Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 51
einnig þegar þú varst á lífi. Ég hef verið að rifja upp sögurnar þínar síð- astliðnu daga. Þú lifðir í mjög and- legum heimi og höfðaðir alltaf til for- vitni minnar um þessi dulspekilegu mál. Sú saga sem ég segi oftast er frá langömmu minni sem hjálpaði álfkon- unni og fékk lækningamátt að laun- um. Ennþá held ég í það sem þú hefur kennt mér um veröld andanna. Þess vegna veit ég hvar þú ert og ég veit að þú munt skila kveðju frá okkur sem komum seinna. Hér í Óðinsvéum loga tvö kerti í Sct. Knuds-kirkju, ég reyndi að muna bænirnar mínar en hugsaði mest um öll smáatriðin um hana ömmu mína; Pepsi max, Kentucky fried chicken, bæna-úrklippur, undanrenna og svo margt fleira sem heldur áfram að skjótast upp í kollinn á mér. Af öllum bænum, sem standa mér kærast, er sú sem ég trúði að þú elskaðir mest, bæn sem hún langamma mín skrifaði. Með henni vil ég minnast þín, elsku amma mín. Takk fyrir bænirnar. Englanna skarinn skær, skínandi er mér nær. Svo vil ég glaður sofna nú, sæll í nafni jesú. (Guðbjörg Jóhannesdóttir.) Tinna. Elsku amma. Þú sem varst mér svo miklu meira en bara amma. Þú kenndir mér svo margt um lífið og tilveruna. Ég gat alltaf leitað til þín hvort sem það var til að leita mér huggunar eða bara til að spjalla og fá þétt faðmlag. Alltaf var ég velkomin til þín. Þú passaðir líka alltaf svo vel upp á allt þitt fólk og ert vafalaust að því enn. Ég á svo margar góðar minningar frá Álfaskeiðinu þegar þú bjóst þar. Það var alltaf svo spennandi að fara og vera hjá Hönnu ömmu, kíkja í dótakassann þinn og hitta frænd- systkini mín. Svo þegar þú fluttir á Sléttuveginn var ég nú orðin svolítið eldri og dótakassinn og litabókin heilluðu ekki lengur. En við gleymd- um okkur alveg þá við að tala um and- leg málefni og hvað skyldi nú taka við af þessu lífi. Við vorum ekki alltaf sammála en það skipti ekki máli því við höfðum svo gaman af því að ræða þessi mál. Stundum svaf ég líka bara í sófanum hjá þér á meðan þú saum- aðir út en það var allt í lagi því það var bara alveg nóg fyrir okkur að vera saman, við þurftum ekkert endilega að skiptast á orðum. Það var líka svo gott að fá þig til okkar á Urriðaá og þú hlakkaðir allt- af svo til. Ég man eftir síðustu jól- unum sem þú varst hjá okkur og það var svo gott að hafa þig, amma mín, hjá okkur. Þú sagðir mér að mamma þín og hann Óli þinn myndu koma og sækja þig þegar að því kæmi. Þig var nú far- ið að lengja svolítið eftir þeim en þú varst svo þolinmóð. Ég veit að það urðu fagnaðarfundir þennan morgun sem þú fórst úr þreyttum líkama þín- um og fórst með afa til að hitta alla þá sem biðu eftir þér á öðrum stað. Loksins geturðu tekið Ólu frænku aftur í fangið þitt og leitt hann Óla þinn. Ég veit þú ert alsæl núna. Elsku amma mín, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér, ef ég hefði ekki kynnst þér væri ég ekki sú sem ég er í dag. Guð gefi börnunum þínum styrk og öllum þeim sem áttu þig að. Þín, Margrét. Nú er þinn tími hér með okkur á enda og annað tekið við. Mér vöknar ósjaldan um augu þegar ég hugsa til þín en það eru tár þakklætis frekar en söknuðar. Því ég veit þó þú hafir yfirgefið líkama þinn þá er andi þinn áfram með mér. Þú átt mikið í mér amma mín, mín- ar elstu minningar eru tengdar þér. Þú hefur verið mér vinur, kennari, skjól í norðanvindi, en fyrst og fremst ert þú mér fyrirmynd í lífinu. Ég þakka almættinu fyrir að hafa auðgað líf mitt með nærveru þinni. Minningin um þig mun verða mér vegvísir í lífinu. Hvíl þú í friði, elsku amma mín, þín, Guðbjörg. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 51 Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919      Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA EIRÍKSDÓTTIR, Skjóli, áður Akralandi 3, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 20. ágúst, verður jarðsung- in frá Áskirkju þriðjudaginn 29. ágúst kl. 15.00. Una J.N. Svane, Þorgeir Hjörtur Níelsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, amma, tengdamóðir, systir, mágkona og dóttir, NÍNA HAFDÍS ARNOLD, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þriðjudaginn 22. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 30. ágúst kl. 13.00. Anna Marie Arnold, Guðmann Friðgeirsson, Jennifer Ágústa Arnold, Þorsteinn G. Kristmundsson, Oddný Haraldsdóttir, Aron Tómas Guðmannsson, Jón Hjaltason, Ólöf Halldórsdóttir, Guðrún Björk Jónsdóttir, Hjalti Ólafsson. Okkar ástkæri MAGNÚS H. MAGNÚSSON, sem lést miðvikudaginn 23. ágúst, verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 1. september kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Jónsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Páll Magnússon, Björn Ingi Magnússon, Helga Bryndís Magnúsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Sóleyjarima 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum að morgni föstudagsins 25. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Björn Björnsson, Hrönn Björnsdóttir, Jón Pálsson, Katrín Björnsdóttir, Gunnlaugur Friðrik Kristjánsson, Björn Steinar Jónsson, Ásbjörg Jónsdóttir, Bjarki Snær Jónsson, Anna Bryndís Gunnlaugsdóttir, Kristján Friðrik Gunnlaugsson, Birna Hrönn Gunnlaugsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR GUNNLAUGSSONAR íþróttakennara, Vogatungu 28, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar LSH í Kópavogi og starfsfólk heimahlynningar LSH. Guð blessi ykkur öll. G. Ríkey Einarsdóttir, Kristjana Ríkey Magnúsdóttir, Sigurgeir Höskuldsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Pétur Yngvi Yamagata, Halla Magnúsdóttir, Hlífar S. Rúnarsson, Selma Líf, Erna Mist, Kári Steinn, Hildur, Ríkey, Katla og Magnús Máni. ✝ Hafliði Þór Ol-sen fæddist á Ísafirði 6. maí 1937. Hann lést úr hjarta- áfalli á heimili sínu 10. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Gunn- þóra Gísladóttir, f. í Meðalnesi í Fellum 22.11. 1915, d. 28.6. 1993, og Björn Henry Olsen, f. á Ísafirði 12.5. 1906, d. 19.1. 1968. Haf- liði Þór var eina barn þeirra sem komst á legg, þau eignuðust dóttur rúmu ári eftir að Hafliði Þór fæddist, en hún lifði aðeins fáar stundir. Haf- liði Þór flutti með foreldrum sín- um frá Ísafirði til Akureyrar og þaðan til Reykjavíkur þegar hann var barn að aldri. Þegar til Reykjavíkur var komið bjó fjöl- skyldan fyrst á Hraunteigi og leigði þar íbúð af Emil Hjart- arsyni trésmið sem bjó í sama húsi. Hafliði Þór komst á samn- ing hjá honum í húsgagnasmíði á Trésmíðaverkstæð- inu Meiði, þar sem hann starfaði í nokkur ár. Fjöl- skyldan flutti á Otrateig 50 árið 1964 og í kjall- aranum þar starf- rækti Hafliði Þór trésmíðaverkstæði í mörg ár. Þar sér- hæfði hann sig í smíði á hinum margfrægu Hansa- hillum, sem voru í senn ódýrar, einfaldar og hverju heimili prýði. Mæðginin fluttu af Otrateigi á Kleppsveginn árið 1981. Hafliði bjó alla tíð með móður sinni eftir að faðir hans dó. Eftir lát móður sinnar bjó Haf- liði Þór um tíma við Hverfisgöt- una í Reykjavík, en hin síðari ár bjó hann í íbúð í húsi Ör- yrkjabandalagsins í Hátúni 10. Hafliði var jarðsunginn í kyrr- þey 21. ágúst. Mig langar til að minnast Hafliða Þórs Olsens frænda míns eða Hidda frænda eins og hann var ávallt kall- aður í fjölskyldunni. Í minningunni var hann þessi hægi stóri frændi með vindilinn og þennann skemmti- lega hlátur sem hann var með. Hann hló skemmtilega inn í sig og hristist allur þegar hann hló. Þegar ég og Rafn bróðir fórum að rifja upp sam- skipti okkar við Hidda mundum við báðir eftir því þegar hann og Gunn- þóra móðir hans voru að hjálpa fjöl- skyldu okkar að flytja að þá hrif- umst við bræðurnir af því hvað hann var rammur af afli. En hann lék sér að því fyrir okkur bræður að halda á kössunum með litla fingri. Okkur greinir reyndar á um núna hvort hann hélt á þeim með öðrum litla fingri eða báðum. Í minningunni minnist maður einnig þess að Hiddi gat verið rausnarlegur, þegar þann- ig lá á honum. Eitt sinn bauð hann fjölskyldunni í bíltúr á nýju Volvo bifreið sinni og bauð okkur öllum í kaffi í skíðaskálann í Hveradölum og okkur krökkunum upp á kók og ís. Svonalöguðu gleymir maður ekki því á þeim árum var ekki verið að drekka gos og borða ís daglega. Nokkrar ferðirnar fór ég í morg- unkaffi á sunnudagsmorgnum til Gunnu og Hidda með föður mínum. Þá sat Hiddi í eldhúsinu á Otrat- eignum og reykti vindlana sína og hann og pabbi ræddu saman um gömlu góðu dagana þegar þeir voru ungir menn. Hiddi var húsgagnasmiður og ég hef heyrt að hann hafi verið mjög vandvirkur við vinnu sína. Hann smíðaði hinar frægu Hansahillur sem voru til á öllum heimilum. Ég hef heyrt að Hiddi hafi smíðað og selt þúsundir Hansahillna og að ekki einni einustu hillu hafi verið skilað. Í lok áttunda áratugarins fór að halla undan fæti í heilsu Hidda og þunglyndi að færast yfir hann. Ekki bætti úr skák þegar móðir hans veiktist í kringum 1979 og bar hún þess aldrei bætur og lagðist það þungt í Hidda en hann var mjög háður henni. Enda var aldrei talað öðruvisi en um Gunnu og Hidda í sömu setningunni. Ég kynntist Hidda betur í lok ní- unda áratugarins er við urðum ná- grannar í nokkur ár. Þá hitti ég hann ósjaldan úti í búð en hann var þá yfirleitt í sjoppunni við Klepps- veginn að fá sér pilsner og reykja vindla. Þá tókum við oft tal saman. Nú er Hiddi búinn að fá hvíldina, hann var mikill einstæðingur síðustu árin og heyrði ég sjaldan í honum eftir að ég flutti vestur á Ísafjörð og hann í Hátúnið. Hulda frænka og hennar fjölskylda hafa verið Hidda mikill styrkur hin síðari ár og eiga þau þakkir skyldar fyrir. Blessuð sé minning Hidda frænda. Gylfi Þór Gíslason. Hafliði Þór Olsen Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.