Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 41
UMRÆÐAN
MIKIL umræða hefur verið að
undanförnu um leikskóla og upp-
sagnir ófaglærðs starfsfólks á þeim.
Af umræðunni að
dæma mætti ætla að
þetta vandamál sé ein-
ungis bundið við Kópa-
vog en svo er klárlega
ekki. Til að mynda
vantaði hlutfallslega
fleira starfsfólk ófag-
lærðra í Reykjavík í
byrjun janúar en í
Kópavogi og jafnvel
þótt það leysi engan
vanda að benda á stöð-
una annars staðar þá
er nauðsynlegt að
skýra frá því hér til
þess að varpa ljósi á
heildarmyndina.
Allir eru sammála
um að mjög mikilvægt
og ábyrgðarmikið
starf fer fram í leik-
skólunum enda hefur
bæjarstjórn Kópavogs
lagt mikið upp úr því
að fjölga leik-
skólaplássum und-
anfarin ár. Sjálfstæð-
isflokkurinn sagði það skýrt á sínum
tíma að öll börn 2 ára og eldri fengju
leikskólavist. Við það hefur verið
staðið og gott betur því eins árs
börnum hefur jafnframt verið að
fjölga mjög hratt inni á leikskólum
bæjarins. Þessu til viðbótar má svo
nefna að nánast öll börn eru með
heilsdagsvistun sem er breyting frá
því sem áður var.
Þegar allt þetta er lagt saman er
ljóst að eftirspurn eftir fólki til starfa
á leiksskólum hefur vaxið mjög hratt
að undanförnu sem hefur átt stóran
þátt í að skapa þann vanda sem við
stöndum nú frammi fyrir. Mikilvægt
er að bregðast skjótt við og þurfa að-
gerðirnar að taka mið af því að leysa
málið ekki aðeins til skamms tíma
heldur til framtíðar líka.
Það skapar mikið álag á starfsfólk
leikskólanna, börn og foreldra ef
miklar og örar breytingar eru á
starfsfólki leikskólanna. Í þessu
sambandi er mikilvægt að leggja
áherslu á að fjölga faglærðu starfs-
fólki á leikskólunum. Það hefur sýnt
sig að eftir því sem starfshlutfall fag-
lærðra inn á leikskólunum er hærra
verður starfmannaveltan minni. Til
lengri tíma litið er verkefnið því klár-
lega að fjölga leik-
skólakennurum. Kópa-
vogur hafði frumkvæði
að því fyrir nokkrum ár-
um að bjóða upp á nám
fyrir ófaglærða starfs-
menn leikskólanna og
nýttu margir sér það.
Nauðsynlegt er að gera
nýtt átak í þessum efn-
um, bjóða upp á fjöl-
breytta valmöguleika til
náms og greiða þeim
sem slíkt nám sækja
einhverskonar bónus á
meðan á náminu stend-
ur. Það mætti til dæmis
gera með því að hækka
laun starfsmanna við
hverja einingu sem lok-
ið er. Þá væri einnig
hugsanlegt að greiða
sérstakt álag á laun
þeirra sem legðu stund
á nám með vinnu á leik-
skólunum. Leiðir sem
þessar myndu klárlega
bæta faglegt starf leik-
skólanna og auka stöðugleika í starf-
semi þeirra.
Í dag fer fram launaráðstefna
sveitarfélaganna. Von mín stendur
til þess að á henni komi fram lausnir
sem geta leyst úr brýnni mannafla-
þörf leikskólanna. Það er ekki nóg að
tala um að hækka lægstu launin og
láta síða prósentuhækkanir ganga
upp allan stigann. Slíkt getur hrint
af stað verðbólgu sem myndi í einni
svipan éta upp launahækkanir þeirra
sem lökust hafa kjörin. Ég tel að nú
sé jarðvegur til þess að gera þjóðar-
átak í því að hækka lægstu launin
sem vonandi verður til þess að við
sjáum fyrir endann á því vandamáli
sem við stöndum frammi fyrir varð-
andi lokanir á leikskólum.
Þjóðarsátt um hækk-
un lægstu launa
Eftir Ármann Kr. Ólafsson
Ármann Kr. Ólafsson
’Ég tel að nú séjarðvegur til
þess að gera
þjóðarátak í því
að hækka
lægstu laun-
in …‘
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
Kópavogs og gefur kost á sér í 2. sæti
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi.
Prófkjör Kópavogur
VEGNA frétta um
að fyrsta dagskrármál
Alþingis eftir jólafrí
verði afnám úrskurðar
Kjaradóms frá því í
desember er ástæða til
að minna á áður fram-
komna tillögu Ungra
jafnaðarmanna um að
Kjaradómur sem
stofnun verði lagður
niður og látið af frekari
launahækkunum til
æðstu ráðamanna –
umfram launahækk-
anir almennt. Laun
æðstu ráðamanna hafa
hækkað langt umfram
laun venjulegs fólks á
undanförnum árum og
hafa þeir þannig átt
þátt í því að breikka
bilið milli hinna hæst-
launuðu og lægstlaun-
uðu í landinu.
Ekki má gleyma
eftirlaununum
Ungir jafnaðarmenn
telja að með hækk-
unum undanfarinna ára og ekki síst í
ljósi þess að æðstu ráðamenn hafa
úthlutað sjálfum sér bestu lífeyr-
isréttindum sem þekkjast á Íslandi
þá hafi þessi hópur fengið nægar
kjarabætur um sinn.
Telji menn að nokkrum
árum liðnum að laun
æðstu ráðamanna séu
orðin léleg á ný þá er
eðlilegast að um það fari
fram umræða áður en
ákveðið er að hækka
þennan hóp umfram
aðra hópa.
Lægri laun
greidd fyrir að
stjórna Noregi
Bent hefur verið á að
laun þeirra sem Kjara-
dómur hefur ákvarðað
virðast vera álíka há eða
jafnvel hærri en laun
manna í samsvarandi
stöðum í nágrannalönd-
um okkar. Að tengja
launahækkanir æðstu
ráðamanna við launa-
vísitölu er að mati
Ungra jafnaðarmanna
einfaldasta lausnin á sí-
endurteknum deilum
sem staðið hafa um úr-
skurði Kjaradóms.
Leggjum
Kjaradóm niður
Andrés Jónsson skrifar
um Kjaradóm
Andrés Jónsson
’…er ástæða tilað minna á áður
framkomna til-
lögu Ungra
jafnaðarmanna
um að Kjara-
dómur sem
stofnun verði
lagður niður…‘Höfundur er formaður Ungra
jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar
Samfylkingarinnar.
Aukin lyfting – Stinnari húð
Álit 92% kvenna*
Nú lofar Estée Lauder þér meiri lyftingu en nokkru sinni - gefur
húð þinni þá aukahjálp, orku og raka sem hún þarfnast
Tvær öflugar formúlur fyrir dag og nótt gefa þroskaðri húð nýtt
líf, stinnari áferð, skarpari útlínur
Sérstök efnasamsetning ExtremeLift3 Complex flytur þessi virku
efni örskjótt inn í húðina, gera hana stinnari og frísklegri. Góð
rakagjöf sefar óþægilegan þurrk og
endurlífgar ferska æskuglóðina
Húð þín mun ljóma
af vellíðan
Því heitum við
* Í tilraunahópi sem notaði Resilience
Lift Extreme Lotion í mánuð.
nýtt
Resilience Lift Extreme
Ultra-Firming Moisturizers
www.esteelauder.com