Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 30
tengsl 30 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FREE GOLF PACKAGES IN FLORIDA* Spectacular, secluded entry creates the feeling of a world apart. University Park Country Club •Includes green fees, cart and lunch at the Club •Round-trip airfare for two •1 week’s stay at the Ritz Carlton Resort in Sarasota Please Join Us at The Nordica Hotel Reykjavik Come learn about this great opportunity to join many of your Icelandic neighbors as residents of University Park Country Club on Florida’s west coast, minutes from Sarasota’s white sand beaches. Cocktail Party 5 to 7pm, Friday, September 1st Breakfast Presentation 8 to 10am, Saturday, September 2nd *Air/Resort/Golf package received with purchase of new Neal Communities home in University Park for contracts written by December 31, 2006. RSVP: Hotel Reykjavik, Neal Party - 354-444-4000 VIP Guest Passes distributed for each event & directions to suite available at hotel desk www.nealcommunities.com A Gated Community of Unique, Private Neighborhoods UP CC Patrick K. Neal, Developer, University Park Lifestyles, Inc. Carol Briggs, Broker Felix Bergsson fæddist árið 1967. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands og að því loknu hóf hann í nám í leiklist við Queen Margaret Collage í Edinborg. Felix er giftur Baldri Þórhallssyni stjórnmálafræðingi. Guð- mundur sonur hans er fæddur árið 1990 og dóttir Baldurs og uppeldisdóttir Felix er Álfrún Perla fædd 1992. Felix hefur komið víða við á sviði, bæði sem leikari, tónlistarmaður og tón- listarmaður. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir fæddist árið 1942. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík fór hún til Noregs þar sem hún útskrifaðist sem hjúkr- unarfræðingur frá Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló árið 1965. Maki Ingibjarg- ar er Bergur Felixson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Leikskóla Reykja- víkur, og eiga þau fjögur börn, Felix, Þóri Helga, Sigurþóru Steinunni og Guðbjörgu Sigrúnu. Ingibjörg hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsum borgarinnar og hefur meðal annars komið að kennslu hjúkrunarfræðinema. Hún hefur alla tíð verið ötull starfsmaður for- eldrafélaga og er nú formaður FAS, samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra. Mæðginin Felix Bergsson og Ingibjörg S. Guðmundsdóttir FELIX ,,Ég hef þann heiður að vera frumburður foreldra minna. Þegar ég fæddist bjuggu þau í Reykjavík en fluttu skömmu síðar til Blönduóss þar sem pabbi var skólastjóri í sex ár og mamma starfaði sem hjúkrunarfræð- ingur á sjúkrahúsinu. Frá Blönduósi á ég mínar fyrstu minningar um mömmu. Ég minnist hennar þá, og alla tíð síðan, sem hinnar alltumlykj- andi, stóru og góðu konu sem hún er. Ég heyrði það mjög snemma utan að mér hvað mamma væri frábær í starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur og alla mína ævi hef ég upplifað það að fólk komi til mín til þess að þakka mér fyrir mömmu mína. Hún hefur sinnt fólki þannig að eftir því hefur verið tekið. Ég man eftir því sem lítill strákur að fólk gaf sig á tal við mig til þess að segja mér hvað ég ætti frá- bæra mömmu. Það var í rauninni óþarfi, ég hef alltaf gert mér grein fyrir því að það er alveg hárrétt. Ég fékk ákveðið og gott uppeldi. Mamma ætlaðist til þess að ég væri góður við fólkið í kringum mig og sýndi því tillitssemi. Ég man að það fór óskaplega í taugarnar á henni þegar ég gerðist sjálfhverfur ungling- ur. Ég var nítján ára þegar móðurafi minn dó og ég er hræddur um að mömmu hafi ekki fundist ég sýna henni nægan stuðning í sorginni. Ég var ekki gamall þegar ég fór að fikra mig í áttina að leiksviðinu með fullum stuðningi mömmu og pabba sem sjálf höfðu aldrei komið nálægt leikhúsinu. Ég hafði aldrei á tilfinn- ingunni að þau ætluðust til þess að ég yrði eitthvað annað en ég vildi sjálfur vera. Þau hafa alltaf treyst okkur systkinunum og trúað á það sem hug- ur okkar stendur til. Mamma spilaði á gítar og það var mikið sungið á heim- ilinu. Þegar við systkinin áttum af- mæli kom pabbi upp leiksviði í stof- unni með sviðstjaldi og öllu tilheyrandi. Þessi afmæli slógu í gegn og mamma og pabbi unnu saman að því að gera þau skemmtileg og eft- irminnileg. Á þessu byggi ég þann grun að þau séu bæði, og þá sér- staklega mamma, með einhvers kon- ar ,,performans-taug“. Foreldrar mínir eru höfðingjar heim að sækja og eitt sinn buðu þau skólafélögum mínum frá Edinborg í dýrindismáltíð sem þau elduðu í sam- einingu. Þegar gestirnir stóðu upp frá borðum, saddir og sælir, þökkuðu þeir mömmu kærlega fyrir matinn. Mamma svaraði því til að þeir skyldu frekar þakka pabba því hann væri að- alkokkurinn á heimilinu. Í stað þess að segja cook sagði hún cock. Okkur systkinunum finnst þetta brjál- æðislega fyndið. Ég var tuttugu og fimm ára þegar ég kom út úr skápnum og auðvitað fannst mér erfitt að skýra mömmu og pabba frá þeirri staðreynd að ég væri samkynhneigður. Þau brugðust við eins og þau hafa alltaf gert, með sama stuðningnum og þau hafa alltaf sýnt mér. Mamma er sérfræðingur í stofn- un foreldrafélaga og hefur alla tíð komið að skólastarfi okkar systkin- anna. Hún toppaði sig algjörlega þeg- ar stofnað var foreldrafélag í Mennta- skólanum í Reykjavík árið sem önnur systir mín var á síðasta ári í skól- anum. Sú minning vekur alltaf upp mikla kátínu hjá fjölskyldunni. Nú er hún mjög öflugur formaður FAS, félags samkynhneigðra og að- standanda þeirra og vílar ekki fyrir sér, ásamt pabba, að ganga niður Laugaveginn með kröfuspjöld í skrúðgöngu Hinsegin daga. Ég er lík- lega ekki nógu duglegur að segja þeim hvað stuðningur þeirra er mér dýrmætur. Mamma hefur mikinn áhuga á leik- list og tónlist og foreldrar mínir eru gagnrýnendur sem ég tek mikið mark á. Auðvitað er ég, eins og flestir aðrir, viðkvæmur fyrir gagnrýni en mamma er hrein og bein í skoðunum sínum. Hún er mjög pólitísk og kannski er starf hennar í foreldra- félögunum hluti af því. Hún hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig rekstur samfélagsins á að ganga fyrir sig. Hún vinnur innan samfélagsins í stað þess að starfa innan ákveðins stjórnmálaflokks, þótt við séum bæði heitir Samfylkingarmenn. Mér hefur alltaf þótt það eftirtektarvert og öðr- um til eftirbreytni hvað hún hefur mikinn áhuga á þjóðlífinu og um- hverfi okkar og hvernig hún reynir að hafa áhrif á það. Sumir myndu kalla þetta stjórnsemi, sjálfur kýs ég að kalla það sammannlegan áhuga. Mamma og pabbi voru dugleg að drífa sig með barnahópinn í ferðalög á sumrin en þeim ferðum hefur eðli- lega fækkað eftir að við urðum full- orðin. Í dag finnst mér gaman að fara með mömmu og pabba í sumarbústað þar sem við grillum og hlæjum sam- an. Í sumar áttu pabbi og mamma fjörutíu ára brúðkaupsafmæli og í til- efni þess buðu þau okkur systk- inunum, mökum og börnum til Kan- aríeyja og vorum við átján talsins. Að mínu mati erum við glaðvær og létt- lynd fjölskylda. Nú bý ég ásamt Baldri og börn- unum í húsinu sem fjölskyldan flutti í árið 1975 þegar við fluttum frá Blönduósi. Húsið er í sjálfu KR- hverfinu og stendur á fallegum stað við sjóinn. Úr því er útsýni yfir fjör- una og túnin til suðurs og Melana í norður. Í þessu húsi var margt brall- að og við systkinin nutum þess að búa þar og ganga í Hagaskóla og Mela- skóla. Sagan segir að þeir sem komi úr þessum skólum fari allir í Mennta- skólann í Reykjavík en sjálfur kaus ég að fara í Verslunarskólann vegna þess ég vissi að nemendamótin höfðu upp á ýmislegt að bjóða og félagslífið var spennandi. Á þeim tíma stóð Versló ennþá við Grundarstíginn og líklega önnur stemning ríkjandi þá en nú þegar skólinn er orðinn fjölmenn- ari og fluttur úr miðbænum. En þrátt fyrir dvölina í Versló hef aldrei haft áhuga á því að leggja fyrir mig versl- un og viðskipti. Ekkert gat breytt þeirri ákvörðun minni að verða leik- ari. Því var það svo að ég fór til Skot- lands strax að loknu stúdentsprófi og var næstu þrjú árin í Edinborg. Allt var þetta með fullu samþykki mömmu og pabba og þau sýndu þess- ari ákvörðun minni fullan stuðning. Nú er mamma orðin margföld amma og fílar sig vel í því hlutverki. Sonur minn og uppeldisdóttir hafa sömu sögu að segja og ég; mamma er alltaf til staðar þegar barnabörnin leita til hennar. Mamma og pabbi eru foreldrar eins og ég vil sjálfur vera, foreldrar sem eru alltaf til staðar fyr- ir börnin sín. Nú er ég orðinn fullorðinn en enn þann dag í dag leita ég til mömmu þegar eitthvað bjátar á og þegar mér liggur eitthvað sérstakt á hjarta. Þannig var það þegar ég var barn og þannig var það þegar ég var ungling- ur. Nú höfum við mamma fetað saman veginn í fjörutíu ár og auðvitað hefur ýmislegt gengið á. Í dag er samband okkar sterkara en nokkru sinni. Lík- lega segir það alla söguna.“ Niður Laugaveginn með kröfuspjöld Morgunblaðið/Ásdís Ég heyrði það mjög snemma utan að mér hvað hún væri frábær í því sem hún væri að gera og alla mína ævi hef ég upplifað það að fólk komi til mín til þess að þakka mér fyrir mömmu mína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.