Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Pétur GautiHermannsson
fæddist í Hátúni í
Hörgárdal 26. júní
1933. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
12. janúar síðastlið-
inn. Hann var sonur
hjónanna Þuríðar
Pétursdóttur frá
Gautlöndum í Mý-
vatnssveit, f. 4.1.
1912, d. 2.6. 1983, og
Hermanns Valgeirs-
sonar frá Auð-
brekku í Hörgárdal, f. 16.10. 1912,
d. 15.4. 1990. Systkini Péturs eru:
Árni Steinar, f. 12.10. 1934, Sól-
veig, f. 17.11. 1935, Þóra, f. 15.5.
1937, Kristján Ingi, f. 18.12.1939,
Jóhann Steindór, f. 12.6. 1942,
Dagur, f. 6.5. 1945, d. 30.12. 2005,
og Anna, f. 6.12. 1948. Hálfbróðir
Péturs samfeðra var Hreinn Heið-
ar, f. 3.5. 1937 en hann lést árið
1999.
Hinn 26. júní 1970 kvæntist Pét-
ur Gauti Guðríði Sveinsdóttur, f.
22.12. 1945, frá Drumboddsstöð-
um í Biskupstungum. Foreldrar
hennar eru Sveinn
Kristjánsson, f.
20.12. 1912, og
Magnhildur Indriða-
dóttir, f. 17.4. 1914,
d. 16.9. 1992. Dætur
Péturs og Guðríðar
eru: 1) Hildur Sól-
veig Pétursdóttir, f.
3.11. 1969, giftist
1996 Magnúsi Orra
Haraldssyni. Þau
skildu. Börn þeirra
eru Pétur Geir og
Ástrós. 2) Erla Þur-
íður, f. 10.5. 1974.
Pétur ólst að mestu upp í Myrk-
árdal en átti síðar heima í Hallfríð-
arstaðarkoti og Lönguhlíð í Hörg-
árdal. Pétur stundaði nám í
Héraðsskólanum á Laugum í
Þingeyjarsýslu. Pétur vann við
landbúnaðarstörf, byggingar-
vinnu, einkum múrverk, störf hjá
Fóðurdeild SÍS og hjá Íslenska ál-
félaginu frá 1980–2000. Pétur
Gauti var meðlimur í Hesta-
mannafélaginu Gusti.
Útför Péturs Gauta verður gerð
frá Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Elsku afi. Ég hef svo oft séð þig
sitja í eldhúsinu og lesa minningar-
greinar í Mogganum og því vona ég
að þú lesir þetta yfir öxlina á mér.
Mig langar að þakka þér fyrir svo
margt því þú varst sko enginn venju-
legur afi, en ég hélt að ég myndi eiga
miklu meiri tíma með þér. Þú varst
besti vinur minn, alltaf svo góður við
mig, alltaf svo skemmtilegur og til í
allt.
Ég horfi á myndina af okkur nöfn-
unum saman við jólatréð fyrstu jólin
mín og erum við báðir svo glaðir.
Þannig var alltaf hjá okkur. Við tveir
nafnarnir að bralla eitthvað saman,
spjalla saman, smíða saman kofann,
ríða út saman, slá grasið, vinna sam-
an og svo margt, margt fleira. Í sum-
ar fórum við meira að segja í vatns-
blöðruslag úti á stétt. Ég fyllti
blöðrurnar af vatni og þú kastaðir í
mig. Við skellihlógum báðir. Síðan
vorum við einnig í sumar að vökva
lóðina með úðaranum og við hopp-
uðum báðir yfir hann og rennblotn-
uðum.
Ég gæti skrifað svona allan dag-
inn og munað eftir góðum stundum
með þér, elsku afi minn.
Ég hringdi oft í þig og þú sóttir
mig í skólann, við fórum saman í
bakaríið og keyptum brauð og ástar-
punga, spjölluðum og borðuðum
saman. Ég þurfti aldrei að bíða eftir
þér, þú varst alltaf bara mættur um
leið og ég kallaði.
,,Sauðurinn minn,“ sagðir þú
stundum góðlátlega þegar ég fann
ekki neitt, en þú fannst allt sem ég
var að leita að. Merkilegt samt að ég
var alltaf að leita að gleraugunum
þínum. Það var það eina sem þú
fannst ekki.
Hestamennskan var sportið okk-
ar. Þú gafst mér folald og svo
fannstu handa mér meri. Afbragðs
meri sagðir þú, alveg hrekklaus en
samt viljug. Við riðum svo oft upp í
Áningu og í fyrra fékk ég að ríða
með þér alla leið upp í Laugardal.
Það var sko snilld.
Þú varst líka alltaf svo hugmynda-
ríkur, afi, t.d. þegar þú fékkst gamla
hlaupahjólið mitt, tókst dekkin af og
lést setja á það sleðabretti svo hægt
væri að renna á því í snjó. Núna
gafstu mér borvél í jólagjöf sem er
hlaðin í fjarstýrðum bíl. Þú varst
alltaf búinn að hugsa vel út það sem
þú gafst mér.
Það var svo margt sem þú kenndir
mér, ræddir við mig um svo marga
hluti og sagðir mér hvernig ég ætti
að fara að því að gera svo margt.
Þú varst með hjarta úr gulli sem
enginn gat skaðað og mér þótti svo
vænt um þig og ég elskaði þig af öllu
mínu hjarta og meira til. Ef til eru
englar, þá ert þú núna einn af þeim.
Ég sé þig einhvern tímann.
Með ást og kveðju frá þínum
nafna.
Pétur Geir Magnússon.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom hönd og bind um sárin,
kom dögg og svala sálu nú,
kom sól og þerra tárin,
kom hjartans heilsulind,
kom heilög fyrirmynd,
kom ljós og lýstu mér,
kom líf er ævin þver,
kom eilífð bak við árin.
(V. Briem.)
Mig langar að kveðja þig, kæri
mágur, með fátæklegum orðum.
Þegar við Hreinn bróðir þinn byrj-
uðum okkar búskap kynntist ég þér
og öllum þínum góðu kostum,
traustri vináttu, glaðværð og hjálp-
semi. Þú máttir ekkert aumt sjá, þá
varst þú boðinn og búinn að hjálpa.
Þú varst eins og einn af fjölskyld-
unni á heimili okkar fyrstu árin því
að þið bræður unnuð saman í múr-
verki. Það var alltaf mjög kært með
ykkur bræðrum. Eins fengu börnin,
þó sérstaklega þau eldri, að kynnast
glaðværum og góðum frænda og
hafa átt hans vináttu síðan. Þótt liðu
vikur og mánuðir án þess að við hitt-
umst þá var ævinlega eins og við
hefðum hist í gær og alltaf kom þessi
hressandi glaðværð með komu þinni.
Ég vil þakka þér fyrir alla hjálp-
semi og umhyggju sem þú sýndir
mér í veikindum bróður þíns. Þá
komst þú oft á kvöldin og sast hjá
bróður þínum og vildir þá gjarnan að
ég gæti farið eitthvað. Það er höggv-
ið stórt skarð í frænda- og vinahóp-
inn, ekki síst hjá afabörnum þínum
sem voru þér allt. Eins er það hjá
systkinabarnahópnum, þar var Pét-
ur án efa aðalfrændinn.
Elsku Gurrý, Hildur, Erla og afa-
börn Pétur Geir og Ástrós, megi Guð
styrkja ykkur í sorginni. Innilegar
þakkir fyrir þína góðu vináttu.
Þín mágkona
Valdís.
Öll vitum við að lífið er ekki enda-
laust, samt vonum við alltaf að vinir
og vandamenn verði ávallt til staðar
okkur til styrktar í blíðu sem stríðu.
Aldrei erum við viðbúin að dauðinn
geti fyrirvaralaust barið að dyrum.
Pétur Gauti tengdist fjölskyldu
okkar fyrir nærri 40 árum síðan þeg-
ar hann, eyfirski sonurinn með norð-
lenska hreiminn, kvæntist systur
minni. Það var ætíð glaðværð og
hressileiki þar sem Pétur var til
staðar. Stutt í glettnina og grínið og
hinar spaugilegu hliðar lífsins. Hann
var vinmargur, ættfróður og ætt-
rækinn, tryggur sínum heimahögum
og átti þar fjölda vina og vanda-
manna, sem hann heimsótti og fylgd-
ist grannt með. Systkinin frá Löngu-
hlíð hafa orðið fyrir þungu höggi
með missi tveggja bræðra sinna á
jafnmörgum vikum. Pétur var stadd-
ur á sínum æskuslóðum er kallið
kom og hafði þremur dögum fyrr
kvatt sinn yngsta bróður Dag. Megi
nú þeirra einstaka samheldni
styrkja þau í sorginni.
Ég og fjölskylda mín eigum ótal
bjartar og ljúfar minningar tengdar
Pétri. Má þar nefna öll fjölskyldu-
boðin heima hjá þeim Guðríði, sum-
arhúsapuðið okkar, hestamennsku,
ásamt ferðalögum vítt og breitt um
landið. Þar var hann fróður um fjöll
sem og fólk. Eftir starfslok hans hjá
ÍSAL fyrir nokkrum árum gafst
honum meiri tími. Höfum við mörg
notið hans aðstoðar við ýmis störf,
þar sem hann var ætíð tilbúinn að
rétta öðrum hjálparhönd sem hann
taldi síður en svo eftir sér.
Ég veit að mágur minn fær góðar
móttökur í nýjum heimkynnum. Þar
hefur eflaust þurft skyndilega á góð-
um „stuðbolta“ að halda og hann því
tekinn frá okkur alltof fljótt. Þó að
leiðir skilji um sinn og við yljum okk-
ur á meðan við ljúfar minningar, þá
kemur að því að við systur mætum
þar einnig og þá með gamla kaffi-
brúsann og Pétur mun bera fram
nóg af nýbökuðum ástarpungum!
Barnabörnin tvö voru honum afar
kær og hafa þau nú misst einstakan
afa. Ég votta systur minni og frænk-
um, Hildi og Erlu, innilega samúð.
Megi góður Guð veita ykkur styrk.
Það er gott er lífsins degi lýkur
að ljómi birta um þann sem kvaddur er.
Því eitt er víst, að Guð vor gæzkuríkur,
glaða framtíð hefur búið þér.
(H. J.)
Hvíl í friði, kæri mágur.
Ragnheiður.
Þegar við hjónin kvöddum Pétur
mág minn á nýársnótt hressan og
kátan eftir að hafa átt yndisleg ára-
mót með fjölskyldu hans í Garðabæ
hvarflaði ekki að okkur að það væri í
síðasta skipti sem við hittumst. En
enginn ræður sínum næturstað.
Pétri kynntist ég fyrst þegar hann
fór að gera hosur sínar grænar fyrir
Guðríði systur minni. Okkur varð
strax vel til vina enda áttum við sam-
eiginleg áhugamál, s.s. hesta-
mennsku og ferðalög. Einnig bjó ég
hjá þeim þegar ég var við nám í
Reykjavík.
Pétur bar föðurlega umhyggju
fyrir mér þegar ég kom til borgar-
innar, saklaus sveitadrengur, enda
átti hann alla tíð gott með að skilja
ungt fólk og þarfir þess.
Nú á kveðjustund er margs að
minnast. Öll ferðalögin með honum
og Guðríði bæði innanlands og utan.
Það var sérstaklega gaman að fara
norður í land með Pétri. Þar var
hann á heimavelli, stálminnugur,
fróður á örnefni og sagði skemmti-
legar sögur af mönnum og málleys-
ingjum. Hann var mikill dýravinur.
Fóðraði sína hesta með afbrigðum
vel. Þegar Pétur kom í hagann komu
hrossin á harðastökki til hans.
Pétur var mikill fjölskyldumaður,
einstakur faðir og afi. Hann naut
samvistanna við barnabörnin, studdi
þau og hvatti í öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur. Þeirra missir er mikill.
Hann hafði skoðanir á málum líðandi
stundar og var gaman að rökræða
við hann, enda vorum við ekki alltaf
sammála. Hann var félagslyndur
maður og naut sín vel í fjölmenni,
hafði skemmtilega frásagnargáfu og
sá spaugilegu hliðarnar á lífinu.
Ógleymanlegar eru allar samveru-
stundirnar á Hrísbrúnum sumarbú-
staðalandi okkar systkinanna frá
Drumboddsstöðum. Fyrir utan út-
reiðartúrana böksuðum við Pétur
ýmislegt saman, við vatnslagnir,
skólplagnir, girðingarvinnu o.fl. Pét-
ur lét ekki sitt eftir liggja. Hann var
líka ráðagóður og kom með margar
góðar hugmyndir er ég hóf að
byggja sumarhúsið mitt.
Það verður tómlegt á holtinu í
sumar þegar hans nýtur ekki við.
Minningin lifir um góðan dreng og
tryggan vin.
Ég og fjölskylda mín vottum Guð-
ríði, dætrum þeirra, barnabörnum,
ættingum og vinum okkar dýpstu
samúð.
Hvíl í friði.
Gísli Rúnar Sveinsson.
Elskulegur tengdafaðir minn fyrr-
verandi, Pétur Gauti Hermannsson,
er látinn. Tíminn frá því hann veikt-
ist fyrir hjarta og þar til hann lést,
einungis sólarhring síðar, leið eins
og augnablik og var svo óraunveru-
legur. Þegar ég kom með afabörnin
hans með flugi til Akureyrar, nafna
hans Pétur Geir og Ástrós á sjúkra-
húsið, þá bæði sást og fannst svo
greinilega að hann vissi af komu
þeirra til sín og ég er viss um að
hann hafi í raun beðið eftir þeim þó
svo hann hafi ekki haft meðvitund
síðustu stundir lífs síns. Hann hafði
svo oft sagt mér að hann vildi fá
snöggan dauðdaga og honum varð að
ósk sinni. Raunar bar andlát hans
svo snöggt að, að ég gat nærri því
heyrt hann segja: „Jæja, þá er það
frá,“ sem hann var svo vanur að
segja, kíminn á svip.
Það sem einkenndi Pétur og Guð-
ríði eiginkonu hans, þegar ég kynnt-
ist þeim, var einstaklega gott viðmót
og einlægur og sterkur vilji til að
láta gott af sér leiða í öllu. Því kynnt-
ist ég strax þegar ég kom í fjölskyld-
una en á sama tíma bjuggum við
Hildur Sólveig dóttir þeirra í bíl-
skúrnum hjá þeim í Holtsbúðinni.
Þegar við hittumst fyrst þurfti ég
ekkert að kynna mig því Pétur vissi
algjörlega hverra manna ég var og
var betur að sér um forfeður mína og
ættingja en ég og ekki fannst honum
síðra að ég var líka Þingeyingur eins
og hann. Hann hafði einstaklega
gaman af ættfræði og stundum
fannst mér með ólíkindum hvað
hann gat þulið af nöfnum á skyldu og
óskyldu fólki, hvar sem það bjó á
landinu.
Pétur Gauti var einstaklega glað-
lyndur maður og alltaf var mjög
stutt í brosið og hláturinn. Fljótlega
varð ljóst að okkur Hildi var ætlað
að koma með afabarn og það bara
eins fljótt og auðið væri. Ekki varð
úr því, enda við í háskólanámi, og þá
minntist hann svona glettnislega á
það annað veifið hvort hann yrði ekki
„einhverntímann afi“. Tíminn leið en
ekki kom afabarnið en hann Pétur
Gauti varð aldrei ráðalaus og fór því
að viða að sér barnabaðborði, barna-
stól og öðru smálegu til barnaupp-
eldis sem gæti komið sér vel ef hann
yrði nú „einhverntímann afi“ og
hann sýndi okkur hvað barnabað-
borðið væri handhægt því með einu
handtaki var komið skiptiborð. Svo
kom að því að hann varð afi en á
sama tíma og nafni hans vildi koma í
heiminn var Pétur Gauti í hestaferð.
Þeir sem urði vitni að því þegar hann
fékk hringingu þess efnis að dóttir
hans væri á leiðinni á fæðingardeild-
ina hafa hvorki fyrr né síðar séð því-
líka reið og asa.
Eftir á hafa ættingar kallað þetta
gandreiðina miklu, þvílíkur var
spenningurinn og eftirvæntingin.
Pétur Gauti var einstaklega kær og
góður við börn og því fengu afabörn-
in hans svo sannarlega að kynnast,
þá loksins þau komu.
Afabörnin voru hans augasteinar
og yndi og hann setti þau alltaf ofar
öllu. Hann var þeirra allra besti fé-
lagi sem tók þátt í öllu sem fyrir lá og
þau vildu gera með afa sínum. Hann
fór með afabörnin sín í útreiðartúra,
í gönguferðir, sló lóðina og rakaði,
pældi kartöflugarðinn og setti niður
og tók upp kartöflurnar, dró snjó-
þoturnar þeirra, fór í fótbolta og í
sund, las bækur og ef afabörnin hans
vildu hamborgara eða annan skyndi-
bita, sem hann var annars ekkert
gefinn fyrir, þá lét hann sig bara
hafa það. Hann náði alltaf að gera
leik úr vinnu og kenndi afabörnun-
um sínum vinnusemi, eljusemi og
starfsgleði en á þann máta að þeim
fannst alltaf eins og þau væru í
miðjum leik. Pétur Gauti var alveg
einstakur afi og raunar afi eins og
þeir gerast bestir. Því er missir afa-
barnanna hans mjög mikill og sár en
þau munu búa að samverustundun-
um með afa sínum alla tíð og í hans
anda sem er að bugast ekki, heldur
halda áfram.
Þeir sem þekktu Pétur Gauta sáu
fljótt að þar fór mjög vandaður mað-
ur í alla staði og er ég innilega þakk-
látur fyrir að hafa fengið að kynnast
honum. Missir fjölskyldunnar er
mjög mikill.
Megi Guð styrkja ykkur, elsku
Guðríður, Hildur Sólveig og Erla
Þuríður. En munið að þið þurfið ein-
ungis að loka augunum eitt augna-
blik til að sjá fyrir ykkur góðar og
ógleymanlegar samverustundir og
það mun styrkja ykkur í sorginni.
Magnús Orri Haraldsson.
Það var snemma dags hinn 12.
janúar að mér barst sú sorgarfregn
að móðurbróðir minn Pétur Her-
mannsson hefði dáið þá um morg-
uninn. Pétur hefur verið mér fyrir-
mynd og góður frændi svo lengi sem
ég man, kannski sérstaklega vegna
þess að áhugamál okkar voru svipuð
og þá sérstaklega hestamennskan.
Þótt langur vegur væri á milli okkar
á uppvaxtarárum mínum hittumst
við þó á hverju ári og mér er minnis-
stætt hvað hann átti auðvelt með að
benda á ýmislegt sem betur mætti
fara í reiðmennsku og umhirðu hest-
anna minna án þess að mér fyndist
það óþægileg afskiptasemi.
Eftir að ég flutti á Suðurlandið
höfum við umgengist mun meira og
átt saman margar gleði- og ánægju-
stundir, bæði tveir einir og eins með
fjölskyldum okkar. Pétur var alltaf
boðinn og búinn að rétta mér
hjálparhönd og taldi það aldrei eftir
sér. Hann hafði einstakt lag á börn-
um og sást það vel á dóttur minni
sem taldi hann einn af sínum uppá-
haldsfrændum og spurði oft hvort
hann færi nú ekki að koma í heim-
sókn. Pétur var líka líflegur og fjör-
ugur persónuleiki og það var aldrei
nein lognmolla í kringum hann, aug-
un snör og svipurinn hýr og það var
alveg ómögulegt að láta sér leiðast
þegar Pétur var nærri.
Við hér á Efri-Brúnavöllum eigum
eftir að sakna þess mikið að Pétur
renni í hlaðið, hávær og kátur, spyrji
frétta af búskapnum og fram-
kvæmdum, kíki á kýr og sauðfé og
strjúki hrossunum og segi sögur af
mönnum og málleysingjum.
Guð veri með þér á þeim stað sem
þú dvelur á núna, kæri frændi.
Hermann Þór Karlsson.
„Segðu hvað hann var skemmti-
legur,“ sagði konan mín þegar ég
spurði ráða. Pétur frændi minn,
þrátt fyrir að vera ekki hár í loftinu,
var mikill karakter. Hreinskiptinn
húmoristi, duglegur, stoltur, dríf-
andi, hlýr og gefandi eru meðal þess
sem kemur í hugann. Þegar ég
hugsa um kallinn þá sé ég axlirnar
hristast og heyri smitandi hláturinn.
Hann var kvikur í hreyfingum,
orkumikill með mikla útgeislun.
Pétur var laus við tilgerð og hroka
og fannst slíkt fólk ekki eftirsókn-
arvert. Hann mat fólk eftir fram-
komu en ekki titlum. Þegar við hitt-
umst var tekin staðan á fjölskyld-
unni, framkvæmdum, stórum og
smáum og lífsins gáta leyst. Iðulega
var hægt að komast að niðurstöðu
því hann hafði góða rökhugsun og
talaði um hlutina eins og þeir voru.
Við höfðum oft líkar skoðanir en
reyndum samt að vera ósammála um
flest meðan við ræddum saman og
sökuðum hvor annan um að vera
sjálfstæðismenn þegar best lét.
Pétur átti mjög auðvelt með sam-
skipti og þreifst á þeim. Hann var vís
með að vera búinn að kynnast fólki
ef hann þurfti að standa í biðröð eða
kom inn í verslun. Hann var mikill
fjölskyldu- og barnakall, góður faðir
og átti gott með að ná sambandi við
börn. Seinustu árin voru það barna-
börnin sem gáfu honum einna mest í
samskiptum og hann naut sín vel
með þeim.
Mér reyndist hann einstaklega vel
og var alltaf boðinn og búinn að
hjálpa eða miðla af reynslu sinni. Ég
dáðist að því hvernig hann reyndi að
sjá jákvæðu hliðarnar á hlutunum og
bar höfuðið hátt í lífsins ólgusjó.
Ég kveð með söknuði frænda, fé-
laga og vin og sendi þeim mæðgum
og barnabörnum innilegar samúðar-
kveðjur.
Hörður.
Snjóað hefur mikið í höfuðborg-
inni síðustu daga. Hvítur snjórinn
liggur eins og skínandi hvít ábreiða
yfir Vatnsmýrinni. Snjókornin falla
hæglát til jarðar fyrir utan gluggann
minn. Þau boða frið og ró í kvöld en á
morgun á víst að fara að rigna. Veðr-
ið er eins og lífið, það breytir sífellt
um ásýnd og stundum svo óvænt að
PÉTUR GAUTI
HERMANNSSON