Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING T ónleikaröðin Tíbrá er burðarásinn í starfsemi Salarins. Nú á vorönn verða sextán tónleikar í Tí- brárröðinni og á þeim koma fram 44 tónlistarmenn. Í kvöld kl. 20 leika tveir breskir píanistar, Allan Schiller og John Humphreys fjórhent, verk eftir meistara Vínarklassíkurinnar, Moz- art og Schubert, í tilefni þess að nú eru liðin 250 ár frá fæðingu Wolf- gangs Amadeusar, eins og fram kemur hér til hliðar. Þriðjudaginn 31. janúar er komið að íslenskri söngkonu, Sólrúnu Bragadóttur, ásamt danska bariton- söngvaranum Tomasi Lander og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Ævintýrið um sænsku sópransöngkonuna Jenny Lind, sem fékk viðurnefnið næturgalinn, og danska skáldið H.C.Andersen er hér fléttað saman með söngvum tón- skálda þeirra tíma, og kryddað með aríum og dúettum úr þekktum óper- um. Fyrstu helgina í febrúar heldur einn eftirsóttasti fyrirlesari og píanóprófessor Bandaríkjanna, Nelita True, námskeið og tónleika með spjalli. Eins og fram hefur kom- ið er Mozart í sviðsljósinu í ár. Af því tilefni þótti fara vel á því að fá sér- fræðing til að spila og spjalla um verk Mozarts. Nelita Trueá að baki afar glæstan feril sem kennari, konsertpíanisti, fyrirlesari og sem dómari í alþjóðlegum keppnum. Svo skemmtilega vill til að hún er af ís- lenskum ættum, móðurfólk hennar allt ættað úr Skagafirði. Laugardaginn 11. febrúar kl. 16, flytur ungur tenór, Jónas Guð- mundsson, ásamt nafna sínum Jón- asi Ingimundarsyni, fjölbreytta dagská eftir ýmis tónskáld. Jónas Guðmundsson hlaut viðurkenningu úr styrktarsjóði Önnu Karólínu Nor- dal 6. september á liðnu ári og eru tónleikarnir haldnir í tengslum við styrkveitinguna. Mugison með Kasa hópnum Mugison eða Örn Elías Guð- mundsson verður gestur Kasa hóps- ins miðvikudagskvöldið 22. febrúar þar sem hann leikur tónlist sína með kammerhópnum. Kasa hópinn að þessu sinni skipa þau Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari, Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Helga Þór- arinsdóttir víóluleikari, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari. Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari og Michael Stirling sellóleikari eiga að baki glæsilegan starfsferil og miðla af list sinni á tónleikum 22. febrúar, þar sem þau leika verk eftir Jóhannes Brahms. Með þeim á píanó leikur Steinunn Birna Ragnars- dóttir, sem segir það gamlan draum þeirra þremenninga að leika verk Brahms á tónleikum; þau séu meist- arverk og mikil ögrun felist í því að takast á við þau. Jóhannes Andreasen píanóleik- arinn færeyski, sem oft hefur leikið á Íslandi, tekst á við Mozart og Schumann, og frumflytur að auki nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson á einleikstónleikum 28. febrúar. Hanna Dóra Sturludóttir sópran og þýski tenórinn Lothar Odinius syngja Ítölsku ljóðabókina eftir Hugo Wolf á tónleikum 4. mars, en meðleikari þeirra verður Anna Guðný Guðmundsdóttir. Í Ítölsku ljóðabókinni eru sönglög sem spanna öll tilbrigði ástarinnar, allt frá mestu hamingju til djúprar ást- arsorgar, - sum í léttum dúr, önnur á alvarlegri nótum, eins og lífið sjálft. Á hátíðartónleikum 11. mars fagn- ar sellósnillingurinn Erling Blöndal Bengtsson því að um þessar mundir eru liðin 60 ár frá því að hann hélt sína fyrstu tónleika, en það var ein- mitt á Íslandi. Fyrsta og síðasta ein- leikssvíta Bachs prýða efnisskrána, ásamt verki eftir Atla Heimi, til- einkað Erling, og verki eftir danska tónskáldið Niels Viggo Bentzon. Að auki býður Erling Blöndal upp á meistaranámskeið í Salnum af sama tilefni. Þriðju helgina í mars gefur að heyra tónleika sem hafa hlotið heitið Þríhyrningurinn, tónlist eftir hjónin Klöru og Róbert Schumann og vin þeirra Jóhannes Brahms. Það eru Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran- söngkona og Steinunn Birna Ragn- arsdóttir píanóleikari sem flytja fjögur stórbrotin verk þessara tón- skálda og leiða áheyrendur inn í ævintýraheim, þar sem andagift og snilligáfa þessara þriggja vina er allsráðandi. Fiðluleikarinn ungi, Theresa Bok- any, sem er íslensk í móðurætt en ungversk í föðurætt, vakti verulega athygli þegar hún lék fyrst í Salnum fyrir tveimur árum. Fjórðu helgi marsmánaðar leikur hún í Salnum á ný og hefur með sér ungan og marg- verðlaunaðan píanóleikara frá Búda- pest, Adam György. Fyrir utan sam- leik í þriðju sónötu Brahms leika þau krefjandi einleiksverk eftir tvo landa sína, Fiðlusónötu Bartóks og Ung- verska rapsódíu og Etýðu nr. 3 eftir Liszt. Í byrjun apríl þreytir tenórsöngv- arinn Ólafur Rúnarsson frumraun sína í Salnum með tveimur ljóða- flokkum; Dichterliebe, Ástir skálds eftir Schumann og On this Island eftir Benjamin Britten. Með Ólafi leikur breski píanistinn Peter Ford, en hann á að baki langt tónlistarnám í fiðluleik, píanóleik og hljómsveitar- stjórn og starfar nú sem listrænn stjórnandi Winterbourne óperunnar á Englandi. Ivan Klánský spilar Beethoven Það er mörgum kunnugt hve tón- listarlíf Mið-Evrópu er ríkt og hefur verið um aldir. Tékkland er þar eng- in undantekning. Ivan Klánský er í fararbroddi tékkneskra tónlistar- manna og gegnir þýðingarmiklu hlutverki í skipulagsmálum tónlist- arlífsins í Tékklandi. Þessi fram- úrskarandi listamaður heldur tón- leika að kvöldi pálmasunnudags, og leikur tvær sónötur eftir Beethoven í cís-moll og c-moll, og verk eftir Chopin, m.a. Grande Polonaise brill- ante op. 22. Perlur amerískrar sönglistar 20. aldar, aríur, ljóð og sönglög eftir jafn ólíka höfunda og Charles Ives og Stephen Foster, George Gers- hwin og Leonard Bernstein verða á efnisskrá tónleika Hauks Páls Har- aldssonar baritonsöngvara, sem um árabil hefur starfað að list sinni í Þýskalandi, lengst af í München, við Ríkisóperuna í Bæjaralandi. Með Hauki syngur bandarísk eiginkona hans, Marilee Williams og samlandi hennar, Donald Wages, aðstoð- arhljómsveitarstjóri Zubins Metha, leikur með þeim á píanó. Fyrir tveimur árum bar ungverski fiðlusnillingurinn Barnabás Kele- men sigur úr býtum í einni kunnustu fiðlukeppni í heimi, þeirri í Indiana- polis í Indiana í Bandaríkjunum. Hluti af verðlaununum var frum- raun í Carnegie Hall í New York og á leið sinni þangað kom hann við hér á landi og lék í Salnum. Sumarkomu er fagnað með tónleikum hans og konu hans Katalin Kokas 23. apríl, en hún er verðlaunahafi úr alþjóð- legu Joseph Szigeti fiðlukeppninni í Ungverjalandi.Efnisskrá tónleik- anna er afar sérstæð og sjaldgæft hér á landi að heyra verk fyrir tvær fiðlur, án undirleiks. Lokatónleikar Tíbrárraðarinnar eru að hefð á afmælisdegi Kópavogs- bæjar, 11. maí. Tónleikarnir nefnast Kliður fornra strauma, og eru með íslenskri efnisskrá, þar sem fram koma þau Bára Grímsdóttir, Sigurð- ur Rúnar Jónsson og Steindór And- ersen. Allt er þetta fólk sem hefur unnið rækilega að því að halda á lofti íslenska tónlistararfinum. Þetta verða þjóðlegir tónleikar; það verður sungið og kveðið, leikið á íslensku fiðluna og langspilið. Tónlist | Fjörutíu og fjórir tónlistarmenn á Tíbrártónleikum í Salnum fram á sumar Erling Blöndal Bengtsson leikur á hátíðartónleikum Morgunblaðið/Kristinn Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari fagnar sextíu ára tónleikaafmæli með einleikstónleikum 11. mars. Fyrstu tónleika sína hélt hann á Íslandi. Morgunblaðið/Eggert Kammer-Mugison. Kasa hópurinn leikur tónlist Mugisons á tónleikum 22. febrúar, og Mugison leikur að sjálfsögðu með. Morgunblaðið/Ásdís Theresa Bokany spilar í mars; hún lék hér síðast í hittifyrra. ÞAÐ er ekki oft að tækifæri gefst til að hlusta á fjórhentan píanó- leik hér á landi. Á tónleikum í Salnum í kvöld leika þeir Allan Schiller og John Humphreys, sem eiga að baki meira en þrjátíu ára samstarf við hljómborðið. Þeir leika verk eftir Vínarmeistarana Mozart og Schubert, sem báðir sömdu nokkuð af verkum fyrir tvo píanóleikara. Allan Schiller hefur frá því hann kom fyrst fram, þá tíu ára gamall með Halle-hljómsveitinni undir stjórn Sir Johns Barbirolli, átt glæstan feril. John Humphr- eys á einnig feril að baki sem konsertpíanisti, en er auk þess yf- irprófessor við kammermús- íkdeild Tónlistarháskólans í Birmingham. Samstarf þeirra All- ans og Johns hefur staðið um ára- bil og viðfangsefni þeirra marg- vísleg. Nýlega komu út á plötum öll píanóverk Busonis fyrir tvö pí- anó í þeirra flutningi. Á afmælisdegi Mozarts, 27. jan- úar, leika þeir Schiller og Humphreys sömu efnisskrá í Wig- more Hall í London. Á efnisskrá kvöldsins eru Són- ata í C-dúr, KV.521 frá 1787 eftir Mozart, Tilbrigði um eigið stef í As-dúr, D.813 frá 1824 eftir Schu- bert, Adagio og fúga fyrir sjálfs- pilandi orgel í f-moll, KV.594 frá 1790 og Fantasía fyrir sjálfspil- andi orgel í f-moll, KV.608 1791 eftir Mozart og loks Sónata í C- dúr, D.812 „Grand Duo“ frá 1824 eftir Schubert. Runólfur Þórðarson skrifar í efnisskrá tónleikanna og segir þar meðal annars um fjórhentan píanóleik: „Var það mikið tíðkað á seinni hluta átjándu aldarinnar og langt fram eftir þeirri nítjándu. Var það notað bæði til kennslu og til ánægju á mörgum heimilum og þótti sjálfsagður hlutur. Mozart samdi töluvert af slíkri músík allt frá æskuárum sínum til að spila með systur sinni, Nannerl, og einnig til kennslu síðar á ævinni.“ Og um verkin segir Runólfur: „Þannig er um sónötuna í C- dúr, sem hér verður flutt. Hún er samin er Mozart var kominn á há- tind sinn, um svipað leyti og Don Giovanni. […] Hin tvö verkin eftir Mozart eru nokkuð sérstök meðal tónsmíða hans, upphaflega samin fyrir sjálfspilandi orgel. Þannig var að greifi nokkur í Vínarborg, að nafni Deyem, hélt úti safni af ým- iss konar sjálfspilandi hljóð- færum, þar á meðal orgelum. Voru þessi hljóðfæri drifin áfram af klukkumótorum. Kom Deyem að máli við Mozart 1790 og pant- aði hjá honum verk fyrir slíkt orgel. Samdi hann þá Adagio og fúgu og lauk við í desember 1790. Líkaði greifanum verkið svo vel að hann pantaði þegar annað verk og varð fantasían þá til í mars 1791. Mozart samdi verkin þannig að þau væru spilanleg á píanó með fjórum höndum og þannig voru þau gefin út. […] Franz Schubert samdi líklega einna mest allra tónskálda tónlist til fjórhents leiks á píanó. Er þar að finna verk af ýmsum gerðum, sónötur, tilbrigði, marsa, dansa o.fl., bæði til kennslu og heima- brúks. Þau tvö verk eftir Schu- bert sem leikin eru á tónleikunum voru samin sumarið 1824. Schu- bert dvaldi frá maí fram í sept- ember það ár hjá Esterházy- fjölskyldunni í Zseliz í Ungverja- landi sem heimiliskennari í tónlist við góðan viðurgjörning. Í fjöl- skyldunni voru nokkrar dætur og spiluðu þær á píanó. Tilbrigðin við eigið stef voru samin fyrir dæturnar og urðu vinsæl meðal þeirra. Þau eru átta að tölu, ekki sérlega erfið í flutningi en áheyri- leg. Um sónötuna gegnir hins- vegar öðru. Þetta er stórt og mik- ið verk í fjórum köflum, allt að því sinfónískt í sniði og meðal drama- tískustu verka Schuberts. Er ólík- legt að nemendur hans hafi getað gert því fullnægjandi skil það sumarið. Verkið var ekki gefið út fyrr en að Schubert látnum árið 1838 og hlaut þá nafnið „Grand Duo“.“ Tuttugu fingur fagna Mozart John Humphreys og Allan Schill- er leika Vínarklassík fyrir gesti Salarins og Wigmore Hall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.