Morgunblaðið - 27.08.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.08.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 231. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is VIKUSPEGILL» ER ROONEY OKKAR EGILL OG AUKIÐ EFTIRLIT NAUÐSYNLEGT OG STIMPILGJALDIÐ ÓHAGGANLEGT? RÉTT RANGT SKRÍTIÐ EÐA SKRÝTIÐ ERTU TYPPILSINNA? ORÐABÓKINNI FLETT » 56 Í óvissuástandinu sem ríkti í Rúss- landi sumarið 1998 var Björgólfur Thor Björgólfsson ásamt meðeigend- um sínum í Bravo International í við- ræðum um nýtt hlutafé inn í fyrirtæk- ið. „Það gekk ágætlega, en við máttum engan tíma missa,“ segir hann í ítarlegu viðtali í sérblaði sem fylgir Morgunblaðinu í dag. „Við höfðum sett alla okkar fjár- muni í að kaupa lóðina og hefja fram- kvæmdir – koma jarðýtum af stað og fá steypuhrærivélar til að snúast. Þetta var gríðarleg framkvæmd og aðeins 25% af fjármununum til stað- ar. En við vildum nýta peninginn strax til að sýna fjárfestum fram á að þetta væri annað og meira en við- skiptaáætlun – við værum komnir af stað.“ Samningar um fjármögnun á því að reisa sjöttu stærstu bruggverksmiðju í Evrópu voru undirritaðir á laugar- degi og mánudaginn eftir tilkynnti forsætisráðherra Rússlands að ríkið gæti ekki greitt afborganir af erlend- um lánum. „Rúblan hrundi og á einni viku varð hún aðeins fjórðungur af því sem hún áður var,“ segir Björgólfur Thor. Og ástandið var svart. „Búðirnar í Moskvu skulduðu okkur í rúblum, en við skulduðum birgjum og allar fram- kvæmdir í dollurum. Við stóðum frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort við ættum að hækka vöruverðið um 300% á einni nóttu … Við hættum að svara í síma, hættum að selja og ákváðum að gera ekkert í nokkra daga.“ Fjárfestar í London létu vita af því að þetta væri „force majeure“ eða óviðráðanlegt atvik sem ylli því að samningar um fjármögnun gætu fall- ið niður. Björgólfur Thor flaug því til viðræðna í London á sama tíma og all- ar fréttastofur fluttu fregnir af hruni rússneska hagkerfisins og þurfti að sannfæra fjárfestana um að ekkert hefði breyst í Rússlandi. „Ég benti þeim á að Löwenbräu hefði verið starfandi síðan árið 1376. Í bókum fyrirtækisins mætti finna hvenær far- ið var að innheimta skatta. Það hefði lifað ótal heimsstyrjaldir, plágur og heimskreppur. Önnur bruggfyrirtæki væru venjulega 300 til 400 ára gömul og hvort sem ástandið í heiminum væri gott eða slæmt, gætum við glaðst með bjór eða drekkt sorgum okkar. Meginsölupunkturinn var sá að bjór væri ónæmur fyrir kreppum. Ég náði að selja þeim að halda sínu striki með fjárfestingar sínar og tel það ákveðið afrek.“ Dagurinn sem rúblan féll Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Yfirsýn Björgólfur Thor á svölum við skrifstofu sína í höfuðstöðvum Novator í London þaðan sem hann stýrir fjárfestingum sínum. HVÖNN og baldursbrá voru aðalrannsóknarefnið í náttúrufræðitíma barna í öðrum bekk Melaskóla í Reykjavík. Krakkarnir söfnuðu sýnishornum af plöntunum við fjöruna á Ægisíðu eftir strangvís- indalegri aðferðafræði. Sýnishornin voru skoðuð nánar í kennslustofunni og leyndardómur náttúr- unnar svo skeggræddur af þessum ungu og upp- rennandi náttúruunnendum. Hvönnin er merkileg jurt og hefur gagnast Íslendingum á ýmsan hátt í áranna rás. Á árum áður var hún gjarnan notuð til lækninga og eins til matar. Á síðari árum hafa menn endur- uppgötvað hvönnina og er nú farið að framleiða úr henni ýmsa hollustu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Náttúran rannsökuð Blackstone. AP. | Bandaríkjamaður sem fann skafmiða með vinning að andvirði 70 milljóna króna í rusla- tunnu hefur náð samkomulagi við fjölskyldu manns sem sagðist hafa fleygt vinnings- miðanum fyrir slysni. Sá sem fann miðann, Edward St. John, er orð- inn 83 ára og féllst á að greiða fjölskyldunni sem samsvarar 10,5 milljónum króna vegna þess að hann vill njóta vinningsfjárins áð- ur en hann deyr. Sá sem keypti miðann höfðaði mál til að krefjast vinningsins en happdrættisnefnd Massachusetts- ríkis hafnaði kröfunni. Hann dó skömmu síðar en fjölskylda hans áfrýjaði málinu. Lögmaður St. Johns sagði hann hafa verið tregan til að undirrita samkomulagið vegna þess að hann teldi sig eiga rétt á öllum vinn- ingnum. Hann hefði þó fallist á það að lokum vegna þess að hann óttaðist að málaferlin drægjust á langinn og að hann bæri beinin áður en þeim lyki. Samdi um happafeng úr sorpinu FJÖLDI asmasjúklinga hefur tvö- faldast í Danmörku á tuttugu árum, að sögn danska dagblaðsins Berl- ingske Tidende í gær. Blaðið hefur eftir sérfræðingum að asma sé orðið alvarlegt samfélagslegt vandamál. Yfir 300.000 Danir hafa greinst með asma, meira en helmingi fleiri en fyrir tveimur áratugum. Um 2,9% Dana voru með sjúkdóminn árið 1987 en 6,4% á liðnu ári, samkvæmt rann- sókn Lýðheilsustofnunar Danmerk- ur. „Margar rannsóknir benda til þess að útbreiðsla sjúkdómsins sé vanmet- in vegna þess að fólk veit ekki alltaf að það er með asma. Þess vegna tel ég að þessar tölur séu lágmark,“ hafði Berl- ingske Tidende eftir Allan Linne- berg, sem stjórnaði rannsókninni. Útbreiðsla asma jókst um helming SAMKOMULAG hefur náðst um al- þjóðlegan sáttmála sem á að auka réttindi öryrkja í heiminum. Er þetta fyrsti mannréttindasátt- máli 21. aldarinnar og embættismenn Sameinuðu þjóð- anna vona að hann verði til þess að hagur öryrkja batni, einkum í þróunarlöndum. Áætlað er að 650 milljónir manna í heiminum séu öryrkjar. Búist er við að allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna samþykki sáttmál- ann formlega þegar það kemur sam- an í næsta mánuði. Lönd sem staðfesta sáttmálann þurfa að setja lög og reglugerðir, sem auka réttindi öryrkja, og jafnframt losa sig við lög og venjur sem þykja stuðla að því að öryrkjar séu beittir misrétti. Sáttmáli um réttindi öryrkja Juba. AFP. | Stjórn Úganda og upp- reisnarhreyfingin Andspyrnuher Drottins hafa samið um vopnahlé sem vonast er til að bindi enda á nær tveggja áratuga stríð í norð- anverðu landinu. Samningur um vopnahlé var und- irritaður í Juba í Suður-Súdan og gert er ráð fyrir því að hann taki gildi á þriðjudag. Tugir þúsunda Úgandamanna hafa beðið bana í átökunum og nær tvær milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín í norðanverðu Úg- anda frá því að uppreisn And- spyrnuhers Drottins hófst árið 1988. Vopnahlé í Úganda ♦♦♦ ♦♦♦ »1998 Björgólfur Thor tekurþátt í stofnun bjórverksmiðj- unnar Bravo í St. Pétursborg. » 1999 Kaupir Balkanpharma íBúlgaríu við einkavæðingu. » 2000 Balkanpharma rennursaman við Pharmaco á Íslandi. » 2002 Björgólfur og viðskipta-félagar hans selja Bravo til Heineken, kaupa ráðandi hlut í Landsbanka við einkavæðingu. » 2003 Eignast hlut í Burðarásiog símafyrirtækinu CRa í Tékk- landi. » 2004 Kaupir hlut í símafyr-irtækinu BTC í Búlgaríu við einkavæðingu. Stofnar Novator. Kaupir hlut í Saunalahti í Finnlandi sem sameinast Elisa. Fær þriðju kynslóðar farsímaleyfi í Póllandi. » 2005 Burðarás og Straumursameinast. Eignast hlut í EI Bank í Búlgaríu. » 2006 Kaupir í Forthnet ogNetia. Tilkynnt um stofnun símafyrirtækis á Íslandi. Í HNOTSKURN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.