Morgunblaðið - 27.08.2006, Page 34

Morgunblaðið - 27.08.2006, Page 34
daglegt líf 34 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Bandaríkjamenn voru hálfan áratug að safna kröftum til að gera bíómyndir um voðaverkin 11. september 2001. Sæbjörn Valdimarsson kynnti sér efni United 93 og World Trade Center og rifjar upp atburðarásina. Heimur trúarofstæk-ismanna er svart/hvítur,glóandi af hatri og full-komnu umburðarleysi fyrir skoðunum annarra, litarháttur eða staðsetning slíkra paura skiptir litlu máli. Ógnin, sem kristallaðist á hinum svarta septemberdegi, hefur vofað yfir Vesturlandabúum æ síðan, tiltölulega lítill hópur íslamskra hryðjuverkamanna minnir umheim- inn daglega á sig, heldur okkur í gísl- ingu óttans. Flestir muna hvar þeir voru stadd- ir þennan örlagaríka dag fyrir tæpum fimm árum. Árásin á tvíburaturnana, Pentagon og flugslysið í Pennsylv- aníu, þar sem síðar kom í ljós að hug- prúðum farþegum og áhöfn tókst að yfirbuga flugræningjana áður en þeir gátu beint flugvélinni á Hvíta húsið, minnti á framvindu hamfaramyndar frá Hollywood. Svo var ekki, heldur blákaldur raunveruleikinn sem blasti við sjónum þrumulostinna jarðarbúa. Að því kom að sú fjarlægð skap- aðist sem var Bandaríkjamönnum nauðsynleg til að gera kvikmyndir um sársaukafulla atburðina hinn 11. september. Slík hugverk vekja ótelj- andi spurningar, fyrst og fremst þá hvort þau eigi yfir höfuð rétt á sér og hvort tímasetningin sé rétt. Eru sár- in gróin, hefur nokkur lifandi sála áhuga á að rifja upp skelfingardag sem hvílir eins og mara á tugmillj- ónum manna sem voru minntar óþyrmilega á að hvergi er öruggt skjól að finna fyrir hatrinu og firring- unni í veröldinni? Flug United 93 Að frátalinni sjónvarpsmyndinni Flight 93, sem sýnd var á bandarísku kapalstöðinni A&E, í janúar síðast- liðnum, er United 93 fyrsta kvik- myndin sem reynir að svara þessum spurningum. Leikstjóri og handrits- höfundur er Paul Greengrass, sem sjálfsagt er þekktastur fyrir met- aðsóknarmyndina The Bourne Supremacy (’04). Þessi fjölhæfi Eng- lendingur á ennfremur að baki tvö snilldarverk um ógnaröldina á Norð- ur-Írlandi; Bloody Sunday (’02), sem hann skrifaði og leikstýrði, og hand- rit hinnar átakanlegu Omagh (’04), sem endursagði atburðarás níðings- verksins sem framið var í þessum friðsæla bæ árið 1998. Enginn efaðist um að ef það væri yfir höfuð gerlegt að endursegja ofurviðkvæma skelf- ingarsögu United 93, þá væri það á færi hins samúðarfulla og skilnings- ríka Greengrass. Myndin hefst að morgni örlaga- dagsins á flugvellinum í Newark í New Jersey. Flug 93 frá United- flugfélaginu er að fara í loftið, far- kosturinn fimm ára gömul farþega- þota af gerðinni Boeing 757. Eftir flugtakið líða um 30 mínútur uns hún brotlendir og reynir höfundurinn að fylgja framvindu kvikmyndarinnar sem næst rauntímanum. Við gerð handritsins hafði Greengrass einkum við að styðjast upptökur á milli áhafnar og flugumferðarstjóra. Útlitslega sem efnislega er sama nákvæmni höfð að leiðarljósi, innrétt- ing þotunnar var endursköpuð í kvik- myndaverinu af kostgæfni í stóru sem smáu. Sem dæmi má nefna að í blaðagrindinni eru blöð og tímarit frá því í september 2001, á skjánum er spilað sama efni og í örlagafluginu ’01. United 93 endar í brotlendingu á ökrunum í Somersetsýslu í Pennsyl- vaníu, rétt utan við borgina Shanks- ville eftir að 40 farþegar og áhöfn höfðu barist við hryðjuverkamennina sem rændu vélinni. Greengrass und- irbjó verkið af virðingu og heilindum til að fá sem sannasta mynd af at- burðunum og eftir að hafa ráðfært sig og fengið samþykki eftirlifenda. Hann hefur sagt að einróma, jákvæð afstaða þeirra til myndarinnar hafi komið sér á óvart. „Ég var undrandi og hrærður yfir því einstaka boði að fá að skyggnast inn í einkalíf fólksins og fá að deila með þeim lífsreynsl- unni.“ Syrgjendurnir líta á United 93 sem óð um hetjudáðina sem batt enda á Heimur í gíslingu Kvikmyndir | World Trade Center Olivers Stones og United 93 Pauls Greengrass fjalla um atburðina örlagadaginn 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.