Morgunblaðið - 20.01.2006, Síða 65

Morgunblaðið - 20.01.2006, Síða 65
Skriðuklaustri, Hólum, Þingvöllum, Keldudal, Reykholti, Gásum, Kirkjubæj- arklaustri og Skálholti. Auk þess eru kumlastæði um land allt rannsökuð. Þjóðminjasafn Íslands | Boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstárlegar og vand- aðar sýningar auk safnbúðar og kaffi- húss. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Skemmtanir Cafe Catalina | Hörður G. Ólafsson spil- ar og syngur í kvöld. Kringlukráin | Hljómsveitin Tilþrif spilar í kvöld. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sér- sveitin leikur fyrir dansi í kvöld. Frítt inn til miðnættis. Mannfagnaður Akógessalurinn | Þorrablót brottfluttra íbúa Patreksfjðar og Rauðasandshrepps verður haldið á bóndadaginn 20. janúar í Akógessalnum, Sóltúni 3. Húsið opnað kl. 19, borðhald hefst kl. 20. Nánari upp- lýsingar og miðapantanir hjá Dóra Jóh. í síma 661 8133 og Öddu í síma 422 7022. Broadway | Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið í Broadway á Hótel Íslandi 27. janúar nk. Veislustjóri: Ólafur Helgi Kjartansson. Bjarni Ara og Helgi Björns skemmta. Ræðumaður: Elín Alma Art- húrsdóttir, Saga Class leikur fyrir dansi. Forsala aðgöngumiða verður á Broad- way 21. jan. kl. 14–16. Þingeyingar í Reykjavík | Þingeyingar í Reykjavík halda þorrablót í Félagsheimili Seltjarnarness 21. janúar. Húsið opnað kl. 19 og skemmtunin hefst kl. 20. Skráning og upplýsingar hjá Hildi í síma 691 6045 og Kristjönu í síma 844 4912. Fyrirlestrar og fundir Þjóðmenningarhúsið | 21. janúar kl. 14 verður fjallað um þá rithöfunda sem urðu samferða Halldóri Laxness upp á nóbelsverðlaunapall á sjötta áratug síð- ustu aldar. Árni Bergmann rithöfundur hefur tekið saman og Arnar Jónsson leikari flytur með honum Fréttir og tilkynningar Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið er á móti matvælum, fatnaði og leikföngum alla miðvikudaga kl. 13–17. Úthlutun matvæla er alla miðvikudaga kl. 15–17 í Eskihlíð 2–4 v/Miklatorg. Þeir sem vilja styðja starfið fjárhagslega geta lagt inn á reikning 101-26-66090 kt. 660903- 2590. Frístundir og námskeið Alþjóðahúsið | Námskeið í arabísku hefst 23. janúar og lýkur 27. febrúar. Kennt verður á mánudögum kl. 16.30–18, í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. Kennari er Amal Tamimi. Takmarkaður fjöldi. Skráning á amal@ahus.is eða í síma 530 9308. Verð: 25.000 kr. Maður lifandi | Námskeið í hláturjóga með styrkjandi ívafi verður 21. janúar kl. 11.30–13. Námskeiðið hentar öllum. Kennari er Ásta Valdimarsdóttir hlát- urjógaleiðbeinandi. Upplýsingar og skráning í síma 899 0223 eða á asta.valdimarsdottir@c2i.net. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 65 DAGBÓK Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Ath. Bingó fellur niður í dag vegna þorrablóts. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, frjálst að spila í sal. Dalbraut 18 - 20 | Minnum sér- staklega á Tungubrjóta alla mánu- daga kl. 13.30, félagsvist alla þriðju- daga kl. 14, söng alla fimmtudaga kl. 14. Skráning er hafin á myndlist- arnámskeið sem hefst. 31. jan kl. 9– 12. Þorrablótið er 3. feb. Dagskráin send heim sé þess óskað. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, kl. 13– 16. Námskeið I í postulínsmálun, Sig- urbjörg Sigurjónsdóttir leiðbeinir. Kaffiveitingar að hætti FEBÁ. Auður og Lindi annast akstur, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gjábakka. Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fræðslufundur í Ásgarði Stangarhyl 4, í dag kl. 15. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir upplýsir á fundinum, hver er stefna Samfylkingarinnar í málefnum aldraðra. Fyrirhugað er að námskeið í framsögn og upplestri hefjist 7. febr- úar, leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Skráning og uppl. í síma 588 2111. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, leikfimi kl. 10.45. Gleðigjafarnir syngja kl. 14–15 27. jan og 10. og 24. febr. Bingó kl. 14 20. jan., 3. og 17. febr. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Op- ið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Fé- lagsvist í Garðabergi kl. 13 á vegum FEBG og FAG. Slökunarjóga og teygj- ur kl. 12. Bútasaumur kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. bókband. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn, vist, brids, skák. Miðvikud. 25. jan.er farið á list- sýningar í Gerðarsafni í Kópavogi, lagt af stað kl. 13.30, skráning hafin. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, smíðastofan opin. Þorramatur í hádeginu og kl. 14 verð- ur lesið upp úr þjóðsögunum. Kaffi- veitingar kl. 15. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 Kaffi, spjall, dagblöðin. Almenn handavinna. Út- skurður. Baðþjónusta, fótaaðgerð (annan hvern föstudag). Hárgreiðsla. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14.45 bóka- bíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl. 11.30. Tréskurður kl. 13. Brids kl. 13. Boccia kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu kl. 9–12, postu- línsmálning. Böðun fyrir hádegi. Hæðargarður 31 | Minnum á nám- skeið í ljóðagerð sem hefst mán. 23. jan. kl. 16. Framsagnarhópur þriðju- daga/opinn tími og miðvikudags/ framhaldshópur kl. 10–12. Tölvu- námskeið kl. 13 laugard. Þorrablótið er 27. jan. Sendum dagskrána í pósti eða netbréfi sé þess óskað. Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlistar námskeið, kl. 10 ganga, kl. 9 opin hár- greiðslustofa, sími 588 1288, kl. 14 leikfimi, kl. 9 smíði. SÁÁ félagsstarf | Fluguhnýting- arnáskeið verður haldið í Síðumúla 3–5 föstudag, laugardag og sunnu- dag og hefst kl. 17. Verð kr. 4000.- Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 árdeg- isverður. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Þorleifs. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Þorleifs Ein- arssonar harmonikkuleikara. Vöfflur með rjóma í kaffitímanum. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9. Leirmótun kl 9. Hárgreiðsla kl. 9. Morgunstund kl. 9.30, fótaaðgerð- arstofa kl. 9.30, leikfimi kl. 10. Bingó kl. 13.30, allir velkomnir. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Kaffi og létt spjall. Hallgrímskirkja | Starf með öldr- uðum þriðjudaga og föstudaga kl. 11– 14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Munið sam- veruna í Víkurskóla laugardag kl. 11.15–12. Söngur og sögur. Gleði og gaman. Hittumst hress og kát. Selfosskirkja | Morguntíð sungin kl. 10. Fyrirbæn og einnig tekið við bæn- arefnum. Kaffisopi í safnaðarheim- ilinu á eftir. Sr. Gunnar Björnsson. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Úr bréfi LeopoldsMozarts, föðurWolfgangs, til Lor- enzar Hagenauers í Salz- burg. Leopold var á tón- leikaferð með undrabarnið sitt, sex ára gamalt, og stóru systurina Nannerl, ellefu ára, en hún var líka undrabarn. Vínarborg, 16. október 1762 …Við komum til Ibbs um hádegi á þriðjudag. Wolfgang litli lék svo vel á orgelið að grámunkarnir hættu snæðingi og hóp- uðust um hann til að hlusta á orgelleikinn og féllu í stafi af undrun… …Við eigum það Wolf- gang að þakka að við kom- umst hjá því að greiða vegtollinn. Hann sýndi verðinum klaverið sitt og lék fyrir hann menúetta á litlu fiðluna sína… …Óðara en það fréttist að við værum stödd í Vín- arborg, barst okkur boð um að koma til hall- arinnar… Hér er ekki tími til að geta annars en þess að hátignirnar tóku okkur svo forkunnar vel og náðarsamlega að menn munu halda það skrök- sögu, þegar ég segi frá því. En svona var það. Wolfgang litli þaut í fang- ið á keisarafrúnni, vafði örmunum um háls henni og kyssti hana. Í stuttu máli, við dvöldum við hirð- ina í þrjár klukkustund- ir… Í gær færði féhirðir keisarans okkur tvennan fatnað frá keisarafrúnni; handa snáðanum og telp- unni. Þegar boðið kemur, verða þau að koma til hall- arinnar og mun féhirð- irinn þá sækja þau… 19. október 1762 …Langar yður að vita hvernig fötin hans Wolf- gangs eru? Þau eru úr fín- asta klæði, fjólubláu. Vestið er úr silki í sama lit – jakki og vesti hvort tveggja bryddað breiðum, gylltum borðum… Íslensk þýðing: Árni Kristjánsson Þinn einlægur Amadé Wolfgang Amadeus Mozart 27. janúar 1756 5. desember 1791 MOZART MOLAR Nýjasta hefti Ritsins, tímaritsHugvísindastofnunar Há-skóla Íslands, er komið út. Ritið samanstendur af greinum fræðimanna úr ólíkum geirum sem fjalla um tiltekið viðfangsefni sem því er valið hverju sinni. Þannig voru viðfangsefnin í síðustu tveimur Ritum til dæmis „Falsanir“ og „Orð og mynd“, og nú er þema þess „Út- lönd“, þar sem tekist er á við sam- band menningarheima á ýmsan máta, ímyndir og sjálfsmyndir þjóða.    Sem dæmi um greinar í Ritinu aðþessu sinni má nefna grein Kristínar Loftsdóttur mannfræðings sem fjallar um ímynd Afríku á Ís- landi á 19. öld og hvernig sú ímynd kallast á við ímynd hins sjálfstæða eyríkis, Íslands, sem þá var í fæð- ingu. Einnig má nefna greinina „Ís- lenska og enska. Vísir að greiningu á málvistkerfi“ eftir Kristján Árna- son þar sem hann leggur út af ný- legri könnun á viðhorfum Íslendinga til ensku og spyr hvort staða íslensk- unnar í menningu og sjálfsmynd landsmanna sé að breytast. Margir sérlega fróðlegir punktar koma fram í þeirri grein. Einnig fjallar Hólmfríður Garðarsdóttir í grein sinni um staðlaðar kvenímyndir í suður-amerískri bókmenntahefð og vekur athygli á því hvernig þær megi rekja til landvinninga- og heimsvaldastefnu fyrri alda. Þá eru í þessu hefti Ritsins birtir bókarkaflar eftir tvo prófessora við Harvard-háskóla, stjórnspekinginn Seylu Benhabib og bókmenntafræð- inginn Homi K. Bhabha, en í þeim er meðal annars leitast við að svara því hvernig bregðast eigi við þeim árekstrum sem óhjákvæmilega verða í samfélagi fólks sem kemur úr ólíkum menningaraðstæðum – og jafnframt spurt hvernig samfélagið njóti góðs af blöndunni, hvernig hún verði aflvaki nýrrar skapandi menn- ingar. Sem sagt; fjölbreyttar greinar sem snúa að sama máli.    Að mínu viti er þetta afar þarftviðfangsefni hjá Ritinu. Hug- takið „útlönd“ og þar af leiðandi einnig „útlenskur“ eru hugtök sem þarfnast nánari skoðunar í hinu fjöl- menningarlega samfélagi sem Ís- land er orðið; óhjákvæmileg og já- kvæð þróun. Gott dæmi um það eru ýmsir menningarviðburðir sem verða í boði um helgina. Hægt væri að byrja daginn á morgun á því að skoða og kynnast íslenskum þjóðbúningum í opnu húsi hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, en skella sér að því loknu í Háskólabíó á japanska fjöl- skylduhátíð og drekka te, syngja ka- raoke og gera origami. Þá væri hægt að skella sér á afar vinsælt tangóball að argentískum hætti í Þjóðleikhúskjallaranum um kvöldið og fram á nótt, en forsvarsmenn kvöldins í Tangófélaginu telja að Ís- land sé að komast á kortið sem al- vöru tangóland. Og svo mætti enda helgina á að sitja málþingið „Staða málsins“, sem fjallar um íslenska tungu, í Norræna húsinu á sunnu- dag. Hvað er nú íslenskt af þessum við- burðum, og hvað er útlenskt? Maður spyr sig. Það fer einfaldlega eftir því hvaða merkingu hugtakið „út- lenskt“ hefur. Og það er þörf að ræða. Útlenskt, já takk ’Hugtakið „útlönd“ ogþar af leiðandi einnig „útlenskur“ eru hugtök sem þarfnast nánari skoðunar í hinu fjölmenningarlega samfélagi sem Ísland er orðið.‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir Íslenskir þjóðbúningar. ingamaria@mbl.is PÉTUR Bjarnason myndhöggvari opnaði fyrir skömmu sýningu á 20 höggmyndum steyptum í brons í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar. Pétur nam myndlist við skúlptúr- deild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og við Fachhochschule Aachen í Þýskalndi og skúlptúr við Nationaal Hoger Instituut voor Schone Kunsten í Antwerpen, Belg- íu og hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, hér á landi, í Bruss- el, Antwerpen og New York. Pétur hefur verið valinn til að vinna að mörgum höggmyndum sem reistar hafa verið víða. Svo sem höggmyndina Farið á Ak- ureyri,og höggmyndina Við Æg- isdyr sem stendur við Ásgarð í Garðabæ og vatnslistaverkið Upp- spretta sem stendur við Vídal- ínskirkju í Garðabæ. Tvær högg- myndir gerði hann í tilefni 50 ára stjórnmálasambands Íslands og Bandaríkjanna, önnur var sett upp í Reykjavík en hin í Miami á Flórída. Vinnustofa Péturs er í Hafn- arfirði en þar er hann með einu málmsteypuna á landinu sem sér- hæfir sig í steypu á listaverkum með „lost-wax“ aðferð. Safnið í Hafnarborg er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11:00 til 17:00 og sýningin stendur til 30. janúar. Sýning Péturs Bjarnasonar á Höggmyndum stendur yfir í Hafnarborg. Höggmyndir í Hafnarborg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.