Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 65
Skriðuklaustri, Hólum, Þingvöllum, Keldudal, Reykholti, Gásum, Kirkjubæj- arklaustri og Skálholti. Auk þess eru kumlastæði um land allt rannsökuð. Þjóðminjasafn Íslands | Boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstárlegar og vand- aðar sýningar auk safnbúðar og kaffi- húss. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Skemmtanir Cafe Catalina | Hörður G. Ólafsson spil- ar og syngur í kvöld. Kringlukráin | Hljómsveitin Tilþrif spilar í kvöld. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sér- sveitin leikur fyrir dansi í kvöld. Frítt inn til miðnættis. Mannfagnaður Akógessalurinn | Þorrablót brottfluttra íbúa Patreksfjðar og Rauðasandshrepps verður haldið á bóndadaginn 20. janúar í Akógessalnum, Sóltúni 3. Húsið opnað kl. 19, borðhald hefst kl. 20. Nánari upp- lýsingar og miðapantanir hjá Dóra Jóh. í síma 661 8133 og Öddu í síma 422 7022. Broadway | Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið í Broadway á Hótel Íslandi 27. janúar nk. Veislustjóri: Ólafur Helgi Kjartansson. Bjarni Ara og Helgi Björns skemmta. Ræðumaður: Elín Alma Art- húrsdóttir, Saga Class leikur fyrir dansi. Forsala aðgöngumiða verður á Broad- way 21. jan. kl. 14–16. Þingeyingar í Reykjavík | Þingeyingar í Reykjavík halda þorrablót í Félagsheimili Seltjarnarness 21. janúar. Húsið opnað kl. 19 og skemmtunin hefst kl. 20. Skráning og upplýsingar hjá Hildi í síma 691 6045 og Kristjönu í síma 844 4912. Fyrirlestrar og fundir Þjóðmenningarhúsið | 21. janúar kl. 14 verður fjallað um þá rithöfunda sem urðu samferða Halldóri Laxness upp á nóbelsverðlaunapall á sjötta áratug síð- ustu aldar. Árni Bergmann rithöfundur hefur tekið saman og Arnar Jónsson leikari flytur með honum Fréttir og tilkynningar Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið er á móti matvælum, fatnaði og leikföngum alla miðvikudaga kl. 13–17. Úthlutun matvæla er alla miðvikudaga kl. 15–17 í Eskihlíð 2–4 v/Miklatorg. Þeir sem vilja styðja starfið fjárhagslega geta lagt inn á reikning 101-26-66090 kt. 660903- 2590. Frístundir og námskeið Alþjóðahúsið | Námskeið í arabísku hefst 23. janúar og lýkur 27. febrúar. Kennt verður á mánudögum kl. 16.30–18, í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. Kennari er Amal Tamimi. Takmarkaður fjöldi. Skráning á amal@ahus.is eða í síma 530 9308. Verð: 25.000 kr. Maður lifandi | Námskeið í hláturjóga með styrkjandi ívafi verður 21. janúar kl. 11.30–13. Námskeiðið hentar öllum. Kennari er Ásta Valdimarsdóttir hlát- urjógaleiðbeinandi. Upplýsingar og skráning í síma 899 0223 eða á asta.valdimarsdottir@c2i.net. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 65 DAGBÓK Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Ath. Bingó fellur niður í dag vegna þorrablóts. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, frjálst að spila í sal. Dalbraut 18 - 20 | Minnum sér- staklega á Tungubrjóta alla mánu- daga kl. 13.30, félagsvist alla þriðju- daga kl. 14, söng alla fimmtudaga kl. 14. Skráning er hafin á myndlist- arnámskeið sem hefst. 31. jan kl. 9– 12. Þorrablótið er 3. feb. Dagskráin send heim sé þess óskað. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, kl. 13– 16. Námskeið I í postulínsmálun, Sig- urbjörg Sigurjónsdóttir leiðbeinir. Kaffiveitingar að hætti FEBÁ. Auður og Lindi annast akstur, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gjábakka. Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fræðslufundur í Ásgarði Stangarhyl 4, í dag kl. 15. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir upplýsir á fundinum, hver er stefna Samfylkingarinnar í málefnum aldraðra. Fyrirhugað er að námskeið í framsögn og upplestri hefjist 7. febr- úar, leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Skráning og uppl. í síma 588 2111. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, leikfimi kl. 10.45. Gleðigjafarnir syngja kl. 14–15 27. jan og 10. og 24. febr. Bingó kl. 14 20. jan., 3. og 17. febr. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Op- ið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Fé- lagsvist í Garðabergi kl. 13 á vegum FEBG og FAG. Slökunarjóga og teygj- ur kl. 12. Bútasaumur kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. bókband. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn, vist, brids, skák. Miðvikud. 25. jan.er farið á list- sýningar í Gerðarsafni í Kópavogi, lagt af stað kl. 13.30, skráning hafin. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, smíðastofan opin. Þorramatur í hádeginu og kl. 14 verð- ur lesið upp úr þjóðsögunum. Kaffi- veitingar kl. 15. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 Kaffi, spjall, dagblöðin. Almenn handavinna. Út- skurður. Baðþjónusta, fótaaðgerð (annan hvern föstudag). Hárgreiðsla. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14.45 bóka- bíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl. 11.30. Tréskurður kl. 13. Brids kl. 13. Boccia kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu kl. 9–12, postu- línsmálning. Böðun fyrir hádegi. Hæðargarður 31 | Minnum á nám- skeið í ljóðagerð sem hefst mán. 23. jan. kl. 16. Framsagnarhópur þriðju- daga/opinn tími og miðvikudags/ framhaldshópur kl. 10–12. Tölvu- námskeið kl. 13 laugard. Þorrablótið er 27. jan. Sendum dagskrána í pósti eða netbréfi sé þess óskað. Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlistar námskeið, kl. 10 ganga, kl. 9 opin hár- greiðslustofa, sími 588 1288, kl. 14 leikfimi, kl. 9 smíði. SÁÁ félagsstarf | Fluguhnýting- arnáskeið verður haldið í Síðumúla 3–5 föstudag, laugardag og sunnu- dag og hefst kl. 17. Verð kr. 4000.- Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 árdeg- isverður. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Þorleifs. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Þorleifs Ein- arssonar harmonikkuleikara. Vöfflur með rjóma í kaffitímanum. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9. Leirmótun kl 9. Hárgreiðsla kl. 9. Morgunstund kl. 9.30, fótaaðgerð- arstofa kl. 9.30, leikfimi kl. 10. Bingó kl. 13.30, allir velkomnir. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Kaffi og létt spjall. Hallgrímskirkja | Starf með öldr- uðum þriðjudaga og föstudaga kl. 11– 14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Munið sam- veruna í Víkurskóla laugardag kl. 11.15–12. Söngur og sögur. Gleði og gaman. Hittumst hress og kát. Selfosskirkja | Morguntíð sungin kl. 10. Fyrirbæn og einnig tekið við bæn- arefnum. Kaffisopi í safnaðarheim- ilinu á eftir. Sr. Gunnar Björnsson. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Úr bréfi LeopoldsMozarts, föðurWolfgangs, til Lor- enzar Hagenauers í Salz- burg. Leopold var á tón- leikaferð með undrabarnið sitt, sex ára gamalt, og stóru systurina Nannerl, ellefu ára, en hún var líka undrabarn. Vínarborg, 16. október 1762 …Við komum til Ibbs um hádegi á þriðjudag. Wolfgang litli lék svo vel á orgelið að grámunkarnir hættu snæðingi og hóp- uðust um hann til að hlusta á orgelleikinn og féllu í stafi af undrun… …Við eigum það Wolf- gang að þakka að við kom- umst hjá því að greiða vegtollinn. Hann sýndi verðinum klaverið sitt og lék fyrir hann menúetta á litlu fiðluna sína… …Óðara en það fréttist að við værum stödd í Vín- arborg, barst okkur boð um að koma til hall- arinnar… Hér er ekki tími til að geta annars en þess að hátignirnar tóku okkur svo forkunnar vel og náðarsamlega að menn munu halda það skrök- sögu, þegar ég segi frá því. En svona var það. Wolfgang litli þaut í fang- ið á keisarafrúnni, vafði örmunum um háls henni og kyssti hana. Í stuttu máli, við dvöldum við hirð- ina í þrjár klukkustund- ir… Í gær færði féhirðir keisarans okkur tvennan fatnað frá keisarafrúnni; handa snáðanum og telp- unni. Þegar boðið kemur, verða þau að koma til hall- arinnar og mun féhirð- irinn þá sækja þau… 19. október 1762 …Langar yður að vita hvernig fötin hans Wolf- gangs eru? Þau eru úr fín- asta klæði, fjólubláu. Vestið er úr silki í sama lit – jakki og vesti hvort tveggja bryddað breiðum, gylltum borðum… Íslensk þýðing: Árni Kristjánsson Þinn einlægur Amadé Wolfgang Amadeus Mozart 27. janúar 1756 5. desember 1791 MOZART MOLAR Nýjasta hefti Ritsins, tímaritsHugvísindastofnunar Há-skóla Íslands, er komið út. Ritið samanstendur af greinum fræðimanna úr ólíkum geirum sem fjalla um tiltekið viðfangsefni sem því er valið hverju sinni. Þannig voru viðfangsefnin í síðustu tveimur Ritum til dæmis „Falsanir“ og „Orð og mynd“, og nú er þema þess „Út- lönd“, þar sem tekist er á við sam- band menningarheima á ýmsan máta, ímyndir og sjálfsmyndir þjóða.    Sem dæmi um greinar í Ritinu aðþessu sinni má nefna grein Kristínar Loftsdóttur mannfræðings sem fjallar um ímynd Afríku á Ís- landi á 19. öld og hvernig sú ímynd kallast á við ímynd hins sjálfstæða eyríkis, Íslands, sem þá var í fæð- ingu. Einnig má nefna greinina „Ís- lenska og enska. Vísir að greiningu á málvistkerfi“ eftir Kristján Árna- son þar sem hann leggur út af ný- legri könnun á viðhorfum Íslendinga til ensku og spyr hvort staða íslensk- unnar í menningu og sjálfsmynd landsmanna sé að breytast. Margir sérlega fróðlegir punktar koma fram í þeirri grein. Einnig fjallar Hólmfríður Garðarsdóttir í grein sinni um staðlaðar kvenímyndir í suður-amerískri bókmenntahefð og vekur athygli á því hvernig þær megi rekja til landvinninga- og heimsvaldastefnu fyrri alda. Þá eru í þessu hefti Ritsins birtir bókarkaflar eftir tvo prófessora við Harvard-háskóla, stjórnspekinginn Seylu Benhabib og bókmenntafræð- inginn Homi K. Bhabha, en í þeim er meðal annars leitast við að svara því hvernig bregðast eigi við þeim árekstrum sem óhjákvæmilega verða í samfélagi fólks sem kemur úr ólíkum menningaraðstæðum – og jafnframt spurt hvernig samfélagið njóti góðs af blöndunni, hvernig hún verði aflvaki nýrrar skapandi menn- ingar. Sem sagt; fjölbreyttar greinar sem snúa að sama máli.    Að mínu viti er þetta afar þarftviðfangsefni hjá Ritinu. Hug- takið „útlönd“ og þar af leiðandi einnig „útlenskur“ eru hugtök sem þarfnast nánari skoðunar í hinu fjöl- menningarlega samfélagi sem Ís- land er orðið; óhjákvæmileg og já- kvæð þróun. Gott dæmi um það eru ýmsir menningarviðburðir sem verða í boði um helgina. Hægt væri að byrja daginn á morgun á því að skoða og kynnast íslenskum þjóðbúningum í opnu húsi hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, en skella sér að því loknu í Háskólabíó á japanska fjöl- skylduhátíð og drekka te, syngja ka- raoke og gera origami. Þá væri hægt að skella sér á afar vinsælt tangóball að argentískum hætti í Þjóðleikhúskjallaranum um kvöldið og fram á nótt, en forsvarsmenn kvöldins í Tangófélaginu telja að Ís- land sé að komast á kortið sem al- vöru tangóland. Og svo mætti enda helgina á að sitja málþingið „Staða málsins“, sem fjallar um íslenska tungu, í Norræna húsinu á sunnu- dag. Hvað er nú íslenskt af þessum við- burðum, og hvað er útlenskt? Maður spyr sig. Það fer einfaldlega eftir því hvaða merkingu hugtakið „út- lenskt“ hefur. Og það er þörf að ræða. Útlenskt, já takk ’Hugtakið „útlönd“ ogþar af leiðandi einnig „útlenskur“ eru hugtök sem þarfnast nánari skoðunar í hinu fjölmenningarlega samfélagi sem Ísland er orðið.‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir Íslenskir þjóðbúningar. ingamaria@mbl.is PÉTUR Bjarnason myndhöggvari opnaði fyrir skömmu sýningu á 20 höggmyndum steyptum í brons í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar. Pétur nam myndlist við skúlptúr- deild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og við Fachhochschule Aachen í Þýskalndi og skúlptúr við Nationaal Hoger Instituut voor Schone Kunsten í Antwerpen, Belg- íu og hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, hér á landi, í Bruss- el, Antwerpen og New York. Pétur hefur verið valinn til að vinna að mörgum höggmyndum sem reistar hafa verið víða. Svo sem höggmyndina Farið á Ak- ureyri,og höggmyndina Við Æg- isdyr sem stendur við Ásgarð í Garðabæ og vatnslistaverkið Upp- spretta sem stendur við Vídal- ínskirkju í Garðabæ. Tvær högg- myndir gerði hann í tilefni 50 ára stjórnmálasambands Íslands og Bandaríkjanna, önnur var sett upp í Reykjavík en hin í Miami á Flórída. Vinnustofa Péturs er í Hafn- arfirði en þar er hann með einu málmsteypuna á landinu sem sér- hæfir sig í steypu á listaverkum með „lost-wax“ aðferð. Safnið í Hafnarborg er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11:00 til 17:00 og sýningin stendur til 30. janúar. Sýning Péturs Bjarnasonar á Höggmyndum stendur yfir í Hafnarborg. Höggmyndir í Hafnarborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.