Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ HólmfríðurHéðinsdóttir
fæddist í Borgar-
nesi 2. september
1950. Hún lést 15.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guðrún
Davíðsdóttir, f. í
Flatey á Breiðafirði
12. apríl 1920, d. 10.
júní 1997, og Héð-
inn Jónsson, f. á
Hamri í Laxárdal í
Suður-Þingeyjar-
sýslu 1. ágúst 1900,
d. 19. desember 1950. Systir
Hólmfríðar er: Sigríður, f. 24.
nóvember 1947, gift Árna Snæ-
björnssyni, f. 1. mars 1946. Þau
eiga tvo syni. Hálfsystir Hólm-
fríðar er: Hrafnhildur, f. 3. októ-
ber 1927, dóttir Héðins Jónssonar
frá fyrra hjónabandi, gift Pétri
Guðmundssyni, f. 2. september
Hólmfríði, f. 25. maí 2001, og
Unnstein, f. 26. apríl 2005. 3)
Sverrir, f. 6. maí 1980, verkamað-
ur. 4) Hörður, f. 18. febrúar 1986,
nemi.
Árið 1996 flutti Hólmfríður til
Akraness og hóf sambúð með
Guðmundi J. Hallgrímssyni fram-
kvæmdastjóra, f. á Akranesi 25.
júní 1941. Foreldrar hans voru
Hallgrímur Guðmundsson, f. á
Sleggjulæk í Borgarfirði 19. jan-
úar 1905, og Sólveig Sigurðar-
dóttir, f. á Ísafirði 15. september
1909. Börn Guðmundar af fyrra
hjónabandi eru: 1) Finnbogi Rafn,
f. 1965. 2) Hallgrímur, f. 1969. 3)
Pétur, f. 1976.
Hólmfríður sleit barnsskónum í
Borgarnesi og vann þar almenn
störf á unglingsárum. Veturinn
1968–69 stundaði hún nám við
Húsmæðraskólann á Laugarvatni.
Í Borgarnesi vann hún síðan hjá
Búnaðarsambandi Borgarfjarðar
og eftir að hún flutti á Akranes
vann hún hjá Skattstjóraembætti
Vesturlands allt til dauðadags.
Útför Hólmfríðar verður gerð
frá Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
1928. Þau eiga fjög-
ur börn.
Hinn 4. mars 1972
giftist Hólmfríður
Unnsteini Arasyni, f.
í Borgarnesi 21. maí
1941. Foreldrar hans
voru Ari Guðmunds-
son frá Skálpastöð-
um í Lundarreykja-
dal og Ólöf
Sigvaldadóttir úr
Stykkishólmi. Hólm-
fríður og Unnsteinn
skildu. Börn þeirra
eru: 1) Héðinn, f. 23.
ágúst 1970, starfsmaður Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar, í
sambúð með Skúlínu Kristinsdótt-
ur, f. 12. mars 1974. Fyrir á hún
dótturina Vigdísi, f. 1997. 2) Guð-
rún, f. 20. desember 1973, kenn-
ari á Ólafsfirði, í sambúð með
Sturlu Sigmundssyni, f. 24. júní
1971. Saman eiga þau börnin
Hún mamma mín er dáin. Ég veit
satt að segja ekki hvað ég á að
segja. Hvernig minningarorð við-
hefur maður um móður sína? Ein-
hvern veginn er svo erfitt að skrifa
um þá sem standa manni næst. Erf-
itt að stíga sporin út fyrir hringinn
og kenna andann sem ól sandkornið
mig. Tilraunir til þess virðast svo
vanmáttugar þegar svo margt sem
viðkemur henni er þrungið tilfinn-
ingum sem eiga engin orð. Tilfinn-
ingum og kenndum sem virðast
stundum eiga sér sjálfstætt líf í
sjálfstæðum orðlausum heimi.
Heimi okkar mömmu sem oftast
enginn annar skildi til fulls. Því
verður greinin stutt. Lengri útgáf-
una hef ég þegar sent henni og við
höldum henni fyrir okkur.
Hún greindist með krabbamein
fyrir rúmum tveimur mánuðum,
sem síðan dró úr henni baráttuglað-
an lífsandann. Anda sem hafði mót-
að hennar persónuleika og drifið
áfram alla tíð. Anda sem var fullur
af jákvæðni, samkennd, eldmóði,
velvilja, þjónustulund og ást.
Hún mamma lagði grunninn að
mínu lífi og sleppti mér seint úr
sinni umsjá. Hún eins og allflestar
aðrar mæður í heiminum bar óend-
anlega ást og umhyggju fyrir af-
kvæmum sínum og ég var svo hepp-
inn að vera eitt þeirra. Mamma,
takk fyrir að vera.
Þessi erindi tileinka ég þér fyrir
hönd okkar systkinanna og barna-
barna þinna:
Þitt gefandi eðli, þín góðláta hönd
geymdi okkar hjörtu, batt eilífðarbönd.
Nú böndin ei bresta þó upp fari önd
og berist svo tær yfir frelsarans lönd.
Við kveðjum þig sátt en minningin skýr
skín ljóst sem viti er leið vorri stýr.
Þinn kærleikur vafði svo heill og svo hlýr,
hann í hjarta okkar lifir og að eilífu býr.
(H. U.)
Guð blessi þig og geymi, elsku
mamma.
Þinn ætíð elskandi
Héðinn.
Elsku mamma. Mikið óskaplega
getur lífið verið fljótt að breytast, á
svipstundu er fótunum kippt undan
manni og maður situr eftir og snýst
í hringi. Þannig var tilfinningin hjá
mér fyrir rúmum tveimur mánuðum
þegar veikindi þín komu í ljós. Síð-
an þá hef ég dvalið mikið hjá þér,
mamma mín, og reynt að hjálpa þér
að ganga í gegnum þessa erfiðu
reynslu. Á þeim tíma hef ég mikið
spáð í hlutverk okkar í lífinu og
hvað þú, mamma mín, varst í mín-
um huga.
Dugleg. Þú varst ein sú allra dug-
legasta manneskja sem ég hef
þekkt, aldrei kvartaðir þú undan
einu né neinu, vannst alla hluti af
mikilli eljusemi og dugnaði og varst
í rauninni alltaf að. Þegar þú komst
norður til mín nú í seinni tíð áttirðu
erfitt með að sitja auðum höndum,
þú vildir alltaf vera að gera eitthvað
og hjálpa til, ýmist með börnin eða
á heimilinu. Gestrisni var þér í blóð
borin og alltaf var jafngott að koma
til þín, hvort sem ég kom ein eða
með alla fjölskylduna. Jákvæð. Það
sýnir best hversu jákvæð þú varst
hvernig þó tókst á veikindum þín-
um. Baráttuandinn þvarr aldrei og
alltaf varst það þú sem stappaðir
stálinu í okkur hin og sagðir að allt
yrði í lagi. Þú gast séð björtu hlið-
arnar á öllum hlutum og reyndir
frekar að einblína á þær heldur en
að hugsa of mikið um það neikvæða.
Þetta ættu sem flestir að tileinka
sér í lífinu.
Ákveðin. Þú vissir hvað þú vildir í
lífinu og hafðir ákveðnar skoðanir á
hlutunum. Þú brýndir oft fyrir mér
að ég þyrfti að vera ákveðnari við
hana Fríðu litlu enda hafðir þú á
henni einstakt lag sem enginn ann-
ar hefur. Þú fylgdist alla tíð vel með
allri umræðu í þjóðfélaginu og hafð-
ir oft sterkar skoðanir þar. Þú
brýndir líka fyrir mér að jafnvel þó
ég væri með tvö lítil börn og hefði
ekki mikinn tíma yrði ég að vera
dugleg að fylgjast með því sem væri
að gerast í kringum mig, þú taldir
það brýnt að vera vel upplýstur.
Skipulögð. Þessi eiginleiki þinn
var alveg einstakur, hjá þér var allt
á vísum stað og allt í röð og reglu en
þannig vildir þú hafa hlutina. Ég
minnist allra tékklistanna sem þú
varst alltaf að gera, hvort sem þú
varst að skipuleggja utanlandsferð,
gönguferð á eitthvert fjallið eða ein-
faldlega að fara út í búð. Allt þurfti
að vera skrifað niður svo ekkert
gleymdist. Einnig varstu dugleg að
halda utan um og skrá ýmsar upp-
lýsingar um hina og þessa hluti,
raða í möppur, merkja og flokka.
Það var alltaf allt í skipulaginu hjá
þér.
Náttúruunnandi. Íslensk náttúra
var þér mjög hjartfólgin og þú varst
mikið náttúrubarn. Ég minnist þess
að á hverju hausti var farið í berja-
mó að Skálpastöðum, kartöflurnar
teknar upp og oft fannst manni nú
nóg um magnið fyrir eina litla fjöl-
skyldu. Þá ræktaðirðu alltaf ýmsar
matjurtir í garðinum heima og sum-
arblómin voru farin að spretta í
flestum gluggum hússins þegar leið
að vori. Þessa iðju er ég búin að
ætla mér að taka upp í nokkur ár en
ekki orðið ennþá. Þú ætlaðir að
hjálpa mér að koma mér af stað í
þessu en það verður víst ekki.
Áhugi þinn á íslenskri náttúru kom
ekki síst fram í öllum ferðunum sem
þú hefur farið um Ísland. Þú varst
ein aðalmanneskjan í gönguklúbbn-
um í Borgarnesi og það er nú ekki
svo lítið sem þið hafið gengið sam-
an, sérstaklega hér á landi en þó
einnig erlendis. Sérstaklega minn-
ist ég þess þegar allur hópurinn
kom, að aflokinni nokkurra daga
göngu, til mín á Ólafsfjörð og fékk
lánað húsið mitt þar. Þetta var svo
hress hópur og þar lékst þú,
mamma mín, á als oddi. Í sumar
gekkstu síðan Laugaveginn með
klúbbnum og í mínum huga ertu
hetja fyrir þá ferð. Athvarfið þitt
áttir þú þó í sumarbústaðnum ykk-
ar Gumma í Ölveri, það var ykkar
hreiður. Þar leið þér alltaf best,
með honum Gumma þínum, búin að
hita upp í kamínunni, hlustandi á
góða tónlist og slakandi á eftir
vinnuvikuna.
Amma. Þegar ég eignaðist hana
Hólmfríði litlu fyrir tæpum fimm
árum mynduðust strax mjög sterk
bönd ykkar á milli sem aldrei munu
slitna, jafnvel ekki þó þú hafir kvatt
þennan heim. Þið voruð alveg sér-
stakar vinkonur, brölluðuð margt
saman og hún mun aldrei gleyma
henni Fríðu ömmu sinni sem er
henni svo mikils virði. Seinna
ömmubarnið þitt fékkst þú svo nú í
vor, hann Unnstein litla, og missir
hann af miklu að fá ekki að kynnast
henni ömmu Fríðu. Þú kallaðir
börnin mín tvö gullmolana þína og
það eru þau svo sannarlega og ég
veit að þú munt fylgjast áfram með
þeim og halda verndarhendi yfir
þeim.
Mamman mín. Ég get ekki lýst
því hvað ég er stolt að hafa átt þig
fyrir mömmu. Við vorum ekki bara
mæðgur heldur líka miklar vinkon-
ur. Í hjarta mínu geymi ég allar fal-
legu minningarnar okkar. Mig lang-
ar að þakka þér fyrir að hafa mótað
mig í þann einstakling sem ég er í
dag, hjálpað mér á erfiðum tímum í
lífinu, verið mér innan handar í svo
mörg skipti þegar ég þurfti á þér að
halda, hafa alltaf sýnt mér skilning
og umburðarlyndi og hafa hlustað
og gefið mér góð ráð. Ég á eftir að
sakna þess að hitta þig og geta
spjallað við þig um allt og ekkert.
Ég er samt þakklát fyrir allan tím-
ann sem við erum búnar að vera
saman undanfarið, og ég veit að í
minningunni verður sá tími dýr-
mætur. Takk fyrir að elska mig.
Þín
Guðrún.
Hvað getur maður sagt á stund-
um sem þessari? Móðir mín Hólm-
fríður Héðinsdóttir sem var aðeins
55 ára gömul lést aðfaranótt sunnu-
dags eftir rétt rúmlega tveggja
mánaða baráttu við krabbamein.
Það er á stundum sem þessari sem
maður virkilega finnur fyrir því
hvað lífið getur stundum verið
ósanngjarnt og kaldhæðið. Maður
trúir því varla að maður sitji hérna
og sé að skrifa minningargrein um
mömmu sína. Hinn 4. nóvember
þegar upp komst að hún hafði
greinst með þennan hræðilega sjúk-
dóm hugsaði maður strax til þess
hvernig þessi heilbrigða kona sem
gerði lítið annað en að vera úti í
náttúrunni og ræktaði bæði líkama
og sál af kappi gat verið með
krabbamein. Mamma mín var alveg
einstök kona og snerti alla þá sem
hún hitti og smitaði þá af bjartsýni
sinni og jákvæðni. Þeir eiginleikar
sýndu sig best í þessum miklu veik-
indum hennar því aldrei hafði hún
hug á því að gefast upp og leit alltaf
á björtu hliðarnar. Jafnvel þegar að
vitað var að stutt var eftir og öll von
sem við sem næst henni stóðum
höfðum um bata farin að dofna þá
var aldrei neina uppgjöf að sjá á
henni. Má segja að á þessum sein-
ustu dögum hafi hún gefið okkur
sína seinustu lífslexíu og hafði hún
þá þegar kennt okkur nóg. Hún var
sú að það sé sama hvaða erfiðleik-
um maður mætir í lífinu og hversu
stórir þeir virðast vera þá eigi mað-
ur aldrei að brotna niður og alltaf
að líta á björtu hliðarnar. Það var
svo sannarlega það sem hún gerði.
Þegar ég hugsa um þessi ár sem ég
þekkti hana þá koma vitaskuld
margar minningar upp í hugann.
Söngæfingar uppi á lofti í kirkjunni
með kirkjukórnum, fjallgöngurnar
með gönguklúbbnum, lautarferðirn-
ar sem hún heimtaði að fá mig með í
jafnvel þó það væri ekki nema upp á
Bjössaróló. Alltaf stanslaust á ferð-
inni og alltaf svo mikið að gera.
Njóta lífsins til hins ýtrasta.
Það hefur verið mikið sem ég hef
lært af þér, mamma mín, og allt það
tek ég með mér út í lífið. Þú varst
ótrúleg kona sem ég mun auðvitað
aldrei gleyma og held ég að fáir sem
kynntust þér muni gera það.
Það er svo mikið sem mann lang-
ar að segja en stundum er það
þannig að orð ná ekki utan um
hugsanir manns. Þú munt alltaf
verða í mínum hugsunum og bæn-
um og ef ég mun verða svo heppinn
að eignast einhvern tímann börn þá
mun ég segja þeim frá ömmu Fríðu
og hversu frábær kona hún var.
Hversu gefandi og kærleiksrík.
Ég elska þig, mamma mín.
Hvíldu í friði.
Hörður Unnsteinsson.
Mágkona mín, Hólmfríður Héð-
insdóttir, er látin aðeins 55 ára að
aldri. Hún lést á sjúkrahúsi Akra-
ness 15. janúar sl. eftir hetjulega
baráttu við illvígan sjúkdóm sem
greindur var á liðnu hausti. Þótt
hún og aðstandendur hennar væru
lengi framan af bjartsýn um sigur í
baráttunni við krabbameinið þá
sigraði maðurinn með ljáinn að lok-
um. Í veikindunum sýndi hún mik-
inn viljastyrk allt til loka þrátt fyrir
að ljóst væri hvert stefndi. Í erf-
iðum veikindum fékk hún frábæra
umönnun á Sjúkrahúsinu á Akra-
nesi og eru starfsfólki þar færðar
alúðarþakkir fyrir. Með fráfalli
Fríðu, eins og hún var ævinlega
kölluð, er lokið tæplega fjörutíu ára
kynnum og samveru sem ekki bar
skugga á.
Fríða var fædd í Borgarnesi og
dvaldi þar lengstan hluta ævinnar.
Föður sinn missti hún aðeins
þriggja mánaða gömul og ólst því
upp, ásamt systur sinni, hjá ein-
stæðri móður þeirra systra. Í Borg-
arnesi voru æskustöðvarnar og þar
átti hún djúpar rætur. Þar stundaði
hún hefðbundið skólanám, ásamt
því að ljúka námi frá Húsmæðra-
skólanum á Laugarvatni. Þá dvaldi
hún í eitt ár í Englandi við nám og
starf. Skólagöngu sinnar naut hún
vel og minntist oft þess tíma með
ánægju, enda reyndist þetta henni
hinn besti undirbúningur fyrir lífið.
Þótt umhyggja fyrir fjölskyldu
sinni og ættingjum öllum væri ríkur
þáttur í daglegu lífi hennar, þá var
hún félagslynd og glaðvær og tók
virkan þátt í ýmsu félagsstarfi. Hún
var trúuð og kirkjurækin og hafði
mikla ánægju af starfi með kirkju-
kór Borgarness, þar sem hún var
virk um árabil, bæði í leik og starfi.
Einnig starfaði hún í mörg ár með
Rotaryhreyfingunni. Í Borgarnesi
átti hún sína æskuvini og eftirtekt-
arverð var sú ævilanga vinátta og
tryggð sem var með þeim Fríðu,
Eygló og Kristínu Ingibjörgu
(Systu).
Í Borgarnesi vann hún ýmis
skrifstofustörf, auk þess að vera
húsmóðir á stóru heimili. Henni var
mjög í huga velferð fjölskyldunnar
og börnum sínum reyndist hún hin
styrka stoð sem vakti yfir hag
þeirra og framtíð. Styrk sinn sýndi
hún vel þegar elsti sonur hennar
átti við veikindi að stríða, en lið-
veisla hennar á þeim tíma mun
verða honum ævilangt veganesti.
Hún giftist Unnsteini Arasyni,
bifreiðastjóra og smið frá Borgar-
nesi, og eignuðust þau fjögur börn.
Þau eru: Héðinn ráðgjafi hjá Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnuninni,
Guðrún kennari, Sverrir verkamað-
ur og Hörður nemi. Fríða bjó í
Borgarnesi með fjölskyldu sinn til
ársins 1996, en þá slitu þau Unn-
steinn samvistum og Fríða fluttist
til Akraness með yngri börnin tvö,
en eldri börnin voru þá vaxin úr
grasi og komin til starfa á öðrum
vettvangi.
Á Akranesi bjó Fríða síðustu tíu
árin, eða allt til dauðadags, í sam-
búð með Guðmundi Hallgrímssyni,
blikksmið. Þar átti hún frábær ár í
nýju umhverfi með góðu fólki sem
tók henni afar vel. Hún var starfs-
maður á Skattstofu Vesturlands og
undi sér þar mjög vel í samstilltum
hópi glaðværra félaga. Þau Guð-
mundur eignuðust sumarhús í Öl-
veri undir fallegum hlíðum Hafn-
arfjalls. Þar áttu þau, ásamt
fjölskyldu sinni, yndisreit sem veitti
þeim ánægju og lífsfyllingu. Þar gat
Fríða hlúð að gróðri og ræktað sinn
matjurtagarð en hún fékk þann arf
frá bernskuheimilinu að vera með
„græna fingur“ og hafa ánægju af
allri ræktun í sinni fjölbreytilegustu
mynd.
Fríða og Guðmundur höfðu yndi
af ferðalögum til annarra landa og á
síðari árum rættist sá draumur
hennar að ferðast til framandi
landa. Skömmu áður en hún veiktist
fóru þau Guðmundur í sannkallaða
ævintýraferð til Kína. Augljóst var
að sú ferð var í huga hennar sveipuð
ævintýraljóma framandi slóða.
Guðmundur reyndist Fríðu og
börnum hennar einstaklega vel og
var augljóst að þau mátu hvort ann-
að afskaplega mikils. Á lokakafla
lífs hennar stóðu Guðmundur og
fjölskylda hennar öll eins og klettur
við hlið hennar allt til loka.
Þótt söknuðurinn sé mikill þá er
að leiðarlokum einnig í huga mínum
þakklæti og virðing fyrir það tæki-
færi að hafa kynnst kjarnakonunni
Hólmfríði Héðinsdóttur.
Ég kveð hana með gamalli vísu
sem mætur prestur við Breiðafjörð
orti eitt sinn á saknaðarstundu:
Héðan brott á besta lífsins skeiði
blessuð þegar sólin skein i heiði,
fórstu ljúfa lilja,
ljóssins herra að vilja
þungt oss fannst við þig að verða að skilja.
(J.Þ.)
Við Sigga systir hennar vottum
Guðmundi, börnum Fríðu og öðrum
ættingjum samúð okkar.
Árni Snæbjörnsson.
Við systurnar horfðum með lotn-
ingu á Fíu sem var ein af stóru
flottu frænkunum í Borgarnesi, en
þangað komum við oft sem litlar
stelpur í heimsókn til Fríðu og
Gúddýjar, föðursystra okkar.
Fía var þá sem ávallt hláturmild,
ákveðin og kraftmikil og það var
notalegt að koma á Gunnlaugsgöt-
una og fá að gramsa í gersemunum
og leika í garðinum, sem okkur
fannst ævintýri líkastur. Þar var
glaðværð og hlátur í fyrirrúmi.
Eins og gengur þá hittast ætt-
menni ekki endilega mikið en fyrir
fáum árum ákváðu frænkurnar,
systkinadæturnar Hrafnhildur,
Siggurnar fjórar, Fía, Björg, Kolla
og Gunna að taka upp þráðinn og
hittast öðru hverju til að treysta
frænkuböndin. Margt gamalt og
nýtt var rifjað upp og mikið hlegið.
Síðastliðið vor stóð til að hittast í
sumarbústaðnum hjá Fíu en því
miður gat það ekki orðið og nú er
hún öll langt um aldur fram.
Við kveðjum kæra frænku með
söknuði og trega og vottum Guð-
mundi og börnunum sem öll hafa
misst mikið okkar innilegustu sam-
úð. Einnig er hugurinn hjá Siggu og
fjölskyldu því mjög kært var á milli
þeirra systra.
Guðrún og Sigríður
Eyjólfsdætur.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
hug þinn og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.“
(Khalil Gibran.)
Eftir stutta en erfiða sjúkdóms-
legu er Fríða æskuvinkona okkar
látin.
HÓLMFRÍÐUR
HÉÐINSDÓTTIR