Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BRAGI Michaelsson, ráðgjafi og varabæjar-
fulltrúi í Kópavogi, býður sig fram í 2. sæti í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi.
Bragi á að baki mikla
reynslu í félags- og stjórnmál-
um, hefur verið formaður Týs
félags ungra sjálfstæðis-
manna í Kópavogi, Sjálfstæð-
isfélags Kópavogs og átti
lengi sæti í stjórn fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Kópa-
vogi og sá þá um útgáfu og
ritstýrði Vogum, blaði sjálfstæðismanna í Kópa-
vogi. Bragi var formaður kjördæmaráðs Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi og sat í
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Hann var vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi 1983–1987. Bragi gegndi formennsku í
skólanefnd Kópavogs 1990–2002 og er formaður
vinabæjarnefndar í Kópavogi og á sæti í félags-
málaráði Kópavogs. Hann hefur gegnt embætti
forseta bæjarstjórnar og setið í bæjarráði. Bragi
sat sem varaformaður í stjórn knattspyrnudeild-
ar Breiðabliks 1994–1999 og er formaður Skóg-
ræktarfélags Kópavogs og er félagi í Rótarý-
klúbbi Kópavogs.
Bragi leggur áherslur á að áfram verði haldið
öflugum stuðningi við íþrótta- og æskulýðsmál í
Kópavogi. Einnig vill hann að skóla- og leik-
skólamál hafi forgang og starfsemi þeirra stofn-
ana verði bætt.
Bragi Michaelsson
Býður sig fram í 2. sæti
JÓN Júlíusson, íþrótta-
fulltrúi í Kópavogi, gefur
kost á sér í fyrsta sæti í
prófkjöri Samfylkingar-
innar í Kópavogi sem
fram fer 4. febrúar nk.
Sem íþróttafulltrúi
Kópavogsbæjar í tæpa
tvo áratugi segist Jón
hafa öðlast yfirgrips-
mikla reynslu og þekkingu á rekstri og
stjórnsýslu sveitarfélagsins, þekkingu á
starfi íþróttahreyfingarinnar og uppbygg-
ingu íþrótta- og æskulýðsaðstöðu í bænum
á undanförnum árum. Jón hefur jafnframt
verið virkur í félagsmálum, sem formaður í
Starfsmannafélagi Kópavogs um 12 ára
skeið, stjórnarmaður í BSRB og varafor-
maður í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópa-
vogsbæjar.
Helstu áherslur Jóns lúta að hinum fé-
lagslegu gildum samfélagsins. Hann telur
mikilvægt að samhliða örum vexti byggðar
fylgi nægt framboð þjónustu við Kópavogs-
búa á öllum aldri. Sjá má helstu baráttu-
mál á heimasíðunni www.jonjul.is.
Jón Júlíusson
Gefur kost á sér
í fyrsta sæti
LÝÐHEILSUSTÖÐ, talsmaður
neytenda og umboðsmaður barna
hafa farið fram á það við útvarpsrétt-
arnefnd að kannað verði formlega
hvort íslenskar sjónvarpsstöðvar
hafi brotið gegn ákvæðum útvarps-
og áfengislaga með heimilun á birt-
ingu bjórauglýsinga, kostun dag-
skrárliða af hálfu bjórframleiðenda
og að áfengi og tengd vörumerki séu
áberandi í ákveðnum vörumerkjum.
Ef svo reynist vera sem grunur er á
er farið fram á að gripið verði til
áminningar, sem getur verið nauð-
synlegur undanfari stjórnvaldssekta
og afturköllunar útvarpsleyfis, skv.
útvarpslögum.
Í bréfi til útvarpsréttarnefndar,
dagsettu 10. janúar sl., kemur m.a.
fram að auglýsingar á áfengi, þá að-
allega bjór, hafi verið áberandi á
auglýsingatímum ljósvakamiðla á
nýliðnu ári en einnig virðist sem
bæði útvarps- og sjónvarpsþættir
séu styrktir af umboðsaðilum eða
framleiðendum áfengis. Rakin eru
nokkur dæmi þar sem ljósvakamiðl-
ar hafa gerst brotlegir og varða þau
Ríkissjónvarpið, Sirkus, Skjá Einn
og Stöð 2.
Sjónvarpsþættir hugsanlega
kostaðir ólöglega
Meðal þess sem gerð er athuga-
semd við er að þátturinn Ástarfleyið,
sem sýndur er á sjónvarpstöðinni
Sirkus, sé kostaður af Egils Lite
bjór, þ.e.a.s Ölgerð Egils Skalla-
grímssonar hf., en fram kemur við
lok auglýsingahléa í þættinum og í
lok hans að Egils Lite bjóði upp á
umræddan dagskrárlið, auk þess
sem þátttakendur drekki Egils Lite í
þáttunum.
Þá þykir bera óvanalega mikið á
bjórtegundinni Carlsberg og tengd-
um vörum í sjónvarpsþættinum
Kallakaffi, sem hefur verið á dag-
skrá Ríkissjónvarpsins í vetur og eru
sem dæmi nefnd vörumerki utan á
húsinu sem birtist í upphafi þáttar-
ins, bjórdælur, bjórflöskur og annar
varningur sem tengist vörunni.
Íslenski „Bachelorinn“ er einnig
tekinn fyrir en þar þykir bjórteg-
undin Tuborg áberandi ásamt öðrum
drykkjarvörum sama framleiðanda.
Í bréfi Lýðheilsustöðvar, tals-
manns neytenda og umboðsmanns
barna segir að aðeins sé álitamál og
rannsóknarefni hvort greiðsla komi
fyrir og ritstjórnarlegu sjálfstæði sé
um leið haggað, en í útvarpslögum
segir m.a. að útvarpsdagskrá megi
ekki vera kostuð af aðilum sem
bannað er að auglýsa vöru sína eða
þjónustu.
Áfengisauglýsingar í prent-
miðlum þrefaldast á tíu árum
Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri
áfengis- og vímuvarna hjá Lýð-
heilsustöð, segir allt benda til að
áfengisauglýsingar hafi bein og
óbein áhrif á væntingar ungs fólks
og jákvæð viðhorf til áfengisneyslu.
Hann telur það vissulega sigur fyrir
forvarnarstarfið ef útvarpsréttar-
nefnd muni áminna ljósvakamiðlana
og gæti málið orðið fordæmisgef-
andi. Ekki hefur aðeins orðið aukn-
ing á auglýsingum áfengis í ljósvaka-
miðlum, því samkvæmt rannsókn
sem Lýðheilsustöð lét gera á síðasta
ári á umfangi áfengisauglýsinga í
prentmiðlum, kom í ljós að tíðnin
hefur þrefaldast síðustu tíu ár.
Aðspurður hvort ekki verði herjað
frekar á prentmiðla í kjölfarið segir
Rafn að reglulega séu áfengisauglýs-
ingar í prentmiðlum kærðar til sak-
sóknara. Hann segir hins vegar
hugsanlegt að menn þurfi að beita
öðrum sektarákvæðum því sennilega
hætti menn ekki að auglýsa áfengi ef
sektirnar séu minni en ágóðinn af
aukinni sölu. Rafn segir að stjórn-
völdum hafi verið bent á að þörf sé á
að skýra reglur um áfengisauglýs-
ingar betur og m.a. hafi skýrsla með
úrbótatillögum verið tekin saman
fyrir ekki alls löngu síðan. Lítill ár-
angur hafi þó náðst.
Útvarpsréttarnefnd beðin að kanna meint brot íslenskra ljósvakamiðla
Auglýsingar á áfengi
áberandi á nýliðnu ári
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is