Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kjartan Guð-mundur Magn- ússon fæddist í Cambridge, Eng- landi, 20. mars 1952. Hann lést á heimili sínu 13. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Helga Vilhjálmsson, f. 15. ágúst 1926, og Magnús Magnús- son, f. 19. október 1926. Systkini Kjartans eru Magn- ús Már Magnússon, aðalritari Alþjóðlega Jöklarann- sóknafélagsins í Cambridge, Englandi, f. 12. júlí 1954, og Mar- grét Þorbjörg Magnúsdóttir, sjúkraþjálfari á Grensásdeild Landspítalans, f. 23. mars 1957. Hinn 29. september 1973 kvæntist Kjartan Maríu G. Haf- steinsdóttur tækniteiknara, f. 7. september 1950. Foreldrar henn- ar eru Guðný Steingrímsdóttir, f. 14. ágúst 1924, og Hafsteinn S. Tómasson, f. 27. febrúar 1922, d. 28. maí 1967. Dóttir þeirra er Erna Kjartansdóttir, f. 22. ágúst 1977. Maður Ernu er George Leite, f. 16. desember 1980. Dótt- ir þeirra er Sofia Lea, f. 18. ágúst 2004. Kjartan varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972, lauk B.Sc. (Hons.) prófi í hag- nýtri stærðfræði frá University of St. Andrews í Skot- landi 1976, M.Sc. prófi í stærðfræði- legri stýrifræði frá University of War- wick 1977 og dokt- orsprófi í sömu grein 1983. Hann var sér- fræðingur á Raun- vísindastofnun Há- skólans 1980–1990, dósent í hagnýtri stærðfræði við raunvísindadeild Háskóla Íslands 1990–1996 og prófessor í sömu grein frá 1996. Rannsóknir Kjartans fólust einkum í beitingu stærðfræði við líffræðileg við- fangsefni, gerð stærðfræðilíkana fyrir dýrastofna, svo sem hvala, fiska og fugla, og samspili þeirra, og stjórnun endurnýjanlegra auðlinda. Kjartan hafði frá barnsaldri mikinn áhuga á fugl- um og leitaði nýrra tegunda um allt land og allan heim, en fuglar komu einnig inn í rannsóknar- störf hans og skrif, svo sem rjúpa og fálki og fuglar við Þingvalla- vatn. Útför Kjartans verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar Kjartan hafði barizt í sex ár við þann sjúkdóm sem loks batt enda á jarðvist hans eftir misjafnt gengi í því grimma stríði var honum sagt að nú væri svo komið að ekki væri hægt að gera meira til lækningar. Þá svar- aði hann: Ég er búinn að sjá marga staði í heiminum, og flesta fugla him- insins. Í þessu stríði var löngum mikil tví- sýna og blakti oft vonin á skari. Hinir færustu og hollustu læknar og hjúkrunarfólk reyndi allt honum til bjargar, sjálfur barðist hann hversu sem gegndi og var stærstur þegar mest reyndi og sárast. Aldrei slakn- aði hugprýði Kjartans, og ég veit ekki til þess hann hafi nokkurn tím- ann kvartað. Eiginkona hans, Mæja, studdi hann af alefli alla leið. Erfitt er að finna orð. Ég lýt höfði í aðdáun og virðingu fyrir þessum frænda mínum sem allir unnu hug- ástum sem honum kynntust. Aðrir eru færari að rekja glæstan feril hans sem stærðfræðings, vísinda- manns og kennara. Ég hef líka heim- ildir fyrir því að hann var manna fremstur og afkastamestur fugla- skoðara og því áhugamáli sínu sinnti hann meðfram störfum sínum hve- nær sem sjúkdómurinn leyfði honum og linnti hvergi sókn. Ég lít út um gluggann og sé strjála hópa flögra hjá eins og þeir séu að leita í hragl- andanum að skjóli og snjóinn skefur um naktar trjágreinarnar sem hverfa í fjúkið af og til. Það er orðið langt síðan ég var að horfa út um sama gluggann á annarri árstíð; þá var sumar. Ég sé Kjartan systurson minn úti á götu skima til himins og hvarfla sjónum um sviðið úti hátt og lágt. Ég fór út og fékk hann inn í kaffi og á leiðinni sagði hann að hann hefði spurn af fugli sem fáir hefðu séð hér um slóðir. Ég leiddi hann inn í vinnuherbergið mitt sem þá var misjafnlega fært vegna bóka og handrita og þá sat hinn óvænti vængjaði gestur stilltur á grein fyrir utan gluggann eins og hann ætti von á þessum fundi. Kjartan fæddist fyrstur barna- barna foreldra minna. Foreldrar hans stunduðu háar menntir í mið- stöð vísinda og fræða í Cambridge. Ég brá mér úr deiglu minni úr París að heimsækja þau og sjá frumburð þeirra Helgu systur minnar og Magnúsar. Ég held að ég hafi verið fyrstur úr frændgarði að líta þennan bjarta svein. Alltaf þótti mér og þyk- ir hafa fylgt mikil birta þessum frumburði nýrrar kynslóðar og hve- nær sem ég hef hitt hann hefur mér aldrei þótt dvína vænleikur. Í hóg- værð bjarmaði af innra atgervi hans. Því meiri vandi er að kveðja þegar af miklu er að taka í tilfinningum. Nú hefur þessi góði drengur farið í friði. Öllum harmdauði sem honum kynnt- ust en hugsvölun fólgin í björtum minningum og nærandi um fjölgáf- aðan og óvenjulegan mann, yfirlæt- islausan og fjarri vammi. Frændur og vinir horfa á eftir honum hverfa vængjaðan upp í heiðríkju, ofar hreggi og hríðum og heimsins vá. Hann skildi við óbeygður alls og heill, bjartur og fagur. Thor Vilhjálmsson. Svanurinn er floginn. Föstudagsmorgunninn í fyrri viku var fagur. Uppstytta milli þrúgandi hryðja. Sólin skein á lágum ferli sín- um. Snjór var á jörðu og allt varð heilagt. Þá lyfti hinn ljúfi svanur, Kjartan Guðmundur, vængjum sín- um og flaug burtu frá okkur. Hann, vinur fuglanna, átti kannski stefnu- mót við fugla himinsins, einhverja þeirra sem hann hafði ekki séð áður. Kannski hvíslar hann að Mæju sinni frásögn af þeim fundi og hún finnur mynd í einstöku safni þeirra af fugla- myndum. Kannski heyra Mæja og Erna þyt af vængjataki svansins. Kannski. Þennan föstudagsmorgun lauk fimm ára stríði Kjartans við krabba- mein. Í þessu stríði skiptust á skin og skúrir, tímabundnir sigrar; síðan helgaði sjúkdómurinn sér stærri hlut. Það voru stundir bjartsýni með ótrúlegri lífsorku en í kjölfarið dimmar stundir ósigra. Þá bugaðist hann ekki, en sagði: Ég geri það sem þarf. Maður undraðist á þessu baráttu- skeiði þolgæði og kjark Kjartans. Sama má segja um hina styrku eig- inkonu hans, Mæju, sem ásamt Ernu dóttur þeirra, Georg og sólargeisla þeirra allra, Sófíu Leu, voru öflugar stoðir í þessu langa stríði. Góðu tímabilin nýttu Mæja og Kjartan til að sinna helstu áhuga- málum sínum, eftir því sem starf hans leyfði, en það voru fuglar heimsins og fuglaskoðun. Þau ferð- uðust víða um veröldina, til fjar- lægra landa og leituðu uppi sjald- séða fugla, viðuðu að sér djúptækri þekkingu á lífi manna og náttúrunni, fuglum og dýrum. Kjartan var þegar í barnæsku mjög forvitinn um dýrin, sérstaklega fuglana. Ég man þegar við hjónin vorum í heimsókn hjá for- eldrum hans í Princeton og fórum í ökuferð. Gleði litla drengsins sem þá var á þriðja ári var mikil þegar þeir feðgar fundu hinn litfagra fugl Scar- let Tanager. Kjartan var afbragðsmaður, en það orð notar maður sparlega. Hann var greindur og hógvær, staðfastur og þolinmóður, hafði leiftrandi kímnigáfu, forvitinn um náunga sinn, frændfólk og vini. Fjölþætt áhuga- mál hans stækkuðu umhverfið og hlutdeild í þeim veitti tryggum vin- um og fjölskyldu góðar stundir. Mæja og Kjartan eiga fallegt heimili, ríkt af bókum sem allar eru vel valdar. Mjög náið samband var milli Kjartans og Ernu dóttur hans alla tíð. Og dóttir Ernu og Georgs er sól- argeisli sem með einu brosi birtir allt rými. Mæja mín, Erna, Georg og Sofia Lea, elsku systir mín, mágur og fjöl- skylda. Í farteskinu eigum við alltaf minningar sem við vekjum þegar dimmir í huga. Far vel, Kjartan frændi minn, við Lillý kveðjum þig. Guðmundur W. Vilhjálmsson. Fyrir rúmlega þrjátíu árum birtist María, litla systir Bjössa, í dyra- gættinni með hávaxinn ljóshærðan kærasta. Þar var Kjartan mættur. Stóribróðir var ekki alltaf hrifinn af þeim piltum sem gáfu henni hýrt auga, en Kjartan hlaut strax náð fyr- ir augum stóra bróður og með okkur Kjartani tókst vinátta, sem átti eftir að endast þar til yfir lauk. Kjartan er fallinn frá, langt um aldur fram. Maja og Kjartan giftu sig um haustið 1973 og raunar byrjaði hjónabandið næstum með ósköpum, því ekki vildi betur til en svo að brúð- guminn klemmdi sig á bílhurð og þurfti að fara með hann á slysavarð- stofuna til að gera að sárum hans og það rétt stóðst á endum, að hann næði í kirkjuna og sitt eigið brúð- kaup. Hjónaband þeirra Maríu og Kjartans var hamingjuríkt og far- sælt. Þau fluttu til St. Andrews í Skot- landi fljótlega eftir vígsluna þar sem Kjartan stundaði nám. Bjuggu í gömlu hlöðnu steinhúsi utan við bæ- inn sem hét Cast Farm. Þetta var al- vöru skoskt hús sem var kynt með arinkyndingu og voru kol aðaleldi- viðurinn, annan eldivið sóttu þau hjón út í nærliggjandi skóg. Hitinn var nýttur vel að skoskum sið og til dæmis passað vandlega að loka öll- um dyrum því mikilvægt var að missa ekki hitann milli herbergja. Það var glatt á hjalla á Cast Farm og gestkvæmt. Við hjónin heimsótt- um þau oft og ferðuðumst með þeim um Skotland. Kjartan var náttúru- unnandi og hafði sérstakan áhuga á fuglum og lifnaðarháttum þeirra. Hann var gríðarlega fróður um allt sem sneri að fuglalífi, þekkti alla fugla og öll fuglahljóð. Þessi áhugi hans var smitandi og kenndi okkur að njóta ferðalaga bæði innanlands og utan á allt annan hátt en við höfðum áður gert. Alltaf var skyggnst eftir fuglum og farið á ótrúlegustu staði þar sem frést hafði af einhverjum sérstökum fugli eða flækingsfuglum. En sorgin knúði dyra í mars 1976 þegar dóttir þeirra, Helga María, lést aðeins nokkurra klukkustunda gömul. Hún var jarðsett í St. And- rews. Unga parið var harmi slegið. Svo háttaði til að við vorum með þeim þessa erfiðu daga og dáðumst við að samheldni þeirra og kærleika á þessum erfiða tíma. Síðar þetta sama ár fluttu þau til Royal Leamington Spa í Warwick- skíri á Englandi, þegar Kjartan hóf nám við Warwick-háskóla, og síðla sumars 1977 fæddist sólargeislinn þeirra, dóttirin Erna. Vinátta og áhugamál eiga sér eng- in landamæri og voru þau hjón ekki síður gestrisin þar en þau höfðu ver- ið í Skotlandi og í heimsóknum til þeirra voru aftur kannaðar ókunnar slóðir og leitaðir uppi fuglar og villt dýr. Þar lágu áhugamál Kjartans og þessum leiðöngrum var haldið áfram, eftir að þau hjónin fluttu heim til Íslands. Þær voru ófáar ferðirnar og fuglaskoðanirnar sem þeir Kjart- an og Bjössi fóru saman. Kjartan naut lífsins og náttúrunn- ar og lifði lífinu lifandi og þegar veik- indin gerðu vart við sig aftur í haust, og ljóst var hvert stefndi, var Kjart- an sjálfum sér samkvæmur, sagðist hafa notið þess sem hann hafði kosið helst, yndislegrar fjölskyldu, sam- bands síns við dýr og ósnortna nátt- úru og ferðalaga til framandi staða. Þar var hans lífsnautn, þar var hans lán og gæfa. Kjartan hafði lífsviðhorf sem ein- kenndist af streituleysi, hann var há- vaðalaus, vinsæll og hógvær maður en glaður lífsnautnamaður. Sögu- maður góður, tónlistarunnandi og menningarsinnaður í víðasta skiln- ingi þess orðs. Hafði góða kímnigáfu og lund. Hann var líka raunvísinda- maður af lífi og sál og áttum við oft fjörugar samræður um lífið og til- veruna. Hann var rökfastur en hlust- aði alltaf á hvað aðrir höfðu að segja, engin skoðun var svo léttvæg að ekki mætti ræða hana og spekúlera í henni. Það var engin ein rétt skoðun, enginn einn sannleikur. Aldrei heyrðum við hann hallmæla nokkr- um manni. Fráfall Kjartans er mikill missir. Við syrgjum hann, þennan góða dreng. Við söknum samverustund- anna, söknum þess sem hann gaf okkur með fróðleik sínum, vitsmun- um og sinni jákvæðu persónu. Blessuð sé minning Kjartans Magnússonar. Hildur og Ingibjörn. Í bernskuminni loga ljósin og óma raddirnar frá fjölskyldumótunum á Bergstaðastrætinu, í húsi afa og ömmu, ekki síst um jólin þegar allir komu saman til dýrlegrar veislu þar sem dansað var kringum stórt tré og pakkar fylltu sófa og stóla – í minn- ingunni heilt herbergi þegar börn- unum fjölgaði. Í þessari fjörugu barnasveit var Kjartan leiðtoginn í leikjunum sem bárust víða um þetta stóra ævintýrahús, hann var stóri frændinn, elstur okkar, kátur, glað- vær og uppátækjasamur – drengur góður. Allt þetta einkenndi Kjartan á far- sælli lífsgöngu. Hann var atgervis- maður á alla lund, glæsilegur og fríð- ur sýnum, ágætur íþróttamaður á yngri árum og seinna mikill útvist- argarpur enda fuglaskoðun hans helsta áhugamál. Í allri framgöngu var hann prúðmenni, ekki fram- hleypinn en staðfastur og ákveðinn í skoðunum, heilsteyptur og hógvær. Kjartan var skemmtilegur maður og hlýr, lítt gefinn fyrir hversdagslegt hjal eða gaspur, en áhugasamur og fjölfróður með eindæmum, gaman- samur og kátur þegar því var að skipta. Þegar við hittumst á fjöl- skyldumótum eða í Vesturbænum þegar hann var á leið til starfa sinna í Háskólanum var ævinlega einsog maður hefði hitt hann síðast í gær. Kjartan lifði með reisn og hann dó með reisn, starfsamur til hinsta dags og lifði þá miklu hamingju að eignast sitt fyrsta barnabarn. Álengdar fylgdist maður af aðdáun með styrk hans og Mæju í þessum heljarátök- um sem þau háðu saman af hetju- skap. Nú er langri baráttu lokið. Okkur langar að senda okkar inni- legustu samúðarkveðjur til Mæju, Ernu og fjölskyldu, Helgu og Magn- úsar, Mása og Möggu Tobbu og þeirra fjölskyldna. Megi bjartar minningar sefa sáran harm. Blessuð sé minning Kjartans. Örnólfur og Guðmundur Andri Thorssynir. Gulur Volvo keyrir að Grábrók, Bítlarnir hafa rúllað frá því í Mun- aðarnesi. Við stökkvum út, lítill hóp- ur tveggja systkina og fjölskyldna þeirra. Um kvöldið er borðuð sell- erísúpa á Bifröst. Eitt flass úr enda- lausu safni þýðingarlítilla skota, lít- illa minninga um indælar sam- verustundir sem flétta sig saman í þá brynju sem maður síðan vefur um sig í lífsbaráttunni. Í Kjartani átti ég sérstakan vin. Fyrir utan áðurnefndar samveru- stundir fjölskyldnanna, hans og Mæju, foreldra minna og okkar krakkanna, hef ég alltaf fundið að í honum ætti ég athvarf. Það átti líka við þegar kom að stærðfræðinni – en á góðum degi var hlaupið hratt yfir efnið og síðan sest yfir tei í eldhúsinu í Bogahlíðinni og diskúterað. Disk- úterað um pólitík, um stærðfræði, um kennslufræði, debaterað um ágæti Jim Morrisons og Doors, rætt um Dürrenmatt og Hesse, existensí- alisma og yfirborðskenndar yfirlýs- ingar þjóðþekktra einstaklinga um 5. sinfóníu Beethovens. Af hlýjum hug leiðbeinandans opnaði hann svo margar dyr og leiddi hugann svo víða. Í Kjartani átti ég mentor, sem ég sakna og sakna að hafa ekki haft meiri tíma með í seinni tíð. Það sem ég þó sakna hvað mest er að hafa ekki haft tækifærið til að þakka honum fyrir mig. Kjartan var frábær kennari og fengum við mörg að njóta leiðsagnar hans. Samt er ég viss um að auðvitað fjallaði þetta ekki bara um að út- skýra sjö hróp eða breiða út fagn- aðarerindi tegrunar, það finn ég á okkur systkinabörnum Mæju. Hann ræktaði sjálfur þá staði sem hann átti í okkur á sinn hljóðláta hátt, spurði til og hvatti. Kannski var okk- ar þakklæti sjálfkrafa samtvinnað þeirri gagnkvæmu virðingu og vin- áttu sem á milli okkar var. Sem gerir söknuðinn því miður ekki léttari, en skerpir vitundina um það hvað mað- ur er heppinn að fá svona marg- slungna og góða þræði í vefinn sinn, að til sé fólk sem opnar fyrir manni dyr og hjarta og gefur manni víðari sýn. Ég þakka mínum mentor, frænda og vini samfylgdina og lofa að reyna eftir fremsta megni að gefa gjöfina áfram. Hildigunnur. Á snjallri mynd sem vinur okkar og bekkjarbróðir teiknaði fyrir Faunu útskriftarárið úr Mennta- skólanum í Reykjavík 1972 situr Kjartan að sumbli með nokkrum helstu andans jöfrum mannkynssög- unnar. Þannig vil ég minnast hans og sé hann fyrir mér glaðan og reifan í góðum félagsskap við allsnægtaborð tilverunnar því þótt Kjartan hafi kvatt okkur allt of fljótt náði hann flestum fremur að gæða hverja stund merkingu og innihaldi. Öðrum hefði varla nægt öld til að afreka það og upplifa sem hann gerði. Hvort sem það var frá upphafi eðl- islægt eða hvort starfsgrein hans, stærðfræðin, eða aðaláhugamál, náttúruskoðun, þroskuðu það með honum hafði Kjartan til að bera fá- gæta heiðríkju hugans og hæfileika til að nálgast kjarna hvers máls. Hann fylgdi sínu striki, var stefnu- fastur og viss í sinni sök hvað væri eftirsóknarvert og hvað ekki. Mat annarra skipti hann þá litlu því sjálfstraust hafði hann nægt án votts af yfirlæti. Hann var fagurkeri með öruggan smekk, vildi aðeins það besta og bar gæfu til að öðlast það. Maju, konu sinni, hafði hann kynnst áður en hann hélt til náms í Skotlandi og fyrstu mánuðina í St. Andrews man ég að hann var frið- laus þangað til hann fann gamalt, lít- ið steinhús í næsta bæ þar sem hann gat boðið henni að búa. Aukaatriði á borð við kulda, sagga og kóngulóar- vefi voru ekki að væflast fyrir honum og þótt hinni ungu brúði hafi fallist hendur í byrjun var hún ekki lengi að gera kofann vistlegan og lét það ekki á sig fá að þurfa að fara bæjarleið til að fara í bað. Dvölin á Cast Farm var ætíð björt í minningu þeirra og sjálf- ur minnist ég sælustunda við arineld og Beethoven sem ómaði frá gömlum ferðagrammófón. Hvorugt þeirra lét það eftir sér að láta smáatriði angra sig um of og þarna var lagður grunn- ur að sterku sambandi þeirra. Sem heimagangur á heimilum þeirra hér og þar á jarðarkringlunni fékk ég að fylgjast með því gegnum árin hvern- ig þau uxu og þroskuðust saman, samhent í gleði og sorg, samhljómur sem fékk aukna fyllingu þegar dótt- irin Erna, Georg og dótturdóttirin Sofia Lea komu til sögunnar. Enginn vinnur sitt dauðastríð eftir því sem sagt er en þó er Kjartan í minningunni sigurvegari sem aldrei lét bugast. Ótrúlegt hugrekki hans og æðruleysi síðustu árin bregður birtu yfir okkur sem eftir lifum og söknum. Gunnar Snorri Gunnarsson. Kveðja frá Háskóla Íslands Við kveðjum í dag frábæran kenn- ara og vísindamann, Kjartan G. KJARTAN G. MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.