Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 49 AUÐLESIÐ EFNI Munið Mastercard ferðaávísunina Fuerteventura 12. sept. í 2 vikur „Stökktu“ eða sértilboð á Oasis Royal frá kr. 34.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Bjóðum nú síðustu sætin til nýjasta áfangastaðar Heimsferða, Fuerteventura, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá Íslendingum. Njóttu lífsins á þess- um vinsæla sumarleyfisstað. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu farar- stjóra Heimsferða allan tímann. Þú velur hvort þú kaupir „stökktu tilboð“, sértil- boð okkar á hinum vinsæla gististað Oasis Royal eða hvort þú kýst einhvern annan gistivalkost á þessum frábæra áfangastað. Takmarkaður fjöldi sæta og íbúða í boði. Verð kr. 34.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð m. 1 svefnherbergi í 2 vikur. Oasis Royal sértilboð kr. 5.000 aukalega. Verð kr.44.990 Netverð á mann , m.v 2 fullorðna saman í íbúð m. 1 svefnherbergi í 2 vikur. Oasis Royal sértilboð kr. 5.000 aukalega. Frábær sumarauki - ótrúlegt verð! KR SKAUST í annað sætið í Lands-banka-deildinni með því að sigra Eyja-menn 2:0 í Frosta-skjólinu á fimmtu-daginn en Björgólfur Takefusa skoraði bæði mörkin. „Það er bara meiri háttar að vera komnir í annað sætið og í raun ótrúlegt. Mér fannst einhvern veginn að allt félli á móti okkur fyrri hluta tíma-bilsins,“ sagði Teitur Þórðarson alsæll með stigin þrjú sem KR hlaut fyrir sigurinn. „Fyrri hálf-leikurinn hjá okkur í dag var hrein hörmung og til skammar. Það er einfaldlega þannig að ef manni þykir vænt um verkefnið sem maður er að vinna og leggur sig ekki fram þá verður árangurinn enginn,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, en hann tók við liðinu fyrir þremur umferðum. Það er þó ekkert öruggt enn því deildin er mjög jöfn og níu stig eftir í pottinum hjá þeim liðum sem léku á fimmtu-daginn. KR úr fallhættu Morgunblaðið/Eggert Boltafimi Björgólfur Take- fusa skoraði bæði mörkin fyr- ir KR gegn ÍBV. GRUNNUPPHÆÐIR húsa-leigu-bóta hafa ekki hækkað frá því árið 2000 en samkvæmt Hag-stofunni hefur vísi-tala húsa-leigu á sama tíma hækkað um rúm 55%. Óskar Páll Óskarsson, formaður samráðs-nefndar um húsa-leigu-bætur, segir að grunn-upphæð húsa-leigu-bóta sé til skoðunar hjá nefndinni og hvort hækka eigi bæturnar. Mikil eftirspurn er eftir leigu-húsnæði í miðbæ Reykjavíkur og nálægt háskólum og ekki ó-algengt að slíkar íbúðir séu leigðar út sam-dægurs. Algengt er að tveggja her-bergja íbúð kosti um 70–90 þúsund og þriggja her-bergja um 90–120 þúsund. Grunnupphæðir húsaleigubóta ekki hækkað í sex ár „ÞETTA lítur allt saman vel út á Kára-hnjúkum,“ sagði Nelson S. Pinto, einn sér-fræðinganna í nefnd Lands-virkjunar sem hefur séð um eftir-litið með byggingu stíflunnar á Kára-hnjúkum á þriðju-daginn en þá var haldinn blaða-manna-fundur á Hótel Nordica á vegum Lands-virkjunar. Fram kom á fundinum að við hönnun stíflunnar hefði verið gert ráð fyrir því að hún ætti að þola jarð-skjálfta upp á allt að 6,5 á Richter. Það hefðu þó komið fram stöðugt nýjar upp-lýsingar um mis-gengi á svæðinu síðan árið 2004 og hefði verið brugðist við því jafn-óðum og væri svo komið að um hálfur milljarður hefði farið í aðgerðir vegna misgengis. Pinto tók fram að það væri mikilvægt að hafa í huga að þegar Campos Novos-stíflan tæmdist hefði það ekki verið vegna sprungu í stíflunni heldur vegna bilunar í hjáveitu-göngum. Auk þess væri grjót-fyllingin í Kára-hnjúka-stíflu þéttari og steypu-kápan þakin fyllingar-efni sem myndi fylla í þær sprungur sem gætu myndast í steypu-kápunni. Friðrik Sophusson, forstjóri Lands-virkjunar segir að nýtt áhættu-mat sé í vinnslu þar sem sérstök áhersla er lögð á jarð-skjálfta og í kjölfarið verði gefin út viðbragðs-áætlun með útreikningum á stærð flóða vegna stíflu-rofs. Morgunblaið/RAX Sérfræðingar Nelson S. Pinto, Sveinbjörn Björnsson, Kaare Höeg, Sigurður Arnalds og Friðrik Sophusson, í ræðustól. Sérfræðingar segja stífluna örugga HVALBÁTURINN Hvalur 9 var tekinn í slipp á mánu-daginn í fyrsta sinn í 17 ár. Kristján Loftsson, framkvæmda-stjóri Hvals hf., sagði að ástæða hefði verið til þess að kanna ástand bátsins eftir allan þennan tíma. „Þetta var nú ekkert meiri gróður en við var að búast eftir svona langan tíma. Menn í slippnum segjast nú hafa séð það svartara,“ sagði Kristján. „Okkur langaði til að skoða hvernig gróðurinn hefur unnið á málningunni,“ en báturinn verður háþrýsti-þveginn og svo málaður með níð-sterkri skipa-málningu áður en skipið fer í skoðun og er ráðgert að það taki um 2–3 vikur að taka bátinn í gegn. Hvalur 9 í slipp eftir 17 ár Kristján Loftsson, fram- kvæmdastjóri Hvals hf., við Hval 9. ENGINN lifði af þegar rússnesk farþega-flugvél af gerðinni Tupolev 154 fórst í austur-hluta Úkraínu á þriðju-daginn. Um borð voru 160 farþegar og tíu manna áhöfn, þar af voru um 40 farþegar börn. Enn er óljóst hvað olli slysinu en stjórn-völd telja að slæmt veður hafi ef til vill grandað flug-vélinni. Vélar þessar hafa slæman feril eftir minnst 30 alvarleg slys síðan hún var sett á markað árið 1968 en um 1.000 Tupolev 154 vélar voru framleiddar. Sjónvar-vottar segja að vélin hafi flogið stefnu-laust, farið í hring og svo hrapað. Stjórn-völd segja að áhöfnin hafi reynt nauð-lendingu eftir að eldur hafi komið upp í vélinni og töldu embættis-menn líklegt að vélin hafi orðið fyrir eldingu. Rann-sókn hefur verið fyrir-skipuð á slysinu en þetta er þriðja mann-skæða flug-slysið á svæðinu síðan í maí á þessu ári. 170 manns fórust í flugslysi í Úkraínu Reuter Svartur borði flöktir á krossi á vettvangi flygslyssins í Úkraínu en 170 manns fórust með vélinni sem var af gerðinni Tupolev 154.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.