Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 45 MINNINGAR Margar ljúfar minningar koma fram þegar hugurinn reikar aftur. Bernskuheimili okkar var í Borg- arnesi sem var lítill bær í þá daga með mikilli friðsæld og okkur þótti heimurinn ekki stór. Lífið leiddi okkur síðar í ýmsar áttir, í mismunandi landshorn og til annarra landa. Alltaf fylgdumst við hver með annarri úr fjarska, þegar við stofnuðum heimili, börnin fædd- ust, störfum í lífinu, námi og ef eitt- hvert mótlæti var. Við vissum af vináttu hver annarrar, vináttu sem var traust og sterk. Það er svo margs að minnast og gleðjast yfir þegar hugurinn reikar um liðnar stundir. Þeim fjölmörgu minningum sem við áttum saman, hvað við gátum hlegið mikið saman, glaðværum hlátri sem kom beint frá hjartanu. Síðasta ferð okkar í sumarbú- staðinn í Ölver í sumar var ógleym- anleg. Minningin um gítarsöng, leikbúninga, og skemmtiatriði á heimsmælikvarða. Þar horfðum við vinkonurnar saman á sólina setjast, spjölluðum við álfana í grjótinu og nutum samverunnar. Vinátta okkar var guðs gjöf. Elsku Gummi, Héðinn, Guðrún, Hörður, Sverrir og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að gefa ykkur styrk. Eygló Lind og Kristín (Systa). Í dag kveð ég hana Fríðu mína sem var svo stór þáttur í því um- hverfi sem ég ólst upp í. Hún var vinkona Eyglóar systur minnar. Fríða var daglegur gestur á æsku- heimili mínu og það var oft fjör í Bænum, eins og heimili mitt var kallað. Ég á margar góðar minningar um Fríðu. Ég var ekki há í loftinu þeg- ar ég stóð í tröppunum heima og hoppað í fangið hennar þar sem hún greip mig, og þegar árin liðu og ég varð stærri, fikraði ég mig ofar í stigann. Minningarnar frá Gunnlaugsgötu 1 eru ljúfar, það var alltaf gott að koma á heimili Fríðu, Siggu systur hennar og Guddýjar. Alltaf var mér boðið upp á eitthvert góðgæti og naut ég þess að vera soldið dekruð. Fríða átti lítið dúkkuhús úti í garði sem var sjaldgæft í þá daga. Þar fékk ég að leika mér með búadótið hennar sem allt var svo vel með far- ið og varðveitt, þó hún væri löngu hætt að leika sér og farin að spáss- era á steyptu götunni með Eygló og Systu. Það var háttur unglinga í Borgarnesi í þá daga. Eygló og Fríða voru uppátekta- samar í gamla daga og allt til dags- ins í dag. Þær hættu aldrei að leika sér. Í gamla daga léku þær leikrit fyrir m.a. sláturhúskallana er leigðu heima í Egilsbæ, með leikmunum, búningum og öllu er því fylgdi. Þá fengum við yngri systkinin að vera þátttakendur. Nú hin síðari ár voru það aðallega félagar í gönguklúbbn- um er fengu að verða aðnjótandi leiklistarhæfileika þeirra. Þær Eygló, Systa og Fríða voru órjúfanleg þrenning og tóku upp á ýmsu skemmtilegu. Þær minningar lifa nú og ylja okkur á erfiðum tím- um. Ég og fjölskylda mín viljum þakka henni Fríðu samferðina og votta fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð á þessum erfiðum tímum. Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. (Sálmur 4:9) Jenný Lind Egilsdóttir. Vinkona okkar, Hólmfríður Héð- insdóttir, er látin. Síðustu daga jarðvistarinnar var hún sárþjáð og því var dauðinn henni líkn. Okkur er öllum afmörkuð stund. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær kallið kemur. Stundum er- um við sátt og drúpum höfði í auð- mýkt fyrir almættinu sem fram- fylgir því lögmáli tilverunnar að dauðinn er jafn eðlilegur og lífið. Án lífsins er enginn dauði og án dauð- ans er ekkert líf. Og þar sem kristin trú er byggð á þeirri staðreynd að tilviljanir ráði ekki lífi og dauða, þá er einatt erfitt að skilja hvað ræður valinu um það hver fær að lifa og hver skuli deyja. Stundum er ekki einungis erfitt að skilja, heldur er þetta val beinlínis óskiljanlegt, ósanngjarnt og órökrétt. En mann- legar sálir eiga einungis þann kost að hlíta hinum hinsta dómi í þeirri von að ný sýn og skilningur gefist okkur síðar í þessum heimi eða öðr- um. Fríða var okkur sem eftir lifum til eftirbreytni. Hún bar með sér ferskleika og glaðværð. Hún mátti ekkert aumt sjá. Samt var hún traust og örugg. Hún var hlý og góð. Hún gekk til starfa og leiks fumlaus og af heilindum. Og hún elskaði lífið. Allt til hinstu stundar barðist hún fyrir því með óbilandi kjarki og reisn. Hún er farin og hlýjar minningar standa nú einar eftir. Í stað hláturs ríkir nú sorg og harmur. Megi hinn hæsti höfuðsmiður veita Fríðu verðskuldaða blessun og hvíld. Við biðjum almættið að líkna aðstandendum hennar og ást- vinum og gera þeim sorgina létt- bærari. Stefán og Ingibjörg. Í dag kveðjum við kæra vinkonu og starfsfélaga, Hólmfríði Héðins- dóttur, sem lést á Sjúkrahúsi Akra- nesi 15. janúar eftir stutt en erfið veikindi. Fríða hóf störf á Skattstofunni í september 1997 og margs er að minnast frá þessum árum. Hún var góður félagi, hlý og trygg, fé- lagslynd og gaf mikið af sér. Hún hafði frábæran húmor, ekki síst fyr- ir sjálfri sér. Oft var hlegið að við- ureignum hennar við óvelkomna ketti og peysunni sem hefur verið á prjónunum frá því von var á fyrsta ömmubarninu. Fríða var þeim eiginleikum búin að geta gert augnablikið skemmti- legt og eftirminnilegt. Þetta kom sér vel á ferðalögum okkar og öðr- um stundum sem við áttum saman. Þá var Fríða driffjöðrin, bæði í eig- inlegri og óeiginlegri merkingu. Með ýmsum uppákomum, söng og góðlátlegu gríni, sem oftar en ekki snerist um hana sjálfa átti Fríða auðvelt með að hrífa aðra og koma mannskapnum í stuð. Ógleymanleg- ir eru leikþættirnir sem Fríða samdi, þar sem skondnar uppákom- ur í vinnunni voru sýndar í nýju og skoplegra ljósi. Fríða hafði mjög gaman af að ferðast og fóru þau Guðmundur víða á síðustu árum bæði innan lands og utan. Hún var mikil útivist- arkona og hafði gengið margar af vinsælustu gönguleiðum landsins. Fríða var ekki vön að kvarta. Það gerði hún heldur ekki þegar hún fór heim úr vinnu síðasta fimmtudag októbermánaðar. Okkur samstarfs- fólki Fríðu þykir óraunverulegt að hugsa til þess að það hafi verið síð- asta skiptið sem við litum Fríðu augum. Mánuði áður hafði Fríða komið heim úr þriggja vikna ferða- lagi til Kína, ánægð og hress eins og hún alltaf var. Það er með söknuði sem við kveðjum kæran starfsfélaga. Fríða var röggsöm, fljótvirk og vandvirk, skilaði sínu verki vel og fer skuld- laus í sína lokaferð. Við sendum Guðmundi, börnum hennar og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfólk Skattstofu Vesturlands. Við vorum rúmlega fimmtíu, stelpurnar sem mættum til níu mánaða dvalar við nám í Hús- mæðraskóla Suðurlands hinn 1. október 1968. Aldrei fyrr höfðu svo margar verið í Lindinni, gamla rauða húsinu niðri við vatnið. Jens- ína skólastýra og Gerður kennari tóku á móti okkur ásamt öðrum kennurum, og voru búnar að raða okkur á herbergin að mestu leyti. Það hefur varla verið auðvelt verk- efni, því hópurinn var stór og dæmi um að allt að sex þyrftu að deila saman herbergi. Sjálfgefið var að þær sem komu úr sama bæjarfélagi lentu saman í herbergi. Það átti við um stelpurnar úr Borgarnesi, þær Kristínu og Hólmfríði Héðinsdóttur sem alltaf gengu undir nöfnunum Systa og Fía. Og nú þegar við kveðjum Hólmfríði, skólasystur okkar leita ýmsar minningar á hug- ann. Heimavistardvöl með jóla- og páskaleyfum og örfáum helgarleyf- um, þætti kannski ekki holl ung- lingum í dag. En þegar skoðaðar eru mynda- og minningabækur frá vetrinum ’68 –’69 rifjast upp ógleymanlegar stundir. Brunaæf- ingin, þar sem allar þurftu að troða sér út um örmjóa, efri glugga, slát- urgerðin, köldu borðin og kvöldvök- urnar. Enn er ónefnd árshátíðin þar sem Fíu var valið það vandasama hlutverk að koma fram fyrir hópinn sem Fjallkonan, og glæsileg var hún í skautbúningnum. Þá má ekki gleyma handvinnusýningunni um vorið, þar sem við vígðum salinn í nýja skólanum og enn síður skóla- ferðalaginu okkar til Vestmanna- eyja í lok skólaársins. Trúlega gerðum við okkur ekki grein fyrir því þá að við lærðum fleira en það sem kennt var í bók- legum og verklegum tímum. Þessi miklu þrengsli og aðstöðuleysi kenndu okkur tillitssemi og að við urðum allar að vinna saman til að vel mætti takast. Við þurftum t.a.m. allar að deila einni og sömu sturt- unni. Við höfum oft sagt, að þarna eignuðumst við flestar margar traustar vinkonur. Við vorum þó ekki búnar að fá nóg af samvistum, því síðan höfum við hist á fimm ára fresti. Ógleym- anlegur er leikur Fíu í atriði sem þær Systa fluttu þegar við hittumst á 25 ára útskriftarafmæli okkar. Síðast hittumst við skólasysturnar í maí 2004 en þá voru 35 ár liðin frá útskrift. Fía komst ekki þá, en seinna um sumarið, þegar ein úr hópnum hitti hana á förnum vegi, talaði hún um að við þyrftum að fara hittast oftar, nú þegar við vær- um farnar að eldast og fannst slæmt að tíu ár liðu án þess að hún hitti hópinn. Sárt er til þess að hugsa að Fía skuli vera farin svona fljótt. Við sendum fjölskyldu og vinum hug- heilar samúðarkveðjur og þökkum Fíu yndisleg kynni. Skólasystur. Mikið er erfitt að sætta sig við þegar vinir eru kallaðir burt skyndilega og á besta aldri. Svo óskiljanlegt og ósanngjarnt. Þó er þetta í annað sinn á rúmu ári sem lítill gönguhópur er að kveðja góða vinkonu. Með Fríðu finnst okkur að sé far- ið lífið og sálin úr þessum hópi sem hefur ferðast saman um landið á annan áratug og við sitjum hnípin eftir. Við viljum þakka henni fyrir sam- fylgdina og alla skemmtunina öll þessi ár. Gönguklúbburinn í Borgarnesi, sem aldrei fékk neitt annað nafn, var nokkurs konar grasrótarhreyfing og var upphafið að kynnum okkar flestra. Fyrstu árin var farið í göngu- ferðir um Borgarnes og nágrennið, en 1995 var farin fyrsta langferðin, genginn Laugavegurinn og þá varð ekki aftur snúið, hópurinn kominn á útivistarbragðið og hefur síðan farið saman í nokkurra daga gönguferðir á hverju ári. Langferðunum fylgja svo styttri göngur, myndakvöld og þorra- blót og annað sem allt treystir hópinn og vináttuna. Fríða tók þátt í öllu og í fyrrasumar gengum við aftur Lauga- veginn, það var ekki síst vegna þess að Fríða vildi að hann Gummi hennar kynntist þessari fallegu leið. Hólmfríður var mikið náttúru- barn og naut þess að vera úti í fal- legu umhverfi. Hún var vel gefin kona og næm. Hún hafði áhuga á plöntum og þekkti margar sem urðu á vegi okkar og gat miðlað til hinna. Það gaf oft kærkomið tilefni til að stoppa í erfiðum brekkum, til að dæsa aðeins og dásama feg- urðina – þetta voru engar kraft- göngur. Minningar okkar um Fríðu verða um hennar notalegu nærveru, um myndarlegar móttökurnar í sum- arbústaðnum þeirra Guðmundar undir Ölver og göngurnar sem þau fóru með okkur í nágrenni Akra- ness, til að kenna okkur að meta hennar nýju heimkynni. Við munum alltaf minnast hennar að stjórna sálmasöngnum í upphafi ferða. Það varð svo sjálfsagt að byrja á því, enda margsannaðist að veðrið batn- aði oftast eftir sönginn. En flestar minningarnar eru þó tengdar „systrunum“ Fríðu og Eygló að leika fyrir hópinn. Fríða var heil- mikil leikkona, og sýndi oft snilld- artakta í uppfærslum sem þær æskuvinkonurnar settu upp fyrir okkur. Það var oft spenna í upphafi gönguferða: Hvað skyldu þær nú vera með á prjónunum? Minnis- stæðast verður líklega alltaf sýn- ingin í Stafafellsfjöllum, þegar þær léku kerlingarnar frá Grund í Víði- dal. Þær voru svo heppnar að finna tilbúið leiksvið, gamlan torfhlaðinn gangnamannakofa, leikmunirnir voru hafðir með að heiman, dúkar, kaffistell og gullslegnar teskeiðar. Gummi þeytti rjómann á gamla mátann, svo var boðið í rjóma- pönnukökur og randalín og þær voru peysuklæddar með skotthúfur. Ekki var síður óvænt uppákoman í Fjörðum, þegar þær léku indversk- ar prinsessur, búningarnir slógu í gegn, þeir næstum sliguðust trúss- hestarnir frá Grenivík og indversk tónlist hljómaði um Keflavík. Það var mjög framandi. Ein af mörgum góðum ferðum var gangan frá Siglufirði um Héð- insfjörð í Ólafsfjörð í hitteðfyrra, sem Fríða skipulagði fyrir hópinn. Þá vék Guðrún dóttir hennar og fjölskylda úr húsi og við nutum gestrisni fjölskyldunnar. Það er komið að leiðarlokum. Við reynum að halda merkinu á lofti og gleymum ekki að syngja „Son Guðs sértu með sanni“ í upphafi ferða. Þá minnumst við Fríðu. Við munum alltaf minnast Hólm- fríðar Héðinsdóttur með þakklæti. Við göngufélagarnir sendum Guðmundi og börnum hennar og fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur. Anna Ólafsdóttir. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, ALDA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Bárufelli 2, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, laugar- daginn 14. janúar. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 23. janúar kl. 14:00. Indíana Jóhannsdóttir, Bessi Jóhannsson, ömmu- og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTA ANDERSEN, Garðavegi 11, Keflavík, áður Njarðvíkurbraut 13, Innri-Njarðvík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að morgni sunnudagsins 15. janúar. Útför fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 21. janúar kl. 13.00. Bragi Guðjónsson, Kristján Bragason, Agneta Eriksson, Ágústa K. Bragadóttir, Björn Samúelsson, Margrét Bragadóttir, Robert Williams, Einar B. Bragason, Elísa D. Andersen og barnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL INGIMARSSON, Engihjalla 19, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti miðvikudaginn 18. janúar. Stella Stefánsdóttir, Jóna Karlsdóttir, Stefanía Karlsdóttir, Jóhannes G. Pétursson, Stefán Karlsson, Þóra Vilhjálmsdóttir, Guðbjörg Edda Karlsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Sólveig Gyða Guðmundsdóttir, Gunnar Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÚLFHILDUR J. CARROLL, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 16. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu mánu- daginn 23. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Knútsdóttir, Edda Guðrún Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.