Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ „En er hann óx upp, þá mátti brátt sjá á honum, að hann myndi verða mjög ljótur […] En þá er hann var þre- vetur, þá var hann mikill og sterk- ur, svo sem þeir sveinar aðrir sem voru sex vetra eða sjö. Hann var brátt málugur og orðvís. Heldur var hann illur viðureignar, er hann var í leikum með öðrum ung- mennum.“ Þannig er Agli Skalla-Grímssyni lýst í Egilssögu. Þessi lýsing gæti þó alveg eins átt við einn fremsta sparkanda heims um þessar mundir, Englendinginn Wayne Rooney. Líkindi með þessum mönnum eru mikil. Með gildum rökum má halda því fram að Roo- ney sé Egill okkar tíma. Báðir eru þessir menn gæddir einstökum aflsmunum og ótví- ræðri snilligáfu. Holdlegt atgervi Egils var sem kunnugt er með miklum ágætum. Hann hefði án efa orðið mestur meðal kappa á sparkvöllum samtímans. Eins hefði Rooney að líkindum orðið vígfimur hefði hann alist upp í ís- lenskum afdölum á tíundu öld. Hann er sem klipptur út úr Ís- lendingasögunum. Látum þó skáldagáfuna liggja milli hluta. „Svo þegar stóð í heila“ Báðir hafa líka sinn djöful að draga, lundina. Egill var ódæll og tapsár með afbrigðum. Frægt er þegar Egill, sem var sjö ára, varð undir í kappleik á Hvítárvöllum við Grím Heggsson sem var ellefu ára. Þórður Granason, sem þá hef- ur verið fimmtán ára, fékk Agli exi en Egill hjó Grím í höfuðið „svo þegar stóð í heila“. Rooney hefur ekki síður verið þekktur fyr- ir að láta andstæðinga sína finna til tevatnsins þótt hann hafi til allrar hamingju ekki staðið svona hraustlega að verki. Enda aðrir tímar. Það er einmitt óstýrilæti Roo- neys sem helst er til umfjöllunar nú um stundir. Enginn deilir um hæfileika þessa tæplega 21 árs gamla leikmanns. Hann er einn af fremstu sparkendum heimsins í dag og hefur burði til að verða besti leikmaður Englendinga frá upphafi vega – og við erum að tala um sjálfa vöggu knattspyrnunnar. En verður óþægðin honum að falli? Í þessum skrifuðum orðum er Rooney að taka út tvö leikbönn. Honum var sem frægt er vikið af velli í leik gegn Portúgal á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í sumar. Gefið að sök að hafa troð- ið viljandi á varnarmanninum Ric- ardo Carvalho. Rooney brást vondur við þeim úrskurði og stuggaði m.a. við liðsfélaga sínum hjá Manchester United, Cristiano Ronaldo, sem stækkaði raunar ekki af afskiptum sínum af því máli. Fyrir vikið verður kappinn ekki til taks í þremur næstu landsleikjum Englendinga. Hótunarbréf umbans Þá var Rooney úrskurðaður í þriggja leikja bann í ensku úrvals- deildinni á dögunum vegna brott- rekstrar í kjölfar olnbogaskots í æfingaleik með United í Hollandi. Sá dómur þótti raunar strangur og margir ráku upp stór augu þegar enska knattspyrnu- sambandið ákvað að láta kné fylgja kviði en það hefði hæglega getað séð gegnum fingur sér. Enda þótt Rooney hafi ekki haft mörg orð um málið opinberlega liggja vonbrigði hans fyrir. Þau endurómaði umboðsmaður hans, Paul Stredford, í bréfi til knatt- spyrnusambandsins en því var lekið í fjölmiðla. Auðvelt er að túlka bréfið á þann veg að Rooney hafi í hótunum. „Enda þótt hann muni halda áfram að leika af stolti og einurð fyrir land sitt, verði hann valinn, er hann að hugleiða að draga sig út úr markaðsstarfi knattspyrnu- sambandsins,“ segir í bréfinu. „Hann mun hvorki sætta sig við að ímynd hans verði notuð eða misnotuð né koma sjálfur fram fyrir hönd samstarfsaðila sam- bandsins nema hann sé sáttur við framkomu sambandsins í garð leikmanna.“ Það var og. Ýmsum þykir bréf þetta í anda olnbogaskota og átroðslu leik- mannsins sjálfs inni á vellinum og honum ekki til framdráttar. Knattspyrnusambandinu er örugg- lega ekki skemmt. Standa með sínum manni Viðbrögð foreldra Egils, Skalla- Gríms og Beru, við vígi Gríms Heggssonar eru athyglisverð. Er Egill kom heim lét Skalla-Grímur sér fátt um finnast, en Bera kvað Egil vera víkingsefni og kvað það fyrir liggja, þegar hann hefði ald- ur til, að honum væru fengin her- skip. Egill kvað þá fræga vísu: Það mælti mín móðir að mér skyldi kaupa fley og fagrar árar, fara á brott með víkingum standa uppi í stafni stýra dýrum knerri halda svo til hafnar höggva mann og annan. Viðbrögð aðstandenda Rooneys við misgjörðum hans eru á sömu lund. Þeir standa með sínum manni. Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, hefur aldrei látið styggðaryrði falla um dýrasta djásnið í krúnu sinni. Hann er sannfærður um – a.m.k. opinberlega – að dómarar misskilji leikmanninn og láti orð- spor hans slá sig út af laginu. Aðspurður um úrvalsdeild- arbannið sagði Gary Neville, hinn leikreyndi félagi Rooneys hjá United, að það væri dæmigert fyr- ir Englendinga að styðja ekki við bakið á sínu fólki. „Menn eru bara skotnir á færi,“ segir Neville sem margt hefur séð á löngum ferli. Er m.a. einn nánasti vinur Davids Beckhams sem enska þjóðin hefur um árabil borið á höndum sér að morgni en lamið í úfinn hnakkann eftir hádegi. Steve McClaren, hinn nýi knatt- spyrnustjóri enska landsliðsins, tekur í sama streng. Hann hefur kallað aganefndina sem kallaði bannið yfir Rooney „viðvaninga án ásjónu“. „Ég veit ekki hverjir þessir menn eru en það er ljóst að þeir gera ekki mitt starf auðveld- ara þegar kemur að samskiptum við félögin í landinu,“ segir McClaren. Þessi beru-skallagrímska af- staða hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum og Rob Hughes, spark- skýrandi hjá International Herald Tribune, gerir því skóna í ágætum pistli sl. mánudag að þarna séu langtímahagsmunir Rooneys ekki hafðir að leiðarljósi. Verji menn hann í drep nái hann aldrei valdi á vanda sínum. Þetta minnir um margt á gagn- rýnina sem Arsène Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, fékk á sig þegar hann réttlætti hvert rauða spjaldið af öðru sem Patrick Vieira fékk á sínum tíma. Í því er væntanlega fólgin von fyrir Roo- ney að Vieira rennur í dag hæg- lega saman við hóp kórdrengja í lautarferð. Eldist þetta m.ö.o. ekki bara af mönnum? Líkari Shrek en Pitt Margir öfunda Rooney af hæfi- leikunum og enn fleiri öfunda hann líklega af tekjunum. Fáir öf- unda hann þó líklega af hinu sterka kastljósi fjölmiðlanna sem sumir hverjir eira engu. Seint mun hann þó eiga yfir höfði sér sömu meðferð og forveri hans á hásæti enskrar knattspyrnu, Dav- id Beckham. Sá síðarnefndi hafði líka margfalt víðari skírskotun í samfélaginu. Beckham er hold- gervingur metróhugtaksins, kvæntur poppstjörnu og á um margt meiri samleið með kvik- myndastjörnum en knatt- spyrnumönnum. Ljómi hans þykir í augum kvenna gefa mönnum á borð við Jude Law, Brad Pitt og George Clooney lítið eftir. Seint verður Rooney nefndur í sömu andrá og helstu hetjur hvíta tjaldsins – nema þá helst kappinn Shrek. En líkur er hann Agli, í það minnsta í háttum. Það eitt og sér er vísbending um að Rooney þurfi ekki að láta illar tungur slá sig út af laginu. Egill, með kostum sín- um og göllum, er ástæðan fyrir því að menn eru enn, árþúsundi síðar, að blaða í sögu hans. Og það er vegna manna eins og Waynes Rooneys sem menn munu sem fyrr setja ensku knattspyrnuna í öndvegi á því herrans ári 3000. Reuters Egill okkar tíma orri@mbl.is Í HNOTSKURN » Wayne Rooney fæddist í Liver-pool 24. október 1985. » Varð árið 2002 yngsti leikmað-urinn til að skora í ensku úr- valsdeildinni í sigri Everton á Ars- enal. » Sló í gegn með enska landslið-inu á EM í Portúgal sumarið 2004. Fótbrotnaði í átta liða úrslit- unum. » Varð haustið 2004 yngsti tán-ingur knattspyrnusögunnar þegar Manchester United keypti hann á 20 milljónir punda. Kaup- verðið gæti hækkað í 30 milljónir punda gangi öll ákvæði samnings- ins eftir. » Skoraði þrennu í fyrsta leiksínum með United haustið 2004. » Fótbrotnaði á ný vorið 2006 ennáði sér í tæka tíð fyrir HM í Þýskalandi. Vikið af velli í leik með Englendingum gegn Portúgal. Vikið aftur af velli í æfingaleik með United í Hollandi. » Orri Páll Ormarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.