátta okkar Kjartans styrktist
eftir að hann veiktist fyrir fimm ár-
um. Ég var staddur í Svíþjóð þegar
hringt var í mig, mér sagt að hann
hefði greinst með krabbamein og ég
beðinn um að vera tilbúinn að taka
að mér kennslu fyrir hann ef þörf
krefði. Ég hringdi strax í hann og
mér er það samtal mjög minnisstætt
vegna þess hversu rólegur og æðru-
laus hann var. Það kom aldrei til að
ég þyrfti að kenna fyrir hann. Kjart-
an hélt sínu striki og einbeitti sér að
rannsóknum sínum og kennslu í
stærðfræði og tókst að mestu að
sinna kennsluskyldu sinni. Ég talaði
reglulega við hann um sjúkdóminn
og meðferðina og dáðist jafnan að
styrk hans og ró.
Síðasta verkefnið sem við unnum
saman var að koma út grein um
sveiflur í íslenska rjúpnastofninum
eftir hann í Tímariti um stærðfræði
og raunvísindi, þar sem ég var í hlut-
verki ritstjóra og yfirlesara. Þetta
var í nýliðnu jólafríi. Útlitið var
svart, því hann hafði fengið þau tíð-
indi að ekki væri rétt að svo komnu
að halda lyfjameðferð áfram, en
hann lét engan bilbug á sér finna,
vann verkið til enda og okkur tókst
að birta greinina á vef tímaritsins,
raust.is, á gamlársdag.
Ég fór heim til Kjartans á fimmtu-
daginn í síðustu viku. Þar hitti ég
fyrir Maríu eiginkonu hans, Ernu
dóttur hans, gullmolann Sofiu dótt-
urdóttur hans og síðar kom tengda-
sonurinn Georg.
Umræðuefni okkar voru um alla
heima og geima sem fyrr, en sam-
talið varð ólíkt því sem við áttum að
venjast vegna þess að sú stutta sner-
ist í kringum okkur og við gerðum
öðru hvoru hlé á tali okkar til þess að
leika við hana. Við vorum glaðir í
bragði.
Kjartan færðist í aukana eftir því
sem leið á samtalið, dreif sig fram úr
rúminu, við gengum um húsið og
hann fór að sýna mér myndir, ýmsa
hluti og bækur sem höfðu vakið at-
hygli hans nýlega.
Að lokum tókumst við í hendur við
útidyrnar og bundum það fastmæl-
um að hittast aftur eftir helgina.
Ég var bjartsýnn og mér leið vel
þegar ég gekk frá húsinu þetta kvöld
og átti ekki von á því að mín biði and-
látsfregn daginn eftir.
Ég kveð Kjartan, vin minn og
samstarfsmann, með miklum sökn-
uði og votta Maríu, Ernu, Georg,
Magnúsi og Helgu innilega samúð
mína.
Ragnar Sigurðsson.
Ég hef þekkt Kjartan Magnússon
undanfarinn aldarfjórðung, eða allt
frá árinu 1980, þegar hann kom aftur
til Íslands eftir átta ára nám og
rannsóknir í heimfærðri stærðfræði í
Bretlandi og hóf að starfa sem sér-
fræðingur á reiknifræðistofu Raun-
vísindastofnunar Háskólans. Við
vorum auk þess samkennarar við
stærðfræðiskor Háskóla Íslands,
sem Kjartan varð dósent við árið
1990 og síðan prófessor 1996. Fyrstu
árin eftir að Kjartan kom heim hélt
hann einkum áfram rannsóknum á
sviði stærðfræðilegrar stýrifræði
sem hann hafði unnið að við háskól-
ann í Warwick. Hann varð hins veg-
ar fljótt áhugasamur um að nýta
þekkingu sína til að takast á við
verkefni er nýttust beint hér á landi
og tók til við að setja fram stærð-
fræðileg líkön til skýringar á því
hvaða þættir réðu mestu um það
hvort hvalastofnar héldust í jafn-
vægi eða ei. Upp frá því má segja að
öll hans helstu vísindastörf hafi verið
á sviði sem kallað er stærðfræðileg
líffræði. Hann kom að líkönum sem
lýsa samspili margra fisktegunda og
vann sér í lagi með Ólafi Karveli
Pálssyni að því að útskýra samspil
þorsks og loðnu út frá ítarlegum
mælingum á magainnihaldi þorska,
en rannsakaði jafnframt almennari
eiginleika mótaðra líkana af samspili
rándýrs og bráðar. Í framhaldi af
rannsóknum sínum á hvölum hann-
aði hann líkan til að stýra hvalveið-
um frumbyggja sem vísindaráð Al-
þjóða hvalveiðiráðsins hefur lagt til
grundvallar sinni ráðgjöf en yfir-
færði þessar rannsóknir líka á al-
mennari líkön um nýtingu endurnýj-
anlegra auðlinda. Þetta var
einkennandi þáttur í rannsóknar-
starfi Kjartans, að beina athyglinni
fyrst að lausn sértækra verkefna, en
huga síðan að almennari stærðfræði-
legum eiginleikum þeirra líkana sem
hann þróaði.
Kjartan birti margar greinar í al-
þjóðlegum vísindatímaritum um vís-
indastörf sín og var virkur þátttak-
andi í alþjóðlegum ráðstefnum í
stærðfræðilegri líffræði. Hann var
því orðinn vel þekktur á alþjóðavett-
vangi og til hans leitað með marg-
vísleg verkefni sem lutu t.d. að rit-
rýningu, umsögnum um styrk-
umsóknir, og doktorsvörnum.
Árið 2000 hlaut Kjartan myndar-
lega rannsóknarstyrki bæði úr
Rannsóknasjóði Íslands og sem
hluta af stærra evrópsku samstarfs-
verkefni til þess að þróa stærðfræði-
líkön eru gætu nýst til að lýsa og
skýra gönguhegðan fiska. Styrkur-
inn dugði til þess að hann gat ráðið
til Raunvísindastofnunar Háskólans
tvo unga doktora í stærðfræði er-
lendis frá. Rétt áður en þeir komu
hingað til starfa greindist Kjartan
fyrst óvænt með krabbamein í eitl-
um. Það varð í raun ástæða þess að
ég tengdist þessu verkefni með
beinni hætti en upphaflega hafði
staðið til, og ég fékk þannig tækifæri
til þess að kynnast Kjartani enn nán-
ar en áður. Við Kjartan höfðum
nokkrum árum fyrr staðið saman að
endurmenntunarnámskeiði fyrir
framhaldsskólakennara í heimfærðri
stærðfræði. Mér hafði orðið minnis-
stæð umsögn eins nemenda okkar að
loknu námskeiðinu, sem var einfald-
lega: „Kjartan er pottþéttur.“ Nú
fékk ég að kynnast því af eigin raun
að þetta átti ekki aðeins við hann
sem kennara, heldur líka sem vís-
inda- og samstarfsmann, verkstjórn-
anda og félaga. Rannsóknarverkefn-
inu lauk formlega fyrir rúmu ári.
Beinn árangur fólst einkum í nokkr-
um mismunandi reiknilíkönum sem
við þróuðum og beittum til að lýsa
göngum loðnu bæði í Barentshafi og
við strendur Íslands. Enn var samt
margt sem við vildum kanna betur
og síðustu samskipti mín við Kjartan
nú í byrjun janúar voru að segja hon-
um frá styrk sem við höfðum hlotið
úr Rannsóknasjóði Háskólans til
frekari athugana.
Þetta voru þó ekki einu vísinda-
störfin sem Kjartan vann að síðustu
árin. Hann vann áfram að rannsókn-
um sem lutu að stýringu hvalveiða,
var virkur í vísindaráði Alþjóða hval-
veiðiráðsins og var að vinna að enn
einni vísindagreininni um þetta efni
er hann féll frá. Þá vann hann síð-
ustu tvö árin í samstarfi við Ólaf
Nielsen, fuglafræðing, að rannsókn-
arverkefni sem laut að því að skýra
sveiflur í íslenska rjúpnastofninum.
Hér setti Kjartan fram bæði töl-
fræðilegt tímaraðalíkan og stærð-
fræðilegt afleiðujöfnulíkan. Hann
gekk nú um áramótin endanlega frá
áhugaverðri grein um þetta efni sem
birtist í Tímariti um raunvísindi og
stærðfræði.
Það jók mjög á ánægjuna í sam-
starfinu við Kjartan hversu fróður
hann var á mörgum óskyldum svið-
um. Hann var mjög víðlesinn í mann-
kynssögu og mundi úr henni ótrúleg-
ustu smáatriði. Hann var einnig
mjög vel að sér um bókmenntir, sér í
lagi breskar og íslenskar og vísaði
oft til hnyttinna tilsvara úr þeim
heimi. Hann var mikill fuglaáhuga-
maður og fróður um hagi þeirra og
fleiri dýra og kunni af því skemmti-
legar og fróðlegar lýsingar. Þá fylgd-
ist hann vel með stjórnmálum innan-
lands sem utan og lá þar ekki á
skoðunum sínum, en var samt laus
við pólitískar kreddur. Það sem ég
dáðist þó kannski mest að í sam-
skiptum okkar síðustu árin var
hvernig hann tók á sjúkdómi sínum
af óbilandi hugrekki og æðruleysi,
raunsæi og nærgætni. Þar var í
sjálfu sér engu leynt en samt gert
svo fjarskalega lítið úr öllum erfið-
leikunum. Áhuginn á vísindastörfun-
um og öðrum hugðarefnum hélst og
óhaggaður til hinstu stundar, þó að
ótrúlegt starfsþrek hans hafi að lok-
um orðið undan að láta.
Stærðfræðileg líffræði er vísinda-
svið sem vaxið hefur mjög á síðustu
áratugum bæði að umfangi og mik-
ilvægi. Það var mikið lán fyrir ís-
lenskt vísindasamfélag að jafn öflug-
ur vísindamaður og Kjartan skyldi
helga þessu sviði starfskrafta sína og
koma þar að jafn mörgum mismun-
andi verkefnum og raun bar vitni. Að
sama skapi er skaðinn stór þegar
hann er nú hrifinn frá okkur langt
um aldur fram. Megi minningin um
Kjartan og árangursríkt vísindastarf
hans verða ungum stærðfræðingum
hvatning til þess að sinna þessu sviði
og fylgja eftir frumkvöðlastarfi
Kjartans. Það yrði sá minnisvarði
sem ég tel víst að hann hefði sjálfur
best kunnað að meta.
Sven Þ. Sigurðsson.
Við fráfall Kjartans G. Magnús-
sonar hefur stærðfræði á Íslandi
misst einn af sínum bestu mönnum,
góðan kennara og vísindamann, og
við stærðfræðingar góðan vin og fé-
laga.
Eitt af helstu rannsóknasviðum
Kjartans voru stofnar sjávardýra,
stærðfræðileg líkön um ferðir
þeirra, stærð og fæðuöflun, allt frá
hvölum niður í loðnu. Kjartan var
líka ástríðufullur fuglaskoðari, þau
Maja ferðuðust um allan heim til að
skoða fugla og hann birti lærðar
greinar um efni sem tengdist því
áhugamáli. Hann kunni heilu kaflana
í Shakespeare utanbókar og var víð-
lesinn í sagnfræði. Alltaf var hægt að
leita til Kjartans með spurningar um
hvaða fugl hefði borið fyrir augu
manns þann daginn, hversu ófull-
komin sem lýsingin var greindi
Kjartan tegundina á sannfærandi
hátt.
Heimili Kjartans og Maju er í
Kópavogi sunnanverðum en við
Ragnhildur búum í suðurhlíðum
Fossvogsdals og er því ás á milli.
Þegar við hjónin komumst að því að
Kjartan og Maja höfðu aldrei komið
á Víghól, efst á ásnum, skipulögðum
við lautarferð þangað. Þar sátum við
fjögur saman lengi dags við alls-
nægtir í mat og drykk og nutum fal-
legs útsýnis af Víghóli. Minningin
um þessa ferð er okkur mjög kær.
Þrátt fyrir veikindi og erfiðar
læknismeðferðir sinnti Kjartan
kennslu og rannsóknum af ótrúleg-
um krafti. Síðustu dögunum sem
hann lifði varði hann í að leggja loka-
hönd á greinar um rannsóknir sínar.
Kjartan var hógvær maður,
skemmtilegur og seinn til vandræða.
Hann var fágaður menntamaður og
náttúruskoðandi.
Ég sagði í upphafi að með fráfalli
Kjartans hefði stærðfræði á Íslandi
misst einn af sínum bestu mönnum.
En missir hans nánustu er auðvitað
mestur. Við Ragnhildur vottum
Maju og öðrum ástvinum Kjartans
okkar dýpstu samúð.
Eggert Briem.
Með örfáum orðum vil ég kveðja
vin okkar og kollega Kjartan G.
Magnússon sem barðist hetjulega
gegn krabbameini og kvaddi svo
hinn 13. janúar sl. Kjartan starfaði
við Háskóla Íslands um árabil og
kenndi fjölmörgum nemendum verk-
fræðideildar stærðfræði. Hann var
einn besti kennari skólans og lagði
mikla alúð við kennsluna eins og um-
sagnir nemenda bera með sér. Hann
var einn vinsælasti kennarinn þrátt
fyrir að kenna erfiðar greinar og
uppskar þakklæti og virðingu nem-
enda.
Kjartan var einnig mjög góður fé-
lagi og samstarfsmaður. Það var al-
veg sama hvar borið var niður í um-
ræðum, aldrei var komið að tómum
kofunum hjá Kjartani. Oftar en ekki
snerist umræðan um hegðun fugla,
en þar var Kjartan á heimavelli.
Meintir veiðimenn deildarinnar
reyndu oft að fá upplýsingar hjá hon-
um sem bætt gætu árangur þeirra.
Hans verður sárt saknað af öllum í
deildinni.
Fyrir hönd verkfræðideildar votta
ég fjölskyldu hans innilega samúð.
Sigurður Brynjólfsson,
forseti verkfræðideildar
Háskóla Íslands.
Það er með miklum söknuði sem
ég kveð Kjartan G. Magnússon, kær-
an vin og samstarfsfélaga.
Mín fyrstu kynni af Kjartani voru
þegar hann var fyrirlesari í stærð-
fræðikúrsi sem ég tók við Háskóla
Íslands. Ég sá strax að hann var ein-
stakur kennari, bæði vandvirkur og
SJÁ SÍÐU 56