Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ... nú færðu Gouda 11% í sneiðum! Nýtt! Mýrdalur | Fálki veiddi stokkand- arstegg og hafði til hádegisverðar í gær. Fálkinn var að gæða sér á bráðinni við Kerlingadalsá, skammt austan við Vík, þegar ljós- myndarinn kom þar að. Hann lét áreitið ekki trufla sig og hélt áfram með hádegismatinn sinn. Þar til ljósmyndarinn kom of ná- lægt, þá dró hann hræið nokkra metra í burtu og hélt áfram fyrri iðju. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Önd í hádegisverð HART var tekist á um það fyrir héraðsdómi í gær hvort Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefði kraf- ist formlegrar endurupptöku fyrir enskum dóm- stól í meiðyrðamálinu sem Jón Ólafsson höfðaði gegn Hannesi á síðasta ári og fékk hann dæmdan til greiðslu 11 milljóna kr. Hannes krefst þess fyr- ir héraðsdómi nú að dómurinn fresti því að skera úr um það hvort enski dómurinn sé aðfararhæfur hér á landi þar til niðurstaða hefur fengist í Eng- landi um endurupptökukröfuna. Byggt er á hinum svokallaða Lugano-samningi sem fjallar um al- þjóðlegan einkamálarétt. Lögmaður Hannesar, Heimir Örn Herbertsson hdl., taldi skynsamleg- ast að fresta aðfararmálinu fyrir íslenskum dóm- stól enda lægi ekki svo mikið á, auk þess sem Jón Ólafsson hefði tryggingu fyrir skaðabótunum í eignum Hannesar. Fáránlegt væri ef aðfararmálið væri keyrt áfram hérlendis ef svo færi að enski dómurinn felldi síðan meiðyrðadóminn úr gildi. Enski dómurinn óhaggaður Lögmaður Jóns Ólafssonar, Sigríður Rut Júl- íusdóttir hdl., krafðist þess að héraðsdómur hafn- aði frestunarkröfu Hannesar og sagði staðreyndir málsins liggja fyrir, m.a. kröfu Jóns, enska dóm- inn, sem enn stæði óhaggaður, og svo fjárnámið. Ekki hefði þá verið sýnt fram á að frestur til að fá málið endurupptekið væri ekki liðinn og þá væri beinlínis röng sú fullyrðing að krafist hefði verið endurupptöku ytra. Aðeins hefðu verið lögð fram tvö bréf frá enskum lögmönnum Hannesar þar sem kæmi fram fyrirætlun þeirra að fá málið end- urupptekið en ekkert lægi fyrir frá sjálfum dóm- stólnum um að hann hefði móttekið kröfuna. Þessu mótmælti Heimir Örn sem röngu og sagði umrætt gagn vera umsóknarblað frá enska dóm- stólnum. Um væri að ræða rétta formið sem nota ætti við endurupptöku mála og lagði hann það í hendur héraðsdóms að leggja sína túlkun í skjalið. Og jafnvel þótt endurupptökukrafan væri ekki komin fram, hefði héraðsdómur samt heimild til að ákveða frest til handa Hannesi fyrir málskot. Eftir helgina verður kveðinn upp úrskurður héraðsdóms í málinu og ræðst þá hvort umræddur frestur verður veittur eða ekki. Tekist á um staðhæfingar um endurupptöku máls Meiðyrðamál Jóns Ólafssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar SÆFERÐIR í Stykkishólmi, sem reka Breiðafjarðarferjuna Baldur, vonast til þess að skrifa undir kaup- samning við hollenskt fyrirtæki um kaup á nýrri ferju. Nú þegar hefur verið samið um sölu á Baldri með fyr- irvara um að Sæferðir verði komnar með nýja ferju fyrir næstu mánaða- mót. Að sögn Péturs Ágústssonar, framkvæmdastjóra Sæferða, mun væntanleg ferja verða mun stærri og hraðskreiðari en núverandi ferja. „Í dag getum við flutt um 20 bíla og 200 farþega en gerum ráð fyrir að ný ferja geti flutt um 40–50 bíla og 300– 350 farþega. Auk þess má búast við að siglingartíminn yfir Breiðafjörðinn styttist og fari úr þremur í tvær klukkustundir.“ Aðdragandinn að kaupunum er nýr samningur um rekstur ferjunnar á milli Sæferða og Vegagerðarinnar en í honum eru ákvæði um lækkandi framlög. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði að með bættum vegasam- göngum myndu framlög til ferjunnar minnka. Hann hafði skilning á mik- ilvægi ferjunnar sem ferðaþjónustu- tæki og vildi gott samstarf. Ný Breiða- fjarðarferja væntanleg HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær 32 ára síbrotamann í átta mán- aða fangelsi fyrir þjófnað á far- tölvu en sýknaði hann af ákæru fyrir þjófnað á þremur DVD diskum í verslun. Í héraði fékk ákærði fjögurra mánaða fang- elsi í febrúar 2005 og var þar sakfelldur af ákærunni fyrir diskaþjófnaðinn. Sýknan í Hæstarétti átti sér rætur í sönnunarskorti en öryggisvörð- ur í versluninni sagði manninn hafa gengið út um öryggishlið með varninginn innanklæða, en snúið við þegar þjófavarnarkerf- ið fór í gang. Sagði vörðurinn að ákærði hefði viðurkennt sök á staðnum. Í frumskýrslu tveggja lögregluþjóna sem komu á stað- inn var játningin skráð. Þeir staðfestu fyrir dómi að ákærði hefði játað þjófnaðinn en fyrir dómi neitaði hann sjálfur sök og sagðist ekki hafa gengið út um öryggishliðið heldur farið áleiðis og of nærri hliðinu til að ræða við félaga sinn sem stóð fyrir utan. Gekk hann þá til baka þegar kerfið fór í gang og kann- aðist ekki við að hafa verið með diskana innanklæða. Að mati Hæstaréttar hafði framburður lögreglumannanna um játningu í þeirra viðurvist ekki sönnunargildi í málinu og engra sönnunargagna naut um ætlaðan þjófnað hans annarra en öryggisvarðarins. Gegn neit- un ákærða og með hliðsjón af lögum um meðferð opinberra mála var hann sýknaður. Fartölvuþjófnað 29. mars 2004 játaði ákærði hinsvegar og sömuleiðis þjófnað á ýmsum verðmætum 22. ágúst. Fyrra brotið var framið fáeinum vikum áður en hann fékk 15 mánaða fangelsi í héraðsdómi 6. maí fyr- ir aðrar sakir. Var honum því ákveðinn hegningarauki. Hins vegar var seinna brotið framið eftir dóms- uppkvaðninguna og hafði sá dómur ítrekunaráhrif. Málið dæmdu hæstaréttar- dómararnir Ingibjörg Bene- diktsdóttir, Jón Steinar Gunn- laugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Verjandi var Kristján Stefánsson hrl. og sækjandi Sigríður J. Friðjóns- dóttir saksóknari hjá ríkissak- sóknara. Játning á þjófnaði fyrir öryggisverði nægði ekki HEILDARTEKJUR af kvikmynd- um á Íslandi á síðasta ári námu 975 milljónum króna, sem er 2,2% lækk- un frá árinu 2004. Samkvæmt töl- um frá SMÁÍS (Samtök myndrétt- hafa á Íslandi) lögðu 1,4 milljónir gesta leið sína í kvikmyndahús á síðasta ári, sem er svipað og árið áður. Rúm 87% tekna komu frá kvikmyndahúsunum í Reykjavík. Samdrátturinn hér á landi er ekki eins mikill og í Evrópu og Banda- ríkjunum, þar sem tekjur bíóhúsa drógust saman um allt að 17%.                     ! " !   " #  $ #     # % &  ''  ( #  )  *+ ,"            -- ./,*" #01"- ./ #2$1   #   31  14*,#5 4 1 "1- Minni tekjur kvikmynda- húsanna EFTIRSPURN eftir listaverkal- ánum KB banka hefur verið vonum framar og hafa milli 350 og 360 lán verið afgreidd frá því að lánveit- ingar hófust í ágúst 2004. Með- allánsupphæð er um 300 þúsund krónur. Þóra Björg Briem, starfs- maður KB banka, segir lántökur hafa verið mjög miklar nú um jólin, að meðaltali fimm lán afgreidd á dag og margir fengið hámarkslán, 600 þúsund krónur. Listaverkalán eru veitt til kaupa á verkum sem kosta allt að 600.000 krónur og út- borgun kaupanda að lágmarki 10% af verði listaverksins. Verkin verða að vera eftir lifandi listamenn og ekki eldri en 60 ára. Fjallað er um málið í fréttaskýringu á Fréttavef Morgunblaðsins og er hægt að nálgast hana með því að smella á tengilinn Íslensk myndlist. Lán vegna lista- verkakaupa um- fram væntingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.