Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 39
NÚ MUN lokið tilraunum fyrr-
verandi félaga í Eftirlaunasjóði
Landsbanka Íslands og Seðlabanka
Íslands til þess að endurheimta rétt-
indi þau, sem með lævísum aðgerð-
um stjórnvalda og stjórnenda bank-
anna voru af
starfsmönnum þess-
ara stofnana tekin í
árslok 1997.
Síðasti dómur
Hæstaréttar í þessum
tilraunum gaf að vísu
góða vísbendingu um
að eðlisþættir réttsýni
og sanngirni væru
ekki með öllu horfnir
úr þeim ranni. Sér-
atkvæði tveggja dóm-
enda af fimm gáfu
réttláta og sanngjarna
sýn á þau málsatvik,
sem aðrir dómarar höfðu ýmist
hundsað eða umsnúið í fyrri umfjöll-
un um málið.
Þar eð fjölmiðlar hafa lítið sinnt
fréttaflutningi af hinum einstöku að-
gerðum, sem í frammi voru hafðar á
árinu 1997 eða þeirri makalausu
meðhöndlun, sem málin fengu hjá
flestum dómaranna í algjörri þjónk-
un við dæmalaust óréttlátar stjórn-
valdsaðgerðir, þá langar undirrit-
aðan að rekja helstu atriði úr sögu
Eftirlaunasjóðsins sáluga, framgang
stjórnenda bankanna og umsnúning
dómskerfisins frá réttlátri umfjöllun
í viðleitni til réttlætingar á því ofríki,
sem beitt hafði verið til þess að losa
bankana undan áratuga skuldbind-
ingum.
Saga réttindanna
og skerðing þeirra
Eftirlaunasjóður Landsbanka Ís-
lands og Seðlabanka Íslands starfaði
frá upphafi á sama reglugerð-
argrunni og Lífeyrissjóður starfs-
manna ríkis og bæja og var einnig
algjörlega sambærilegur við Eft-
irlaunasjóð Búnaðarbanka Íslands
og Útvegsbanka Íslands. Bankarnir
voru sjálfstæðar stofnanir í eigu rík-
isins og féllu því undir valdsvið rík-
isstjórna hverju sinni. Stjórnir Eft-
irlaunasjóðs LÍ og SÍ voru frá
upphafi í höndum bankanna enda
höfðu þeir tvo fulltrúa í stjórnum
sjóðsins en starfsmenn beggja bank-
anna aðeins einn. Því höfðu bank-
arnir ávallt í hendi sér hverju starfs-
fólki væri heitið í eftirlaunakjörum. Í
reglugerðum allra opinberra stofn-
ana voru þau sérstöku réttindi að
eftirlaunin skyldu miðast við laun
eftirmanns í hverju starfi, svonefnda
eftirmannsreglu. Þessi réttindi voru
gjarnan metin til nokkurra pró-
sentna þegar rætt var og samið um
launataxta og kjör við samninga-
nefndir starfsmannanna. Í samn-
ingum bankaráðanna við Samband
ísl. bankamanna var þessum rök-
semdum óspart beitt, og vissulega
eðlilegt – bankastjórnendur vissu jú
best hvað í þeim sérstöku réttindum
fólst og réðu alfarið hverju starfs-
mönnum var heitið með sérlegri
tryggingu eftirlaunanna samkvæmt
eftirmannsreglunni.
Eftirmannsreglan var í gildi
a.m.k. frá stofnun Seðlabankans og
var framkvæmd farsællega í 37 ár
án þess að stjórnendur bankanna
gerðu nokkurn tíma minnsta fyr-
irvara um gildi reglunnar. Það ber
sérstaklega að hafa í huga að við
ráðningar starfsfólks, sem fram fóru
með viðræðum við starfsmanna-
stjóra og eða bankastjóra, voru
starfskjör ávallt skilmerkilega út-
listuð með tilvísan til sérstaklega
tryggðra eftirlauna samkvæmt gild-
andi reglugerð auk launa samkvæmt
kjarasamningum á hverjum tíma.
Árið 1997 var hrint í framkvæmd
áætlun stjórnvalda til undirbúnings
þess að einkavæða Landsbankann.
Stefnt var einkum að því að losa
bankann við ábyrgð á skuldbind-
ingum eftirlaunasjóðsins, og mun þá
einhverjum öðlingi hafa hugkvæmst
að ráðast til atlögu við réttindi
starfsfólksins til að létta þann róður.
Á vegum bankaráðanna var samin
ný reglugerð, sem raunverulega fól í
sér stofnun nýs sjóðs er tæki við af
þeim eldri án þess að með fylgdu
réttindi þau, sem fólust í eftirmanns-
reglunni. Til réttlætingar voru boðn-
ar bætur, sem áttu að einhverju leyti
að koma til mótvægis við fyrirséðar
launahækkanir umfram þróun verð-
lags. Við útreikning
bótanna var hin nýja
reglugerð lögð til
grundvallar og ákvæði
eldri reglugerðarinnar
varðandi eftirmanns-
reglu og fleira í engu
virt. Þrátt fyrir skerð-
inguna reyndust bæt-
ur þær sem greiddar
voru síðan gróflega
vanmetnar og fyrirséð
að hinn nýi sjóður
muni engan veginn
geta staðið á eigin fót-
um.
Stjórnendur Landsbankans með
formanninn Kjartan Gunnarsson í
broddi fylkingar höfðu uppi mikinn
áróður meðal starfsmanna bankans.
Mun þar hafa dugað best að ýja að
væntanlegum launahækkunum og
afsláttarkjörum á hlutabréfum til
þess að fá samþykki starfsmanna.
Stjórnendur Seðlabankans voru
einnig auðsveipir þjónar valdhaf-
anna við að koma breytingunum á
og reyta þannig skrautfjaðrirnar af
áunnum réttindum starfsmanna.
Fyrir áróðursvagninn beittu þeir
einkum Ingva Erni Kristinssyni,
sem meðal annars predikaði að lík-
indi væru til þess, að í „framtíðinni“
myndi viðmiðun við vísitölu neyslu-
verðs verða hagstæðari en eft-
irmannsreglan! Ekki fylgdi með
hver líkindi væru fyrir því, að virkir
eða væntanlegir eftirlaunaþegar
myndu upplifa þá tíma!
Nýja reglugerðin fékkst sam-
þykkt á mjög svo vafasömum fundi
með handauppréttingu flestra
þeirra starfsmanna Landsbankans
sem komust til fundar, en fáir þeirra
mörgu er störfuðu utan höfuðborg-
arsvæðis gátu verið þar þátttak-
endur. Svo til allt starfsfólk Seðla-
bankans mótmælti og hafnaði nýju
reglugerðinni. Ekki er vitað til að
neinn í liði stjórnenda bankanna hafi
séð sér fært að standa með sínu fólki
í máli þessu. Það vekur þó mesta
undrun og má heita með ólíkindum
að stjórnendur þess banka, sem ekki
átti að einkavæða, skyldu sjá sóma
sinn í því að losa hann undan full-
gildum skuldbindingum við fyrsta
starfsmannahópinn í sögu bankans
og skerða eftirlaunin til ávinnings
fyrir bankann sjálfan.
Í ársskýrslu Seðlabankans fyrir
árið 1997 segir svo á bls. 131: „Á
árinu var gerður samningur við
starfsmenn um breytingar á lífeyr-
ismálum. Samkomulagið fól í sér að
bankinn greiddi áunnin réttindi í
árslok 1997 til Eftirlaunasjóðs
starfsmanna Seðlabanka og Lands-
banka gegn því að bankinn losnaði
undan bakábyrgð á ófjármögnuðum
halla sjóðsins.“ Hér er um augljósa
sögufölsun að ræða. Hvort tveggja
er að enginn samningur var gerður
við starfsfólkið og áunnin réttindi
samkvæmt eftirmannsreglu eldri
reglugerðarinnar voru ekki tekin
með í útreikningi bótanna.
Ráðherra Seðlabankans var á
þessum tíma Finnur Ingólfsson, en
allur málatilbúningur þessi, sem
stefndi að verðmætisaukningu
Landsbanka að verulegum hluta á
kostnað starfsmanna þess banka og
Seðlabankans, var eflaust runninn
undan rifjum ráðuneytis Davíðs
Oddssonar. Það er sérstaklega at-
hyglivert að á sama tíma var unnið
að lagasetningu um lífeyrissjóði þar
sem tekið skyldi á vanda varðandi
eftirmannsregluna á þann hátt að
jafnframt væri gefinn valkostur um
viðmiðun við vísitölu launa og þar
með tryggð fylgni við launaþró-
unina. Einnig var á sama tíma unnið
að breytingum á lífeyrisréttindum
starfsmanna Búnaðarbankans þar
sem ákveðið var í sátt við starfs-
fólkið að miða verðgildið við launa-
vísitöluna.
Bankaráð Seðlabankans var á
árinu 1997 skipað þeim Þresti Ólafs-
syni, Ólafi B. Thors, Davíð Að-
alsteinssyni, Davíð Scheving Thor-
steinssyni og Kristínu
Sigurðardóttur og bankastjórar þeir
Birgir Ísleifur Gunnarsson, Eiríkur
Guðnason og Steingrímur Her-
mannsson.
Fyrrverandi bankastjórar á eft-
irlaunum voru einnig ósáttir við að
eftirlaun þeirra skyldu fylgja breyt-
ingum á vísitölu neysluverðs. Ekki
er vitað til að þeir hafi séð sér fært
að styðja málstað fyrrverandi starfs-
fólks síns. Stjórnendur Seðlabank-
ans munu nokkru síðar hafa séð
aumur á þeim og veitt þeim uppbót í
formi dágóðrar hækkunar á grunn-
lífeyri þeirra.
Tilraunir til endurheimtu
réttindanna
Starfsfólk Seðlabankans reyndi á
ýmsa vegu að mótmæla því gerræði
bankastjórnarinnar að rýra eft-
irlaunakjörin með allsherjar undir-
skriftalistum og síðan með við-
ræðum við bankastjóra og formann
bankaráðs án nokkurs árangurs. Í
þessum viðræðum var einkum bent
á augljósar vanefndir ráðning-
arsamninga, brot á jafnræðisreglu
stjórnsýslulaga og brot á eignarétt-
arákvæðum stjórnarskrárinnar,
sem stríða gegn öllu mannlegu vel-
sæmi, réttsýni og sanngirni.
Þar eð bankastjórnin virti mála-
leitan starfsfólksins að vettugi var
ekki hjá því komist að leita til dóm-
stóla og treysta á réttsýni dóm-
aranna. Fjögur mál hafa farið alla
leið gegnum hið íslenska dómskerfi
og í öllum hafa dómar fallið á þann
veg að blessun var lögð yfir alla
framgöngu stjórnvalda og banka-
stjórna við ofangreind þreföld brot
gegn réttindum starfsfólksins!!!
Í fyrstu var þó reynt að sporna við
staðfestingu reglugerðar hins nýja
lífeyrissjóðs, en úr ráðuneyti var
varla að vænta skilnings á sjón-
armiði starfsfólksins – þar voru ef-
laust lagðar línurnar um framvindu
þessarar þjösnalegu aðfarar að rétt-
indum starfsmanna bankanna. Þá
var leitað til Umboðsmanns Alþing-
is, en sá taldi ekki ástæðu til afskipta
af málinu, „enda hefði skerðing ekki
verið óhófleg“! Og þá reyndi á sann-
girni og réttsýni dómara. Verður að
segjast að hvorugu var til að dreifa í
niðurstöðum dómanna, utan í sér-
atkvæði tveggja dómenda Hæsta-
réttar í síðasta málinu hinn 13.10.05.
Ummæli þeirra verða tilgreind síðar
í greininni.
Að dómi undirritaðs voru alvar-
legustu og sárustu rangindin gegn
starfsfólkinu fólgin í vanefndum
bankanna á ráðningarsamningum.
Þótt allt starfsfólkið væri ráðið til
starfa með munnlegum samningum,
var vendilega vísað til og stuðst við
ritaða samninga annars vegar og
hins vegar prentaðar og staðfestar
reglugerðir um eftirlaunasjóð, sem
tryggja skyldu eftirlaun með viðmið
við launaþróun í bönkunum, svo
nefnda eftirmannsreglu.
Það er með ólíkindum hvernig
æruverðir dómarar skelltu skolla-
eyrum við vitnisburði um ofangreind
atriði og gátu horft fram hjá því
hvernig stjórnendur Seðlabankans
leyfðu sér að lítilsvirða eigin samn-
inga svo og samninga allra eldri
stjórnenda bankans. Við ráðningar
starfsfólks, í kjaramálaumræðum
svo og á samningafundum um kaup
og kjör gáfu stjórnendur og eða
fulltrúar þeirra ávallt til kynna
hverjar skuldbindingar stofnunar-
innar væru í lífeyrismálum sem
meta bæri til hluta launa. Þessi hluti
lækkaði niðurstöður launasamninga
og átti að safnast – allt frá stofnun
Seðlabankans – til uppfyllingar á
tryggingum eftirlauna, þegar til
greiðslu þeirra kæmi.
Dómarar létu sér sæma að taka
undir útúrsnúninga lögmanns m.a.
um að ekki hefði verið sýnt fram á að
um réttindaskerðingu hafi verið að
ræða. Í annan stað leyfðu hinir æru-
verðugu dómarar sér að lítilsvirða
gróflega eignaréttarákvæði stjórn-
arskrárinnar með því að loka augum
og eyrum fyrir skilyrðum þeim, sem
uppfylla ber til þess að mega skerða
stjórnarskrárvarin réttindi, þ.e. að
til þarf skýlausa lagaheimild og
brýna þörf vegna almannaheilla.
Enn fremur skeyttu þeir engu þótt
um hafi verið að ræða augljósa og al-
varlega mismunun stjórnvalda
gagnvart starfsmönnum tveggja op-
inberra stofnana og því klárlega um
að ræða brot á jafnréttisákvæðum
stjórnsýslulaga.
Tilvitnanir í sératkvæði
í dómsúrskurði 13.10.05
Hæstaréttardómararnir Guðrún
Erlendsdóttir og Gunnlaugur Claes-
sen segja m.a. í sératkvæði sínu „að
hafið sé yfir vafa að sú breyting á
verðtryggingu lífeyris frá eft-
irmannsreglu til vísitölu neysluverðs
sé almennt til þess fallin að skerða
kjör lífeyrisþega í samanburði við
launamenn – verði því að hafna
þeirri málsvörn stefnda að breyting
frá eftirmannsreglu hafi ekki leitt til
skerðingar á lífeyri og þar með til
tjóns fyrir áfrýjanda. Mátti sú nið-
urstaða jafnframt vera fyrirsjáanleg
þegar breytingum á reglum um rétt
sjóðfélaga var hrint í framkvæmd
1997“.
Einnig segir þar: „Þótt verðmæti
lífeyris stefnanda haldist óbreytt (ef
miðað er við neysluvísitölu) ræður
það engum úrslitum, enda njóta
verndar skv. stjórnarskrá þau eign-
arréttindi hans að fá verðmeiri líf-
eyri, er haldist í hendur við laun eft-
irmanns.“ Í sératkvæðinu er einnig
bent á breytingar, sem gerðar voru
á öðrum lífeyrissjóðum opinberra
starfs- manna, sem studdust við eft-
irmannsreglu sem verðmæli fyrir
breytingar á lífeyrisgreiðslum. Er
vitnað til laga um Lífeyrissjóð
starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóð
hjúkrunarfræðinga nr. 1 og 2/1997
þar sem sjóðfélögum B-deildar var
gefið almennt val um hvort breyting
á lífeyri þeirra skyldi miðast við
launavísitölu eða laun eftirmanns.
Nutu þessir sjóðfélagar því þessa
valréttar og án tillits til þess hvort
lífeyrisréttindi þeirra voru orðin
virk eða ekki. Enn fremur vitna
dómararnir til reglugerðar fyrir Líf-
eyrissjóð starfsmanna Bún-
aðarbanka Íslands hf. sem segir að
fjárhæð lífeyris skuli breytast í sam-
ræmi við launavísitölu hjá sjóð-
félögum sem tilheyra A-deild sjóðs-
ins.
Enn fremur segir í sératkvæðinu:
„Samkvæmt þessu var í tilviki
stefnda gengið lengra í þá átt að
skerða lífeyrisréttindi en gert var
gagnvart öðrum starfsmönnum rík-
isins.“ – „Ekki hafa komið fram
skýringar á því hvers vegna fram-
kvæmd eftirmannsreglu sé meiri
erfiðleikum bundin hjá stefnda en
Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins
eða Lífeyrissjóði hjúkrunarfræð-
inga. Hinu sama gegnir um það
hvers vegna þessi ástæða hafi knúið
á um að tekin yrði upp viðmiðun við
breytingu á vísitölu neysluverðs í
stað þess að miða við breytingu á
launavísitölu, en með því móti hefði
verið gengið skemmra en gert var í
þá átt að skerða lífeyri áfrýjanda.
Breytingin verður heldur ekki skýrð
með því að fjárhagsleg staða stefnda
hafi á þeim tíma verið erfið.
Samkvæmt því, sem að framan er
rakið, verður ekki fallist á að stefndi
hafi sýnt fram á að skilyrði hafi verið
uppfyllt í hvívetna svo heimilt væri
að skerða virkan lífeyri áfrýjanda
eins og gert var.“
Þótt skerðing réttindanna um
verðtryggingu eftirlaunanna hafi
ljóslega valdið fjárhagstjóni, þá er
sárara og erfiðara að sætta sig við að
hafa eftir ævistarfið verið hafður að
fífli, hafandi verið sá einfeldningur
að trúa því og treysta að staðið yrði
við gerða samninga.
Eftirmæli um Eftirlaunasjóð
Landsbanka og Seðlabanka
Eftir Jóhann T. Ingjaldsson ’Að dómi undirritaðsvoru alvarlegustu og
sárustu rangindin gegn
starfsfólkinu fólgin í
vanefndum bankanna
á ráðningarsamn-
ingum. ‘
Jóhann T. Ingjaldsson
Höfundur er fv. aðalbókari
Seðlabankans.
Óhefðbundin leikaravinna
„Þessi vinna er mjög ólík því sem
flestir leikarar eru eflaust vanir.
Þeir eru inni í salnum allan dag-
inn frá 10 til 6, fyrir utan mat-
artíma og kaffipásur. Þetta er
töluverð keyrsla og á eflaust eftir
að reyna á þá. En það verður mik-
il fjölbreytni í gangi sem gerir
þessa vinnu vonandi skemmtilega.
Ef stór grunnskólahópur kemur á
sýninguna verður gert eitthvað
sérstakt. Við erum til dæmis búin
að æfa mjög fyndna og frumlega
útgáfu af Búkollu sem á vonandi
eftir að vekja mikla lukku,“ segir
Víkingur. Það hefur oft fylgt
fréttum af leiksýningum Vest-
urports erlendis að erfiðlega
gangi að fá að framkvæma suma
hluti sökum strangra örygg-
isreglna.
„Fólkið hér á safninu er búið að
vera mjög indælt en það er ansi
mikið að setja út á viss atriði og
vísar í alls kyns reglugerðir. En
Íslendingarnir sem koma að sýn-
ingunni sögðu við okkur allan
tímann að við ættum að vinna
þetta eins og við vildum hafa
þetta. Við höfum því getað stjórn-
að þessu að mestu leyti sjálfir,“
segir Víkingur.
upp á
a vís-
Gísli
starfað
urporti
nnar.
að sér
g leik-
r. Æfing-
m ára-
ð fá
m alls
emmti-
arpað er
di á bún-
ðast á
gesti um
um
tækni
g jarð-
punkti
an upp
um leik-
ja, fara
sög-
tutt at-
Vík-
slenskir
verkefni
verjum
London
Ljósmynd/Jennie Hills
og leika atriði sem tengjast Íslandi.
fa aðgerðir
ðu á World Social Forum. Hér má m.a. sjá þátt-
dúk sín á milli þar sem á stendur World Fair
r er vísað til Alþjóða heimsviðskiptastofnunar-
nisation) um leið og athygli er vakin á mik-
pta fyrir bændur í þriðja heiminum.