Morgunblaðið - 27.08.2006, Side 27

Morgunblaðið - 27.08.2006, Side 27
baka til að landa aflanum og ruk- um síðan beint aftur út á miðin. Í þessum ferðum byrjaði ég að safna tattúi. Það fyrsta fékk ég mér í Hull árið 1971,“ segir Helgi og bendir á hauskúpu með rýtingi í gegn á innanverðum hægri fram- handlegg. „Allt fór að snúast um tattú hjá mér. Ég var algjörlega heillaður. Tattúið færir fólki styrk, sérstaklega þeim sem eiga í erf- iðleikum. Síðan er það svo merki- legt fyrir þær sakir að margir sem eiga erfitt með að nálgast aðra hef- ur tekist það í gegnum tattúið. Fólk rekur augun í myndirnar og tekur til við að spyrja um þær. Þannig getur tattúið læknað fólk af einmanaleika. Ég þekki menn sem hafa jafnvel hætt að drekka til að eiga fyrir tattúum.“ Myndirnar hans Helga bættust við hver á fætur annarri því í næstu siglingu til Hull lét hann skrifa nafn fyrstu ástarinnar á handlegginn á sér, Júlíönu, sem nú er látin. Í Hamborg bættist síðan við mynd af grimmúðlegu ljóni að glíma við snák. Hugljómun í Kaupmannahöfn Það var oft mikið á sig lagt til að fá fallega mynd á kroppinn á sér. „Einu sinni fórum við nokkrir fé- lagarnir með leigubíl frá Hamborg þar sem skipið lá við bryggju til Cuxhaven til að láta tattúvera okk- ur. Þegar því var lokið áttum við ekki krónu og þá voru góð ráð dýr en við vorum blindfullir og því datt okkur í hug að fara inn í 20 hjóla trukk þar sem hliðarrúða var opin. Við vorum að bjástra við að koma þessu tryllitæki í gang þegar lög- reglan mætti á svæðið. Við urðum að sitja inni yfir nóttina en daginn eftir fékk útgerðin okkur lausa og borgaði fyrir okkur ferðina aftur til Hamborgar.“ Áfengis- og hassneysla leiddi Helga til fríríkisins Kristjaníu í Kaupmannahöfn þar sem hann dvaldist í hinu fræga Ljónahúsi í nokkur ár. Fleiri Íslendingar voru þar til heimilis sem sumir urðu síð- armeir virðulegir fjölskyldufeður. Aðrir urðu eiturlyfjunum að bráð og létust ungir. Hass og áfengi dugðu Helga ekki til lengdar og því tóku hann og félagar hans upp á því að kaupa rítalín á krukkum þegar þeir voru í siglingum í Þýskalandi og smygla til Danmerk- ur. „Síðan fór ég líka nokkrar ferðir á milli Þýskalands og Danmerkur með amfetamíntöflur. Þetta var bara ævintýri eins og gengur og gerðist innan „Stínu“,“ segir Helgi og finnst greinilega ekki mikið til þeirra koma. Það var í Kaupmannahöfn árið 1974 sem hann fann loksins fjölina sína. Hann var á leið yfir Ráðhús- torgið þegar hann fékk hvorki meira né minna en hugljómun. „Ég ákvað að byrja sjálfur að tattúvera. Ég var hvort eð er alltaf með hug- ann við tattú.“ Helgi beið ekki boðanna, heilsaði upp á tattúistana við Istedgade og fékk leyfi til að fylgjast með þeim að störfum. „Tattú er allt byggt upp á útlínum og síðan skygg- ingum og því verður maður að æfa sig í því að draga upp útlínurnar. Síðan þurfa menn að fá að fylgjast með öðrum tattúlistamanni og fá síðan loks að spreyta sig sjálfir. Það er ekki hægt að æfa sig á neinu öðru en mannshúðinni.“ Var munur á myndunum sem gerðar voru í Kaupmannahöfn ann- ars vegar og hins vegar þeim sem gerðar voru til dæmis í Hull? „Tattúin í Danmörku voru mun rómantískari en í Hull og öðrum breskum borgum. Danirnir teikn- uðu myndir af skipum, akkerum og fáklæddum skrípódömum en Bret- arnir vildu frekar breska fánann og bolabíta.“ Á meðal hættulegustu fanga Spánar Nokkrum árum síðar áttu tattúin bókstaflega eftir að bjarga lífi Helga. Þá var hann staddur í fríi á spænskri sólarströnd þar sem fá- einir Íslendingar urðu á vegi hans. Þeir ákváðu að leigja saman bíla- leigubíl til að geta ferðast aðeins um og að sjálfsögðu var líka ætl- unin að skemmta sér ærlega í leið- inni. Helgi ók bílnum en það tókst ekki betur en svo að á fyrsta degi ók hann utan í staur. „Lög- reglumaður kom strax til okkar og kallaði eftir liðsauka. Á meðan við biðum fórum við félagarnir inn á næsta bar þar sem ég sturtaði nið- ur hassi sem ég átti í vasanum. Ég náði líka að drekka tvö til þrjú glös, enda betra að vera fullur en þunnur í yfirheyrslunum sem ég taldi bíða mín. Þegar löggan kom loksins byrjaði ég að rífa kjaft. Menn urðu vitanlega svolítið hissa á því. Síðan var ég settur í járn og færður í fangelsi. Ég hafði skrifað undir á tryggingareyðiblöðunum sem fylgdu leigunni á bílnum og var því fljótlega sleppt en ekki var ég fyrr kominn aftur á hótelið en lög- regluþjónn kemur að sækja mig aftur. Reynt hafði verið að fá ein- hvern úr fjölskyldunni minni til að gangast í ábyrgð fyrir greiðslum vegna skemmdanna á bílnum þar sem ég var ekki með nægt fé á mér en það kærði sig enginn um það, enda vildi fjölskyldan sem minnst af mér vita á þessum árum. Mér var því stungið inn í gæslu- varðhaldsfangelsi í Malaga þar sem nær 700 fangar voru í haldi. Margir þeirra voru stórhættulegir morð- ingjar.“ Áður en lengra er haldið skal tekið fram að Helgi er ekki Malaga- fanginn svonefndi sem fjallað var um í DV á sínum tíma. Það er allt annar maður. „Í fangelsinu í Malaga skiptust fangarnir í stórar klíkur og réðu svokallaðir kapóar yfir þeim,“ segir Helgi en þetta nafn var notað yfir verði í fanga- búðum nasista í seinni heimstyrj- öldinni. „Kapóarnir hreyfðu sig ekki án þess að vera umkringdir líf- vörðum. Mikil stéttaskipting ríkti í fangelsinu en það sem bjargaði mér var ekki aðeins að vera hvítur á hörund, heldur hafði ég líka þá þeg- ar mikið af tattúi. Fyrir því var borin mikil virðing. Kapóarnir hirtu því ekki um að láta mig berjast fyr- ir sæti í goggunarröðinni heldur báðu mig strax að tattúvera. Þeim fannst ég hljóta að geta þetta fyrst ég var svona skreyttur.“ Þarna í gæsluvarðhaldsfangelsinu í Malaga innan um hættulegustu menn Spánar hófst ferill Helga því þótt hann kynni orðið eitt og annað fyrir sér var hann ekki farinn að vinna við tattúið. „Sem betur fer hafði ég lært að setja upp nálina og vefja tvinnann um hana samkvæmt gömlu aðferðinni. Nú er notuð raf- magnsnál.“ Svía nauðgað af öðrum fanga Spænsku fangarnar vildu ekki hefðbundnar myndir heldur báðu um setningar eða upphafsstafi. „Þetta voru allt klíkutákn sem ég skildi ekki. Eitt tattú fékk ég mér sjálfur hjá æðsta gæjanum í fang- elsinu,“ segir Helgi og bendir á gróft ying og yang-merki á herða- blaðinu. Fyrstu vikurnar í fangelsinu bjó hann í klefa með 60 öðrum föngum þar sem þremur til fjórum kojum var staflað hver ofan á aðra en eftir því sem orðstír hans sem tattúisti jókst fékk hann sífellt betri klefa. Næst var hann því fluttur í klefa þar sem „aðeins“ 20 aðrir höfðust við og þegar hann loks komst undir verndarvæng einnar klíkunnar var hann færður í fjögurra manna klefa. Einn af þeim sem Helgi deildi klefa með var viðkunnanlegur Svíi, aðeins 19 ára gamall. Honum hafði verið stungið inn fyrir að hafa reynt að smygla tveimur kg af hassi frá Spáni til Svíþjóðar. Alls hafði hann dvalið 14 mánuði í fangelsinu án þess að hljóta dóm. Það var víst ekki óvanalegt því Helgi segir að þarna hafi menn mátt bíða árum saman eftir úrskurði. „Við Svíinn náðum mjög vel saman, líklega vegna sameiginlegs uppruna. Einn daginn trúði hann mér fyrir ægi- legu leyndarmáli. Svertingi sem sat þarna líka inni hafði nauðgað hon- um ótal sinnum og féll Svíinn sam- an og hágrét þegar hann sagði mér frá þessu. Hann hafði ekki þorað að tala við neinn annan um þetta því svertinginn hafði sagt honum að ef hann yrði uppvís að því myndu aðr- Morgunblaðið/ÞÖK Það er einn hér inni í Keflavík sem er með fótspor á typpinu. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 27 Rannsóknasjóður Umsóknarfrestur 1. október 2006 Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Stjórn Rannsóknasjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum með umsóknafrest 1. október 2006. Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Með hugtakinu vísindarannsóknum er átt við allar tegundir rannsókna; grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir. Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna. Eftirfarandi atriði vega þungt samkvæmt almennri stefnu Vísinda- og tækniráðs: ● Að verkefnið stuðli að uppbyggingu á vísindalegri og tæknilegri þekkingu. ● Að verkefnið hafi ótvírætt vísindalegt gildi og ávinning fyrir íslenskt samfélag eða atvinnulíf. ● Að verkefnið stuðli að myndun rannsóknarhópa og þekkingarklasa og stuðli að samvinnu milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. ● Að verkefnið feli í sér þjálfun ungra vísinda- og tæknimanna. ● Að verkefnið stuðli að alþjóðlegri sóknargetu íslenskra vísindamanna og aukinni þátttöku í alþjóðasamstarfi á sviði vísinda. Rannsóknasjóður veitir þrenns konar styrki: ● Öndvegisstyrki. ● Verkefnisstyrki. ● Rannsóknastöðustyrki. Styrkirnir eru veittir til allt að þriggja ára í senn. Umsækjendur sem hlutu styrk til verkefna árið 2006 með áætlun um framhald á árinu 2007 skulu senda áfangaskýrslu til sjóðsins fyrir 16. október 2006. Ítarlegar upplýsingar um styrkina og umsóknareyðublöð fyrir hverja styrktegund er að finna á heimasíðu Rannís (www.rannis.is).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.