Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins fer fram næstkomandi laugardag og er mjög mikilvægt að þar verði til sterk liðsheild sem verður sig- urstrangleg í komandi bæjarstjórn- arkosningum. Ég tel mig búa yfir kostum sem geta nýst Kópavogsbú- um og hef ég því ákveðið að gefa kost á mér í 4.–5. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi þann 21. janúar næst- komandi. Jafnréttismál Ég tel mikilvægt að markvisst sé unnið að jafnrétti kynjanna. Stelpur eiga einfald- lega að fá sömu tæki- færi og strákar á öllum sviðum samfélagsins. Þeir sem taka að sér uppeldi barna, svo sem foreldrar, kennarar og þjálfarar verða að leggja áherslu á að stelpur og strákar geti náð árangri í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur. Íþróttafélögin í Kópavogi hafa verið í fararbroddi hvað þetta snertir og mikilvægt að tryggja að sú vinna stöðvist ekki. Það er mín skoðun að hugarfarsbreyting sé forsenda fyrir því að jafnrétti verði að fullu náð. Sú hugarfarsbreyting þarf að ná til alls samfélagsins og tekur tíma en með markvissri vinnu er hægt að flýta fyrir slíkri breytingu. Ég er viss um að margir Kópavogsbúar deili þess- ari skoðun með mér og nauðsynlegt að tryggja brautargengi þeirra sem leggja áherslu á jafnréttismál. Skipulagsmál Skipulag verður að hugsa til fram- tíðar og erfitt er að leiðrétta gömul mistök. Skipulagsmál eru mjög mik- ilvæg, sérstaklega í jafnört vaxandi bæ og Kópavogi og á stóran þátt í því að íbúar hans dafni vel. Náin sam- vinna verður að vera á milli þeirra sem stjórna og íbúa bæjarins. Íbúar þekkja sitt umhverfi og vita oft á tíðum betur en stjórnendur hvernig haga ber hlutunum og því ber að efla íbúa- lýðræði í skipulags- málum. Kópavogur er fyrir alla aldurshópa Ég legg ríka áherslu á að Kópa- vogsbær sé bær fyrir alla aldurs- hópa. Með auknum lífaldri fjölgar eðli máls samkvæmt eldri bæj- arbúum og þarfir þeirra verða sífellt fjölbreyttari. Huga þarf að aukinni þjónustu fyrir eldri bæjarbúa sem lögðu grunn að því velferðarþjóð- félagi sem við lifum í í dag. Það er mikilvægt að uppfylla sem best mis- munandi þarfir þeirra sem eldri eru þannig að þeir geti notið lífsins og átt áhyggjulaust ævikvöld. Kópa- vogur er þekktur fyrir tómstunda- starf aldraðra og má nefna frí- stundahópinn Hana nú sem hefur staðið fyrir öflugu tómstundastarfi fyrir aldraðra í Kópavogi. Íþrótta- og unglingamál Áhersla á forvarnir er aldrei of mikil. Í dag er margt sem keppir um athygli barna og unglinga og því enn mikilvægara að tryggja öflugt íþrótta- og tómstundastarf sem leggur áherslu á heilbrigt líferni og metnað. Það hefur sýnt sig að íþrótt- ir og aðrar tómstundir stuðla að betri líðan og heilsteyptari ein- staklingum. Foreldrar eru í vaxandi mæli að gera sér grein fyrir mik- ilvægi forvarna. Þessum áhuga for- eldra þarf að mæta með markvissum stuðningi. Meðal annars með því að efla samvinnu milli skólanna og íþróttafélaganna í Kópavogi. Sterkan lista til sigurs Eftir Ásthildi Helgadóttur ’Skipulag verður aðhugsa til framtíðar og erfitt er að leiðrétta gömul mistök. ‘ Ásthildur Helgadóttir Höfundur er verkfræðingur og býður sig fram í 4.–5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Prófkjör Kópavogur SAMGÖNGUMÁL eru fjöl- skyldumál. Það að komast greiðlega á milli staða skiptir alla gríðarlegu máli. Kópavogur hefur á undanförnum árum lagt metnað sinn í að byggja samgöngu- mannvirki samhliða uppbyggingu hverfa í bænum. Bærinn er að vaxa gríðarlega og nær allt frá Kársne- sodda í vestri og að Vatnsenda í austri og finnst mér stundum hægt að líkja Kópa- vogi við Ítalíu, þar sem nyrsti hluti Ítalíu er uppi við Alpana en sá syðsti skammt frá Túnis. Við verðum að átta okkur á að í nánu sambýli við Reykjavík og Garðabæ verða Kópavogsbúar að vera í náinni samvinnu til að tryggja hagsmuni heildarinnar. Segja má að íbúar í nýju hverf- unum í Kópavogi eigi meira sameiginlegt með Breiðhyltingum en íbúum í Vesturbæ Kópavogs hvað samgöngur úr bæn- um varðar. Huga þarf vel að samgönguæðum á milli bæjarhluta og nauðsynlegt er að Kópavogur sofni ekki á verðinum í þessum málum. Ljóst er að í fram- tíðinni mun Breiðholtsbrautin verða mikilvæg samgönguæð Kópavogs- búa úr hverfum við Vatnsenda og þarf að tryggja í samráði við Reykja- víkurborg greiða leið frá þessum svæðum. Gríðarlegt álag er á Kringlumýrarbrautinni sem er helsta umferðaræðin frá vestari svæðum í Kópavoginum og þarf að taka það mál fyrir og leysa til frambúðar. Hvað varðar almenn- ingssamgöngur í Kópa- vogi þarf að skoða þau mál vandlega í ljósi þess hversu stór bærinn er orðinn. Enn sem komið er er svæði Breiðabliks í Smára helsta íþrótta- svæði íbúa Linda-, Sala- og Vatnsendahverfis og þyrfti að skoða almenn- ingssamgöngur í Smár- ann frá þessum svæð- um. Slíkt væri raunhæfur valmögu- leiki við einkabílinn og myndi nýtast vel þeim stóra hópi ungmenna sem sækir æfingar í Smárann. Með áfram- haldandi uppbyggingu íbúðarsvæðis í Kópa- vogi þarf að hugsa til framtíðar hvað sam- göngumannvirki og um- ferðaræðar varðar. Lengi býr að fyrstu gerð og skammsýni í þessum málum hefur í för með sér vandamál sem erfitt er að leysa þegar allt er komið í óefni. Ég vil beita mér fyrir því að áfram verði þessum mála- flokki sinnt af metnaði í Kópavogi. Samgöngumál í Kópavogi Eftir Ragnheiði K. Guðmundsdóttur Ragnheiður Kristín Guðmundsdóttir ’Huga þarf velað samgöngu- æðum á milli bæjarhluta og nauðsynlegt er að Kópavogur sofni ekki á verðinum í þess- um málum. ‘ Höfundur býður sig fram í 4.–5. sæti í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Kópavogi á laugardag. Prófkjör Kópavogur ÞÆR GÓÐU fréttir hafa borist út um landsbyggðina að áform um vatnsveitu eða virkjun í grennd við upptök Þjórsár hafi verið lögð á hilluna, sett á ís, sópað út af borð- inu. Þetta var ákveðið á fundi uppi í sveit og svo virðist sem borgar- fulltrúar í Reykjavík séu sammála niðurstöðunni og kannski allt liðið við Austurvöll að auki. Þessu fagn- ar landsbyggðin öll, sem sagt góð- ar fréttir. Í kjölfar þess arna hafa fulltrúar stærstu fyrirtækja í al- mannaeigu í landinu hafið merki- legt þref um hvort sé betra, nátt- úruöflunum þóknanlegra, að virkja gufu eða vatn. Af þeim orða- skiptum sem fram hafa farið er helst að skilja að þarna séu hreint ekki nein vísindi á ferðinni, þetta eru í besta falli sandkassavísindi sem eins og allir vita byggjast á því að pabbi minn sé sterkari en pabbi þinn. Ég verð að viðurkenna að sjálfur er ég leikmaður þegar kemur að umhverfismati á vatns- miðlun í þessa eða hina áttina. Ég veit ekkert hvort gæsir t.d. láta drekkja sér í stað þess að flytja hreiðurstæði um set, enn síður er ég dómbær á það hvort hækkun í lóni bætir sundaðstöðu gæsanna eða ekki. Ég hef að vísu grun um að gæsirnar hafi í gegnum árþús- undin hagað búsetu sinni í Þjórs- árverum miðað við vatnshæð og aðstæður á hverjum tíma og út af fyrir sig ekki gert sér mikla rellu út af öllu saman. Ég hef þess vegna óþægilega á tilfinningunni að verið sé að flytja framkvæmdir um set ekki til að bjarga gæsunum frá drukknun heldur til að skipta út freðmýrum og eyðimörkum fyr- ir verðmætara land sem á að sökkva í byggðinni. Þetta er auð- vitað byggt á misskilningi en okk- ur er vorkunn, texti þeirra sem eru í aðalhlutverkum er óskiljanlegur. Mér finnst að leikstjórarnir, hverj- ir sem þeir eru, skuldi þeim sem ekki skilja skýringar annars vegar á sigrinum sem vannst og hins vegar á því hvort valið á milli gufu og vatns sé tilfinningamál? Kristófer Már Kristinsson Erum við á móti virkjunum? Höfundur er námsmaður við Háskóla Íslands. ÞAÐ ERU að verða söguleg tímamót í viðhorfum þjóðarinnar gagnvart nýtingu vatnsafls á Ís- landi. Ekki einungis stór hópur fólks, heldur mikill meirihluti þjóð- arinnar, hefur tekið af- gerandi afstöðu um hvað skuli gera við Þjórsárver. Fleiri verð- mæt svæði sem á að sökkva undir vatn til að skapa ódýra orku til stóriðju verða eflaust mjög til umræðu á næstu misserum. Ástæðan er einföld. Þjóðin hefur vaknað til vitundar um að landið sem fórnað er um alla framtíð fyrir raforku- heildsölu til nokkurra ára er verðmætt. Í mörgum til- fellum mun verðmætara en heild- söluverð raforkunnar. Við höfum verið að gefa gull fyrir litað gler. Þessi tímamót eru til vitnis um þroskasögu þjóðar. Fyrir um þrjá- tíu árum þegar stóriðjan var að stíga sín fyrstu skref hér á landi tókum við henni fegins hendi. Hún útvegaði fjölda fólks trygga og til- tölulega vel launaða vinnu. Ekki þótti sérlega mikil eftirsjá af því þótt stöku dalverpum væri sökkt undir vatn lengst upp á hrjóstr- ugum fjöllum. Nú eru viðhorfin önnur. Álstörfin eru ekki lengur sá happafengur sem unga menn dreymdi áður og í heimi sem sífellt skreppur saman og alls staðar er fullur af fólki þykja ósnortin, hrjóstrug fjöll með grónum dal- verpum miklar gersemar. Æ fleiri eru á þeirri skoðun að náttúran sé verðmæt í sjálfri sér og menn hafa sótt sér aðferðir til ann- arra landa til að reyna að leggja á hana mat í krónum talið. Þær eru að sönnu misjafnlega góðar og eng- in þeirra býður upp á óskeikult verðmat þeirra náttúrugæða sem um ræðir. Mörgum þykir það stór galli og því ályktuðu þeir sem réðu ferð- inni í stærstu virkj- anaframkvæmdum Ís- landssögunnar sem svo: „Það er svo erfitt að leggja raunhæft mat á verðmæti þess lands sem eyðilagt verður um alla fram- tíð við framkvæmd- irnar svo það er þýð- ingarlaust að taka fórnarkostnað þess með í reikninginn.“ Í ljós hefur komið að til er aðferðafræði sem fyrir um 35 árum var sérstaklega hönnuð til að takast á við spurningar um hag- kvæmni óafturkræfra framkvæmda af þessu tagi. Einhverra hluta vegna rataði þessi aðferðafræði ekki upp á Íslands strendur í tæka tíð. Ein skýring kann þó að vera á því. Rannsóknir hafa sýnt að þegar opinberir aðilar ráðast í stór- framkvæmdir þar sem réttlæt- anlegur vafi leikur á um raunveru- lega hagkvæmni hefur aukagjald vegna áhættu tilhneigingu til að nálgast núll. Slíkt gerist ekki þegar um framkvæmdir einkaaðila er að ræða. Ástæðan er sú að einkaaðilar vilja fá ávöxtun á peningana sína, opinberum aðilum nægir endurkjör. Náttúruperlur þjóðarinnar eru hins vegar ekki einu fórnirnar sem stóriðjustefnan krefst. Hefði há- tækniiðnaðurinn fengið að vaxa með sama hraða síðastliðin fjögur ár og hann fékk að gera næstu fjögur ár þar á undan væri árleg heildarvelta hans komin upp í 171 milljarð í stað 82. Miðað við það hafa á síðustu fjórum árum tapast samtals 183 milljarðar úr veltu há- tækniiðnaðarins. Um 70% af veltu hans fara beint í laun til starfs- manna og um 40% af launum starfsfólks fer í skatta og útsvar. Miðað við það hafa ríki og sveit- arfélög á síðustu fjórum árum misst af skatttekjum sem nema 51 milljarði króna. Þessar töpuðu tekjur má í tvenn- um skilningi rekja til stóriðjustefn- unnar. Margir hafa heyrt talað um efnahagsleg ruðningsáhrif Kára- hnjúkavirkjunar sem lýsa sér í því að þensla eykst, gengið hækkar, út- flutningsfyrirtæki fara á hausinn og fólk missir vinnuna. En stór- iðjan á sér annars konar ruðn- ingsáhrif sem kalla mætti kalla andleg ruðningsáhrif. Flestir hafa einhvern tímann lent í hópi fólks sem aðeins talar um einn hlut. Það er ágætt hafi maður áhuga á því tiltekna efni en ef ekki er einsýnt hvað maður gerir. Maður fer. Þetta er að gerast á Íslandi í dag. Vegna andlegra ruðningsáhrifa stór- iðjustefnunnar, ekki síður en efna- hagslegra, eru hátæknifyrirtækin að flýja land. Stjórnvöldum hefur lengi verið bent á vandann og leiðir til úrbóta en áhuginn virðist enginn. Nefndir hafa verið skipaðar og tillögur gerðar en það virðist enginn vilji til að hrinda tillögunum í framkvæmd. Ráðherrar og háttsettir embætt- ismenn daufheyrast, gera lítið úr vandanum og gefa jafnvel í skyn að tilboð erlendra aðila í hátæknifyr- irtæki séu skröksögur og ýkjur. Á þingi sem haldið var 16. janúar síð- astliðinn um framtíð hátækniiðn- aðar á Íslandi kom skilningsleysi stjórnarflokkanna á þessum málum greinilega í ljós. Jafnframt kom fram að íslenskra hátæknifyr- irtækja bíður glæst framtíð. Bara ekki á Íslandi. Nátttröllin í Stjórnarráðinu hafa áltrú. Þjóðin er nú þegar búin að segja nei við því að Þjórsárverum verði fórnað á altari þeirrar trúar. Það gefur von um að brátt birti af degi og þeim verði óhætt að fara á stjá sem hafa aðra trú. Vonandi verða þeir ekki farnir úr landi áð- ur. Tímamót Eftir Dofra Hermannsson ’Þjóðin er nú þegar bú-in að segja nei við því að Þjórsárverum verði fórnað á altari þeirrar trúar. ‘ Dofri Hermannsson Höfundur er meistaranemi í hagfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Hann býður sig fram í 4. til 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.